Dagur - 23.03.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 23.03.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 23. mars 1990 fréttir F Könnun SKÁÍS fyrir Stöð 2 um staðsetningu nýs álvers: Flestir aðspurðra vilja reisa nýja álbræðslu við Eyjafjörð Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar sem SKÁÍS hef- ur gert fyrir Stöð 2 er mest fylgi landsmanna við að ný 200 þúsund tonna álbræðsla verði byggð við Eyjafjörð. í úrtaki afstöðu tóku 505 eða 71,4%. Af þeim sem tóku afstöðu vildu 41% byggja álver við Eyjafjörð, 36,8% í Straumsvík og 22,2% á Austfjörðum. Niðurstöður könnunarinnar könnunarinnar voru 707 en eru annars sem hér segir: Fjöldi % af heild Staðal- frávik % af þeim sem tóku afstöðu Straumsvík 186 26,3% 1,7% 36,8% Við Eyjafjörð 207 29,3% 1,7% 41,0% Á Austfjörðum 112 15,8% 1,4% 22,2% Veit það ekki 91 12,9% 1,3% Er alveg sama 53 7,5% 1,0% Annars staðar 39 5,5% 0,9% Svara ekki 19 2,7% 0,6% Afstaða fólks til staðsetningar nýs álvers eftir búsetu er um margt athyglisverð. Lítum á eftirfarandi töflu sem sýnir fjöldatölur: Staðsetning Rvík. Rnes. Landsbyggðin í Straumsvík 78 63 45 Við Eyjafjörð 75 38 93 Á Austfjörðum 48 21 44 Búseta þeirra þannig: sem vilja staðsetja álver í STRAUMSVÍK skiptist Fjöldi Hlutfall Raunveruleg íbúaskipting Reykjavík 78 41,9% ca. 40% Reykjanes 63 33,9% ca. 25% Landsbyggð 45 24,2% ca. 35% Búseta þeirra þannig: sem vilja staðsetja álver við EYJAFJÖRÐ skiptist Fjöldi Hlutfall Raunveruleg íbúaskipting Reykjavík 75 36,2% ca. 40% Reykjanes 38 18,4% ca. 25% Landsbyggð 93 44,9% ca. 35% Búseta þeirra þannig: sem vilja staðsetja álver á AUSTFJÖRÐUM skiptist Fjöldi Hlutfall Raunveruleg íbúaskipting Reykjavík 48 42,9% ca. 40% Reykjanes 21 18,8% ca. 25% Landsbyggð 44 39,3% ca. 35% óþh Páskabjórinn streyinir eftir færiböndunum í Sana, rún Adoifsdóttir, matvælafræðingur. Fyrir framan það standa bruggmeistarinn Alfred Teufel og Guð- Mynd: KK Sanitas hf. á Akureyri: Nýr Páskabjór á boð- stólum tíl loka aprfl Ný bjórtegund frá Sanitas hf. á Akureyri kom í útsölur Áfeng- is- og tóbaksverslunar ríkisins í gær. Um er að ræða sérstakan Páskabjór sem ætlunin er að verði á boðstólum til loka apríl. Páskabjórinn er 5,6 prósent að styrkleika, sem er það sterkasta sem íslensk áfengislöggjöf leyfir. Bjórinn verður til sölu í svokall- aðri „sexpakk“-pakkningu, þ.e. sex flöskur í einni kippu og kost- ar hún 770 krónur. Bruggmeistari Sanitas hf. er Alfred Teufel og hefur hann að undanförnu unnið baki brotnu að þróun Páskabjórsins í samvinnu við starfsfólk Sanitas hf. á Akur- eyri. Alfred Teufel er marg- reyndur bruggmeistari og hefur utan Þýskalands m.a. starfað í Suður-Ameríku og Bandaríkjun- um. Teufel segir að við þróun bjórsins hafi hann haft að leiðar- ljósi að hafa bjórinn bragðmild- an, enda virðist sem þannig bjór falli íslendingum vel í geð. Hann segir að ekki sé um að ræða eftir- Óperan Carmina Burana: Michael J. Clarke syngur í einu af aðalhlutverkunum íslenska óperan sýnir um þess- ar mundir Carmina Burana eftir Carl Off og Pagliacci eftir Leoncavailio í Gamla bíói. Meðal söngvara í Carmina Burana er Michael John Clarke, baritónsöngvari og kennari við Tónlistarskólann á Akureyri. Þetta er jafnframt frumraun Michaels í óperu, en hann hefur sungið við ýmis tækifæri hérlendis og erlendis. Óperan hefur þegar verið flutt sjö sinnum í Gamla bíói og verða næstu sýningar á föstudags- og laugardagskvöld. Verkin hafa fengið mjög góðar undirtektir. Michael fer með eitt af aðal- hlutverkunum í Carmina Burana og þeytist á milli Akureyrar og Reykjavíkur í kringum sýningar. Hann sagði í samtali við Dag að honum hefði yfirleitt gengið vel að komast suður en veður hefði Michael J. Clarke. hins vegar oft tafið flug til baka. Carmina Burana er stutt verk, um 70 mínútur að lengd, en Michael syngur í sex þáttum. Hann hefur búið á Akureyri um árabil, kennt við Tónlistarskól- ann á Akureyri og vakið athygli fyrir söng og fiðluleik. „Þegar fólk frá Akureyri fer til Reykjavíkur að skemmta sér þá virðist óperan ekki falla inn í áætlanir þess. Ég veit ekki hvort þetta er menningarhræðsla eða hvað, en ég vil hvetja Akureyr- inga til að koma í Gamla bíó. Ég hef rætt við fólk sem fer sjaldan á óperur eftir sýningu og það er mjög hrifið af þessum verkum," sagði Michael. SS páskabjór, hans eigin líkingu af erlendum hér sé um að ræða „bjórformúlu.“ Að sögn Magnúsar Þorsteins- sonar, framkvæmdastjóra verk- smiðju Sanitas hf. á Akureyri, hefur lengi tíðkast hjá erlendum bjórframleiðendum að setja á markað sérstakt öl fyrir t.d. páska og jól. Sanitas hf. vilji ekki láta sitt eftir liggja og hafi því ákveðið að taka upp þennan sið og vonast sé til að hann vinni sér fastan sess. Magnús segir að fljót- lega upp úr áramótum hafi verið hugað að framleiðslu Páskabjórs- ins, enda taki framleiðsla hans lengri tíma en annarra bjórteg- unda sem fyrirtækið framleiðir. Ætlunin er í byrjun að framleiða 4-5000 kassa af þessum nýja páskamiði. óþh Hólar í Hjaltadal: Ný reiðskemma vígð Ný reiðhöll verður vígð að Hólum í Hjaltadal á laugar- dag. Skemman er um ellefu hundruð fermetrar að gólffleti. Reiðvöllurinn er tuttugu sinn- um fjörtíu metrar. Áhorfenda- stæði eru fyrir rúmlega hundr- að manns. Lokið var við bygg- ingu skemmunnar í september sl. Viðstaddur vígsluna verður landbúnaðarráðherra ásamt fleiri embættismönnum. Aðstaða til tamningakennslu stórbatnaði með tilkomu reiðskemmunnar. „Nú getum við haft tamningar á stundaskrá eins og hvert annað fag. Svona aðstaða er ómetanleg, sérstaklega eins og tíðin hefur verið í vetur,“ sagði Jón Bjarna- son skólastjóri Bændaskólans á Hólum. Hólabúið hefur einnig mikil not af skemmunni til tamninga. Hún nýtist einnig Hólasveinum til knattspyrnuiðkunar. Sigurður Guðmundsson vígslu- biskup á Hólum vígir skemmuna og hefst athöfnin klukkan tvö á laugardag. kg Húsavík: Bocciamót Kiwanismót í boccia verður haldið í íþróttahúsinu á Húsa- vík laugardaginn 24. mars nk. Lið frá Akureyri og Völsungi munu keppa á sex völlum, og gefur Kiwanisklúbburinn Skjálfandi á Húsavík verðlaun mótsins. Þetta er í fyrsta sinn sem bocciamót er haldið á Húsavík en sl. haust hóf hópur fólks frá Sam- býlinu Sólbrekku 28 að æfa þessa íþrótt. Að sögn Ingólfs Freysson- ar formanns Völsungs hefur verið mætt mjög vel á æfingar og íþróttafólkið verið áhugasamt. Mótið er haldið í samvinnu Akureyringa og Húsvíkinga en áætlað er að keppni standi yfir frá kl. 10 um morguninn til kl. 16 um daginn. IM i bridds fi- Halldórsmót Bridgefélags Akureyrar: Sveit Hermaims nær örugg með sigur Þremur umferðum af fjórum er nú lokið í Halldórsmóti Bridgefélags Akureyrar. Sveit Hermanns Tómassonar hefur enn örugga forystu og virðist fátt geta komið í veg fyrir sigur sveitarinnar. Sveit Arnar Ein- arssonar heldur öðru sætinu en munurinn á milli tveggja efstu sæta er 49 stig. Síðustu tvær umferðir mótsins verða spilaðar í Félagsborg n.k. þriðjudagskvöld kl. 19.30. Stað- an fyrir lokasprettinn er annars þessi: 1. Hermann Tómasson 193 2. Örn Einarsson 144 3. Grettir Frímannsson 138 4. Ragnheiður Gunnarsd. 136 5. Sigfús Hreiðarsson 136 6. Dagur 134 7. Zarioh Hamadi 120 -KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.