Dagur - 13.01.1990, Síða 9

Dagur - 13.01.1990, Síða 9
8 - DAGUR - Laugardagur 13. janúar 1990 Laugardagur 13. janúar 1990 - DAGUR - 9 Helgarviðtalið að þessu sinni er við slökkviliðsstjóra Akureyrarbæjar, Tómas Búa Böðvarsson. Aldrei þessu vant var ekki hægt að vera viss um að viðmælandinn mætti á staðinn á réttum tíma, því það er aldrei hægt að vita fyrirfram hvenær skyldan kallar hjá slökkviliðsmönnum. Sem betur fer kallaði skyldan ekki á Tómas og við gátum króað hann af um stund og kynnst þessum manni betur auk þess sem við fengum hann til að rifja upp eftirminnilega atburði úr starfinu. Að venju spurðum við Tómas Búa fyrst um uppruna og þá hvort hann væri innfæddur Akureyringur. „Já ég er Akureyringur og bjó í Helgamagrastræti sem barn. Ég er eitt af þessum frægu einbimum,“ sagði hann en Tómas Búi er sonur hjónanna Böðvars Tómassonar byggingameistara og Kristínar Jóhannesdóttur sem nú er látin. Aðspurður um hvaðan nafnið Búi er komið sagði Tóm- as að faðir sinn og hans bræður séu fæddir og uppaldir á Bústöðum í Skagafirði en auk þess er nafnið fornt og kom m.a. fyrir í Njálu. Lærdómsríkt að dvelja erlendis Uppvöxtur Tómasar var svipaður annarra barna, hann lék sér í knattspyrnu með félögum sínum, var KA megin en telur sig þó ekki harðan fylgismann. Á veturna voru skíði og skautar óspart dregnir fram, en þegar hann fór að vaxa úr grasi lærði Tómas húsasmíði af föður sínum. „Þegar námstím- anum lauk fór ég til Svíþjóðar, nánar tiltek- ið Gautaborgar og lærði þar byggingatækni- fræði. í Gautaborg var ég í fjögur ár og kunni vel við mig, Svíarnir eru ágætir auk þess sem það er mjög lærdómsríkt að dvelja erlendis en ég var 19 ára þegar ég fór út.“ - Fannst þér Svíarnir ekkert hrokafullir? „Við fyrstu kynni virðast þeir líta dálítið stórt á sig og niður á aðra Norðurlandabúa, en þegar komið var inn fyrir skelina líkaði mér nokkuð vel við þá. En þeir eru aðeins lokaðri en við og virðast stórir upp á sig, því þeir telja sig fremsta meðal Norður- landaþjóða. Ég bjó hjá sömu sænsku fjöl- skyldunni allan tímann, en þrátt fyrir það kynntist ég Norðmönnum mest því það var mikið af þeim í skólanum. Norðmenn eru mun líkari okkur íslendingum en auk þess voru þeir „útlendingar" í Svíþjóð eins og ég og áttum við því meira sameiginlegt." Að loknu námi hélt Tómast Búi til Akur- eyrar á ný og hóf störf hjá Akureyrarbæ, en á sumrin hafði hann komið heim og unnið hjá Akureyrarbæ við eftirlitsstörf og mæl- ingar. Hann fékk fast starf hjá bygginga- fulltrúa við byggingareftirlit og fleiri störf. teikningar og allt slíkt og smá saman fór ég að aðstoða hann við æfingar. Þegar hann lét af störfum 1974 tók ég svo við starfi hans.“ Frá því að Tómas hóf störf hjá slökkvilið- inu hefur ýmislegt breyst. „Tækjakostur hefur breyst geysilega mikið og er að breyt- ast enn þann dag í dag. Fyrst þegar ég kom var enginn körfubíll og bílar voru bæði færri og ekki eins öflugir og í dag. En það sem hefur breyst hvað mest eru reykköfunartæk- in og vinnubrögðin við slökkvistarfið í kjöl- far þeirra.“ Maðurinn þekkti vel til . . . Við báðum Tómas að rifja upp eftirminni- legan atburð frá fyrstu árunum og kom þar upp í hugann, fyrsta slökkvistarfið sem hann stjórnaði í forföllum Sveins. „Það hafði kviknað í Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar. Þegar við komum niðureftir var mikill eldur í þakinu og réðumst við að eldinum innanfrá eins og hægt var, en mikill eldur var í kaffistofu hússins. Ég lét jafn- hliða rífa rönd eftir þakinu til að hefta útbreiðslu eldsins en þegar hér var komið sögu sáum við að við gátum ekki stöðvað eldinn þar svo ég lét mennina færa sig um eina 2-3 metra og lentu þeir þá á timburvegg sem hjálpaði okkur þannig að við gátum haldið eldinum frá því að breiðast meira út. Mér er minnisstætt frá þessum eldsvoða að á meðan við vorum að störfum kom til mín maður og segir að það séu síldarnætur inni á risinu vestanverðu sem séu mjög eldfimar. Ég þakka honum upplýsingarnar og spyr um leið hvort hann starfi þarna því hann talaði það kunnuglega um húsið. Honum vafðist tunga um tönn en tjáði mér svo að hann væri forstjóri fyrirtækisins og eigandi, Kristján Jónsson, en ég hafði ekki þekkt hann þarna. Slökkvistarfið í þessum bruna gekk vel og er hann mér e.t.v. minnisstæður fyrir þær sakir.“ Reynum að fara vel að mönnum Tómas segir að starfi slökkviliðsstjóra megi skipta í þrennt. í fyrsta lagi stjórnun liðsins í aðgerð, öðru lagi stjórnun á almennum I beita viðurlögum vegna þessa, en þau eru erfið viðfangs og seinvirk. Svo reynum við auðvitað í lengstu lög að fara vel að mönn- um og vonum að menn sinni þessu, en þó skilningur sé oftast fyrir hendi hjá stjórn- endum fyrirtækja er oft brestur á fram- kvæmdum. Stundum sjáum við eftirá að það hafi ekki haft þýðingu að fara vel að mönn- um og betra hefði verið að fara fram með hörku, en þessi hluti starfsins er ekki skemmtilegur." Ánægjulegt að geta orðið fólki að liði - Er slökkvistarfið skemmtilegt starf? „Það skiptast sannarlega á skin og skúrir. Þetta er stöðug barátta í sambandi við fyrir- byggjandi aðgerðir og eftirlit en það er ekki hægt að tala um „rútínustarf“ sem er mikill kostur. Þá er það mjög ánægjulegt í neyðar- tilfellum að geta orðið fólki að liði, að geta bjargað því sem í okkar valdi stendur. Það veitir okkur ánægju.“ - Þurfið þið ekki oft að horfa upp á dap- urlega atburði? „Jú vissulega. Það er samt aldrei hægt að setja sig í spor þeirra sem missa allt sitt í eldi. Það hlýtur að vera agalegt að eiga enga möguleika á að breyta gangi mála, að þurfa að horfa á allar sínar eigur brenna, eða fyrirtæki sem byggt hefur verið upp á heilli ævi.“ - Telur þú heimili almennt nógu vel búin hvað snertir brunavarnir? „Nei, en sem betur fer hefur verið mikil sala í reykskynjurum og eldvarnateppum undanfarin ár. Sala á þessu kemur reyndar í bylgjum og það verður t.d. alltaf söluaukn- ing fyrir jólin. Það ýtir líka alltaf við fólki ef alvarlegir brunar verða í heimahúsum. Reynsla okkar er sú að fólk eigi mun meiri möguleika á að bregðast við á réttan hátt og jafnvel halda lífi ef það hefur gefið þessu gaum. Þessi tæki eru t.d. seld á slökkvistöð- inni hjá okkur og einn reykskynjari kostar innan við þúsund krónur svo það er í raun engin afsökun að eiga ekki slíkt tæki. En það er ekki nóg að setja skynjara upp, því ég tel nauðsynlegt að fólk geri einhverja áætlun um hvernig það ætli að bregðast við t.d. ef eldur kemur upp að næturlagi. Þau dauðaslys sem orðið hafa undanfarin ár tel ég að rekja megi til þess að fólk hafi ekki brugðist rétt við.“ Ekki skemmtilegt fyrir fjölskyldumenn - Er slökkvistarfið hættulegt starf? „Slökkvistarfið er það oft, en sjaldnast slökkvistjórastarfið. Þeir sem eru nær eldin- um eru oft í mikilli hættu og leggja sig mikið fram. Ég hef reyndar þá vinnureglu að „fórna aldrei meiru en við höfum möguleika á að vinna“, þ.e. við gerum enga tilraun til að fórna mannslífum ef við höfum ekki möguleika á að bjarga öðrum. En óneitan- lega leggja menn sig alltaf í töluverða hættu og það er skemmst að minnast brunans í Krossanesi þegar þakplöturnar úr gamla Ánœgjulegast að legar, sérstaklega fyrir fjölskyldumenn, en við þær slepp ég alveg.“ Eftirminnilegt þegar Breki brann Við báðum Tómas Búa að rifja upp fleiri bruna sem honum eru eftirminnilegir. „Ég gleymi því aldrei þegar togarinn Breki frá Vestmannaeyjum brann hér við bryggjuna út við Slippstöð. Þetta var 2. maí 1978 og við vorum kallaðir út kl. 09.05. Þegar við komum á staðinn má heita að skipið hafi verið alelda milli stafna. Eins og er með skipsbruna yfirleitt, er mjög erfitt að kom- ast að eldinum og þess vegna er ekki um annað að ræða en að nota froðu við slökkvi- starfið þó efnin sem eru að brenna kalli ekki sérstaklega á það. Við sóttum að eldinum eins og við mögulega gátum og notuðum öll okkar froðutæki. Það sló ekkert á svo ég lét hafa samband við Slökkviliðið í Reykjavík og fékk froðu með flugvél norður. Sömu- leiðis var haft samband við slökkvistöðina á Dalvík og þaðan óskað eftir froðu. Ekið var í loftköstum frá Dalvík og það stóð á endum að við vorum að klára síðasta brúasann okk- ar þegar slökkviliðsstjórinn á Dalvík kom og flugvélin frá Reykjavík birtist yfir höfð- um okkar. Þetta dugði okkur nákvæmlega því þegar slökkvistarfinu lauk áttum við aðeins einn brúsa eftir. Það sem er mér sér- staklega minnistætt frá þessum bruna er að það var ekki fyrr en eftir 3ja tíma slökkvi- starf að ég sá fyrstu teikn á lofti um að við værum að vinna á eldinum. En við unnum þetta fyrir rest og skemmdir urðu minni en á horfðist í upphafi þó þær yrðu miklar. Um tíma óttuðust starfsmenn Slippstöðvarinnar að skipið myndi velta í höfninni vegna vatnsmagnsins sem dælt hafði verið í það. Ég sló á að við gætum í mesta lagi verið búnir að dæla um 25 tonnum um borð en það var ómögulegt að gera sér grein fyrir hvar það hafði safnast fyrir í skipinu þannig að það gæti raskað stöðugleika þess. Ég lét því skera gat á þilfarið og dæla uppúr því samtímist og við dældum um borð í það annars staðar. Allan tímann gerði ég mér grein fyrir þeim möguleika, að ef okkur tækist ekki að slökkva í því gætum við þurft að draga það frá bryggju, frekar en að láta það sökkva við bryggjuna. Héldu að um hluta æfingarinnar væri að ræða Þá er mér minnisstætt annað atvik sem í raun er nokkuð sérstakt. Það var þegar kviknaði í verslun á 1. hæð í húsi Hótel Akureyrar fyrir nokkrum árum. Það vildi svo einkennilega til að úti á slökkvistöð vor- um við einmitt að undirbúa æfingu sem átti að verða í miðbænum tveimur dögum seinna, en við gáfum okkur að það myndi kvikna í þessu sama húsi. Á stöðinni voru staddir um 20 slökkviliðsmenn sem voru í viðbragsstöðu og í byrjun héldu þeir að útkallið væri bara hluti af æfingunni. Ég held því fram að þetta hafi bjargað húsinu því það var búið að leggja allt fyrir, t.d. hvar ætti að fara með dælu í sjóinn og leggja slöngur. Starfið gekk allt saman mjög greið- lega af þessum sökum. Mér er minnisstætt að Mynd: KL Tækjakostur hefur breyst mikið Tómas Búi er fjölskyldumaður. „Ég kynnt- ist konunni í febrúar 1967, réttu ári eftir að ég kom heim. Hún heitir Ragnheiður Stef- ánsdóttir, er íþróttakennari og við eigum tvo syni.“ Við báðum Tómas að rekja aðdraganda þess að hann hóf störf hjá Slökkviliði Akur- eyrar. „Ég var í föstu starfi hjá Bygginga- fulltrúa allt til 1974, en árið 1966 kom þáverandi slökkviliðsstjóri, Sveinn Tómas- son til mín og spurði hvort ég vildi taka að mér starf varaslökkviliðsstjóra sem þá var hlutastarf, en sá sem því embætti gegndi hafði flutt úr bænum stuttu áður. Ég bað um umhugsunarfrest en sagði honum síðan að ég væri tilbúinn að slá til. Fljótlega fór ég að sjá um þann þátt starfsins sem fjallar um rekstri og í þriðja lagi eftirlitsstörf og leið- beiningar varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir sem sé snar og vaxandi þáttur í starfinu. Slökkviliðsstjóri situr t.d. alla fundi bygg- inganefndar og fer yfir allar teikningar sem þar eru lagðar fram. Þá leita margir hönn- uðir til slökkviliðsstjóra á meðan hús er í hönnun „þeir segja að auðveldara sé að fletta upp í mér en reglugerðunum, en slíkt samstarf er mjög gott og nauðsynlegt." Á vegum Slökkviliðsins á Akureyri starf- ar eldvarnaeftirlitsmaður sem sér um að fara í fyrirtæki og skoða og fylgjast með að lögum og reglugerðum um eldvarnir sé framfylgt, að menn byggi eins og á að gera og breyti ekki eftirá. Tómas Búi segir það því miður erfiðleikum háð að fá menn til að gera þær lagfæringar sem farið er fram á. „Við höfum ákvæði í reglugerðum til að þakinu, bæða innan úr og ofan af voru að hrynja niður allt í kringum menn. Þá urðu menn varir við þegar eitthvað var að skjót- ast fram hjá þeim og skella í tönkum og rör- um fyrir ofan, en það voru sennilega hnoð að losna úr plötunum og skjótast um allt.“ Margir velta því fyrir sér varðandi störf slökkviliðsmanna, hvað þeir eru að gera þegar ekki er um útkall að ræða. Tómas Búi segir að mikill tími fari í viðhald tækja, en reynt er að halda þeim við eftir bestu getu. Þá sjá slökkviliðsmenn um áfyllingu á slökkvitæki fyrir bæjarbúa, en áætlað er að fyllt sé á um 1000 tæki á ári. Aðspurður um hvort menn endist vel í þessu starfi sagði Tómas Búi svo vera. „í raun gera menn það furðu vel því það er svosem ekk- ert skemmtilegt að bíða sífellt eftir óhappi. Þá eru nætur- og helgarvaktir mjög leiðin- þó að lögreglan hefði girt vel af fyrir okkur, þurfti ég að fara vel frá húsinu til að hafa yfirsýn yfir allar aðstæður. Var ég kominn inn í miðjan hóp áhorfenda, en það er geysi- lega þrúgandi að hafa sífellt yfir sér stóran hóp áhorfenda. Almenningur gerir sér lík- lega ekki grein fyrir því að þó hann standi grafkyrr, getur hann haft mjög truflandi áhrif á okkur.“ Tómas Búi vék nánar að almenningi í tengslum við starfið og gat þess að venju- lega væru aðeins þrír menn á vakt á slökkvi- stöðinni. Ef kallað er út þurfa þeir hjálp og hún byggist á slökkviliðsmönnum á frívakt sem þurfa að koma sér á staðinn á sínum einkabílum. Almenningur sem eltir slökkvi- liðsbíla sem eru á leið á vettvang tefur því e.t.v. fyrir slökkviliðsmönnum sem eru að flýta sér til vinnu. Körfubfll þarf að koma sem fyrst á vettvang Umræða um körfubíl hefur verið í gangi á undanförnum árum og vaknaði upp á ný eft- ir brunann í Krossanesi um áramótin. Hvað telur Tómas Búi að þurfi að koma til svo körfubíll fáist í tækjaflota Slökkviliðsins á Akureyri? „Ég vona að ekki þurfi mjög alvarlegt atvik til. Það koma alltaf annað slagið upp atvik sem ekki verða leyst öðruvísi en með svona tæki, en það þarf að vera tæki sem kemur nánast strax á staðinn. í Krossanes- brunanum hefði slíkur bíll t.d. þurft að koma með fyrstu bílum svo hægt væri að leggja honum við húsið áður en slöngur væru lagðar svo hann þyrfti ekki að aka yfir þær. Þessir bílar þurfa að geta borið í körf- unni það mikinn þunga að hægt sé að bjarga fólki. Þá verður líka að vera hægt að fara upp með slöngur sem þýðir að slöngulögn þarf að vera upp kranann svo kranaendinn þurfi ekki að halda slöngunni uppi, sem gerði að verkum að ekki væri hægt að bjarga fólki líka.“ - Er ekki óraunhæft að horfa sífellt á nýj- an bíl? Liggja ekki notaðir bílar á lausu hjá slökkviliðum úti í heimi? „Þegar við söttum í upphafi um að endur- nýja körfubílinn sem við áttum kom það fram að við værum fyllilega sáttir við að fá notaðan bíl. Þetta byrjaði á því að gamli bíllinn okkar brotnaði og það lá fyrir að dýrt yrði að endurbyggja hann. Það hafði sam- band við okkur maður á Akranesi sem átti bílaverkstæði og vildi hann kaupa bílinn og gera hann upp á dauðum tíma yfir veturinn. Ég sá í hendi mér að það yrði hagstæðara að selja bílinn og kaupa í staðinn notaðan bíl. Fékk ég leyfi bæjarráðs til að gera könnun á notuðum bílum sem máttu kosta allt að 2 milljónum króna og þegar það leyfi var fengið, seldi ég gamla bílinn. Er bjartsýnn Ég hafði mikið fyrir þessu, en bílar sem þessir eru lítið í sölu. Það er slegist um þá, sérstaklega af verktökum. Ég hafði þó upp á nokkrum bílum og skilaði af mér greinar- gerð til bæjarráðs um bílana og óskaði eftir því að halda áfram könnun á tveimur bílum með kaup í huga á öðrum þeirra. Það eru nú um þrjú ár síðan þetta var og ég fékk aldrei svar frá bæjarráði. Þar með strandaði málið og leit ég svo á að þetta væri útrætt mál. Eft- ir þetta hef ég farið fram á að fá að kaupa nýjan bíl og ekkert gengur. En það er verið að vinna í fjárhagsáætlun næsta árs og ég er frekar bjartsýnn, eins og reyndar ég hef ver- ið áður.“ Að undanförnu hafa verið í gangi umræð- ur um að sameina slökkviliðið á Akureyr- arflugvelli og Slökkvilið Akureyrar og flytja bækistöðvarnar inn á flugvöll. „Það liggur ekki fyrir nein ákvörðun í þessu máli en þetta hefur komið til umræðu. Persónulega finnst mér gallarnir við þessa ráðstöfun ef af verður vera fleiri en kostirnir gagnvart almenningi. Þar á ég fyrst og fremst við vegalengdina frá flugvelli og að nyrsta húsi í Þorpinu en samkvæmt útreikningi er um lengri vegalengd að ræða en frá slökkvistöð Reykjavíkur að ysta húsi á Seltjarnarnesi. En það er ljóst að við þurfum nýtt húsnæði því núverandi húsnæði stendur okkur fyrir þrifum, sérstaklega hvað snertir æfingar, fræðslustarfsemi og raunar alla vinnuað- stöðu.“ Ek um á „fjallabíl“ eins og Ragnar Reykás Nú vindum við okkar kvæði í kross og vilj- um að lokum fá að vita hvort slökkviliðs- stjóri eigi sér ekki einhver persónuleg áhugamál sem honum tekst að sinna. „Ég er mjög mikið fyrir það að ferðast, sérstaklega innanlands. Við ferðumst þá helst um óbyggðir, en þetta er e.t.v. arfur frá skáta- starfinu í gamla daga. Nú, ég ek um á mín- um „fjallabíl“ eins og Reykás vinur okkar myndi segja, og á vélsleðum á veturna, en ég hef mikla ánægju af þeim ferðum. Ég tel að við sem búum við svona langa vetur eig- um ekki bara að sætta okkur við veturinn heldur njóta hans og finna eitthvert það áhugamál sem við getum iðkað yfir vetur- inn.“ - Nú má segja að ferðalög um óbyggðir og vélsleðaferðir séu meðal hættulegra áhugamála. Sækist þú eftir spennu í lífinu? „Nei ég vil alls ekki meina það. Þvert á móti er ég mjög svo gefinn fyrir að menn hafi öryggisþættina í lagi og ég hef verið frumkvöðull að því meðal vélsleðamanna. Ég var í fyrstu stjórn Landssambands vél- sleðamanna og ritstjóri blaðs sem þeir gáfu út um tíma. Þá var ég mikið með greinar og fróðleik um öryggismál svo það er síður en svo hættan sem ég er að sækjast eftir enda leynast hætturnar víðar en á fjöllum, t.d. hér úti á götu. Góð andleg uppbygging Þeir sem ferðast um hálendi íslands þekkja það hvað náttúran getur verið stórkostlega falleg. Sumir staðir eru fallegir á sumrin, aðrir fallegri á veturna. Að ferðast um snævi þakið landið í glampandi sól og heiðríkju er alveg dásamlegt." Aðspurður um hvort fjölskyldan fari sam- an í þessi ferðalög sagði Tómas Búi það stundum koma fyrir. „Strákarnir mínir eru að komast á þann aldur að vera ólmir í að komast með og vonandi eiga þeir eftir að koma meira inn í myndina. Konan er ekki mjög mikið fyrir vélsleðaferðir yfir veturinn en hefur þó komið með.“ - Þú hlýtur þá að vera orðinn fróður um nöfn og kennileiti í náttúrunni? „Eins og segir í vísunni, er landslagið einskis virði ef það héti ekki neitt. Ég fer aldrei í ferð án þess að hafa kort meðferðis til að fylgjast með. Meira að segja þegar ég flýg milli Reykjavíkur og Akureyrar hef ég kort meðferðis til að geta fylgst með hvar ég er og áttað mið á ýmsum kennileitum. Tómas Búi segist reyna að nýta fríin sín sem best til ferðalaga og skipuleggur þau gjarnan svo að hann eigi eitthvað af fríinu eftir á veturna. „Það er t.d. mjög góð afslöppun að fara í viku vélsleðaferð yfir hálendið, gista í skálum og skoða á daginn staði sem maður kemst ekki svo auðveld- lega að á sumrin. Að vísu kemur maður lík- amlega dauðþreyttur til baka, en þetta er góð andleg afslöppun.“ Auk sleðaferðanna stundar Tómas Búi íþróttir í bænum, svo sem badminton og skallbolta. Badmintonfélagarnir eru líka bæjarstarfsmenn og hafa þeir spilað saman í mörg ár. „Aldrei verið rifist um boltann, all- an þennan tíma enda er húmorinn mjög góður. Keppnin fer ekki síður fram í sturt- unni á eftir, en ég tek fram að þar er um góðlátlega keppni að ræða.“ Við sláum hér botninn í viðtalið við Tóm- as Búa þó vissulega hefði verð hægt að halda áfram. Skyldan kallar og við verðum ekki til að tefja störf opinberra starfs- manna . . . ! VG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.