Dagur - 13.02.1990, Side 11

Dagur - 13.02.1990, Side 11
hér & þar Þriðjudagur 13. febrúar 1990 - DAGUR - 11 i l Þessa nienn liefur Henry Brown senl í rafniagnsstólinn. „Á mínu svæði verða inoröingjar að mæta hörðustu refs- ingu,“ segir hann. Saksóknarinn í N-Louisiana í Bandaríkjunum: Engiim hefur sent jafn marga í rafmagnsstólinn Henry Brown, saksóknari í Louisiana, hefur sent fleiri menn í rafmagnsstólinn en nokkur ann- ar saksóknari í Bandaríkjunum. Nú hefur hann sent fimm manns í dauðastólinn og segir að hver sá sem fremji morð í sínu umdæmi skuli gera sér grein fyrir því að búast megi við hinu versta þegar honum sé að mæta. „Hér í noröurhluta Louisiana- fylkis urðu tvö morð í september og ég krefst dauðarefsingar í báð- um tilfellum. Ég trúi því að réttarkerfið eigi að bregðast strax við og refsa svona fólki með því að dæma það strax í rafmagns- stólinn," segir Henry. Henry segii að í öðru tilfellinu hafi verið um að ræða mann sem tók gamla konu sem gísl í ráni og skyldi hana eftir úti í skógi fjarri byggðum og þar lét hún lífiö. í hinu tilfellinu setti 18 ára gömul stúlka barn sitt í frystikistu til að láta það hætta að gráta. „Svona lagað gerir heilbrigt fólk ekki. Ég var sjálfur í Víetnam og sá nóg þar. Lífið er verðmæt- ara en svo að þegar sumir halda að þeir hafi rétt til að taka líf ein- hvers þá verður að rcfsa þeim með hörðustu refsingu." Þeir fimm menn sem Henry hefur þegar sent í rafmagnsstól- inn eru Ernest Knighton, sem skaut eiganda bensínstöðvar, Alvin Moore, sem nauðgaöi og myrti nágranna sinn, Edward Byrne, sem barði unnustu sí'na til dauða með hamri, og .liminy Glass og Jimmy Wingo, sem myrtu hjón á jóladag. „Þessir menn guldu allir fyrir að fremja glæp sinn á svæöi Henry Brown," segir lögreglu- stjórinn um hina dæmdu. „Sumir telja mig of harðan í svona málum og þeir sem eru á móti svona refsingum eru auðvit- að andstæðingar aðferða minna. En ég vil þó að það sé öllum Ijóst að þetta er sísti staðurinn til þess aö fremja morð, ef menn ætla að komast upp með það án dauða- refsingar," segir Henry. Henry Brown og rafmagns- stóllinn. Hjónabönd: Rifrildin treysta Nýjar rannsóknir benda til þess að slagsmál milli hjóna bæti hjónabandið. Þetta geti, þrátt fyrir fyrri niðurstöður, verið góð leið til að leysa vandamál og styrkja bönd hjónabandsins. „Frelsi gifts fólks til þess að reiðast virðist leiða til meiri skiln- ings innan hjónabandsins," segir sálfræðingurinn Lowell Krokoff. Þessar nýju niðurstöður segja að svo lengi sem eiginmaðurinn geti rifist hressilega við eiginkon- una án þess að allt fari úr bönd- um þá verði líftími hjónabands- ins mun lengri. Sálfræðingurinn Krokoff bygg- ir niðurstöður sínar á athugun á 55 hjónurn og í fyrstu virtust þau pör sem oft rifust sínu óham- ingjusamari en þau sem aldrei áttu hressilegt orðaskak. Krokoff böndin athugaði síðan þessi pör þremur árum síðar og þá urðu niðurstöð- ur heldur á annan veg. Óham- ingjusamasta fólkið þremur árum áður bjó þá í vel heppnuöum hjónaböndum en meira hrikti í stoðum hjónabandanna sem mesti friðurinn hafði veriö í. „Þetta undirstrikar það að fólki líður best ef þaö lætur óánægju sína í Ijósi í stað þess að byrgja hana inni," segir Krokoff. AKUREYRARB>ER Afnot af íbúð í Davíðshúsi, Akureyri Eins og áöur hefur komiö fram, þá gefst fræði- mönnum og listamönnum kostur á að sækja um 1- 6 mánaöa dvöl í lítilli íbúð í Davíðshúsi til að vinna að fræðum sínum eða listum. íbúðinni hefur ekki enn verið ráðstafað tímabilið okt.-des. 1990. Þeir sem hefðu hug á að sækja um afnot af íbúð- inni það tímabil eru beðnir að senda umsókn fyrir 1. mars nk. Umsóknir ber að senda til: Akureyrarbær, c/o Ing- ólfur Ármannsson, menningarfulltrúi, Strandgötu 19b, 600 Akureyri. Menningarfulltrúi. ® AUGLÝSING um styrki Evrópuráðsins á sviði læknisfræði og heilbrigðisþjón- ustu fyrir árið 1991. Evrópuráðið mun á árinu 1991 veita starfsfólki í heil- brigðisþjónustu styrki til námsferða í þeim tilgangi að styrkþegar kynni sér nýjungar í starfsgreinum sínum í löndum Evrópuráðsins og Finnlandi. Styrktímabil hefst 1. janúar 1991 og lýkur 1. des. 1991. Um er að ræða greiðslu ferðakostnaðar og dagpeninga skv. nánari reglum. Hvorki kemur til greiðslu dagpeninga né ferðakostnaðar af hálfu ríkisins. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 55 ára, hafa gott vald á tungumáli þessa lands, sem sótt er um og ekki vera í launaðri vinnu í því landi. Umsóknareyðublöð fást í heilbrigðis- og tryqqinqa- málaráðuneytinu. Umsóknir skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 15. mars nk. Ákvörðun um styrkveitingar verður tekin í Evrópu- ráðinu í byrjun desember 1990. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. 8. febrúar 1990. Vinningstölur laugardaginn 10. feb. ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 2 6.485.342.- 4. 4af5^/ 12 104.352.- 3. 4af 5 289 7.474.- 4. 3af 5 10.168 495.- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 21.416.054.- UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.