Dagur - 02.03.1990, Síða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 2. mars 1990
Snjókeðjur
á flestar stærðir bifreiða
Krókar, þverbönd, langbönd og lásar, tangir
og margt fleira.
Véladeild
Óseyri 2 • Símar 22997
og 30300.
Menntamálaráðuneytið
Lausar stöður
Dósentstaða á sviði aðgerðarannsókna (aðalgrein) og
tölfræði í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands
er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf
umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil
og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölv-
hóli, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 1. apríl 1990.
Laus er til umsóknar staða lektors í íslensku við Kenn-
araháskóla (slands. Meginverkefni íslenskrar bók-
menntir með áherslu á fornbókmenntir og þjóðsögum.
Auk viðurkennds háskólaprófs í grein sinni skulu
umsækjendur hafa próf í uppeldis- og kennslufræðum
ásamt jáekkingu á og reynslu af íslenskukennslu.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. ágúst 1990.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega
skýrslu um vísindastörf, sem þeir hafa unnið, ritsmíðar
og rannsóknir, svo og upplýsingar um námsferil og
störf. Þau verk, er umsækjandi óskar að dómnefnd fjalli
um, skulu einnig fylgja.
Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu,
Sölvhóli, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 24. mars
nk.
Menntamálaráðuneytið,
22. febrúar 1990.
Laugardagskvöld 3. mars
Hin frábæra hljómsveit
INGIMARS EYDAL
leikur fyrir dansi
Örfá borð laus fyrir matargesti.
Húsið opnað fyrir aðra en matargesti kl. 23.00.
★
Húsavíkurkirkja:
Líf og Mður
- á æskulýðsdaginn
í Húsavíkurkirkju verður á
æskulýðsdaginn, sunnudaginn
4. mars, fluttur dýr(s)legur
söngleikur um lífsbjörgina, Líf
og friður, bæði kl. 14 og kl. 17.
Höfundur texta og tónlistar er
Per Harling og hann samdi
einnig leikgerðina ásamt Lars
Collmar. Sr. Jón Ragnarsson
þýddi verkið úr sænsku.
Flytjendur verksins eru 27
stelpur á aldrinum 10-13 ára og
fara þrjár þeirra með aðalhlut-
verk ásamt Hólmfríði S. Bene-
diktsdóttur, sópran, sem einnig
æfði sönginn með stúlkunum.
Leikstjóri er María Sigurðardótt-
ir, leikari, en undirleik á píanó
annast David Thompson, organ-
isti við kirkjuna.
Verkið fjallar um þá mengun
og eyðileggingu sem maðurinn
hefur valdið á umhverfi sínu með
hegðun sinni og vígbúnaðar-
kapphlaupi, og hvort kirkjan geti
reynst sá björgunarbátur sem
dugi. Stelpurnar leika dýr sem
eru óttaslegin og mörg þeirra eru
í útrýmingarhættu, sem stafar af
umgengni mannsins um móður
jörð og sóun á gæðum hennar.
Birgitta Brynjarsdóttir fer með
hlutverk uglunnar, Alda Sveins-
dóttir leikur naut í kórnum, Jó-
hanna Gunnarsdóttir leikur asn-
ann og Berta María Hreinsdóttir
leikur pardusinn. Dagur ræddi
við þessar ungu dömur um hlut-
verk sín og verkið. Fyrst var
Birgitta spurð um ugluna: „Hún
er svona frek og alveg rosalega
gáfuð. Fyrst grípur hún frammí
og segir að asninn hafi ekki á
réttu að standa, en að endingu
eru öll dýrin orðin sammála.“
- Alda, hvað gerir nautið?
„Það syngur bara í kórnum.“
- Hvernig líkar þér það?
„Það er ágætt. Ég var líka með
í svona söngleik í skólanum í
fyrra, hann hét Patti Pottasleikis-
son.“
- Hvernig líkar Jóhönnu að
leika asnann?
„Það er alveg stórfínt. Asninn
lætur sig dreyma um að það sé til
gott gras. Dýrin eru í örkinni og
uglan trúir ekki asnanum. í
endanum á sögunni kemur svo
regnbogi.“
Hólmfríður S. Benediktsdóttir sópran ásamt stúlkunum 27 scm syngja í kórnum
Leikklúbburinn Saga:
Ævintýraferð tíl Sovétríkjanna
- félagar í Fenris stefna til Ulan Ude
... og áfram bjóðum við upp á
SUNNUDAGSVEISLU
Á SÚLNABERGI
Sveppasúpa, reykt grísalæri og/eða heilsteikt nautainnralæri.
Þú velur sjálfur salatið, sósurnar og meðlætið og endar þetta á
glæsilegu deserthlaðborði.
VERÐ AÐEINS KR. 890,-
Frítt fyrir börn 0-6 ára, Vi gjald fyrir 6-12 ára.
Ath. Veislan er bæði í hádegi
og um kvöld.
Veriö velkomin.
Leikhópur í borginni Ulan
Ude í Sovétríkjunum hefur
boðið félögum úr norræna
leikhópnum Fenris í heim-
sókn, en sem kunnugt er hefur
Leikklúbburinn Saga á Akur-
eyri tekið þátt í verkefnum
Fenris. Boðið hefur verið þeg-
Friðþjófur í. Sigurðsson.
ið og munu 14-16 Sögufélagar
leggja upp í ævintýraferð í
byrjun júlí. Dagur ræddi við
Hlyn Hallsson, formann Sögu,
og Friðþjóf í. Sigurðsson um
þessa ferð og starfsemi leik-
klúbbsins.
í rnáli þeirra kom fram að
borgin Ulan Ude er við Bajkal
vatn, austur við landamæri Kína.
Hér er því um langt og strangt
ferðalag að ræða fyrir norrænu
áhugaleikarana.
„Við byrjum á því að fara til
Danmerkur, sennilega 2. júlí.
Daginn eftir verður flogið til
Moskvu og þaðan förum við með
Síberíulestinni um 5000 km leið
til Ulan Ude. Þetta er sjálfsagt
um fjögurra daga ferðalag. Ef allt
gengur að óskum hittast norrænu
leikhóparnir og sá sovéski í Ulan
Ude og hefja æfingar. Við verð-
um síðan með sýningar í tvær
vikur, bæði í Ulan Ude og fleiri
borgum,“ sagði Hlynur.
Hann sagði að þetta yrði dýr
ferð fyrir Sögufélaga. Gestgjaf-
arnir munu greiða ferðakostnað
frá Moskvu til Ulan Ude og aftur
til Moskvu, en norrænu hóparnir
þurfa sjálfir að koma sér til og frá
Moskvu á eigin kostnað. Saga
hefur sótt um styrki til fararinnar
en Hlynur bjóst þó við að hver
félagi þyrfti að greiða um 30 þús-
und krónur úr eigin vasa.
Kostnaðarsamt verkefni
Vegna kostnaðarins má búast við
að einhverjir heltist úr lestinni,
en þeir Hlynur og Friðþjófur
vonuðust þó til að 14-16 félagar
úr Sögu myndu leggja upp í þessa
ferð. Ferðin er líka á versta tíma
með tilliti til sumarvinnu skóla-
fólks. Alls fara um 60 félagar úr
Fenris til Sovétríkjanna.
Gert er ráð fyrir að sovéski
hópurinn frá Ulan Ude komi til
Norðurlandanna í september,
sennilega Danmerkur eða Nor-
egs, og setji upp sýningar í sam-
vinnu við félaga úr Fenris. Sögu-
félagar telja ólíklegt að þeir geti
tekið þátt í því verkefni, dæmið
er einfaldlega orðið of dýrt.
Víkjum þá að starfsemi Leik-
klúbbsins Sögu í vetur. Klúbbur-