Dagur - 21.03.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 21. mars 1990
frétfir
f-
Undanúrslitakeppni íslandsmótsins í bridds í Alþýðuhúsinu á Akureyri:
175 keppendur setjast að spilaborðinu á morgun
Á morgun, fimmtudaginn 22.
mars, hefst í Alþýðuhúsinu á
Akureyri undanúrslitakeppni
íslandsmótsins í bridds og
stendur hún fram á sunnudag.
Mótið er mjög viðamikið og
hið stærsta sem til þessa hefur
verið haldið utan Reykjavíkur.
Keppendur eru 175 talsins af
öllu landinu. Áætlað er að
setja mótið formlega í Alþýö-
uhúsinu um kl. 14.30 á morgun
og að því búnu verði flautað til
fyrstu umfcrðar.
Bridgesamband íslands stend-
ur að undanúrslitakeppninni en
Bridgefélag Akrueyrar hefur í
samvinnu við það annast undir-
búning mótsins. Undirbúningur
hefur að sögn mótshaldara geng-
ið vel og hafa þeir notið stuðn-
ings ýmissa aðila. Sem dæmi má
nefna að Akureyrarbær veitti
Bridgefélagi Akureyrar styrk
vegna mótsins.
I mörg horn er að líta. Þurft
hefur m.a. að útvega tugum
manna gistingu í bænum. Kepp-
endur gista m.a. á Hótel KEÁ,
Hótel Norðurlandi, hinum ýmsu
orlofsíbúðum félagasamtaka og í
heimahúsum. Flestir keppenda
koma frá Reykjavík og er við það
miðað að þeir komi flestir norður
í þremur Fokkervélum Flugleiða
í fyrramáliö. Vitað er um nokkra
keppendur sem koma til Akur-
eyrar í dag.
MikiII áhugi fyrir mótinu
Fyrirkomulag íslandsmótsins er
þannig að í undanúrslitakeppn-
inni leiða saman hesta sína 32
sveitir af öllu landinu. Frá
Reykjavík koma 14 sveitir, Vest-
urlandi 1 sveit, Vestfjörðum 2
sveitir, Norðurlandi vestra 3
sveitir, Norðurlandi eystra 3
sveitir, Austurlandi 4 sveitir,
Suðurlandi 2 sveitir og Reykja-
nesi 3 sveitir. Sveitunum er skipt
sex sveitir vinna sér rétt til að spila í úrslitakeppninni um páskana
fjóra átta sveita riðla og kemst
efsta sveitin í hverjum riðli áfram
í úrslitakeppnina, sem haldin
verður í Reykjavík um páskana.
Auk þessara fjögurra sveita fara í
úrslit þær tvær sveitir sem næst
koma að stigum í undanúrslita-
keppninni og sveitir Flugleiða og
Verðbréfamarkaðar íslands-
banka, sem þegar hafa tryggt sér
sæti í úrslitakeppninni.
Spilaðar verða sjö umferðir í
undanúrslitakeppninni í Alþýðu-
húsinu. Fyrsta umferðin er áætl-
uð kl. 15-19 á morgun, önnur
umferð kl. 20.30-01 annað kvöld,
þriðja umferð kl. 13-17.30 á
föstudag, fjórða umferð kl.
19.30-24 á föstudagskvöld,
fimmta umferð kl. 13-17.30 á
laugardag, sjötta umferð kl.
19.30-24 á laugardagskvöld og
sjöunda og síðasta umferð verður
spiluð kl. 10 á sunnudagsmorgun.
Urslit ættu að liggja fyrir um kl.
14.30 á sunnudag.
Að sögn mótshaldara er mikill
áhugi fyrir mótinu meðal bridds-
áhugafólks á Akureyri og í ná-
grannabyggðum og er búist við
að margir leggi leið sína í Al-
þýðuhúsið meðan spilamennskan
stendur yfir. Húsið verður opið
alla mótsdagana og öllum heimilt
að líta við og fylgjast með bestu
briddsspilurum landsins. Aðgáng-
ur er ókeypis.
Búist við skemmtilegri
keppni í öllum riðlum
Eins og áður segir mæta 32 sveitir
til leiks og spila þær í fjórum
riðlum, A, B, C og D-riðli.
í fyrstu untferð spila saman
eftirtaldar sveitir í A-riðli: Pálmi
Kristmannsson Austurland/Tré-
síld Austurland, Gunnlaugur
Kristjánsson Reykjavík/B/M
Vallá Reykjavík, Brynjólfur
Gestsson Suðurland/Valtýr Jón-
asson Norðurland vestra og Jón
Þorvarðarson Reykjavík/Sam-
vinnuferðir-Landsýn Reykjavik.
Fastlega má gera ráð fyrir að
augu manna beinist í fyrstu
umferð að keppni tveggja síðast-
töldu sveitanna í A-riðli. Þarna
er um sterkar sveitir að ræða og
má nefna að í sveit Samvinnu-
ferða-Landsýnar eru landsliðs-
spilararnir Guðmundur Sv. Her-
ntannsson og Björn Eysteinsson.
Þriðja sveitin sem líkleg er til
stórafreka í A-riðli er einnig frá
Reykjavík, sveit B/M Vallár.
I B-riðli leiða saman hesta sína
í fyrstu umferð á morgun eftir-
taldar sveitir: Modern Iceland
Reykjavík/Einar Svansson
Norðurland vestra, Þorsteinn
Bergsson Austurlandi/Örn Ein-
arsson Norðurland eystra, Frið-
þjófur Einarsson Reykjanes/
Grettir Frímannsson Norðurland
eystra og Delta Reykjavík/Harð-
ar bakarí Vesturland.
Sem kandídata í efsta sæti
nefna menn helst sveit Modern
Iceland Reykjavík.
I C-riðli spila í fyrstu umferð
eftirtaldar sveitir: Olafur Lárus-
son Reykjavík/Ragnar Jónsson
Reykjanes, Ármann J. Lárusson
Reykjavík/Sigmundur Stefáns-
son Reykjavík, Kristinn Krist-
jánsson Vestfirðir/Tryggingamið-
stöðin Reykjavík og Guðlaugur
Sveinsson Reykjavík/Ólafur
Steinarsson Suðurland.
Á pappírunum er C-riðill
sterkastur. Sveit Tryggingamið-
stöðvarinnar er stigahæst A-
sveita, sveit Ólafs Lárusson er
stigahæst B-sveita og sveit
Ármanns J. Lárussonar er stiga-
hæst C-sveita. Gera verður ráð
fyrir að slagurinn um efsta sæti í
riðlinum standi á milli Trygginga-
miðstöðvarinnar og Ólafs Lárus-
sonar. í fyrrnefndu sveitinni eru
þrír landsliðsspilarar, Ásgeir
Ásbjörnsson, Ásmundur Pálsson
og Guðmundur Pétursson.
í D-riðli spila saman á rnorgun
eftirtaldar sveitir: Ormarr Snæ-
björnsson Norðurland eystra/
Símon Símonarson Reykjavík,
Þórarinn Andrewsson Reykja-
nes/Anton Lundberg Austur-
land, Júlíus Snorrason Reykja-
vík/Sveinn R. Eiríksson Reykja-
vík og Ásgrímur Sigurbjörnsson
Norðurland vestra og Ævar Jón-
asson Vestfirðir.
D-riðillinn virðist galopinn og
erfitt er að spá í gang mála þar.
Þó má ætla að baráttan standi
milli sveita Ásgríms Sigurbjörns-
sonar, Sveins R. Eiríkssonar og
Símonar Símonarsonar. í síðast-
töldu sveitinni eru þrír gamlir
landliðsspilarar, Símon Símonar-
son, Hörður Arnþórsson og Stef-
án Guðjohnsen. óþh
Einstakt tækifæri fyrir karlmenn:
Kútmagakvöld Lionsklúbbsins
Hugins á fóstudagskvöld
- Hákon Aðalsteinsson ræðumaður kvöldsins
Kútmagakvöld Lionsklúbbsins
Hugins á Akureyri verður
lialdið á Hótel KEA föstudag-
inn 23. mars n.k. og hefst kl.
20.00. Ræðumaður kvöldsins
er Hákon Aðalsteinsson frá
Egilsstöðum sem flestir lands-
menn ættu að þekkja nokkuð
vel.
Kútmagakvöldið verður með
nokkru öðru sniði en undanfarin
ár og hefur verið lögð áhersla á
Vetraríþróttahátíð ÍSÍ
Akureyri 23. mars - 1. apríl.
ÞU GETUR VERIÐ MEÐ!
TRIMM:
Heilsugæslustöð Akureyrar
gengst fyrir skíðagöngutrimmi
laugardaginn 24. mars í Hlíðarfjalli.
Þríþraut:
Skíðaganga, hlaup og sund,
sunnudaginn 25. mars í Kjarna.
Skíðagöngunámskeið 25.-28. mars
og 28.-30. mars í Hlíðarfjalli.
Skráning í símurn 22722 og 22280.
Þríþraut:
Skíðaganga, hlaup og sund,
laugardaginn 31. mars í Kjarna.
Fjölskylduskíðaganga
sunnudaginn 1. apríl í Hlíðarfjalli.
Með og án tímatöku
- 4 km og 10 km.
Skautatrimm
alla daga á skautasvæði SA!
Allir þátttakendur
fá viðurkenningu.
Fyrirlestur um áhrif hreyfingar
á líkamann:
Þriðjudaginn 27. og
miðvikudaginn 28. mars,
kl. 10.00 báða dagana,
að Möðruvöllum.
Sleðakeppni
fyrir börn í hverfum bæjarins.
Snjómyndakeppni í húsagörðum.
Glæsileg verðlaun.
Gönguferðir innan bæjarins
fyrir alla fjölskylduna.
Gengið á fjöll, með og án skíða:
Vaðlaheiði, Glerárdalur, Kaldbakur.
Skráning í síma 22722.
Allar upplýsingar
veittar í síma 22722
„ Trímmarí" hátíðarínnar fær sérstök verðlaun.
að gera þessa skemmtun sem
glæsilegasta. Að venju verður
boðið upp á glæsilegan matseðil,
með fiskréttum af öllum tegund-
um. Happdrættismiðar með glæsi-
legum vinningum verða seldir
og á meðal vinninga er ferð til
Amsterdam, helgarferð til
Reykjavíkur, skemmtun á Hótel
íslandi o.fl.
Með þessari skemmtun Hug-
insmanna, gefst karlmönnum
einstakt tækifæri til þess að hitt-
ast og borða saman góðan mat og
hlýða á stórskemmtilegan ræðu-
mann. Forsala aðgöngumiða er
hafin á Hótel KEA en miðaverð
er kr. 2.500,-. KK
Vetraríþróttahátíð á Akureyri:
Vélsleðakeppni bæði á
laugardag og summdag
Keppni á Vetraríþróttahátíð-
inni á Akureyri hefst á föstu-
dag. Eins og þegar hefur kom-
ið fram í blaðinu, verður boðið
upp á tjölbreytta og skemmti-
lega dagskrá allan þann tíma
sem hátíðin stendur yfir. Vél-
sleðamenn láta sitt ekki eftir
liggja frekar en aðrir og verður
vélsleðakeppni laugardaginn
24. og sunnudaginn 25. mars
n.k.
Á laugardag fcr fram brauta-
keppni í Hlíðarfjalji og á sunnu-
dag verður íscross og spyrnu-
keppni á Leirutjörn. Keppnin á
laugardag hefst kl. 13.00 en kl.
11.00 þurfa keppendur að mæta
til leiks, þar sem farið verður yfir
skráningu og sleðarnir skoðaðir.
Á sunnudag hefst keppni í
íscrossi ki. 11.00 en kl. 10.00
þurfa keppendur að mæta, þar
sent farið verður yfir skráningu
og sleðarnir skoðaðir. Seinni
keppnin á sunnudag, sem er
spyrna, hefst kl. 14.00 en að
venju þurfa kcppendur að mæta
klst. fyrr til leiks.
Skráningu keppenda lýkur kl.
20.00 á morgun t'immtudag en
skráning fer fram hjá Sigurjóni í
vs. 96-62194 og hs. 96-62970 og
hjá Sigþóri í vs. 96-23599 og hs.
96-22512. Keppendum ber að
hafa í huga, að sleðar verða að
vera skráðir og tryggðir og fram-
vísa ber pappírum eða númerum
í skoðun. Þá er keppendum bent
á að gefnu tilefni, að sleðinn
verður að hafa eftirfarandi o.v.f.
hluti; vél, loftinntak, útblástur og
blöndung. -KK
Hitaveita
Sauðárkróks:
Engin gjald-
skrárhækkun
á þessu ári
Tekin var sú ákvöröun í
Bæjarstjórn Sauðárkróks að
hækka ekki gjaldskrá Ilita-
veitu Sauðárkróks á þessu ári.
Ætlunin var að hækka gjald-
skrána um það bil 5% á árinu.
Látið var undan þrýstingi frá
verkalýðsforustunni að hækka
ekki gjaldskrána.
„Það virðist ekki skipta máli
þó að hitaveitan á Sauðárkróki sé
ódýrari en víða annars staðar.
Það er ekki tekið tillit til að litlar
hækkanir voru á gjaldskránni á
síðasta ári. Þetta er svolítið ein-
hliða afstaða sem verkalýðsfor-
ustan tekur í þessu máli,“ sagði
Snorri Björn Sigurðsson bæjar-
stjóri.
Harkaleg viðbrögð við hækk-
unum á opinberri þjónustu sýnir
að verkalýðshreyfingin ætlar að
fylgjast vel með að staðið verði
við gerða kjarasamninga. kg