Dagur - 16.11.1989, Side 9

Dagur - 16.11.1989, Side 9
bœkur lí LIZ BERRY Ég get séð um mig sjálf Komin er út hjá Iðunni ný bók eftir hinn vinsæla unglingabóka- höfund Liz Berry. Nefnist hún Ég get séð um mig sjálf. En fyrri bækur höfundar sem þýddar hafa verið á íslensku eru eftirtaldar: Er þetta ást? og Frjáls eða fjötr- uð. Hér segir frá sautján ára stúlku sem heitir Mel. Eins og marga á þeim aldri dreymir hana um ýms- ar breytingar á högum sínum. Hún er þó ekki viðbúin þeirri byltingu sem á sér stað í lífi henn- ar þegar hún stendur skyndilega uppi ein á heimilinu eftir að móð- ir hennar er lögð inn á spítala. Nú verður Mel að takast á við vandamálin - og hún verður margs vísari um hlutina og sjálfa sig. Þegar hún svo af undarlegri tilviljun kynnist Mitch fer nú ýmislegt að gerast. Hún veit nefnilega ekki að Mitch er gítar- leikari í frægri hljómsveit og þeg- ar hann einn góðan veðurdag til- kynnir opinberlega að hann ætli að giftast henni verður enginn orðlausari en Mel sjálf . . . Þrjár nýjar Lúllabækur - eftir Ulf Löfgren Komnar eru út hjá Iðunni þrjár nýjar bækur um litla kanínu- strákinn Lúlla. Höfundur þeirra er sænski listamaðurinn Ulf Löfgren. Bækurnar heita LúIIi er óheppinn, Lúlli og síminn og LúIIi og villidýrin. Sögurnar segja á kankvísan hátt í máli og myndum frá ýmsu sem á dagana drífur hjá Lúlla. Uppá- tæki hans, leikir og ofur hvers- dagslegir hlutir verða hverju sinni að litlu ævintýri sem yngstu börnin hrífast af og vilja fá að heyra aftur og aftur. Einn daginn hringir síminn stanslaust hjá Lúlla. Alla langar að heimsækja hann og fyrr en varir fyllist hjá honum húsið af óvæntum gestum! Öðru sinni er reglulegur óhappadagur hjá Lúlla. Allt sem hann tekur sér fyrir hendur mistekst. En þegar Lúlli, Hannes og Gunna ákveða að leika villidýr og fara inn í frumskóginn gerast óvænt ævin- týri. Oliver Twist Út er komin á bók sagan, Oliver Twist, eftir Charles Dickens. Þetta er fjórða útgáfa Æskunnar á hinni sígildu sögu hins enska sagnameistara í úrvalsþýðingu Hannesar J. Magnússonar fyrr- um skólastjóra - en hún var fyrst gefin út 1943. Kápumyndir eru úr sýningu Þjóðleikhússins á söng- leiknum Oliver! Margir munu bíða í ofvæni eft- ir að lesa um það sem á daga Olivers dreif - eftir að hafa feng- ið ávæning af því í ágætri sýningu leikhússins. Sagan um Oliver Twist er eitt þeirra verka sem á að vera til á hverju heimili enda lesa margir hana hvað eftir annað. Bókin er 367 blaðsíður. Brúðan hans Borgþórs Út er komin bókin Brúðan hans Borgþórs eftir hinn góðkunna út- varpsmann Jónas Jónasson. Þetta er barnabók sem höfðar til fólks á öllum aldri og eflaust verður hennar allra best notið þegar full- orðnir lesa hana fyrir börn. Hlýleg kímni og djúpur lífs- skilningur höfundar einkennir söguna. í henni er sagt frá íbúum í Ljúfalandi, einkum Borgþóri smið, Ólínu konu hans, borg- arstjórahjónunum Jörundi og Kolfinnu og Heiðu litlu - að ógleymdri brúðunni hans Borg- þórs, Hafþóri skipstjóra. Sigrún Eldjárn teiknaði mynd- ir sem falla einkar vel að efni og hugblæ sögunnar. Jónas hlaut verðlaun Fræðslu- ráðs Reykjavíkur fyrir barnabók- ina, Polli, ég og allir hinir en hún kom út 1973. Brúðan hans Borg- þórs er 166 blaðsíður að stærð. Útgefandi er Æskan. Þrjú sígild ævintýri - Öskubuska, Stígvélaði kötturinn, Aladdín og töfralampinn Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér þrjár nýjar bækur í ritsafn- inu Ævintýri barnanna. Þær eru Öskubuska, Stígvélaði kötturinn og Aladdín og töfralampinn. í fyrra komu út sögurnar Pétur Pan, Rauðhetta og Hans hug- prúði. Þorsteinn skáld frá Hamri hefur þýtt og endursagt öll ævin- týrin. Gömlu, góðu ævintýrin éru alltaf í fullu gildi og hér eru sögð sígild ævintýri sem börn hafa skemmt sér við kynslóð fram af kynslóð. í þessum bókaflokki eru þau endursögð við hæfi yngstu barnanna og myndskreytt af frægum spænskum listamöpnum. Hin ijögur fræknu og sjávargyðjan Iðunn hefur gefið út nýja bók í flokknum um „hin fjögur fræknu", sem eru fyrir löngu orðin íslensk- um unnendum teiknimyndasagna að góðu kunn. Nefnist bókin Hin fjögur fræknu og sjávargyðjan. Félagarnir fjórir lenda sífellt í nýjum og spennandi ævintýrum og oft er tvísýnt hvernig leikurinn fer. Hér taka þau þátt í spurn- ingakeppni gegn óvinum sínum, hinum fjórum frökku! Það verð- ur jafntefli. Úrslitin eiga að ráð- ast í Grikklandi og nú hefst æsi- spennandi keppni, því að þau frökku svífast einskis til að verða á undan að markinu. Bjarni Fr. Karlsson þýddi. Fimmtudagur 16. nóvember 1989 - DAGUR - 9 Oskum eftir að ráða matreiðslu- eða kjötiðnaðarmann til starfa strax. Upplýsingar ekki veittar í síma. HAGKAUP Norðurgötu 62. KRISTNESSPÍTALI_______________ Lausar eru til umsóknar tvær stöður aðstoðar- hjúkrunardeildarstjóra Á Kristnesspítala fara nú fram miklar endurbætur og uppbygging endurhæfingardeildar. Kristnesspítali er aðeins í 10 km fjarlægð suður frá Akureyri í sérlega fögru umhverfi. Þeim starfsmönnum sem búsettir eru á Akureyri er séð fyrir akstri í og úr vinnu. íbúðarhúsnæði og barnaheimili til staðar. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma: 96- 31100. Kristnesspítali. .t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU GUÐRÚNAR ANTONSDÓTTUR, Hornbrekku, Ólafsfirði. Anton Sigurðsson, Anna Þóra Ólafsdóttir, Aðalbjörg Árnadóttir, Júlíus Snorrason, Una Árnadóttir, Friðrik Eggertsson, Ólafur Árnason, Arnfríður Valdimarsdóttir, María Árnadóttir, Vébjörn Eggertsson, Anna Jóna Geirsdóttir, Jón Jósefsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför konu minnar, móður tengdamóður og ömmu GUÐBJARGAR PÁLSDÓTTUR, Einarsstöðum. Guð blessi ykkur öll. Jón Þór Buch, Guðný J. Buch, Friðrik Júlíus Jónsson, Kristín G. Sigurðardóttir, Páll Heigi J. Buch, Guðrún Benediktsdóttir, Hólmfriður Jónsdóttir Buch, Stefán Ingvar Baldvinsson, Björn Ófeigur Jónsson, Þórunn Alíce Gestsdóttir, Kristbjörg Jónsdóttir Buch, Sigurveig Guðrún J. Buch, Ingólfur Árni Jónsson og barnabörn. MARKAÐUR FJÖLNISGÖTU 4b áður Eyfirsk matvæli

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.