Dagur - 13.02.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 13. febrúar 1990
fréttir
Vélsmiðjan Akureyri hf. eins árs
Fimm af sex eigendum Vélsmiðjunnar Akureyri hf. sem áður störfuðu hjá
Atla hf. f.v. Jón G. Snorrason, Þórður Stefánsson, Hörður Guðmundsson,
Jón Oskar Ferdinandsson og Halldór Brynjarsson. A myndina vantar Stefán
Karlsson. Myrul: KK
Um síðustu mánaðamót var
liðið eitt ár frá því að Vél-
smiðjan Akureyri hf. tók til
starfa. VSA, eins og fyrirtækið
er skammstafað, var stofnuð af
sex fyrrverandi starfsmönnum
Vöruhús KEA:
Hljómdeild í
nýtt húsnæði
í gær var unnið baki hrotnu
við að koma liljómdeiid KEA
fyrir í nýju húsnæði og er
stefnt að þvi að opna liana í
dag að Hafnarstræti 91, þar
sem áður var kjörbúð.
Hljómdeiklin var til húsa aö
Hafnarstræti 93, í Vöruhúsi
KEA, en vegna skipulagsbreyt-
inga var ákveöið að flytja hana
um set.
Aö sögn Páls Pórs Ármann.
vöruhússtjóra, er flutningui
hljómdcildar fyrsta skrefiö i
endurskipulagningu Vöruhúss-
ins og á næstu mánuöum verða
frekari breytingar. Meðal ann-
ars er ætlunin að opna á milli
nýrrar hljómdeildar, járn- og
gíervörudcildar og Vöruhúss-
ins.
Að si'ign Páls Pórs flyst vefn-
aðarvörudeikl af annarri hæð
Vöruhússins á þá fyrstu í það
rými þar sem hljómdeild var
áður. Vcfnaðarvörudeild verð-
ur sameinuð skódeild og Halla
Einarsdóttir deildarstjóri yfir
henni. Þá verður leikfanga- og
sportdeild sameinuö herradeikl
og hin nýja deild á efri hæð
Vöruhússins. Deiklarstjóri
hennar veröur Páll Siguröarson.
óþh
Atla hf. og fimm öðrum hlut-
höfum, en Vélsmiöjan Atli hf.
hætti starfsemi á sama tíma.
Þegar eftir stofnfund hins nýja
hlutafélags voru vélar og tæki
keypt af eigendum Atla hf. og
húsnæðiö tekið á leigu. Mennirn-
ir sex, sem stóðu fyrir stofnun-
inni, eru Halldór Brynjarsson,
Stefán Karlsson, Hörður Guð-
mundsson, Jón Óskar Ferdinands-
son, Jón Gunnar Snorrason og
Þórður Stefánsson.
í spjalli við Halldór Brynjars-
son, framkvæmdastjóra VSA,
kom fram að langflestir viöskipta-
vinir Atla hf. héldu tryggð við
nýja fyrirtækið. Fyrsta starfsárið
hefur gengið vel og verkefnin
hafa komið jafnt og þétt. Vinnan
hefur verið jöfn og litlar sveiflur í
verkefnaframboði. Tíu menn
starfa hjá VSA um þessar
mundir.
Viðgerða- og bjónustuverkefni
eru viðamest, og fastir viðskipta-
vinir skapa traustan starfsgrund-
völl. Halldór segir að samkeppn-
in sé mikil milli ntálmiðnaðarfyr-
irtækja bæjarins, en þeir hjá
Vélsmiðjunni Akureyri hf. óttist
hana ekki, því fyrirtækið sé vel
samkeppnisfært. í samanburði
við Atla hf. væri nýting starfs-
manna betri og minni kostnaður
vegna yfirstjórnar.
„Samkeppnin birtist í tilboð-
unum í stærri verkefni sent
bjóðast. Atli hf. var framarlega í
rennismíði og hafði sérstöðu á
því sviði meðal samkeppnisaðila
í bænum. Við reynum að auka og
efla þennan þátt starfseminnar,
keyptum m.a. nýjan rennibekk í
því skyni.
Uppgjörið vegna fyrsta starfs-
ársins liggur fyrir og niðurstöðu-
tölur sýna að við erum réttum
ntegin við strikið. Því erum við
bjartsýnir á framtíðina og sann-
færðir um að VSA er komin til að
vera,“ segir Halldór.
Hjá VSA eru unnar margvís-
legar viðgerðir, auk nýsmíða-
vinnu. Hedd af bílvélum eru
plönuð, drifsköft stytt eða lengd,
gert við bílkrana, skipt urn fóðr-
ingar og annað sem til fellur í
sambandi við vörubíla. Þá má
nefna viðgerðir á þungavinnuvél-
um og hluta til þeirra, m.a. fyrir
Akureyrarbæ, auk þess sem ýms-
ir aðilar á Norðurlandi senda
slíka hluti til VSA til viðgerða.
Starfsmenn VSA hafa talsvert
unnið að viðgerðum á dælubún-
aði, m.a. fyrir Hitaveitu Akur-
eyrar og fleiri hitaveitur á
Norðurlandi, nokkur skip og bát-
ar eru í viðgerðum af og til, gert
er við spil o.fl.
Síðast en ekki síst má nefna
viðgerðir fyrir Kísiliðjuna í
Mývatnssveit, u.þ.b. tvisvar á
ári, en það var eitt af fastaverk-
efnum Atla hf. sem VSA hefur
tekið í arf, a.m.k. bendir ekkert
til annars en að svo sé.
Framboðslistar Alþýðuflokks,
Sjálfstæðisflokks og Alþýöu-
bandalags vegna bæjarstjórn-
arkosninganna á Akureyri í
vor munu liggja fyrir um næstu
mánaðamót, eftir því sem næst
verður komist. Framsóknar-
menn hafa þegar samþykkt
sinn lista. Ekki er vitað með
vissu hvenær Kvennalistinn
leggur fram lista.
Starfsmannafélag Húsavíkur-
kaupstaðar hélt fund til kynn-
ingar á kjarasamningunum sl.
föstudagskvöld. Á fundinn
mættu Ögmundur Jónasson
frá BSRB, Einar Ólafsson,
formaður SFR og Sigurður
Jóhannsson, hagfræðingur
BSRB. Um 25 félagar í starfs-
mannafélaginu sátu fundinn.
Sennilega verða greidd
atkvæði um samningana um
næstu helgi en því þarf að vera
lokið fyrir 20. feb.
Einar Jónasson, formaður
Starfsmannafélags Húsavíkur-
kaupstaðar sagði að fólk virtist
tiltölulega ánægt með að reyna
þessa leið, en það ylti alveg á
ríkisvaldinu og atvinnurekendum
að sjá um að ekki yrðu hækkanir,
Stéttarsamband bænda ætlar í
vikunni að efna til fundaher-
ferðar um landið þar sem
bændum verður kynnt nýgert
samkomulag við launþega og
vinnuveitendur í tengslum við
kjarasamninga. Fyrstu fund-
irnir verða á morgun og er ætl-
unin að Ijúka fundaherferðinni
um helgina.
Að sögn Hauks Halldórssonar,
formanns Stéttarsambandsins,
verða fimm fulltrúar frá sam-
bandinu með þessa fundi víðs
En fleira er gert á verkstæði
VSA en hér hefur verið nefnt.
Þar hafa verið smíðaðir rafknúnir
nuddbekkir, sem hafa líkað afar
vel. Einn slíkur er í notkun í
Hreinn Pálsson, formaður
fimm manna undirbúningsnefnd-
ar Alþýöuflokksins á Akureyri.
og Hcrdís Ingvadóttir, stjórnar-
formaður fulltrúaráðs flokksins,
segja að prófkjör verði haldið
næsta laugardag. Þátttaka er ekki
bundin við félaga í Alþýðu-
flokknum, en þeir sem eru
flokksbundnir í öðrum flokkum
mega ekki taka þátt. Prófkjörið
hvorki á opinberri þjónustu né
verðlagi eins og kvæði á í samn-
ingum. „Menn virðast vera fljótir
að grípa við sér því á íundinum
koni fram fyrirspurn og ádeila á
Hitaveitu Selfoss vegna hækkun-
ar á gjaldskrá, og það er skrítið
ef iðnaðarráðherra leyfir slíka
hækkun. Ég tel þetta tímamóta-
samninga að því leyti til að þarna
er farin allt önnur leið heldur en
hefur verið farin og það eru nán-
ast engar prósentulegar hækkan-
ir, með því skilyrði að verðbólg-
an keyri sig niður. Það kemur
kannski best þeim sem verst eru
staddir. Aðalatriðið er að ríkis-
valdið og atvinnurekendur standi
við samningana og ég vona að
launþegar fylgist vcl með að við
þá sé staðið af allra hálfu," sagði
Einar í samtali við Dag. IM
vegar um land. Á Norðurlandi
verður Gunnlaugur Júlíusson,
hagfræðingur Stéttarsambands-
ins, og verður fyrsti fundur hans
á Akureyri á fimmtudag en á
föstudag og laugardag fundar
hann með bændum í Þingeyjar-
sýslum.
Haukur segir að almennt séu
bændur sáttir við samkomulagið.
„ Auðvitað eru sumir óánægðir en
í heildina telja menn að þetta
hafi verið nauðsynlegt í þessari
stöðu,“ segir Haukur. JÓH
Bugðusíðu 1, húsi Sjálfsbjargar á
Akureyri, annar hjá Brynjólfi
Snorrasyni nuddara og sá þriðji í
nuddstofu í Reykjuvík. Fjórði
bekkurinn er í smíðum hjá VSA.
EHB
er ekki bindandi, að sögn Hreins.
Ellefu nöfn eru á hverjum kjör-
seðli, en auk þess má skrifa fleiri
nöfn á seðilinn. Ætlast er til að
merkt verði við sex nöfn með
tölustöfum.
Nöfnin ellefu eru eftirfarandi:
Bjarni Kristjánsson fram-
kvæmdastjóri Svæðisstjórnar um
málefni fatlaðra, Gísli Bragi
Hjartarson bæjarfulltrúi, Hanna
Björg Jóhannesdóttir starfsmað-
ur á Sólborg, Hulda Eggertsdótt-
ir skrifstofumaður, Jóhann
Möller bankastarfsmaður, Pétur
Bjarnason hjá ístess, Sigurður
Ingólfsson bifvélavirki, Sigurður
Oddsson tæknifræðingur, Þor-
steinn Þorsteinsson sundlaugar-
vörður, Þórey Eyþórsdóttir sér-
kennari og Hermann Jónsson,
bakari og fasteignasali.
Unnið er aö samsetningu lista
Sjálfstæðismanna, en að sögn
Knúts Karlssonar, formanns
stjórnar fulltrúaráðsins og upp-
stillingarnefndarinnar, er ætlunin
að ljúka verkinu fyrir lok þessa
mánaðar. „Þetta er langt
komið," segir Knútur. „Ég var að
kanna þetta í bókum og venju-
lega hefur listinn verið lagður
fram og samþykktur í marsmán-
uði eða lok hans. Við erum því
með fyrra fallinu núna.“
Ármann Helgason á sæti í upp-
stillingarnefnd Alþýðubandalags-
ins á Akureyri. Hann segir að
flokksfólk hafi fengið senda seðla
þar sem átti að rita ellefu nöfn,
óröðuð og án skuldbindingar fyr-
ir nefndina. Markmið skoðana-
könnunarinnar sé að gefa upp-
stillingarnefnd hugmyndir um
vilja flokksmanna. Þessa dagana
eru svörin að berast nefndinni,
og mun hún skila af sér verki fyrir
næstu mánaðamót. Síðan verður
tillaga uppstillingarnefndar borin
undir almennan félagsfund Al-
þýðubandalagsmanna á Akur-
eyri.
Hólmfríður Jónsdóttir hjá
Kvennalistanum segir að hóp-
starf sé hafið varðandi endur-
skoðun stefnuskrár, en ekki hafi
verið tekin ákvörðun um hvenær
framboðslitinn verði lagður frani.
Henni fannst þó ekki ólíklegt að
það yrði gert um eða fyrir miðjan
marsmánuð. EHB
AKUREYRARB/ÍR
ÚTBOÐ
Akureyrarbær óskar eftir tilboðum í að
innrétta 22 íbúða fjölbýlishús að Helga-
magrastræti 53, Akureyri.
Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofu Hauks
Haraldssonar, Kaupangi v/Mýrarveg gegn 10.000,-
kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á Byggingadeild Akureyrar-
bæjar Kaupangi v/Mýrarveg mánud. 26. febrúar
nk. kl. 11.00.
Akureyrarbær — Byggingadeild.
AKUREYRARB/CR
HUSFRIÐUNARSJOÐUR
AKUREYRAR
Umsóknir um lán eða styrki úr Húsfriðunarsjóði
Akureyrar á þessu ári þurfa að berast fyrir 1.
mars nk.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
byggingafulltrúa, Geislagötu 9 og á skrifstofu
menningarmála, Strandgötu 19b.
Á þeim stöðum eru einnig veittar nánari upplýs-
ingar um húsfriðunarsjóðinn.
Menningarfulltrúi.
Bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri:
Styttist í að fleiri framboðs-
listar líti dagsins ljós
Starfsmannafélag Húsavíkurkaupstaðar:
Kymiingarfundur um samningana
Stéttarsamband bænda:
Fundað um kjarasamninga