Dagur - 13.01.1990, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Laugardagur 13. janúar 1990
Ásgeir Hannes
Eiríksson
alþingismaður
og fulltrúi í fjárveitinganefnd
og höfundur bókarinnar Þad
er allt hægt vinur, verður í
Súlnabergi frá kl. 12.00-14.00
í dag laugardag 13. janúar
1990.
Lítið inn og spjallið við þingmanninn
yfir kaffibolla.
Allir velkomnir
SÁÁ-N
Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur
alkaholista hefst mánudaginn 22. janúar.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni í síma
27611.
SÁÁ-Norðurlandsdeild.
Tll sölu
lítið notað knattspyrnufélag
- leikur í 3. deild.
Helstu eignir félagsins:
Leikskýrslubók, fánar og 12-15 leik-
menn í mismunandi góðu ásigkomulagi.
Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði
sem er eða hafna þeim öllum.
Upplýsingar gefa Andrés í síma 96-
24222, Egill í síma 96-26288 eða Hall-
dór í síma 96-27377.
Tilboð skilist í lokuðu umslagi á
afgreiðslu Dags merkt: „PEX - 66“.
»Menntamálaráðuneytið
Laus staða
Fyrirhugað er að stofna í menntamálaráðuneyt-
inu sérstaka skrifstofu er nefnist almenn skrif-
stofa og er ætlað að sinna verkefnum er varða
rekstur ráðuneytisins og ýmsa sameiginlega
þjónustu.
Staða skrifstofustjóra almennrar skrifstofu
menntamálaráðuneytisins er hér með auglýst
laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi
starfsmanna ríkisins.
Umsóknir með upplýsingum um námsferil og
störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu,
150 Reykjavík, fyrir 2. febrúar n.k.
Menntamálaráðuneytið,
8. janúar 1990.
^ . Menntamálaráðuneytið
jijl| Styrkur til háskóla-
Várjxatu asriTt: ^ náms í Hollandi
Hollensk stjórnvöld bjóða fram styrk handa
íslendingi til háskólanáms í Hollandi skólaárið
1990-91. Styrkurinn er einkum ætlaður stúdent
sem kominn er nokkuð áleiðis í háskólanámi eða
kandídat til framhaldsnáms. Nám við listahá-
skóla eða tónlistarháskóla er styrkhæft til jafns
við almennt háskólanám. Styrkfjárhæðin er
1.130 gyllini á mánuði í 10 mánuði.
Umsóknum um styrkinn skal komið til mennta-
málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykja-
vík, fyrir 10. febrúar n.k. og fylgi staðfest afrit
prófskírteina, ásamt meðmælum. Sérstök eyðu-
blöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
10. janúar 1990.
Kvikmyndasíðan
Kvikmyndir í
burðarliönum
Cher mun á árinu leika frjálslynda móður 15 ára stúlku. Ef ég man rétt þá
var hún líka ansi frjálslynd í Nornunum frá Eastwick.
Enn og aftur verða þau vinnufélagar Kathleen Turner og Michael Douglas,
hún leikur, hann framleiðir.
Bad Influence
Loksins megum' við eiga von á
því að sjá Rob Lowe aftur á hvíta
tjaldinu en hann hefur haft frem-
ur hljótt um sig síðan klámmynda-
spólan fræga með honum varð
vinsælasta myndbandið í Holly-
wood. Mótleikari hans verður
James Spader en helsti framleið-
andi Trans World Entertain-
ment.
Mermaids
Cher leikur frjálslynda móður 15
ára stúlkubarns, Winona Ryder.
Þrátt fyrir að Frank Oz leikstýri,
en hann var áður orðaður við
Prúðu leikarana, er álitið að heiti
myndarinnar (Hafgyðjurnar) sé
táknrænt og beri ekki að taka
bókstaflega.
Hard Boiled
Enn á ný tekur Kathleen Turner
að sér hlutverk fyrir framleiðand-
ann Michael Douglas. Turner er
einkaspæjari sem neyðist vinnu
sinnar vegna til að dulbúast sem
karlmaður. Leikstjóri David
Anspaugh. Stonebridge
Entertainment/Columbia.
Mr. and Mrs. Bridge
Paul Newman og Joanne
Woodward gera það sem þau eru
vön að gera í raunveruleíkanum
og bregða sér í gervi hjóna undir
stjórn James Ivory. Þó ég hafi nú
ekki kannað það svo óyggjandi
megi teljast þá er heldur ósenni-
legt að nokkurt par í Hollywood
eigi að baki sér lengra samfellt
hjónaband en einmitt þessi tvö.
Þetta hlutverk ætti því varla að
vefjast mikið fyrir þeim.
Presumed Innocent
Hér fáum við enn eina lögfræð-
ingamyndina en þær eru orðn-
ar ansi vinsælar hvernig sem nú á
því stendur. Harrison Ford leikur
ákæruvaldið sem er á bólakafi í
rannsókn morðmáls. Vandamál-
ið er aðeins það að hann er jafn-
framt sá sem flestir gruna um
morðið. Myndin byggir á skáld-
sögu Scotts Turow.
Silence Of The Lamb
Leikstjórinn Jonathan Demme
gerir hér svolitla lykkju á leið
sína og tekst á við spennusöguna
um FBI-manninn sem leitar í
ákafa að skelfilegum morðingja
sem hefur það fyrir vana sinn að
húðfletta fórnarlömbin sem öll
eru af hinu veikara kyni. Jodie
Foster er FBI-löggan.
Texasville
Þessa mynd ætla ég að sjá; Cybill
Shepherd er á meðal leikara og
hana læt ég ekki fram hjá mér
fara ótilneyddur. Það er leik-
stjórinn Peter Bogdanovich sem
safnað hefur saman öllu liðinu úr
The Last Picture Show (1971), og
ætlar að láta það takast á við
vandamál í olíuríkinu Texas.
Ein nafnlaus frá Baltimore
Þessi kvikmynd er að vísu nafn-
laus ennþá en ætli leikstjórinn og
handritahöfundurinn Larry
Levinson verði í nokkrum vand-
ræðum með að finna nafn á þetta ■
nýjasta afkvæmi sitt. Kvikmynd-
in byggir að einhverju leyti á ævi
Levinsons sjálfs og segir frá rúss-
neskri innflytjendafjölskyldu í
Bandaríkjunum á árunum frá
1914 og fram á 7. áratuginn.
Helstu hlutverk eru í höndum
Elizabeth Perkins, Aidan Quinn
og Joan Plowright.
The Sheltering Sky
Debra Winger og John Malk-
ovich taka upp á heimskulegum
athöfnum í afríkanskri eyði-
mörk. Bernardo Bertolucci leik-
stýrir en efniviðurinn er sóttur í
skáldsögu eftir Paul nokkurn
Bowles.
Flatliners
Kevin Bacon, Kiefer Sutherland
og Julia Roberts leika aðalhlut-
verk í þessari mynd er fjallar um
læknastúdenta sem föndra við
heldur óviðkunnanlegar tilraun-
ir; hvernig er að vera næstum því
dauður er viðfangsefnið.
Það besta í bíó á 9. ára
tuginum fór í
Ég veit ósköp vel að maður á
ekki að vera að rcmbast við að
skrifa í blöð um jól; en eitthvað
þarf að fara með auglýsingun-
um ekki satt og það eru jú þær
sem færa manni viðbótarsalt í
grautinn. Svo ég hætti nú þess-
um málalengingum - (ég er í
raun og veru að reyna að sann-
færa sjálfan mig um að einhver
nenni að lesa kvikmyndasíð-
una). - Nei nú cr nóg komið af
kjaftavaðli, það sem ég vildi
sagt hafa var að kvikmyndasíð-
an, sem birtist daginn fyrir
aðfangadag, varð fyrir ein-
hverju slysi og ruglaðist svolítið
í prentuninni. Þannig er ekki að
marka kaflaskiptinguna í grein-
inni þar sem málsgreinar eru
handaskolum
ekki alveg allar þar sem þeim
var ætlaður staður í upphafi.
Nú ætti ég auðvitað að skella
sökinni á prentvillupúkann eða
öllu heldur blaðsíðuruglarann -
og ætli ég geri það ekki barasta.
Til að vera hreinskilin (sem er
ekki alltaf kostur) get ég játað
að líklega hef ég bæði haft blað-
síðurnar of margar, með öðrum
orðum greinin hefur verið of
löng (eins og þessi), og eins hef
ég vanrækt að merkja síðurnar
nógu vel með viðeigandi tölu-
stöfum. Við ykkur, sem eruð
komin þetta langt, segi ég af-
sakið og bið ykkur að skila
afsökunarbeiðni minni til
hinna.