Dagur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Dagur - 17.01.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 17.01.1990, Blaðsíða 11
íþrótfir Miðvikudagur 17. janúar 1990 - DAGUR - 11 Mikilvægur leikur Þórs í kvöld Þórspiltarnir í handknattleik halda suður um heiðar í kvöld og leika við Armenninga í 2. deildinni í handknattleik. Leikurinn fer fram í Laugar- dalshöll og hefst kl. 19.00 Ármenningar eru neðstir í 2. deildinni sem stendur þannig að þeir verða að vinna þennan leik til að bæta stöðuna í deildinni. Þórsarar verða að sama skapi að sigra í leiknum til að missa ekki af lestinni í toppbaráttunni. Framarar eru næsta öruggir um sigur í deildinni en hörð barátta er um annað sætið og eiga Þórs- arar möguleika eins og hvert ann- að lið. ★ Ávöxtun 8-10% umfram verðbólgu ★ Örugg ávöxtunarleið ★ Alltaf laus til útborgunar ★ Fæst fyrir hvaða upphæð sem er Gengi Einingabréfa 17. janúar 1990 Einingabréf 1 .. 4.593. Einingabréf 2 .. 2.527. éél KAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700 Munu félögin gera samning við leikmenn: Ekki spuming hvort heldur hvenær - Engir átthagaijötrar segja forráðamenn Þórs og KA Á síðasta ársþingi Knatt- spyrnusambands íslands var reglum sambandsins breytt þannig að nú er leyfilegt að leikmenn fái greidda bónusa fyrir árangur. Þegar hefur eitt knattspyrnufélag, Fylkir, riðið á vaðið og gert samning við sína leikmenn um slíka bón- usa. Fleiri félög eru á leiðinni með slíkan samning og er vitað að Stjarnan, ÍBK, Breiðablik og fleiri sunnanlið eru með slíkt í burðarliðnum. En hvernig ætli norðanliðin standi í þessu sambandi. Til að for- vitnast um slíkt var rætt við Stefán Gunnlaugsson formann knattspyrnudeildar KA og Benedikt Guðmundsson vara- formann knattspyrnudeildar Þórs. Stefán sagði að þetta hefði ver- ið rætt óformlega innan stjórnar- innar en ekki hefðu verið teknar neinar ákvarðanir í sambandi við samnjnga við leikmenn. Það væri þó ljóst að þetta væri ekki spurn- ing hvort slíku fyrirkomulagi yrði komið á heldur einungis hvenær það yrði. Hjá Þór hefur þetta verið „lauslega rætt,“ eins og Benedikt Guðmundsson varaformaður knattspyrnudeildar orðaði það. Hann kvaðst sjálfur vera mjög hlynntur einhverskonar samningi við leikmenn til þess að losna við allt pukur í þessu sambandi. „Það er mikiil vilji innan félags- ins að gera samning enda er þetta ekki síður hagur félagsins en leik- mannanna því þá er síður verið að lokka menn í burtu með gylli- boðum ef vitað er að greiða þarf fyrir félagaskiptin. Benedikt vildi þó taka það fram að með þessu væri Þór ekki að setja stein í götu þeirra leik- manna, sem af ýmsum ástæðum kæmust ekki í meistaraflokks- hópinn, og færu því til neðri deildarfélaga í nágrenninu við Akureyri. „Það er sífellt að fjölga hjá okkur leikmönnum og vekur upp spurningar í sambandi við hvort ekki þurfi að skapa ein- hver verkefni fyrir 1. flokk.“ í því sambandi kvaðst Benedikt vera hlynntur því að félögin fengju að senda B-lið til keppni í neðri deildunum. Slíkt hefði hins vegar ekki hlotið hljómgrunn innan KSÍ. Það væri þó bót í máli að nefnd hefði verið skipuð á síð- asta ársþingi um deildamálin þannig að einhverra breytinga væri að vænta í framtíðinni, jafn- vel að stofnuð yrði 5. deild eða jafnvel einhverskonar utan- deildafyrirkomulag. En það verður ekki á næsta ári þannig að Þórsarar ætla að stefna að því að koma á móti B-liða og félaga í nágrenninu næsta vor áður en íslandsmótið hefst til þess að gefa fleiri leikmönnum tækifæri að sýna sig. En aftur að félagaskiptamálun- um. Á síðasta ársþingi KSÍ var skipuð milliþinganefnd sem á að skila áliti á næsta þingi um reglur sem gilda eiga urn þessa samn- inga. Nefndarmenn hafa verið í sambandi við danska knatt- spyrnusambandið og mun íslenskur fulltrúi ræða við Dan- ina í næstu viku. Eins og kunnugt er þá eru Danir framarlega í sambandi við hálf-atvinnumennsku í knatt- spyrnunni þannig að það hlýtur að teljast skynsamlegt að fræðast urn þessi mál hjá frændum okkar í ríki Margrétar drottningar. Það liggur því næsta ljóst fyrir að gamla áhugamennskan er að líða undir lok. En það er þó ljóst að íslensk félagslið eru ckki rík af veraldlegum auð þannig að aldrei verður um verulegar fjárhæðir að ræða. Það er iíklegt að Þór og KA geri samning við leikmenn sína í framtíömni. Knattspyrna/4. deild: Ný lið í deildina - líklegast tveir Norðurlandsriðlar Það má búast við töluverðum breytingum á 4. deildinni í knattspyrnu á Norðurlandi á næsta keppnistímabili. Það liggur nú Ijóst fyrir að Æskan mun ekki senda lið til keppn- innar en nýtt lið frá Sauðár- Úrvalsdeildin í körfu: Tindastóll tapaði Það var ekki ferð til fjár hjá Tindastólsmönnum í körfunni er þeir lögðu leið sína í Hlíðar- endann á sunnudaginn. Hús- bændurnir á þeim bæ voru ekki mjög gestrisnir og unnu öruggan sigur 83:68 á aðkomu- mönnunum frá Sauðárkróki. Reyndar byrjaði leikurinn nokkuð vel fyrir Tindstælinga. Þeir skoruðu tíu fyrstu stigin í leiknum án þess að þeir rauð- klæddu gætu svarað fyrir sig. En Adam var ekki lengi í Para- dís og smám saman söxuðu heimapiltarnir á forskot gest- anna. Þegar staðan var 14:14 kom rnjög slakur kafli hjá gestun- um og skoruðu Valsarar þá 10 stig í röð. Sá munur hélst allt til leikhlés en þá var staðan 34:25. Króksarar komu grimmir til leiks í síðari hálfleik, jöfnuðu sókninni. fljótlega og komust yfir 43:41. Það var jafnræði með liðunum fram eftir leiknum en þegar fimm mínútur voru eftir og staðan 65:59 fyrir Val þá lenti Valur Ingimundarson í útistöðum við Kristinn Albertsson dómara. Þeim árekstri lauk með því að Val var vísað út úr húsinu og þá var eins og allur vindur væri úr Tindastólsliðinu. Heimamenn gengu þá á lagið og sigruðu örugglega 83:68. Sturla Örlygsson átti þokkaleg- an leik fyrir Sauðkrækinga og einnig var Ólafur Adolfsson sterkur í vörninni. Aðrir voru slakir og má þar nefna að Valur og Bo voru ekki svipur hjá sjón. Chris Behrends var yfirburða- maður hjá Val og réðu Tinda- stólsmenn ekkert við hann í Dómarar voru þeir Kristinn Albertsson og Jón Ótti Ólafsson. Kristinn var mjög slakur en Jón Otti dæmdi ágætlega. Stig Vals: Chris Behrends 39, Ragnar Þór Jónsson 21, Matthías Matthíasson 8, Ari Gunnarsson 9, Hannes Haraldsson 9, Guðni Hafsteinsson 2 og Svali Björgvins- son 1. Stig Tindastóls: Sturla Örlygsson 21, Bo Heyden 19, Valur Ingimundarson 14, Pétur Vopni Sigurðsson 5, Sverrir Svcrr- isson 4, Björn Sigtryggson 2, Ólafur Adolfsson 2 og Stefán Pétursson 1. bjb/AP króki, Þrymur, kemur inn í keppnina. Síðan eru menn heitir á Raufarhöfn, Hrísey og á Skagaströnd að senda lið til keppni. Ef af verður að þessi lið koma inn má búast við að tveir riðlar verði í 4. dcildinni norðan heiða. Þá má búast við að í norðvest- urriðli verði Umf. Fram á Skaga- strönd, Hvöt á Blönduósi, Geisl- inn á Hólmavík, Neisti Hofsósi, Kormákur Hvammstanga og Þrymur á Sauðárkróki. 1 norð- austurriðli verða þá lið UMSE-b, Narfa í Hrísey, SM í Eyjafirði, Eflingar á Laugum, Magna á Grenivík, HSÞ-b í Mývatnssveit og Austra á Raufarhöfn. Æskan á Svalbarðseyri sendir ekki lið til keppni næsta sumar. Ástæðuna segir Atli Brynjólfs- son, stjórnamaður í knattspyrnu- deildinni, vera að aðalstjórn félagsins hafi lítinn sem engan áhuga á að vera með knattspyrnu starfandi innan Æskunnar og því hafi verið ákveðið að senda ekki lið til keppni. Flestir leikmenn Æskunnar hafa gengið frá félagaskiptum yfir í UMSE^b. Nokkrir leik- menn munu þó ganga til liðs við SM eða leggja skóna á hilluna. Eins og sagt var frá í Degi í gær þá hætti Hörður Benonýsson við að þjálfa HSÞ-b en mun í þess stað leika í Ólafsfirði næsta sumar. Einnig er ekki víst hvort Viðar Sigurjónsson leikur í Mývatnssveitinni en Vopnfirð- ingar leggja nú hart að honum að spila með Einherja í 3. deildinni á næsta keppnistímabili. Það er hins vegar öruggt að bræðurnir, Jónas og Skúli Hallgrímssynir, leika með HSÞ-b næsta sumar. Sigurjón Magnússon mun þjálfa SM aftur næsta suntar en hann náði góðum árangri með liðið síðastliðið sumar. Ekki er vitað annað en flestir leikmenn Magna ætli að halda áfram og svo hefur liðinu bæst mikill liðsstyrkur í Kristjáni Kristjánssyni þjálfara. EININGABREF

x

Dagur

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-2107
Mál:
Árgangir:
79
Útgávur:
7432
Útgivið:
1918-1996
Tøk inntil:
28.08.1996
Útgávustøð:
Keyword:
Lýsing:
Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað: 11. tölublað (17.01.1990)
https://timarit.is/issue/208339

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11. tölublað (17.01.1990)

Aðgerðir: