Dagur - 13.02.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 13. febrúar 1990 - DAGUR - 7
Punktamót KSÍ í innanhússknattspyrnu:
KA sigurvegari
- Fram, ÍA og KA jöfn að stigum
Ormarr Örlygsson leiddi KA-liðið til sigurs á punktamóti KSÍ um helgina.
Mynd: TLV
KA gerði sér lítið fyrir og sigr-
aði á síðara punktamóti KSI í
innanhússknattspyrnu. Fyrir
sigurinn fékk KA 80 þúsund
krónur í sinn hlut en KA lagði
íslandsmeistara Fram í æsi-
spennandi og framlengdum
leik. Þór komst ekki áfram úr
riðlakeppninni.
„Við rciknuðum ckki mcð sigri
á mótinu svona fyrir fram. En
þegar við komumst áfram úr riðl-
inum sáum við að sigurinn gat
alveg eins lent okkar megin.
Það reyndist raunin þó svo að
síðustu tveir leikirnir væru mjög
erfiðir," sagði Ormarr Örlygs-
son, liinn staðfasti varnarmaður
KA-manna.
KA vann Þrótt 7:4. ÍA 10:6 og
geröi jafntefli við ÍR 5:5 í undan-
keppninni. í 8-liða úrsljtum lagði
KA Kcflvíkinga 4:1 og vann síð-
an Stjörnuna 3:2 í undanúrslit-
um. í úrslitaleiknum sigraði KA
síðan Islandsmeistara Fram 8:6 í
framlengdum leik.
Þór tapaði fyrir Stjörnunni 6:3
og Fylki 7:3 en vann Gróttu 11:4
í riðlaképpninni. Það dugði ekki
til að komast áfram og Þór var
því úr leik.
KA. ÍA, Stjarnan. Fylkir.
Fram, ÍBK, KR og Breiðahlik
komust áfram úr riölakeppninni.
Fram vann ÍA 8:4. Stjarnan vann
UBK 8:2 og KR vann Fylki 4: l. í
undanúrsiitum sigraöi síðan
Fram KR 6:4. Stjarnan vann síð-
an KR 6:4 í leik um 3. sætið.
KA og IA fengu 80 þúsund fyr-
ir árangur sinn á þessum tveimur
punktamótum, Fram fékk 30
þúsund og Fylkir 20 þúsund. ÍA
sigraði á fyrra punktamótinu sem
haldið var á Akranesi fyrir jól.
Eftirtaldir leikmenn léku nteð
KA-liðinu: Ormarr Örlygsson.
Bjarni Jónsson, Haukur Braga-
son. Kjartan Einarsson. Arnar
Bjarnason, Árni Hermannsson.
Gauti Laxdal, Þórður Guöjóns-
son og Steingrímur Birgisson.
Kemur Alexander ekki?
Skagamenn neita að
skriía undir skiptin
Skagamenn neituðu að skrifa
undir félagaskipti Alexanders
Högnasonar frá ÍA yfir í KA
og því gat liann ekki leikiö
Fyrstu skíðamót vetrarins:
Vilhelm og María hlutskörpust
Fyrsta alpagreinamót vetrarins
fór fram í Hlíðarfjalli á laugar-
daginn. Það var stórsvigsmót
Þórs en Akureyrarmóti í stór-
svigi sem vera átti á sunnudag-
inn varð að fresta vegna
veðurs. Vilhelm Þorsteinsson
varð hlutskarpastur í karla-
erfitt skyggni gerði keppendum erfitt fyrir
flokki en María Magnúsdóttir í
kvennaflokki.
Skilyrði í Hlíðarfjalli settu
nokkurn svip á mótið og var María
t.d. eini keppandinn í kvenna-
flokki sem komst báðar umferð-
irnar klakklaust.
Gunnlaugur Magnússon sigr-
aði í flokki 15-16 ára drengja og
Eva Jónasdóttir varð hlutskörp-
ust í flokki stúlkna 15-16 ára.
Við munum fjalla nánar um
mótið á morgun í blaðinu og
birta þá heildarniðurstöðu kepp-
enda á þessu fyrsta stórsvigsnióti
vetrarins.
ineð KA-liðinu í innanhúss-
inótinu um helgina. Það sem
vakir fyrir Skagamönnum er
að tryggja sér rétt ef Alexand-
er fer í atvinnumennsku í fram-
tíöinni.
Forráðamenn ÍA staðfestu að
þeir hefðu neitað að skrifa undir
þessi félagaskipti út af þessari
ástæðu. Það var þó ekki á þeini
aö skilja aö þeir ætluðu sér að
standa í vegi fyrir því að
Alexander myndi skipta yfir í
KA heldur einungis að tryggja að
IA héldi sínum rétti gagnvart
leikmanninum upp á framtíöina
að gera.
Neitun Skagamanna gerði þaö
að verkum að Alexander gat ekki
leikið mcð KA á punktamóti KSÍ
um helgina.
Kristinn Svanbergssun keyrði út úr brautinni eins og fjölniargir aðrir kepp-
endur á laugardaginn.
Sölvi Sölvason frá Siglufirði var
sigursæll á Isalirði.
Knattspyrna:
0 /
• •
- í 3:2 sigri Stuttgart á
argentínska landsliðinu
U-21 árs í 3:2 sigri þýska
liösins. Sauðkrækingurinn
kom inn á sem varamaður og
Iryggði Stuttgart sigur í leikn-
um.
Stuttgart hefur verið á keppn-
isferðalagi um Mið- og Suður-
Ameríku að undanförnu og eru
þetta fyrstu fréttirnar sent ber-
ast hingaö til lands af gengi liðs-
ins.
Stuttgart kemur aftur til
Þýskalands t lok þcssarar viku
en kcppnistímabilið hefst í byrj-
un mars þar í landi.
Rétt áður en Stuttgart fór í
þess ferð var rætt við Eyjólf og
sagðist hann þá búast við aö fá
einhver tækifæri í þessari ferð.
Þar reyndist liann sannspár en
við inunum ræöa nánar við
Eyjólf þegar hann kemur aftur
úr fcrðinni og fá þá nánari
fregnir af gangi mála.
Eyjólfur Sverrisson skoraði
tvö mörk með aðalliði Stutt-
gart gegn landsliði Argentínu
Eyjólfur Sverrisson hyrjar vel
með Sluttgart.
Bikarkeppni í göngu:
Haukur og Sölvi
sigursælir
Fyrsta bikarganga vetrarins á
skíöuin var haldin á ísafiröi um
helgina. Haukur Eiríksson frá
Akureyri sigraði í göngunni en
gamla kempan Sigurður Aöal-
steinsson geröi sér lítið fyrir og
náði öðru sætinu.
Sölvi Sölvason frá Siglufirði
sigraði í piltaflokki á mótinu en
við munum nánar skýra frá þessu
móti síðar í vikunni.