Dagur


Dagur - 02.03.1990, Qupperneq 2

Dagur - 02.03.1990, Qupperneq 2
fréttir 2 - DAGUR - Föstudagur 2. mars 1990 Verðhrun á kuldaskóm 30% afsláttur Skótískan Skipagötu 5. Sími 26545. Gleymið ekki að gefa smáfuglunum. i Áhugamannahópur um byggðamál á Héraði skorar á landsbyggðarþingmenn: „Álmálið er prófsteinn á byggðastefnu í landinu" Áhugamannahópur Héraðs- búa um virkjanamál og stór- iðju hefur skorað á þingmenn að beita sér fyrir samvinnu landsbyggðarinnar um að næsta stóriðja verði staðsett utan suðvesturhorns landsins. I áskoruninni segir að sam- staða landsbyggðarmanna um mál þetta sé prófsteinn á hvort byggðastefna eigi sér viðreisn- ar von á íslandi. „Fjórðungssamband Norð- lendinga fékk málið sent til með- ferðar, og verður fjallað um það á næstunni. Leitað verðu.r sam- starfs um það á breiðum grund- velli við Vestfirðinga og Aust- firðinga,“ segir Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambandsins. Á fundi sem Héraðsbúar og íbúar á Egilsstöðum héldu um þessi málefni fyrir nokkru var mikið rætt um stóriðjumál, eins og kunnugt er, en fundarmenn töldu að eini raunhæfi staðurinn fyrir álver væri Eyjafjörður. Fljótsdalsvirkjun væri eðlilegasti virkjunarkostur í tengslum við álverið. Áhugatnannahópur um þessi mál fundaði í kjölfarið og sam- þykkti fundur þeirra m.a. að ef ný stóriðja risi á suðvesturhorni landsins yrði byggðaröskun sú, sem nú stendur yfir, færð á nýtt og enn geigvænlegra stig, og þá yrði ekki aftur snúið í borgríkis- þróuninni á Reykjavíkursvæð- inu. Leitað er til allra þingmanna landsbyggðarinnar, óháð flokkum, og skorað á þá að beita sér fyrir samstöðu allrar lands- byggðarinnar gegn nýrri stóriðju sunnanlands. „Líta verður á það hvernig til tekst sem getu lands- manna til að byggja landið í frjálsu þjóðríki,“ segir orðrétt í ályktun áhugamannahópsins. Undir bréf þetta rita Þórarinn Lárusson, tilraunastjóri á Skriðuklaustri, og Aðalsteinn Jónsson. Auk þeirra starfa þeir Orri Hrafnkelsson, Björn Ingv- arsson og Skarphéðinn Fórisson í áhugamannahópnum. í bréfinu er minnt á að almenn- ur sveitarfundur í Fljótsdal hafði áður samþykkt í byrjun desem- ber á sl. ári að virkja bæri í Fljótsdal og reisa álver í Eyja- firði, en áhugamannahópurinn tekur ekki beina afstöðu til stað- setningar að öðru leyti en því að álverið rísi utan suðvesturhorns- ins. Þórarinn Lárusson er í stjórn Útvarðar. Hann segir að skoðun sín og áhugamannahópsins sé sú að langsótt sé að ræða um raun- verulega byggðastefnu í landinu, nái landsbyggðin ekki að standa saman í þessum máluni. „Landsbyggðarmenn verða að standa saman. Það þarf ekki að hlusta á marga sem þekkja til þessara mála til að skilja að straumur fólks liggur alltaf suður. Vestfirðingar hafa t.d. margir ágæt laun og góða afkomu, skólamál hjá þeim hafa batnað, samgöngur aukist o.s.frv. Samt flytur fólkið burt, og ég tel að tvær ástæður séu fyrir því. Margir landsbyggðarmenn geta ekki bor- ið höfuðið hátt og ná ekki þeirri sjálfsvirðingu sem felst í að ráða sjálfir yfir þeim tekjum sem þeir afla í heimabyggðinni og stjórna þeim. í tengslum við þetta er svo samstöðuleysið milli landshluta sem gerir þetta að vítahring," segir Þórarinn Lárusson. EHB Kvenfélag Húsavíkur: Memiingarferð á 95 ára afmælinu Kvöldvcrður í Veitingahöllinni. Fremstar frá hægri eru Dalrós Jónasdóttir, Sólveig Þórðardóttir og Hulda Skarphéðinsdóttir. Mynd: im Kvenfélag Húsavíkur varð 95 ára þann 16. feb. sl. Höfuð- markmið kvenfélaganna er að gera eitthvað fyrir aðra, og kvenfélagskonur er vanar að styðja og styrkja ýmis líknar- inál og vinna að því að skemmta öðrum. I tilefni af afmælinu ákváðu kvenfélagskonur að gera loksins eitthvað fyrir sig sjálfar og bregða sér í menn- ingarferð til höfuðborgarinnar. Helgina eftir afmælið héldu því 29 kvenfélagskonur í tveggja daga Reykjavíkurferð. Konurnar heimsóttu Listasafn fslands. Eftir veislumáltíð í Veit- ingahöllinni héldu þær í Borgar- leikhúsið, og sáu Höll sumar- landsins. Farið var í tveggja og hálfs tíma skoðunarferð um Reykjavík og síðan þegið kaffi- boð á heimili frú Ástu Jónsdótt- ur, fyrrverandi formanns félags- ins sem nú er flutt suður. Að sögn Svölu Hermannsdótt- ur, formanns ferðanefndar, áttu konurnar afskaplega ánægjulega helgi saman. Sagði Svala að greinilega tengdu slíkar ferðir félagskonurnar traustari böndum og hresstu mjög upp á félagslífið. IM bridds Sveitahraðkeppni BA og Sjóvá-Almennra: Sveit Amar fagnaði sigri „Ég er ekki tapsár, enda væri ég löngu hættur að spila bridds ef ég væri það,“ sagði Frímann Frímannsson, einn spilara í sveit Grettis Frímannssonar í sveitahraðkeppni Bridgfélags Akureyrar og Sjóvá-Almenn- ra, sem nú er lokið. Spilað var þrjú kvöld og eftir að sveit Grettis hafði leitt eftir tvö fyrstu kvöldin, varð hún að gera sér annað sætið að góðu í mótslok. Sveit Arnar Einars- sonar sem var í öðru sæti fyrir síðasta spilakvöldið, náði að tryggja sér sigur á lokasprettin- um. í sveit Arnar voru auk foringj- ans, þeir Hörður Steinbergsson, Árni Bjarnason, Tryggvi Gunn- arsson og Reynir Helgason. Alls tóku 11 sveitir þátt í keppninni sem fram fór Félagsborg. Sem fyrr sagði var spilað þrjú kvöld og nteðalskor 810 stig. Lokaúrslit urðu þessi: 1. Örn Einarsson 908 2. Grettir Frímannsson 874 3. Zarioh Hamadi 841 4. Stefán Vilhjálmsson 831 5. Hermann Tómasson 828 6. Sveinbjörn Sigurðsson 808 7. Sigfús Hreiðarsson 797 8. Dagur 789 Næsta mót á vegum BA, eru Halldórsmótið, sveitakeppni og er minningarmót um Halldór Helgason, sem var einn fremsti spilari Akureyringa. Spilað verð- ur 3-4 kvöld. -KK

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.