Dagur - 17.01.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 17.01.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 17. janúar 1990 - DAGUR - 5 4 fréttir r- Dalborg EA á Dalvík aflar rækju fyrir Söltunarfélag Dalvíkur: Hjólin að byrja að snúast - tók á móti 700 tonnum af rækju upp úr sjó í fyrra en um 2000 tonnum 1986 Hjól rækjuvinnslu Söltunar- félags Dalvíkur eru að byrja að snúast þessa dagana. Vinnsla hefur legið niðri í verksmiðj- unni frá miðjum desember og er starfsfólk á atvinnuleysis- bótum frá áramótum. Dalborg EA er á rækjuveiðum og er þess vænst að hún sjái verk- smiðjunni að mestu fyrir hrá- efni næstu vikurnar. Magn landaðrar rækju til Sölt- unarfélagsins hefur farið stig- ntinnkandi á undanförnum árum. Að sögn Kristjáns Þórhallssonar, verkstjóra, tók verksmiðjan á móti um 2000 tonnum af rækju upp úr sjó árið 1986. Árið eftir Heildarafli smábáta í íyrra um 50.000 tonn - þar af um 42.000 tonn af þorski Heildarafli smábáta á síðasta ári, var í kringum 50.000 tonn og þar af var þorskaflinn í kringum 42 tonn, sem er um 12% af heildarþorksaflanum. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi Landssambands smábátaeigenda og þar segir einnig að mun fleiri hafi rekið sig upp í aflahámörk en árið 1988. Afkoma smábáta á síðasta ári var víðast hvar slæm. Þó hefur ágætt verð á fiskmörkuðum lagað stöðuna hjá þeim sem hafa að- stöðu til að selja aflann þannig. Einnig hafa þeir sem sent hafa fisk út í gámum einnig fengið ágætt verð. Hjá þeim sem búa við Verðlagsráðsverð fyrir aflann, er staðan mjög erfið. Tveir síðustu mánuðir ársins voru víðast hvar ágætir og voru þó nokkrir bátar sem fiskuðu á annað hundrað tonn á línu á því tímabili. Þá segir í fréttabréfinu, að ekki sé hægt að hugsa sér betra veganesti inn í nýtt ár, Sundlaugin í Glerárhverfi: Stefnt að vígslu umeða eftir helgi Sundlaugin í Glerárhverfi verður vígð á næstunni, en iðn- aðarmenn hafa átt annríkt við lokafrágang undanfarnar vikur. Bæjarstjórinn á Akureyri, Sig- fús Jónsson segist vonast til að unnt verði að vígja laugina um helg- ina, á laugardag eða sunnudag, eða snemma í næstu viku. „Ég er ekki búinn að fá það alveg á hreint hvort laugin verður tilbúin um helgina, en ef hún verður það ekki þá hlýtur það að verða í næstu viku,“ segir Sigfús. Nýlega var lokið við að leggja sérstakt gólfefni frá Sjöfn í sund- laugarhúsinu. Eftir er að hleypa vatni á sjálfa sundlaugina því þá fyrst er hægt að kanna allan bún- að við hana. Sundlaugin verður opnuð með sérstakri athöfn, m.a. mun akur- eyrskt sundfólk stinga sér við vígsluna, ávörp verða flutt o.s.frv. EHB heldur en góðan afla í lok þess síðasta. -KK var rækjan á bilinu 1600 og 1700 tonn og árið 1988 minnkaði hrá- efnið enn niður í um 1300 tonn. Síðastliðið ár sló þó öll met. Þá tók Söltunarfélagið einungis á móti um 700 tonnum af rækju, sem er einungis um þriðjungur af landaðri rækju 1986. Kristján segir að það hafi gert vinnslustöðvunum, ekki síst Söltunarfélagi Dalvíkur, erfitt fyrir á síðasta ári að óheimilt var að færa óveiddan rækjukvóta yfir á skuttogara. Hér á áruni áður fóru togarar Útgerðarfélags Dal- víkinga, Björgúlfur og Björgvin, í einn og einn rækjutúr og veiddu af rækjukvóta. Þessi kvótatil- færsla var hins vegar ekki heimil á síðasta ári og segir Kristján að það hafi gert vinnslunni erfitt fyrir, en vonir standi til að leið- rétting fáist á þessu í ár. óþh Nýttnám ánj/ju árl Starfsmenntunamánilð Kenndar cm tölvu- og viðskipta- Pú stendnx betur að vígi með slerif- > í farteskinu. LOKSINS - LOKSINS Það sem allir hafa beðið eftír! Dagana 18.-28. janúar verður STÓRVERKSMIÐJU- ÚTSALA í húsakynnum okkar að Gleráreyrum, Akureyri Skóverksmiðjan STRJKIÐ Gleráreyrum, sími 96-26111, Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.