Dagur - 14.12.1989, Síða 14

Dagur - 14.12.1989, Síða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 14. desember 1989 Hjá okkur er lágt vöruverð og gott að versla Nýtt greiðslukortatímabil er hafið. Verslunin ÞORFID Móasíðu 1 • Sími 27755. E Opiö alla daga vikunnar frá kl. 8-23.30. Heimsendingarþjónusta. Afmæliskveðja: Henning Kondrup sjötugur Höfum sængurgjafir og jólagjafir í úrvali T.d. útigalla - vöggugalla skiptitöskur - vöggusett og m.fl. Nýkomnir vöggugallar á fyrirbura, einnig nærföt og náttföt í stærðum 0-152. Frá leikfangaverksmiðjunni Öldu Þingeyri Dúa-bílar, Dúdú-dúkkuvagnar, kúluspil og einmenningur. Vaggan Sunnuhlíð sími 27586. Opið kl. 9-18, laugardaga kl. 10-12. •k Góö bílastæði * Það mun ekki vera neinum vafa undirorpið að heiðursmaðurinn Henning Kondrup sé sjötugur í dag, eða a.m.k. tjáir þjóðskrá okkur að svo sé. Hitt er annað mál að það er enginn hægðarleik- ur að ná til hans og taka í hend- ina á honum í tilefni dagsins, livað þá að lyfta glasi því að eng- inn lifandi maður hefur hugmynd um hvar hann hefur falið sig, þótt símalínur hafi í allan dag verið rauðglóandi milli okkar gömlu mannanna, sem teljum okkur til söngbræðra hans og fornvina, og þess vegna höfum við tekið þann kostinn að biðja hið ágæta blað Dag, sem við vitum að berst vítt um heimsbyggðina og kynni því að bera fyrir augu afmælisbarns- ins einhvern tíma í framtíðinni, að flytja honum hjartanlegar afmælisóskir og heillakveðjur bæði til hans og Margrétar, sem við vonum að sé enn í samfloti með honum. Við ætlum ekki hér að rekja ættartölu Hennings eða hans curriculum vitae, heldur fer dag- urinn ekki svo framhjá okkur að við minnumst ekki samveru hans í okkar gamla, góða hópi, sem á sínum tíma lifði dýrðardaga við söng og gleði, þar sem hver mað- ur var öðrum ágætari, en Henn- ing þó með þeim ágætustu. Bar þar margt til, ekki aðeins það að hann var glaðlyndur og spaug- samur, heldur miklu fremur sönghæfileikar hans, sem voru frábærir, og eru vonandi enn. Rödd Hennings hefur víða verið við brugðið. Hún er mjög sér- staklega há og björt tenórrödd og með einhverjum þeim blæ, að hún hrífur áheyrendur auðveld- lega og fer beint til hjartans. Ekki skal oflofa afmælisbarnið, en gaman væri að rifja upp ýmsar gamlar minningar og átburði, sem staðfesta myndu framan- greind orð. Þetta á nú ekki að verða lengra í bili. En við vonum að blessuð- um hjónunum iíði vel, hvar sem þau eru í dag, og það skulu þau vita að hugur okkar er hjá þeim og við skálum öll í anda fyrir þessum merkisdegi. Hver veit nema það verði gert í alvöru síðar. Akureyri, 11. desember 1989. Nokkrir gamlir, gráhærðir og sköllóttir Geysisfélagar. Orðabók Háskóla íslands: Hefur geflð út íslenska orðsifjabók Orðabók Háskóla íslands hefur gefið út bókina íslensk orðsifja- bók, eftir Ásgeir Blöndal Magn- ússon. í þessari einstöku orða- bók er greint frá uppruna og ættum tugþúsunda íslenskra orða. Rakinn er skyldleiki þeirra við orð í öðrum málum, fjallað um tökuorð sem borist hafa í Húsavík! Vantar tilbreytingu í jólainnkaupin? Það er óþarfi að fara langt í leit að henni. Hvernig væri aö bregöa sér til Húsavíkur? Á Húsavík finnur þú verslanir sem bjóða nytsamar jólagjafir, gott vöruúrval og matvöruverslun í sérflokki Opið til kl. 22.00 laugardaginn 16. desember og til kl. 23.00 á Þorláksmessu j^j^verslanir, Kaupfélag Þingeyinga málið og hvenær þeirra verður fyrst vart. Höfundur bókarinnar, Ásgeir Blöndal Magnússon, orðabókar- ritstjóri, var þjóðkunnur fyrir þekkingu sína á sögu íslensks orðaforða. í þessari bók miðlar hann af áratuga rannsóknum sín- um á Orðabók Háskólans á alþýðlegan og fræðandi hátt. Álls eru í bókinni um 25000 uppflettiorð. Borið er saman við grannmálin, önnur germönsk mál og við fjarskyldari mál þegar þörf er á. Höfundur gerir sér einnig far um að sína tengsl norræns orðaforða við mál af indóevrópskri málaætt. Hugmyndir annarra fræðimanna um ýmis torskýrð orð eru dregnar fram og leggur höfundur á þær vel rökstutt mat. Hann leggur áherslu á að skýra bæði orð úr talmálssafni Orða- bókar Háskólans og erlend töku- orð í íslensku og gefur það bók- inni mikið gildi þar sem um mörg þeirra er nú fjallað í fyrsta sinn. Prentsmiðjan Oddi hf. prent- aði bókina en Mál og menning annast dreifingu hennar. I hvoð er oð gerost Listakonan Ruth Hansen. MENOR og Alþýðubankinn: Rut Hausen í Kstkynnmgu Menningarsamtök Norðlendinga og Alþýðubankinn á Akureyri kynna um þessar mundir lista- konuna Ruth Hansen. Á list- kynningunni eru 9 málverk, unn- in með olíu á striga og eru tvö verkanna frá 1985 en önnur frá árinu 1989. Ruth Hansen er fædd á Akur- eyri árið 1944. Á árunum 1974- 1981 sótti hún námskeið í Mynd- listarskólanum á Akureyri. Ruth er ein þeirra sem staðið hafa að Myndhópnum og hefur tekið þátt í samsýningum hópsins allt frá 1979. Hún hefur haldið tvær einkasýningar, í Gamla Lundi á Akureyri 1985 og á Selfossi sama ár. Þá hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga víða á Norðurlandi. Kynningin er í útibúi Alþýðu- bankans hf. á Akureyri, Skipa- götu 13, og er hún opin á afgreiðslutíma bankans. Henni lýkur 2. febrúar 1990. SS Skákfélag Akureyrar: Fjöltefli í kvöld í kvöld, fimmtudaginn 14. des- ember, heldur Kári Elíson fjöl- tefli, en Kári er núverandi Akur- eyrarmeistari í skák. Fjölteflið verður í félagsheimili Skákfélags Akureyrar og hefst það kl. 19.30. Þetta er klukkufjöltefli og eru all- ir skákunnendur velkomnir með- an húsrúm leyfir og eflaust hafa margir hug á því að spreyta sig við skák- og lyftingakappann knáa. SS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.