Dagur - 16.11.1989, Page 7

Dagur - 16.11.1989, Page 7
Fimmtudagur 16. nóvember 1989 - DAGUR - 7 ég frá upphafi og þar til ég lauk atvinnuflugmannsprófi. Ég byrj- aði að kenna hjá Flugskóla Akur- eyrar haustið 1984 og fljúga hjá Flugfélagi Norðurlands 1985. Eg var hjá FN 1985-86 og byrjaði síðan 4. janúar 1987 á DC-8 vél Flugleiða og flaug henni í eitt ár þar til verulegur samdráttur varð í Atlantshafsfluginu. Þá fór ég á Fokker og flýg þeim vélum í dag. Síðastliðið haust flaug ég líka um tíma hjá dönsku flugfélagi.“ Baldvin er aðeins 26 ára en þó með um 4200 flugtíma að baki. Hann flýgur Fokker vélum Flug- leiða auk þess að annast rekstur Flugtaks ásamt Albert Baldurs- syni. Þar grípur hann í flug- kennslu en flýgur ekki í leigu- flugi. Til þess þyrfti hann leyfi frá Flugleiðum. Hann var ekki nema 23ja ára þegar hann settist í sæti aðstoðarflugmanns á DC-8 þotu og þykir það óvenjulegt en Baldvin segist hafa verið heppinn. „Ég fékk að vita það 21. des- ember 1986 að ég fengi vinnu hjá Flugleiðum og átti að mæta á námskeið 4. janúar kl. 9 á DC-8 og var síðan byrjaður að fljúga í mars. En fram að því var öll mín þjálfun á Akureyri. Ég hefði ekki viljað missa af því að fljúga hjá Flugfélagi Norðurlands. Petta var mjög góður skóli og góður tími, sérstaklega Grænlandsflug- ið.“ Flughermirinn. Baldvin gefur Viktori fyrirmæli og fylgist með ferðum hans á flugrita. Með aðstoð tölvunnar er hægt að framkalla hvers kyns veðurfar og bilanir sem flugmaðurinn verður að kljást við. Viktor flugkennari og nemandi hans skoða kennsluvél fyrir flugtak. í baksýn er gamli flugtuminn þar sem Flugtak er til húsa. Flughermirinn er að utanverðu eins og flugvél sem söguð hefur verið í sundur. Á innfelldu myndinni er Baldvin Birgisson, framkvæmda- stjóri Flugtaks, við eina af vélum félagsins inni ■ flugskýli á Reykja- víkurflugvelli. Hálendisferðir næsta sumar - Hvað er framundan hjá Flug- taki? „Næsta sumar ætlum við að fljúga á Twin Otternum til Vest- mannaeyja og Stykkishólms í leiguflugi. Einnig ætlum við frá Reykjavík inn í Þórsmörk og Twin Otter er nánast eina vélin sem hægt er að nota þar. Við ætl- um líka að bjóða upp á flug frá Reykjavík yfir hálendið, fljúga yfir Oskju og lenda í Herðu- breiðarlindum. Þaðan förum við til Mývatns þar sem farþegar fara í hefðundnar skoðunarferðir í rútum, borða, og fljúga síðan aft- ur til Reykjavíkur.“ - Nú er flughermirinn nýr þáttur í starfsemi ykkar. Hvernig nýtist hann? „Hann nýtist á þrennan hátt. í fyrsta lagi í blindflugskennslu fyr- ir þá sem eru að læra blindflug í fyrsta skipti. í öðru lagi er um að ræða endurþjálfun fyrir þá sem eru með blindflugsréttindi og þurfa að endurþjálfa sig á sex mánaða fresti. Þeir geta notað flugherminn í annað hvert skipti sem er miklu ódýrara en á flug- vélum. Síðan geta starfandi atvinnuflugmenn hjá minni flugfélögum fengið þjálfun í herminum. Þar er hægt að líkja eftir öllum hugsanlegum bilunum án þess að tefla öryggi flug- mannsins í hættu. Með einum takka er hægt að frysta flugið og skoða áður en eitthvað fer úrskeiðis.“ Baldvin sagði að Flugmála- stjórn hefði sýnt flugherminum áhuga sem þjálfunarbúnaði fyrir verðandi flugumferðarstjóra. Einnig hefur verið samið við Flugmálafélag íslands um kynn- ingu fyrir einka- og atvinnuflug- menn í flugherminum. Ásókn í flugherminn hefur farið stöðugt vaxandi þennan mánuð sem lið- inn er frá komu hans og kvaðst Baldvin vera ánægður með við- tökurnar. Heimsókninni hjá Akureyring- unum sem hafa haslað sér völl á athafnasvæðinu á Reykjavíkur- flugvelli er þá lokið að sinni. Flugtak hefur gamla flugturninn á leigu, leigir flugskýli og á einnig hlut í flugskýlum. Allar vélar félagsins komast inn í hlýjuna þegar veður eru válynd. Blaða- maður Dags sneri aftur til Akur- eyrar en Baldvin þurfti hins vegar að fljúga Fokkervél Flugleiða til Vestmannaeyja. Það er í mörg horn að líta í heimi flugmála. SS Þtö gertö betri matarkau Opið virka daga frá kl. 13.00-18.30 Opið á laugardögum frá kl. 10.00-14.00 Frón matarkex 106 pk. Kelloggs kornflögur 160 500 g Braga kaffi Columbia 102 250 g pk. Lambalæri 662 D. 1B. kg A-plús marmelaði 126 750 g Vex uppþvottalögur 70 660 g Milda þvottaduft 624 5 kg Laukbuff 798 «, Sveppabuff 706 kg Nautahamborgarar 606 10stk. Léttreyktir lambahryggir 575 Bökunarvörur á góðu verði NETTÓ-verði KEANETTÓ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.