Dagur - 14.12.1989, Page 1

Dagur - 14.12.1989, Page 1
Er unnt að flytja Tækniskóla íslands til Akureyrar? Erfiðar hmdranir standa í vegi - segir Bjarni Kristjánsson, rektor Tækniskólans Á Alþingi í fyrri viku vakti Jón Bragi Bjarnason, þingmaður Alþýðuflokks, máls á því að hyggilegt væri að athuga þann möguleika að flytja Tækni- skóla íslands frá Reykjavík norður á Akureyri. Jón Bragi lét þessi orð falla í umræðu um starfsemi Háskólans á Akur- eyri. Bjarni Kristjánsson, rektor Tækniskóla íslands, sagði í sam- tali við Dag að hugtnynd Jóns Braga væri allrar athygli verð en ef hann liti raunhæft á málin væru margar erfiðar hindranir í vegi fyrir flutningi skólans til Akur- eyrar. Bjarni sagði að þessi hugmynd hefði verið til umræðu fyrir um 20 árum og þá hefðu einkum þrír þættir staðið í vegi fyrir flutningi skólans norður. í fyrsta lagi skort- ur á tæknimenntuðum kennurum á Akureyri, í öðru lagi erfiðleikar við að „rífa upp“ nokkur hundr- uð fjölskyldur af höfuðborgar- svæðinu og flytja þær norður og í þriðja lagi tenging skólans við rannsóknarstofnanir á Keldna- holti. Bjarni segir að á þcssum tuttugu árum hafi miklar breytingar orð- ið til batnaðar með tæknimennt- aða kennara á Akureyri. Hins vegar séu hinar tvær röksemdirn- ar enn í fullu gildi. Hann segir að mönnum vaxi vissulega í augum að flytja fjölda nemenda með fjölskyldur norður yfir heiðar, sá flutningur sé síöur en svo auð- veldur. Þá segir hann að á undan- förnum árum hafi aukist verulega samvinna Tækniskólans og rann- sóknarstofnana á Keldnaholti, Rannsóknarstofnunar landbún- aðarins, Rannsóknarstofnunar byggingaiðnaðarins og lðntækni- stofnunar. Tækniskóli íslands er til húsa að Höfðabakka 9 í Reykjavík, þar sem hann leigir húsnæði í eigu íslenskra aðalverktaka. Til langs tíma hefur þrengt mjög að skólanum en Bjarni segir að fyrir skemmstu hafi ræst verulega úr þegar skólinn fékk afnot af 1400 fermetra húsnæði undir sama þaki. „Við þurftum lítið annað að gera en að rífa einn vegg í hús- inu. Þarna var atvinnufyrirtæki sem flutti burtu. Ég veit ekki til þess að við séum að missa þetta húsnæði. Ætli við getum ekki leigt þetta húsnæði eins lengi og við viljum,“ segir Bjarni. I Tækniskóla íslands eru nú um 400 nemendur og um næstu áramót fjölgar nemendum um hátt í 100 manns. óþh ‘ ' ‘ , > ~t l - t Skyldi hann vera að reyna aö kveikja á perunni. Mynd: KL Samstarfshópur kannar möguleika á sameiginlegu slökkviliði við Akureyrarflugvöll: Lfldega ljóst fyrir áramót hvort slökkvilið bæjarins verða sameinuð Að sögn Tómasar Búa Böðvars- sonar, slökkviliðsstjóra á Sala á Snæfellinu: Eftir atvikum ánægðir með þetta samkomulag - segir Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri „Við erum eftir atvikum ánægðir með þetta samkomu- lag,“ sagði Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA, þegar hann var inntur eftir sölu skips Útgerðarfélags KEA hf., Snæfells EA-740, til Þorbjarnar hf. í Grindavík. Gengið var frá samkomulagi um kaupin sl. laugardag og segir Magnús Gauti að kaupsamningur liggi ekki endanlega fyrir, frá honum verði gengið eins fljótt og kostur er. Samkomulag KEA og Þor- bjarnar hf. gerir ráð fyrir afhend- ingu Snæfollsins 2. janúar nk. Eins og kom fram í Degi í gær fær Kaupfélag Eyfirðinga Sigurð Þorleifsson GK-256 upp í Snæ- fellið. Magnús Gauti vildi ekki upplýsa hversu hátt hann væri metinn í kaupunum. Sigurður Þorleifsson verður tekinn í slipp og nákvæmlega yfirfarinn áður en KEA tekur við rekstri hans. Skipið er með 650 tonna þorsk- ígilda botnfiskkvóta, um 40 tonna rækjukvóta og síldarkvóta. Að sögn Magnúsar Gauta ligg- ur ekkert fyrir hvenær Sigurður Þorleifsson hefur veiðar í nafni KEA eða hvar hann muni leggja upp sinn afla. óþh Akureyri, mun að líkindum Ijóst fyrir áramót hvort af sam- einingu slökkviliðs bæjarins og slökkviliðsins á Akureyrar- flugvelli verður. Starfshópur var skipaður til að kanna þetta inál og skipa hann tveir full- trúar frá Ákureyrarbæ, tveir fulltrúar frá Flugmálastjórn og einn fulltrúi frá heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu. Tómas Búi segir að ef ákveðið verði að sameina muni líða nokkur tími þar til þessi tvö slökkvilið verða cndanlega sameinuð þar sem byggja þurfi við flugvöll- inn, eða í nágrenni hans, fyrir Uppboð á hluta eigna þrotabús Pólarpels:- Landsbankinn keyptl Ytra-Holt og refaskála fyrir 16,5 milljónir - skáli fimm á Böggvisstöðum sleginn Stofnlánadeild fyrir 2 milljónir Landsbanka íslands var í gær slegin jörðin Ytra-Holt í Svarf- aðardal, ásamt fasteignum á jörðinni, fyrir 16,5 milljónir króna. Ytra-Holt var í eigu þrotabús Pólarpels, en þar er staðsettur einn stór refaskáli auk kartöflugeymslu sem Fisk- verkun Jóhannesar og Helga á Dalvík hafði áður fest kaup á. Elías Elíason, sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu bauð eignir þrotabúsins upp í refaskálanum í Ytra-Holti í gær. Auk Lands- bankans bauð Byggðastofnun 11 milljónir í jörðina og refaskálann og Dalvíkurbær 5 milljónir króna. Þá var í gær einnig boðinn upp svokallaður skáli fimm á Böggvis- stöðum. Um er að ræða vestasta skálann í skálaþyrpingunni á Böggvisstöðum. Skálinn var sleg- inn Stofnlánadeild landbúnaðar- ins fyrir 2 milljónir króna. Lokið er við að slátra öllum dýrum á Böggvisstöðum og standa hús þar nú auð og yfirgef- in. Gert er ráð fyrir að bjóða upp húseignir þar eftir áramót. óþh þessa starfsemi. Slík hygging yrði ekki tilhúin fyrr en að tveimur árum liðnum. „Það er raunar rætt um þrjá staöi sem kæmu til greina fyrir slíka byggingu, li.e. við norður- enda flugbrautar, við flugstöðina eða við Ncsti vcstan flugvallar. Þessi staðsetning við flugvöllinn hefur sína kosti en galla sjá menn einnig og það er spurning hvort þcir eru ekki fleiri,“ segir Tómas Búi. Hann segir athugun starfshóps- ins beinast aö því að kanna vilja til samstarfs og hvernig rekstri verði háttað. Með sameiningu segir Tómas Búi Ijóst að fjölga verði í slökkviliðunum. Nú eru 3 menn á hverri vakt hjá slökkvi- liðinu á Akureyri og á flugvellin- um er einn maður á vakt. Verði liðin sameinuð segir Tómas að a.m.k. 4-5 menn þurfi að vera á vakt hverju sinni. „En ég sé ekki að um samnýtingu verði að ræða á mannskap fyrir flugvöllinn og okkur, nema að óverulegu leyti.“ Tómas telur að í umræðum um sameiningu þessara slökkviliða spili stærst hlutverk fjarlægðin frá flugvellinum og út í hverfi bæjar- ins. „Að sjálfsögðu koma pening- ar líka inn í myndina. Við erum að kanna hve mikinn þátt hvor aðili um sig er tilbúinn áð taka í þessum rekstri. Hvort fyrir sig verður síðan að meta hver ávinningur er að sameiningu,“ segir Tómas. JÓH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.