Dagur - 14.12.1989, Blaðsíða 15

Dagur - 14.12.1989, Blaðsíða 15
 Fimmtudagur 14. desember 1989 - DAGUR - 15 Kristinn sá eini sem komst niður Kristinn Björnsson frá Ólafs- firði lenti í 22. sæti af 120 keppendum á svigmóti í Geilo í Noregi á þriðjudaginn. Þetta var góður árangur og fékk hann um 80 punkta fyrir þenn- an árangur. Þess má geta aðstæður voru slæmar til keppni og var Kristinn eini íslendingurinn sem komst niður brautina. Arnór Gunnarsson frá ísafirði var sá eini sem komst niður af íslenska lands- liðshópnum í keppni á mánu- daginn. Islenska skíðalandsliðið hefur lent í hinu mesta basli í æfinga- búðum sínum í N-Svíþjóð. Ástæð- an er sú að ekki hefur verið jafn lítill snjór á þessu svæði undan- farin 22 ár og hefur þurft að fresta flestum mótum sem íslendingarnir ætluðu að taka þátt í af þeim orsökum. Þetta hefur hins vegar ekki komið nið- ur á æfingunum því hægt hefur verið að æfa við þokkalegar aðstæður. Hópurinn tekur þátt í fleiri mótum þessa dagana og munum við skýra frá árangri keppenda eftir helgina. Handbolti: KA keppir á föstudagskvöldið Samnorræn getraun fyrir HM á Ítalíu: Potturinn í 100 milljónir - íslendingar greiða einir út fyrir 11 og 12 rétta Gísla Sigurðssyni markverði Tindastóls í knattspyrnunni hefur verið boðið til viðræðna við Skagamenn um að ganga í þeirra raðir fyrir næstkomandi keppnistímabil. Pessi mál eru þó enn á umræðustigi og allsendis óvíst hvort af verður. Akurnesingar standa nú uppi markmannslausir eftir að Ólafur Gottskálksson gekk til liðs við þá röndóttu í KR. Gísli hefur varið mark Tindastóls af stakri snilld undan- farin ár og var hann m.a. valinn besti leikmaðurinn eftir síðasta tímabil. En eins og áður sagði eru þessi mál varla komin á við- ræðustig og algerlega óvíst hvort af verður en ljóst er að erfitt verður að fylla upp í það skarð sem Gísli mun skilja eftir sig ef hann fer. Leikur KA og Stjörnunnar í 1. deildinni í handknattleik verð- ur á föstudagskvöldið kl. 20.30 í íþróttahöllinni en ekki á laug- ardag eins og sagt er í móta- skrá og í auglýsingum í sjón- varpi. KA-menn báðu um færslu á þessum leik vegna þess að búðir eru opnar lengur á laugardaginn og yrði því örugglega fátt um manninn á leiknum. í fyrstu höfnuðu Stjörnumenn þessari bón en skiptu um skoðun og leikurinn fer því fram annað kvöld í íþróttahöllinn á Akur- eyri. Valdimar Valdiinarsson og félagar hans í íslenska skíðalandsliðinu hafa lent í miklu basli í N-Svíþjóð. Mynd: TLV KA hefur harma að hefna því Stjörnumenn burstuðu þá í fyrrí leik liðanna sem fram fór í Garðabæ. Stjíirnan var talin hafa eitt besta liðið á íslandi fyrir íslandsmótið en liðið hefur hikstað í síðustu leikjum og tap- að dýrmætum stigum í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn. KA er hins vegar óþægilega nálægt botninum þa'nnig að það má búast við hörkuviðureign. Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu á Ítalíu á næsta ári. Sameiginlegur undirbún- ingshópur hefur undanfarið ár unnið að þessu máli. í HM- getrauninni verður m.a. sam- eiginlegur verðlaunapottur fyr- ir 13 leiki. Að sögn Hákonar Gunnarsson- ar framkvæmdastjóra íslenskra getrauna má búast við því að fyrsti vinningur í þessum sameig- inlega norræna getraunaleik verði um 100 milljónir. Það verð- ur greitt sameiginlega fyrir 13 leiki rétta en íslenskar getraunir verða síðan með pott með íslensku sölunni þar sem verður greitt fyrir 11 og 12 rétta. Norsku getraunirnar eru þær einu á Norðurlöndununt sem ekki munu verða með í þessari norrænu tippkeppni. Ástæðuna segir Hákon vera sérstæða lund forráðamanna norsku getraun- anna sem hafi skorið sig nokkuð úr í þessu norræna samstarfi, sem annars hefur þróast og dafnað ár frá ári. Seðlarnir verða tveir í keppn- inni í HM en nánari útfærsla mun koma frá getraununum þegar leyfi frá yfirvöldum verða komin, stimpluð og undirskrifuð. En all- ar líkur benda til þess að leyfi verði veitt fyrir þessari getrauna- starfsemi í sumar. Staðan 1. deild Valur 9 7-1-1 223:190 15 FH 9 7-1-1 239:207 15 Stjarnan 9 5-2-2 211:182 12 KR 9 5-2-2 200:203 12 ÍR 9 3-2-4 203:205 8 ÍBV 9 2-3-4 211:217 7 KA 9 3-1-5 199:214 7 Víkingur 9 1-3-5 204:218 5 Grótta 9 2-1-6 186:206 5 HK 9 1-2-6 182:216 4 með Gísla - ÍA vill fá hann Nú nýlega fór fram Boccia-niót á vegum Iþróttafélagsins Snerpu á Siglufirði. Mót þetta var hugsað seni kynning á íþróttinni meðal bæjar- búa og tóku þeir vel við sér og fjöl- nicnntu á mótið. Meðal keppenda var bæjarstjórn Siglufjarðar og svo harðsnúiö lið frá Snerpu. Mótsstjóri var Markús Einarsson, fram- kvæmdastjóri íþróttasambands fatl- aðra og sést hann hér á niyndinni tii hægri ávarpa keppendur eftir mótið. Ásgrímur Sigurbjörnsson var okkar maður á staðnum og tók þess- ar myndir af mótinu. Að því tilskyldu að viðeigandi leyfi fáist hafa íslenskar, finnskar, danskar og sænskar getraunir ákveðið að vera með sameiginlega HM-getraun fyrir Karfa/Unglingaflokkur: TindastóU tapaði - Pétur Vopni stigahæstur Unglingaflokkur Tindastóls í körfuknattleik lék gegn íslandsmeisturum Vals í þess- um flokki á föstudaginn var fyrir framan 300 áhorfendur. Fyrri hálfleikur var frekar jafn og í þeim síðari skiptust liðin á góðum leikköflum og fór svo að lokum að Valsarar sigruðu 75:76. Það voru Stólarnir sem byrj- uðu betur, komust í 15:9, en gestirnir jöfnuðu og náðu for- ystu 40:31. Þá kom góður kafli hjá heimamönnum og staðan í hálfleik var 38:40. Seinni hálfleikur hófst með Ekkert ákveðið miklum látum hjá Valsmönnum en síðan kom góður kafli hjá Stólunum um miðbik hálfleiksins og þeir jöfnuðu. En aftur kom góður Vals-kafli og þeir náðu 13 stiga forystu þegar 5 mínútur voru eftir, en með frábærum endaspretti náðu Stólarnir að minnka muninn allt niður í eitt stig, en það var of seint og Vals- arar hrósuðu sigri að lokum. Dómarar voru Pálmi Sighvats- son og Þórður Kárason og hefðu þeir mátt taka betur á brotum undir körfunni. kj Stig Tindastóls: Pétur Vopni 24, Stefán Péturs 13, Einar Karls 10, Sverrir og Karl 9 hvor, Stefán Hreins 6 og Hjalti Árna- son 4. Stig Vals: Ragnar Jóns 24, Ari Gunn- ars 23, Hannes Haralds og Guðni Haf- steins 13 hvor, Sveinn Zöega 2 og Aðal- steinn 1. Gísli Sigurðsson niarkvörður Tinda- stóls.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.