Dagur - 13.02.1990, Side 3

Dagur - 13.02.1990, Side 3
 Þriðjudagur 13. febrúar 1990 - DAGUR - 3 Tvær lukkulegar lottófjölskyldur á Norðurlandi: Nær 13 milljónir skiptast á milli Skagfirðinga og Húsvíkmga - „Ætli við höldum ekki bara áfram að mjólka kýrnar,“ segir annar vinningshafmn Stóri lottóvinningurinn brá sér norður yfir heiðar á laugar- dagskvöldið, skipti sér í tvennt og hafnaöi annar hlutinn hjá fjölskyldu á Húsavík en hinn hjá fjölskyldu í Skagafiröi. Það eru 6.485.342 kr. sem hvor íjöl- skylda hlýtur, samkvæmt upp- lýsingum frá íslenskri getspá, og er hér um þriöja hæsta vinning að ræða sem einstakl- ingur hlýtur í lottóinu. í jan. ’89 hlaut einstaklingur 11,5 milljónir og í nóv. ’88 var greiddur út næsthæsti vinning- urinn, rúiniega 7 milljónir. Hjónin Hafdís A. Harðardótt- ir. nemi við Framhaldsskólann á Húsavík, og Viðar Baldvinsson. deildarstjóri Kjötiðju Kaupl'élags Þingeyinga voru lukkuleg með lottseðilinn sem Hafdís keypti í Naustagili. söluskála KÞ. „Það má segja að Hafdís mín hafi unn- ið þetta, því hún hefur alltaf séð um að kaupa miða. Ég hef aldrei fylgst með eða keypt miðana," sagði Viðar í samtali við Dag og virtist sæmilega ánægður með frúna. Viðar sagði að þau spiluðu alltaf nteð og kcyptir væru einn til tveir miðar í viku. Vinnings- miðinn var með sjálfvöldum töl- um úr sölukassanum. „Maður varð hálfskrýtinn og svaf lítiö þessa nóttina," sagði Viðar, aðspurður um hvernig þeim hefði orðið við fréttirnar um vinning- inn. en Hafdís hafði kallað á dóttur sína til fara yt'ir tölurnar meö sér, áður en hún trúði fylli- lega hvað um vttr að vera. „Við höfum ekkert rætt um hvað viö gerum við peningana. Ég er samt ákveðinn að bjóða syni okkar til Mexíkó. en þangaö ætlaði hann í vor. Ætli ég kaupi ekki bíl, en við erum á einum níu ára gömlum. Svo dyttar maður að húsinu og græjar sig, þaö verður eitthvað hægt að gera. Hafdís er í skóla og við erum fimtn í heimili svo þetta kemur í góðar þarfir," sagði Viðar. Soffía Sæmundsdóttir og Haf- steinn Lúðvíksson. sem búa á Ytra-Vallholti í Skagafirði, voru svo hcppinn að hljóta hinn hluta vinningsins á miða sem keyptur vttr í Varmahlíð, útibúi Kaupfé- lags Skagfiröinga. Þar segir starfsfólk að sé happakassi. því viku áður hlaut Helgi Sigurðsson á Reynisstað rúmlega 300 þúsund í bónusvinning, á miða sem keyptur var í Varmahlíö. „Við erum eiginlega ekki farin að álta iokkur á þessu ennþá. Viðskiljum varla að viö höfum verið svona heppin," sagði Soffía í samlali við Dag í gær. Þau hjónin voru á þorrablóti á laugardagskvöld og það var ekki fyrr en um miðjan dag á sunnudag, þegar þau fóru að horfa á videóupptöku af söngvakeppninni. að lottötölurn- ar leyndust þttr með og þau sáu hvers kyns var. Fjölskyldan spilar ákaflega sjaldan. en Hafsteinn hefur líklega fengið einhverskon- ar hugboð núna. Soffía og 14 ára dóttir þcirra fóru á bókasafnið í Varmahlíð en Hafsteinn var heima í vélageymslu, hann heytði auglýsingu frá lottóinu í útvarpi og hringdi á eftir mæðg- unum og bað þær aö kaupa miða. Vinningstölurnar voru sjálfvaldar úr kassanum. „Við erum ekki komin svo langt að hugsa um þttö." stigði Soffía aöspurð um hvað gcrt yröi við peningana. Fyrst munu þeir samt verða lagð- ir í Innlánsdeild Kaupfélags Skttgfirðinga, en þar liefur þeint hjónum reynst ágætlega að geyma fé þegar eitthvað er til afgangs, aö sögn Soffíu. „Það er nóg með þetta að gera. ætli við byrjum ekki á aö klára aö borga skuldir, cn svo er þetta óráöið. Þetta raskar ekki ró okkar og ætli við höldum ekki bartt áfram að mjólka kýrnar eins og við höfum gert. Þetta breytir ábyggilega engu þannig lagað, að við förum aö fara í utanlandsreisu," sagöi Soffía. ÍM Vaglaskógur: Stórtjón er gróðurhús hrundi undan snjóþunga - 155 cm jafnfallinn snjór í skóginum í gærmorgun Skógræktin að Vöglum í Vaglaskógi varð fyrir stjór- tjóni, er eitt af gróðurhúsum fyrirtækisins hrundi undan snjóþunga fyrir um viku síðan. Að sögn Sigurðar Skúlasonar skógarvarðar, er hér um að ræða hús sem byggt er úr járn- rörabogum og klætt með plastdúk. Taldi hann tjónið nema um einni milljón króna en húsið var ótryggt. Húsið var tómt þegar óhappið varð en í því voru geymd jólatré fyrir jólin. „Sperrurnar hreinlega gáfu sig undan snjóum sem hefur verið óvenju þungur að undanförnu og miklu þyngri en venjulega, því annað eins snjómagn hefur áður fallið á húsin hér. Það eru hér tvö önnur hús cins og það sem hrundi en okkur tókst að koma í veg fyr- ir að þau færu á söntu leið, með því að moka af þeim sjónum og eins hefur verið mokað frá þeim með vélskóflu," sagði Sigurður. I gærmorgun var 155 crn jafn- fallinn snjór í Vaglaskógi, eða aðeins 4 cm lægri en snjómagnið fór hæst í skóginum, um páskana í fyrra. Eitthvað bætti á seinni partinn í gær og má því búast við að hæðarmctinu frá því í fyrra hafi þegar verið náð. Að sögn Sigurðar er mjög fallegt um að litast í skóginum en ófært var þaðan og út á aðalveg í gær og því komust börnin ekki í skólann til Akureyrar. -KK hingexjarsýsla: Skíðapiltur fótbrotnar - skemmtiferð í Fjörðu IUskuveður og ófærð ollu ekki neinun óhöppum svo vitað væri til um helgina í Þingeyjar- sýslum. En á laugadag fót- brotnaði 13 ára strákur sem var á skíðum í Húsavíkurfjalli. Lögregla og sjúkraliðar gengu á fjallið með börur til að ná í piltinn, sem var síðan fluttur á sjúkrahúsið. Mikið snjóaði á Húsavík á sunnudag og um kvöldið var alveg orðið ófært í bænum og nágrenni hans. Snjóbíll var hafð- ur til taks ef sinna þyrfti neyðar- tilvikum, og nóg var að gera hjá lögreglu við að aðstoða starfsfólk sjúkrahússins við að komast ntilli heimila sinna og vinnustaðar. Að sögn lögreglu var rólegt á Húsa- vík á laugardagskvöld en talsvert var að gera alla helgina við að aðstoða fólk og losa bíla úr sköflum. Á Raufarhöfn snjóaði minna en víðast hvar annars staðar. Þar var haldið þorrablót á laugar- dagskvöld og fór það rnjög vcl fram, að sögn lögreglu. Leiðindaveður var á Egilsstöð- um um helgina og talsvert að gera hjá lögreglu við að losa bíla og aðstoða fólk úr snjósköflum. Það voru þó ekki allir sem breiddu upp fyrir haus vegna veðurs og færðar um helgina. Menn á fjórum risadekkjajepp- unt frá Húsavík og tveim frá Akureyri brugðu sér í skemmti- ferð í Fjörðu, og komu þeir heilir heim um hádegi á mánudag. IM VerkfaJli Sleipnis aflýst Verkfalli félaga í Bifreiða- stjórafélaginu Sleipni var aflýst Lögregluaðstoð í snjónum Veðrið sem gekk yfir Norður- land á sunnudag gerði að verk- um að lögreglumenn á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði þurftu að aðstoða fólk við að komast leiðar sinnar. Á ofangreindum stöðum voru lögreglumenn þó sammála um að fólk hafi ekki verið á ferli að óþörfu, en aðra sögu var að segja úr höfuðstað Norðurlands. Þeir sem voru á ferli á Siglufirði brugðu t.d. undir sig betri fætin- um og settu á sig gönguskíði. VG í gærmorgunn, en þá var undirritaöur nýr kjarasamn- ingur milli félagsins og við- semjendá þeirra eftir nætur- langan fund hjá Sáttasemjara ríkisins. Samningur Sleipnismanna er að öllu leyti sambærilegur samn- ingi ASÍ og vinnuveitenda sem undirritaður var nýlega, en í gær- kvöldi átti að halda félagfund í Sleipni um samninginn. í gærmorgun hófst því akstur með eðlilegum hætti hjá félags- mönnum í Sleipni ef svo má segja þar sem færð var víðast hvar mjög þung. Norðurleið hélt af stað í sínar áætlunarferðir og von var á hópum á vegum Sérleyfis- bíla Akureyrar í gærkvöldi, sem verið höfðu veðurtepptir í Reykja- vík eina nótt. VG Skil á staðgreiðslufé EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mán- aðar. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. RSK RlKISSKATTSTJÓRI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.