Dagur - 24.03.1990, Síða 2

Dagur - 24.03.1990, Síða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 24. mars 1990 fréttir Loðnuveiðarnar: ,Þetta er búið ef ekkert glæðist í næstu viku“ - segir Bjarni Bjarnason á Súlunni EA „Þetta er búið ef ekkert fer að veiðast í næstu viku. En það veiðist auðvitað ekkert nema veður batni og hægt verði að leita að loðnunni,“ sagði Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni EA, þegar Dagur hafði samband við hann á loðnu- miðunum í gær. Skemmst er frá því að segja að nær engin veiði var síðasta sólarhring og með hverjum deginum minnka líkurnar á því að loðnukvótinn náist á vertíð- inni. „Þetta er alltof rólegt. Veið- ískappreiðar Léttfeta á Sauðárkróki: Fjöldi góðra reiðhrossa Iskappreiðar fóru fram á fé- lagssvæði Léttfeta á Sauðár- króki á laugardag. Veður var sæmilegt en brautin var frekar þung. Fjöldi áhrfenda mætti til að horfa á kappreiðarnar. Keppt var í þermur greinum; 200 metra brokki, 150 metra skeiði og 150 metra tölti. Úrslit voru sem hér segir; 150 metra tölt: Smári, rauður fjögura vetra frá Borgarhóli, knapi Gestur Stef- ánsson. Þokki, brúnn ellefu vetra frá Hólum, knapi Magnús Þórir Lár- usson. Boði, rauðblesóttur sex vetra frá Skörðugili, knapi Elvar Einars- son. Dímó, rauður sex vetra, eigandi Birgir Þorleifsson, knapi Kalolía Linder. Gýgjar, rauður átta vetra, eig- andi Jónas Aðalbjörnsson, knapi Jóhann Magnússon. 200 metra brokk: Gulltoppur, rauðblesóttur, 29,9 sek., knapi Björn Einarsson Skuggi, brúnn, 34,8 sek., knapi Jón Geirmundsson. Öðlingur, brúnn, 34,8 sek., knapi Hilmar Símonarson. 150 metra skeið: Ögri, rauðblesóttur frá Keldudal, 16,9 sek., knapi Þórarinn Leifs- son. Smári, rauður frá Borgarhóli, 17,3 sek., knapi Gestur Stefáns- son. Ófeig, rauðblesótt frá Keldudal, 17,6 sek., knapi Elvar Einarsson. Dómarar voru Víkingur Gunn- arsson ráðunautur, Ólafur Guð- mundsson Hólum og Eiríkur Guð- ntundsson Gunnarsholti. Kynnir var Gísli Geirsson Brekkukoti. kg arnar hafa lítið gengið síðasta hálfan mánuðinn og manni finnst eins og loðnan hafi horfið á öllu svæðinu í einu. Eina vonin sem menn hanga í núna er að einhver loðna komi syndandi að vestan. Togarar fyrir vestan hafa orðið varir við loðnu en það er ekki þar með sagt að hún skili sér upp á grunn. Þann 27. mars er stór- streymt og það er næsti vonar- dagurinn,“ sagði Bjarni. Súlan var ásamt mörgum öðr- um skipum við Ingólfshöfða í gær. Aðeins eitt skip fékk afla í fyrrakvöld en önnur skip ekkert. Bjarni segir að í venjulegu árferði komi ganga að vestan undir lok vertíðar og úr henni sé hægt að veiða í um 10 daga. „En gallinn er bara sá að þetta virðist allt öfugsnúið í ár, þetta er ekkert venjulegt árferði. Vertíð- in virðist ekki ætla að verða nema tveir mánuðir að þessu sinni og það er of stutt,“ sagði Bjarni. JÓH ,Istanbúlstemmning“ í miðbœ Akureyrar. Mynd: KL Reykjadalur: Sveitasinfónía í kvöld - vel þess virði að skreppa Sveitasinfónían eftir Ragnar Arnalds, í leikstjórn Maríu Sig- urðardóttur, var frumsýnd sl. sunnudag að Breiðumýri í Reykjadal af Umf. Eflingu. Leikendum, leikstjóra höfundi og starfsfólki við sýninguna var vel fagnað í sýningarlok með blómum og lófataki. Það er vel þess virði aö bregða sér í sveitina til að sjá Sveitasin- fóníuna. Við uppsetningu verks- ins er aðaláherslan lögð á aðal- atriðin, skýran framburð textans sem kemst fyrir bragðið vel til skila. Verr hefði farið á að leikendur væru Iátnir sýna meiri leikræn tilþrif en þeir réðu við ásamt textaflutningnum. Þó er ekki svo að leikræn tilþrif skorti alveg í sýninguna og á köflum fara leikendur á kostum, enda fara bæði reyndir leikarar og nýliðar með hlutverk og margir þeirra vel og skemmtilega. Veður og færð hafa ekki leikið við Umf. Eflingu þessa vikuna, og þurft hefur að fella niður sýn- ingu, en um takmarkaðan sýning- arfjölda er að ræða. Næstu sýn- ingar eru fyrirhugaðar á laugar- dags- og sunnudagskvöld, á þriðjudagskvöld og fimmtudags- kvöld. IM Kópasker: Fiskverkun hafin á ný hjá Útveri - ekkert róið í janúar og febrúar Ekkert var róiö frá Kópaskeri í janúar og febrúar og því eng- inn afli verkaður hjá Útnesi. Auðun Benediktsson, útgerð- armaður, sagði í samtali við Dag að tíminn hefði verið not- aður til viðhalds á húsum og vélum hjá Útnesi og hefði uppi- haldið að því leyti komið sér vel. Nú má fiskurinn hins veg- ar fara að koma. „Gæftir hafa verið hrikalegar og ekkert hægt að komast á sjó. Ég hef ekki gert út á þessum tíma því það er stórtap á því, bæði vegna gæftaleysis og lítils afla. En þó maður geti ekki róið á litl- um bátum á þessum tíma er samt nauðsynlegt að fá hráefni svo ekki þurfi að stoppa vinnsluna, hvernig sem það verður leyst,“ sagði Auðun. Auðun sagðist hafa byrjað að róa upp úr 8. mars og hefur Þing- ey lagt upp ein 15 tonn af neta- fiski hjá Útnesi eftir nokkra róðra. Aflinn er verkaður í saltfisk. Ekkert er verkað í skreið Alþjóðadagur fatlaðra Alþjóðadagur fatlaðra er á morgun, sunnudaginn 25. mars, og er hann haldinn í 31 sinn. Alþjóðasamband fatlaðra (FIMITIC) hefur allt frá árinu 1960 valið þriðja sunnudag í mars til að kynna og berjast fyrir ýmsum hagsmunamálum fatlaðs fólks og hefur eitt málefni verið tekið til með- ferðar hverju sinni. Alþjóðasamband fatlaðra hef- ur ákveðið að einkunnarorð dagsins skulu vera Velferð í Evr- ópu framtíðarinnar einnig fyrir fatlaða. í fréttatilkynningu frá Sjálfsbjörg, landssambandi fatl- aðra segir m.a.: „Brýnt er að velferð á öllum sviðum komi fötluðum til góða. Tæknin eykur fjölbreytni í atvinnuháttum og gerið fötluðu fólki kleift að vinna ýmis störf til jafns við ófatlaða. Því er nauð- synlegt að nýta sér tæknina eins og unnt er til að hún komi fötluð- um til góða. Þetta er liður í að auðvelda fötluðum að lifa mannsæmandi og sem eðlilegustu lífi. Aðgengi fatlaðra þarf að koma í betra horf. Vinnustaðir eiga að vera aðgengilegir öllum, einnig opinberar byggingar, skólar, samkomustaðir o.s.frv., svo að fatlaðir geti lifað eins sjálfstæðu lífi og unnt er. Húsnæði þarf að vera aðgengilegt svo að fatlaðir geti haft fleiri valmöguleika á atvinnu og búsetu. Flestum mann- virkjum er næsta auðvelt að breyta ef vilji er fyrir hendi. Einnig þarf að hafa betra eftirlit með ný- byggingum, að reglum um aðgengi sé framfylgt. I því vel- ferðarþjóðfélagi sem við byggj- um ætti vart að þurfa að taka þetta fram, en engu að síður er ótrúlega víða pottur brotinn í þessum efnum. Nauðsynlegast af öllu er að rjúfa þá einangrun sem meirihluti fatlaðs fólks býr við. Félagslegt öryggi, húsnæðis- mál, nauðsynleg hjálpartæki og tækifæri til menntunar eru því atriði sem einnig þarf að leggja síaukna áherslu á.“ núna enda eru enn til óseldar birgðir frá fyrra ári. „Þetta er rétt að fara af stað hjá mér. Ef tíðin batnar þá lítur maður björtum augum á framtíð- ina með hækkandi sól. En nú vantar okkur bara meiri fisk,“ sagði Auðun. SS Reykjavíkurskákmótið: Þrír Norðlendingar unnu í 5. umferð Finimta umferð á alþjóðlega Reykjavíkurskákinótinu var tefld sl. fímmtudagskvöld. Gengi norðlensku keppend- anna var bærilegt, þrír þeirra unnu, þrír töpuðu en skák eins þeirra fór í bið. Bragi Halldórsson vann Árna Á. Árnason, Áskell Örn Kára- son vann Hassapis (2300) frá Englandi og Rúnar Sigurpáls- son vann Jes Winter (2200) frá Danmörku. Bogi Pálsson tapaði fyrir Brendel (2360) frá V-Þýska- landi, Arnar Þorsteinsson tap- aði fyrir Finegold (2445), alþjóðlegum meistara frá Bandaríkjunum, og Ólafur Kristjánsson tapaöi fyrir Gausel (2440), alþjóðlegum meistara frá Noregi. Skák Jóns Garðars Viðars- sonar við Nijboer (2485), AM frá Hollandi, fór í bið. SS y Reykjavíkurskákmótið: Olafur mátar Brendel Eins og við hÖfum greint frá mátaði Ólafur Kristjánsson (2215) Vestur-Þjóðverjann Brendel (2360) í 4. umferð alþjóðlega Reykjavíkurskák- mótsins. Gylfí Þórhallsson lét okkur fá síðustu leikina í þcssari sérstöku skák. Þessi staða kom upp eftir 48. leik svarts He6 til a6 (betra er Dh4). Ólafur er með hvítt og á leik. Stöðumynd: 49. Re4! - Dh4 50. Dxe5+ - Kh7 51. Rg5+ - Kh6 52. Rxf7+ - Kh7 53. Dh8+ og mát Þaö er ekki á hverjum degi sem menn eru mátaðir á svo sterku móti en Ólafi fórst það vel úr hendi. SS 118 18 H§ k H m m m ti . m m m m ■ ■ mm ■ 1 & fl fl it; abcdefgh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.