Dagur - 23.03.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 23. mars 1990 - DAGUR - 5
Akureyri:
Sýning á verkum átta
íslenskra arkitekta
Helgina 23.-25. mars verður á
Akureyri haldin sýning á verkum
átta íslenskra arkitekta starfandi
erlendis.
Þetta eru þau Guðmundur
Jónsson og Kolbrún Ragnars-
dóttir í Noregi, Gunnlaugur
Baldursson, Jórunn Ragnarsdótt-
ir og Sigurlaug Sæmundsdóttir í
V.-Þýskalandi, Bjarki Zóphón-
íasson í Sviss, Högna Sigurðar-
dóttir í Frakklandi og Jóhann
Eyfells í Bandaríkjununt.
Á sýningunni eru teikningar og
ljósmyndir, en auk þess sýnir
Jóhann Eyfells málmskúlptúra,
eins konar tilraunir með þrívíð
form, sem eru ein af undirstöðum
allrar byggingarlistar.
Sýningin er í sýningarsal
Myndlistarskólans á Akureyri,
og er opin í dag, föstudag, kl.
20.30-23.00 og laugardag og
sunnudag kl. 14.00-20.00.
Tonlistarfélag Akureyrar:
Hafliði og Pétur með tónleika
Fimmtu tónleikar Tónlistarfélags
Akureyrar á þessu starfsári verða
á sal MA á morgun, laugardaginn
24. mars, kl. 17. Flytjendur eru
Hafliði Hallgrímsson, selló, og
Pétur Jónasson, gítar.
Á efnisskránni verða verk eftir
Benedetto Marcello, William
Walton, Manuel de Falla,
George Philipp Telemann og
Hafliða Hallgrímsson.
Hafliði Hallgrímsson hefur fyr-
ir löngu getið sér gott orð sent
sellóleikari og tónskáld. Tón-
smíðar hans eru fluttar víða urn
heim og hafa unnið til margra
verðlauna. Meðal annars vann
verk hans „Poemi" til tónlistar-
verðlauna Norðurlandaráðs árið
1986.
Pétur Jónasson hefur stundað
gítarnám hér heima og í Mexíkó
og á Spáni. Hann hefur komið
Hafliði. Pétur.
fram á mörgum tónleikum.
heima og eríendis. Einnig leikið
inn á breiðskífur, m.a. verk eftir
Hafliða Hallgrímsson og Atla
Heimi Sveinsson, sem saminn var
sérstaklega fyrir hann.
Þeir Hafliði og Pétur halda
námskeið í Tónlistarskólanum á
Akureyri 26.-30. mars nk. Hafliði
kennir á sal skólans mánudags-,
þriðjudags-, og miðvikudags-
kvöld frá kl. 19.30. Pétur kennir
á sama stað á föstudagskvöld kl.
19. Áhugafólk cr velkomið á
meðan húsrúm leyfir.
Freyvangur:
Dagbókin
hans Dadda
Leikfélag Öngulsstaðahrepps og
Ungmennafélagið Árroðinn sýna
Dagbókina hans Dadda í Frey-
vangi laugardaginn 24. mars kl.
21.00. Höfundur leikritsins er
Sue Townsend, þýðandi Ragnar
Þorsteinsson og leikstjóri er Jón
Stefán Kristjánsson, leikari hjá
Leikfélagi Akureyrar.
Sýning í
Gamla Lundi
Kynningar- og sölusýning á list-
munum og nýtjalist stendur yfir í
Gamla Lundi ú Akureyri, en Þór-
ey Eyþórsdóttir í Gallerí allra
handa nytjalist stendur fyrir sýn-
ingunni.
Sýning þessi er afar sérstæð, og
gefst áhugafólki um nytjalist og
fagra muni einstakt tækifæri til að
skoða gripi eftir suma af þekkt-
ustu listamönnum landsins á sviöi
leirlistar, grafíkur, silfursmíði,
myndvefnaðar o.fl. listgreina.
Sýningin var opnuö 16. mars,
en um helgina verður opið kl.
14.00 til 20.00. Virka daga er
opið frá kl. 16.00 til 20.00. Sýn-
ingunni lýkur 26. mars.
BLÖNDUM
BÍLALITI
Höldursf.
varahlutaverslun
Fjölnisgötu 1 b, Akureyri,
símar 96-21365 og 96-21715.
ÞURRKUBLÚÐIN VERÐA
AÐ VERA ÚSKEMMD
og þau þarf aö hreinsa reglulega.
Slitin þurrkublöö margtalda áhættu
i umferðinni.
Kirkjukór Lögmannshlíðarsóknar:
Tónleikar í Glerárkirkju
Kirkjukór Lögmannshlíðarsókn-
ar heldur tónleika sunnudaginn
25. mars næstkomandi. Tón-
leikarnir hefjast kl. 17.00. Á efn-
isskrá kórsins verða verk eftir
Áskel Jónsson, Bach, Fauré og
Schubert.
Stærsta verkið er messa í G-
dúr eftir Schubert og koma þar
við sögu einsöngvararnir Liza
Lillicrap, Óskar Pétursson og
Eiður Agúst Gunnarsson, sem
hefur um árabil verið starfandi
óperusöngvari í Þýskalandi.
Miklar og strangar æfingar
hafa staðið yfir í vetur hjá kórn-
um og ómæld vinna lögð í kór-
starfið.
Þess má geta að sungið verður
verk fyrir kór og einsöngvara eft-
ir Áskel Jónsson, sem frumflutt
var við vígslu Glerárkirkju fyrir 3
árum síðan og G-dúr messan eftir
Schubert var flutt af kórnum árið
1981 og þá undir stjórn Áskels
Jónssonar, sem var stjórnandi
kórsins í áratugi.
í kórnum eru 34 manns og
söngstjóri er Jóhann Baldvins-
son. Hljóðfæraleikarar á tón-
leikunum verða úr Tónlistar-
skólanum, Björn Steinar Sól-
bergsson organisti í Akureyrar-
kirkju mun aðstoða, einnig kem-
ur bassaleikari úr Reykjavík, -
Akureyringur, sem er þar í námi.
Ágóði af þessum tónleikum
rennur til byggingar Glerárkirkju.
Mikill hugur er fyrir að kirkju-
skipið verði tilbúið vorið 1991, en
þá verða liðin 100 ár frá fæðingu
Björgvins Guðmundsonar tón-
skálds. Af því tilefni er fyrirhug-
að að halda tónleika með verk-
um Björgvins og stefnt á að þeir
tónleikar verði haldnir í Glerár-
kirkju.
Kirkjukór Lögmannshlíðar-
sóknar vill með þessum tónleik-
um leggja sitt af mörkum til að
þessu takmarki verði náð.
Þess er vænst að allir tónelskir
Akureyringar og aðrir þeir sem
vilja og geta, komi í Glerárkirkju
á sunnudaginn kemur og hlýði
þar á afrakstur vetrarstarfsins.
K' v