Dagur - 14.12.1989, Page 13

Dagur - 14.12.1989, Page 13
Fimmtudagur 14. desember 1989 - DAGUR - 13 í dag, 14. desember, verður til moldar borinn vinur okkar Stein- þór O. Sigurjónsson. Óvænt og óvægilega var hann kallaður héð- an og við sem eftir stöndum skilj- um ekki í svip þau forlög sem slíku ráða. Við kynntumst vegna þess að við áttum sameiginlegt áhugamál þar sem voru bílar, en fljótlega uppgötvuðum við til viðbótar frændsemi, þar sem báðir áttum við sömu forfeður í Ólafsfirði. Ekki þurfti langar samvistir við Steinþór til að uppgötva að þar átti fjölskyldan vin í raun, enda leituðum við óspart til hans ef aðstoðar var þörf. Hann var ætíð boðinn og búinn til að veita okk- ur liðsinni sitt sein og öðrum sem til hans leituðu. Hann var vinnu- samur og féll tæpast verk úr hendi, því utan langs vinnutíma var hann ósjaldan að sinna verk- um fyrir vini og kunningja. Stein- þór var vinamargur, enda ein- staklega notalegt að sækja hann og fjölskylduna heim. Við áttum saman ótaldar ánægjustundir, ýmist tveir einir við bílastúss, eða með fjöl- skyldunum. Eftirminnilegar eru stundir sem við dunduðunt sam- aii við Chevyinn fyrir mörgum árum svo og dagar sem fjölskyld- urnar áttu saman í sumarbú- staðnum í Ólafsfirði. Nýlega fór- um við feðgar ásamt Steinþóri tvívegis í stutt ferðalag til útlanda til að skoða bíla. Það voru dagar sem skilja eftir sterkaT minningar um góðan félaga. Þá sem endranær mátti treysta því að Steinþór lífgaði upp á til- veruna með nærveru sinni og næmu skopskyni, og enda þótt hann væri skapstór var ávallt stutt í glettnina. Hann var mikill maður í eiginlegri og óeiginlegri merkingu þeirra orða, nærvera hans fór ekki framhjá neinunt og traust og hlýtt handtak ltans boð- aði vinsemd og velvilja. Taklð eftir — : ' Sðfa Al-Anon fjölskyldudeildirnar eru félagsskapur ættingja og vina alkoholista, sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir svo að þau megi leysa sameiginleg vandamál sín. Við trúum að alkoholismi sé fjöl- skyldusjúkdómur og að breytt við- horf geti stuðlað að heilbrigði. Við hittumst í Strandgötu 21: Mánud. kl. 21.00, uppi. Miðvikud. kl. 21.00, niðri. Miðvikud. kl. 20.00, Alateen (ungl- ingar). Laugard. kl. 14.00, uppi. Vertu velkomin(n)! Borgarbíó Fimmtud. 14. des. Kl. 9.00 Lögregluskólinn Kl. 11.00 Cohen og Tate Kl. 9.00 The Fly II Margir hala beöiö eftir framhaldi af flugunni (The Fly) og hér er það komið. Eins og flestir muna var konan i fyrri myndinni ólétt eftir flugumanninn og hér fær afkvæmiö aö speyta sig. Prælmögnuö spennumynd sem gefur þeirri fyrri ekkert eftir. Kl. 11.00 Lean on me Minjasafnið á Akureyri. Opið á sunnudögum frá kl. 14.00- 16.00.___________________________ Náttúrugripasafnið Hafnarstræti 81. Sýningarsalurinn er lokaður í des- ember. Næst opið sunnudaginn 7. janúar. Minningarkort Sjálfsbjargar Akur- eyri fást hjá eftirtöldum aðilum: Bókabúð Jónasar, Bókval, Akri Kaupangi, Blómahúsinu Glerárgötu 28 og Sjálfsbjörg Bugðusíðu 1. Minningarspjold Styrktarsjóðs Kristnesspítala fást í Bókvali og á skrifstofu Kristnesspítala. Minningarspjöld Hríseyjarkirkju fást í Bókabúð Jónasar. Minningarkort Akureyrarkirkju fást í Bókvali og Blómabúðinni Akri í Kaupangi. Minningarkort Rauða krossins eru til sölu í Bókvali. Grýtubakkahreppur - Grenivík. Munið eftir minningarspjöldum Steinunnar Sigursteinsdóttur. Til sölu hjá Eydísi í Litluhlíð 2g, sími 21194. Minningarspjöld Minningarsjóðs Guðmundar Dagssonar Kristnes- hæli fást í Kristneshæli, Bókaversl- uninni Eddu Akureyri og hjá Jór- unni Ólafsdóttur Brekkugötu 21 Akureyri. Minningarspjöld Sambands íslenskra kristniboðsfélaga fást hjá: Pedromyndum, Hafnarstræti 98, Sigríði Freysteinsdóttur Þingvalla- stræti 28, Hönnu Stefánsdóttur Víðilundi 24, og Guðrúnu Hörgdal Skarðshlíð 17. Munið minningarspjöld Kvenfélags- ins „Fraintíðin". Spjöldin fást á Dvalarheimilunum Hlíð og Skjaldarvík, hjá Margréti Kröyer, Helgamagrastræti 9, Blóma- búðinni Akri, Kaupangi og Bóka- búð Jónasar. Minningarspjöld Krabbaineinsfélags Akureyrar og nágrcnnis fást á eftir- töldum stöðum: Akureyri: Blóma- búðinni Akur, Bókabúð Jónasar, Bókvali, Möppudýrinu í Sunnuhlíð og á skrifstofunni Hafnarstræti 95, 4. hæð; Dalvík: Heilsugæslustöðinni, Elínu Sigurðardóttur Stórholtsvegi 7 oe Ásu Marinósdóttur Kálfsskinni; Olafsfirði: Apótekinu; Grenivík: Margréti S. Jóhannsdóttur Hagamel. Síminn á skrifstofunni er 27077. Við nutum öll ríkulega af verk- lagni hans og verkhyggni, en enn meira af vináttu og hlýju viðmóti. Best af öllu var því vissan um að eiga hann að þegar á reyntli og einhverju þurfti að bjarga við, mála, flytja, lagfæra, eða setja snjódekk undir fjölskyldubílinn þegar heimilisfaðirinn var skyndilega tepptur í útlöndum. Þá brást Steinþór aldrei. Stórt ófyllt rými er nú í tilveru okkar, eins og allra sem nutu vin- áttu hans. Sigga, Unnur, Olgeir og Andri hafa þó orðið fyrir áfalli sem fáir skilja. Á þannig stund- um er huggun í ótal minningum unt traustan vin og góðan dreng. Og þá viljum við trúa því að ein- hvern tíma hittumst við öll á ný og förum í ökuferðir í rauðum eðalvögnum, þar sem umhverfið er eins og heimilið í Álfabyggð- inni, bjart, öruggt og hlýtt. Úlfar, Hólmfríður, Líney og Logi. Svalur og Valur: Með hjartað í buxunum Komin er út hjá Iðunni ný teikni- myndasaga um félagana Sval og Val eftir Tome og Janry, og er þetta tuttugasta og sjötta bókin sem út kemur á íslensku um ævintýri þeirra félaga. Hér segir frá ótrúlegum ævin- týrum blaðamannanna snjöllu, þegar þeir leggja af stað í stór- hættulegan leiðangur upp í snæ- þaktar auðnir Himalaya-fjall- anna í leit að Dal útlaganna - og hafa með sér nokkra furðufugla sem þeir eiga að reyna að lækna af ólæknandi hiksta! Aldrei hafa þeir félagar, Svalur, Valur og íkorninn Pési, lagt í meiri hættu- för né komist í hann krappari. Auðug og ófrjáls Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnar- firði, hefur sent frá sér nýja skáldsögu eftir Barböru Cart- land, sem nefnist Auðug og ófrjáls. Áður hefur Skuggsjá gef- ið út nokkrar bækur eftir sama höfund. Sigurður Steinsson þýddi bókina. „Til þess að bjarga föður sín- um úr skuldafangelsi giftist Crisa Silas P. Vanderhault. Nokkrum mánuðum síðar er Crisa orðin ekkja eftir einn af ríkustu mönn- um í Ameríku. En hvað stoða öll hennar auðæfi, þegar Vander- hault-fjölskyldan heldur henni bókstaflega eins og fanga í gylltu búri? Hún flýr í burtu og á flótta hennar gerast viðburðaríkir og óvæntir atburðir á leið hennar heim til Englands.“ Auðug og ófrjáls er 176 bls. að stærð. Tilboð óskast í 2 fólksbifreiðar til lúkningar aðflutningsgjöldum, samanber 111. gr. laga nr. 55/87. Oldsmobile Cierra árg. 1983 og Buick Regal Limited árg. 1981. Bifreiðarnar eru til sýnis í Almennu toll- vörugeymslunni. Tilboðum sé komið til tollafgreiðslunnar Hafnarstræti 107, 600 Akureyri fyrir 29. desember nk. Tilboð munu opnuð þann dag kl. 14.00. Áskilinn er réttur til að taka hvaða boði sem er eða hafna öllum. Tollstjórinn á Akureyri. 5. desember 1989. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÚN JÓHANNESDÓTTIR, Höfða, Grýtubakkahreppi, andaðist í Hjúkrunarheimilinu Seli 7. desember s.l. Jarðarförin fer fram frá Grenivíkurkirkju sunnudaginn 17. des- ember kl. 2. e.h. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á að láta líknarstofn- anir njóta þess. Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn, og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför hjartkærs eiginmanns, föðurs, tengdaföður og afa, ARA ÞÓRÐARSONAR, Norðurgötu 38, Akureyri. Sérstakar þakkirtil allra á Kristnesspítala sem Aú hefur kynnst í lengri eða skemmri tíma. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðilega jólahátíð. Pálína Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.