Dagur - 21.03.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 21.03.1990, Blaðsíða 4
Mt tn.*wu y< vói-M 4 - DAGUR - Miðvikudagur 21. mars 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Gegn verðbólgu Enn sem komið er bendir fátt til annars en að þau markmið sem sett voru í kjarasamningunum á dögunum hafi verið raunhæf. Kjarasamningarnir miða fyrst og fremst að því að ná stöðugleika í íslensku efnahagslífi með því að koma verðbólgunni á lægra stig en þekkst hefur hér á landi um langt árabil. Mörgum þótti það markmið kjarasamning- anna, að ná verðbólgunni niður í 2% í lok þessa árs, með öllu óraunhæft og í raun fáránlegt. Það er hins vegar smám saman að koma á daginn að þetta markmið er alls ekki eins fjarlægt og ætla mætti. Nú þegar hafa orðið mikil umskipti í verðlagsmálum í þjóðfélaginu og grunnur hefur verið lagður að öflugu verðlagseftirliti almennings. Verðbólgan hefur lækkað um allt að fjórðung frá því fyrir ára- mótin og óverðtryggðir vextir banka hafa einnig lækkað verulega, þótt þeir hafi ekki fylgt verðþróun- inni fullkomlega eftir. I fyrsta skipti um árabil hefur byggingarvísitala lækkað milli mánaða, en sá merki atburður átti sér stað um síðustu mánaðamót. Það bendir því margt til þess að verðbólgan sé á hröðu undanhaldi og flestir fjármálasérfræðingar telja mjög líklegt að verðbólgan verði komin niður fyrir 10 prósenta mörkin þann 1. maí næstkomandi. Ef þetta gengur eftir, hafa loks skapast skilyrði fyrir því að afnema vísitölubindingu fjármagns, en það er yfirlýst stefna ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar. En þótt vel hafi gengið við að ná verðbólgunni niður frá því að kjarasamningar voru undirritaðir, er þjóðin enn langt frá settu marki. Efnahagslífið er afar viðkvæmt um þessar mundir og ekkert má út af bera, ef vel á að fara. Ef vart verður einhverrar þenslu í efnahagslífinu næstu mánuði er t.d. viðbúið að hún hafi strax áhrif í þá átt að auka verðbólguna að nýju. Slík þensla gæti t.d. myndast við það að ríkissjóður fjármagni fyrirsjáanlegan halla á ríkis- sjóði með erlendum lántökum í stað þess að leita eftir fjármagni innanlands. í annan stað gæti þensla skapast batni hagur sjávarútvegsins verulega á næstu mánuðum, án þess að til komi greiðslur í verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins. Við búum í sveifluþjóðfélagi. Það mun koma í ljós næstu vikur og mánuði hvort við höfum lært eitt- hvað af efnahagslegum ógöngum liðinna ára. Þegar efnahagslífið tekur uppsveiflu á ný verðum við að hafa vit á að bregðast rétt við. Ef þjóðin snýr sér þá að því að grynnka á skuldum og „safna í sarpinn" til mögru áranna, mun henni vel farnast. Ef hún hins vegar tekur til við að fjárfesta í enn einu bjartsýn- iskastinu, mun vaflaust fljótt sækja í sama farið og 1986 og 1987, með tilheyrandi verðbólgubáli. Þá verða háleit markmið nýgerðra kjarasamninga að engu gerð á einni nóttu. BB. Til sigurs TIL SlGVBS 31 mars-/l-apnl 199U þjóðarátak gegn krabbameini 31.03.-01.04. 1990 Krabbameinsfélag íslands er þessa dagana að gera sitt þriðja átak gegn krabbameini undir kjörorðinu til sigurs. Árið 1982 stóð félagið fyrir fjársöfnun uni allt land undir kjörorðinu þjóðarátak gegn krabbameini og gekk sú fjársöfn- un mjög vel og í kjölfar hennar keypti krabbameinsfélagið húsið að Skógarhlíð 8 þar sem starfsemi félagsins og starfsemi Krabba- meinsfélags Reykjavíkur er til húsa í dag. Þar fékk leitarstöð krabbameinsfélagsins stórbætta aðstöðu svo og krabbameins skráningin. Árið 1986 efndi félagið aftur til þjóðarátaks gegn krabbameini og voru þeir fjármunir sem þá söfn- uðust meðal annars nýttir til kaupa á brjóstmyndatækjum og einnig var sett á stofn rannsókna- stofa í sameinda- og frumulíf- fræði og um líkt leyti hóf heima- hlynning störf sín. Nú stendur félagið fyrir þriðju fjársöfnuninni undir kjörorðinu: Til sigurs, en mjög brýnt er að snúa vörn í sókn þar sem árlega greinast tæplega 900 krabba- meinstilfelli hér á landi og hefur þeim fjölgað um 1% að meðaltali undanfarin ár. Krabbameinsfé- lagið hefur ætíð staðið fyrir yfir- gripsmiklu fræðslustarfi og bar- Jónas Franklín. áttu gegn skaðsemi reykinga og hefur nú félagið ákveðið að auka fræðslustarf sitt með því að kynna 10 heilsuboðorð, en þekktir vísindamenn halda því fram aö ef ungt fólk um tvítugt haldi þau boðorð alla ævi muni það minnka líkur þess á að fá krabbamein um 50%. Flestir vísindamenn eru sam- mála um að orsaka meirihluta krabbameina sé að leita í umhverfi mannsins, lífsháttúm og lífsvenjum og því þurfi að auka þekkingu okkar á þessum sjúkdómum með rannsóknum ýmiss konar og fræðslu til almennings. Krabbameinsfélagið vill því leggja áherslu á að fólk rækti heilsuboðorðin 10, því það hefur verið sýnt fram á það að með öflugum forvörnum og greiningu krabbameina á frum- stigi megi sigrast á sjúkdómnum. Krabbameinsfélagið hefur því ákveðið að efna nú í þriðja sinn til þjóðarátaks gegn krabbameini og er kjörorð átaksins Til sigurs. Söfnunarfénu á svo að verja til fræðslu um heilbrigða lífshætti, til stuðnings við krábbameins- sjúklinga og til rannsókna á krabbameini. Dagana 31. niars og 1. apríl er gert ráð fyrir að gengið verði í hús um allt land og vil ég hvetja alla velunnara fé- lagsins að taka vel á móti því fólki sem af fórnfýsi gengur í hús til að safna fé fyrir hönd krabba- meinsfélagsins. Ég heiti því á alla um gott samstarf og góðan stuðn- ing í baráttu okkar til sigurs í þjóðarátaki gegn krabbameini. Fyrir hönd stjórnar Krabbameinsiclags Akureyrar og nágrennis, Jónas Franklín. Hötundur er kvensjiikdómasvrfræöingur á Fæðinga- og kvensjúkdómadcild FSA og formaöur Krabbameinsfélags Akur- eyrar og nágrennis. Forvamarstarf Lengi hefur verið talið að grein- ing illkynja sjúkdóms áður en hann gefur einkenni, leiði til betri möguleika á lækningu. Skipulögð leit að legháls- krabbameini hófst hér á landi í júní 1964, og á Akureyri í ágúst 1969. Það var Krabbameinsfélag Akureyrar sem sá um rekstur Leitarstöðvarinnar allt til ársins 1978, þá tók Heilsugæslustöðin á Akureyri við rekstrinum. Árið 1988 hófst svo skipulögð leit að krabbameini í brjóstum kvenna með röntgenmyndatöku. Það var 21. janúar 1989 að Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis afhenti Röntgendeild F.S.A. nýtt brjóstamyndatöku- tæki. Nú fara allar konur 40 ára og eldri í brjóstamyndatöku annað hvert ár - einnig konur sem verða 35 ára á árinu. Takmark leitarstarfsins er: 1. Að greina forstig sjúkdómsins áður en eiginlegt krabbamein hefur myndast. Eins og gert er þegar tekið er strok frá leghálsi í leit að leg- hálskrabbameini.' Rósa Gunnarsdóttir. 2. Að greina sjúkdóminn á byrj- unarstigi, áður en hann hefur náð að dreifa ser. Samanber leit að brjósta- krabbameini með röntgen- myndatöku. Yfirumsjón leitarstarfsins hef- ur frá upphafi verið í höndum Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Islands. I byrjun var öllum kon- um á aldrinum 25-69 ára boðið að koma í skoðun. Á seinni árum hefur hlutfall yngri kvenna, seni greinst hafa með frumubreyting- ar aukist, því var aldurstakmark- ið lækkað og miðað við 20 ára. Frá ársbyrjun 1986 hafa allar upplýsingar um skoðun, heilsu- farssögu og niðurstöður frumu- sýna verið skráðar á tölvu Krabbameinsfélags íslands, óháð því hvar konan var skoðuð. Þannig komst á skipuleg skrán- ing á öljum mætingum í skoðun, og auðveldara er að hafa eftir- lit með þeim konum sem hafa greinst með frumubreytingar og kalla þarf inn til eftirlils. Fyrstu árin eftir að leit hófst fjölgaði greindum tilfellum með forstigsbreytingar en fækkaði síð- an fram til 1978, en fjölgaði svo á ný. Forstigsbreytingar og legháls- krabbamein á hulinsstigi hafa aðallega fundist meðal yngri kvenna, og greinast hjá þeim sem mæta reglulega í skoðun. Þannig má þakka það leitar- starfseminni að náðst hefur að greina sjúkdóminn á svo auð- læknanlegu stigi. Dánartíðni af völdum legháls- krabbameins hefur lækkað mark- tækt frá 1964. Þriðjungur kvenna hefur ekki mætt reglulega til leitar þriðja hvert ár og í þeim hópi eru um tveir þriðju hlutar þess legháls- krabbameins seni greinst hefur frá 1980. Að lokum vildi ég hvetja allar konur á aldrinum 20-70 ára að kynna sér vel 9. og 10. heilsuboð- orðin en þau eru: 9. Förum reglulega í legháls- skoðun. 10. Skoðum brjóstin mánaðar- lega og förum reglulega í brjóstamyndatöku eftir fert- ugt. Rósa Gunnarsdóttir. Hófundur er hjúkrunarfræðingur hjá Hcilsugæshistööinni á Akureyri, krabba- meinsleit. Leghálskrabbamein 60 50 40 30 20 10< Tíðni af 100.000, 20 ára og eldri (aðhvarfsiínur) v / NYGENGI •--------V-------- V A- V N_ *.-••• DÁNARTÍÐNI*"* i I--1--1-1-1 L i i i i i i i '64 '66 '68 70 72 74 76 78 '80 '82 '84 '86 Breytingar á nýgengi (árlegum fjöida nýgreindra tilfella) og dánartíðni leg- hálskrabbameins (árlegum fjölda kvenna sem deyja af völdum sjúkdóms- ins).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.