Dagur


Dagur - 13.02.1990, Qupperneq 13

Dagur - 13.02.1990, Qupperneq 13
Þriðjudagur 13. febrúar 1990 - DAGUR - 13 Vel heppnað þorrablót Fnjóskdælinga Fnjóskdælingar héldu þorra- blót sitt í byrjun mánaðarins. Þorrablótiö var haldið í Stóru- tjarnaskóla og var þar saman kominn fjöldi manns og skemmti sér hið besta. Ingimar Eydal sá um að stjórna almennum söng á meðan á borðhaldinu stóð og skaut hann inn ýmsum léttum og góðum sögum. Einnig voru heimatilbúin skemmtiatriði flutt og gert grín að ýmsum í sveitinni. Stefán Karlsson handritafræðingur flutti erindi um skemmtanir innan sveitar fyrr á öldinni og var það bæði skemmtilegt og fræðandi. Hljómsveit Ingimars Eydal lék svo fyrir dansi til kl. 04 og fór þá mannskapurinn að týnast heim af vel heppnuðu þorrablóti. I Hálsi, var að sjálfsögðu mættur á Fréttaritari Dags í Fnjóskadal, þorrablótið og tók þá þessar Magnús Gunnarsson, prestur á myndir. -MG Lýðræðisrannsóknastyrkir Atlantshafsbandalagsins 1990-91: Ákveðið að veita nokkra nvja styrki til rannsókna í aðildarríkjum bandalagsins Atlantshafsbandalagið hefur ákveðið að veita nokkra nýja styrki til rannsókna í aðildarríkj- um bandalagsins á háskólaárinu 1990-91. Tilgangur styrkjanna, sem ætlaðir eru ríkisborgurum í ríkjum Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins, er að stuðla að rannsóknum og aukinni þekkingu á lýðræðislegu stjórn- arfari og stofnunum í ríkjum Atlantshafsbandalagsins og er stefnt að útgáfu á niðurstöðum rannsóknanna. Styrkirnir nema um 308 þús- und íslenskum krónum (180 þús- und belgískum frönkum) og er ætlast til að unnið verði að rann- sóknunum á tímabilinu frá maí 1990 til ársloka 1991. Einnig er greiddur nauðsynlegur ferða- kostnaður, en gert er ráð fyrir að rannsóknir geti farið fram í fleiru en einu ríki Atlantshafsbanda- lagsins. Styrkirnir verða að jafnaði veittir háskólamenntuðu fólki. Styrkþegum ber að skila loka- skýrslu um rannsóknir sínar á ensku eða frönsku til alþjóða- skrifstofu utanríkisráðuneytisins fyrir árslok 1991. Umsóknir um fræðimannastyrki Atlantshafs- bandalagsins skulu berast utan- ríkisráðuneytinu eigi síðaren 13. mars nk. Alþjóðaskrifstofa utanríkis- ráðuncytisins, Hverfisgötu 115, Reykjavík, veitir upplýsingar um styrkina og lætur í té umsóknar- eyðublöð. Landssamband fram- sóknarkvenna auglýsir Ulfhildur Rögnvaldsdóttir, bæjarfulltrúi verður til viðtals á skrifstofu flokksins, Hafnarstræti 90, Akureyri, miðvikudaginn 14. febrúarfrá kl. 17.00- 19.00. I.O.O.F. Rb. nr. 2 = 1392148 = HyÍTASUtlhUmKJAtl V/5KARD5HLÍÐ Þriðjudagur 13. feb. kl. 20.00 æskulýðsfundur fyrir 10 til 14 ára. Allt æskufólk velkomið. Arnad heilla 85 ára er í dag 13. febrúar, Vilborg Guðjónsdóttir, Munkaþverárstræti 14. Hún verður heima og er með heitt á könnunni. ----------------------------------------------------------------------------------s AKUREYRARB/tR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Fimmtudaginn 15. febrúar 1990 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Sigurður J. Sigurðsson og Heim- ir Ingimarsson til viðtals á skrifstofu bæjarstjórn- ar, Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Bæjarstjóri. Ræstingar Securitas hf. hefur í 10 ár tekið að sér daglegar ræstingar fyrir fyrirtæki og stofnanir. [ viðskiptum við okkur eru mörg af virtustu fyrirtækjum á íslandi. Þjónusta okkar nær yfir alla þætti ræstinga og má þar nefna: - Skrifstofuræstingar - Hótelræstingar - Skólaræstingar - Teppahreinsun - Hreingerningar - Verslunarræstingar - Gluggaþvott - Ræst. eftir iðnaðarmenn Securitas hf. hefur yfir að ráða mikilli reynslu á sviði ræstingarmála. Gerum verðtilboð án skuldbindinga. SECURITAS HF Akureyri, sími 96-26261, Reykjavík, sími 91-687600. Ráðgjafar- og greiningardeild. Staða við leikfangasafn Laus er til umsóknar staða forstöðumanns leik- fangasafns við Ráðgjafar- og greiningardeild Svæðisstjórnar. / starfinu felst m.a. eftirfarandi: ★ Vinna með sérþarfabörn á aldrinum 0-6 ára. ★ Að veita ráðgjöf til foreldra og annarra sem sjá um uppeldi og þjálfun barna. ★ Samstarf við ýmsa fagaðila og stofnanir. Umsækjendur skulu hafa menntun á uppeldissviði og reynslu á ofangreindum sviðum. Skriflegar umsóknir er greina frá menntun og starfs- reynslu sendist til Skrifstofu Svæðisstjórnar, Stór- holti 1, 600 Akureyri, fyrir 20. febrúar nk. Nánari upplýsingar um stöðuna eru veittar á skrifstof- unni og í síma 96-26960 alla virka daga kl. 09.00- 16.00. Forstöðumaður Ráðgjafar- og greiningardeildar. Vantar blaðbera í Melasíðu, Múlasíðu og Bugðusíðu frá 1. mars nk. rm SECURITAS Eiginmaöur minn, JÓN FORBERG JÓNSSON, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Helga Stefánsdóttir og fjölskylda. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JONÍNA VILBORG JÓNSDÓTTIR, Langholti 17, Akureyri, er andaðist 5. febrúar, verður jarðsungin frá Glerárkirkju fimmtudaginn 15. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á byggingarsjóð Glerárkirkju til kaupa á kirkjuklukkum. Runólfur Jónsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug, við and- lát og útför, KARITASAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Bjarmastíg 2. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Dvalarheimilinu Hlíð fyrir elskusemi og góða ummönun. Guð blessi ykkur öll. Fjölskyldan.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.