Dagur


Dagur - 24.03.1990, Qupperneq 3

Dagur - 24.03.1990, Qupperneq 3
Laugardagur 24. mars 1990 - DAGUR - 3 fréttir í Fannfergið í Eyjafirði kallar á nýstárleg ráð í mjólkurflutningum: Mjólkurtankur á skíðum dregúrn í veg fyrir mjólkurbíi - beltatæki einu farartækin sem komast heim að bænum Villingadal í Saurbæjarhreppi Snjóalögin í Eyjafirði hafa gert mjólkurflutningana í vetur erf- iða og þess eru dæmi að mjólk- urbílar hafí ekki komist á suma bæi um nokkurt skeið. Síðustu vikurnar hefur verið ógjörn- ingur að komast á mjólkurbíl heim að bænum Villingadal í Saurbæjarhreppi og var brugð- ið á það ráð að smíða skíði undir mjólkurtank hjá Mjólk- ursamlagi KEA og draga tank- inn með mjólkinni í á belta- traktor í veg fyrir mjólkurbíl- inn. Ingibjörg Jónsdóttir, húsfreyja í Villingadal, segir að síðast hafi mjólkurbíllinn komist heim að bænum í byrjun þessa mánaðar. Síðan þá hafi mjólkin verið flutt í tanknum fyrrnefnda. Ekki sagði hún útlit fyrir að á næstunni yrði breytingar þar á „enda held ég að við viljum ekkert láta hreyfa við snjónum á veginum strax. Þetta gengur vel svona og varla verður breyting á nema komi hláka,“ bætti hún við. Eins og gefur að skilja er mikill snjór í Villingadal enda hefur veðráttan verið með því móti að mikinn snjó hefur sett niður á flatanum en ntinna í fjöllum. Ingibjörg segir að búast megi við- að túnum sé hætt þegar vorar en sem stendur hafi fólk meiri áhyggjur af því að vatn renni inn í hús ef mikil hláka kemur. „Sum hús eru nærri horfin í snjó þannig að það gæti verið hætta á þessu ef hlákan verður mikil,“ sagði Ingi- björg. JÓH Framboðslisti Alþýðuflokksins á Akureyri: GísK Bragi efstur hjá krötum Almennur félagsfundur Al- þýðuflokksfélaganna á Akur- eyri samþykkti framboðslista til bæjarstjórnarkosninga á fímmtudagskvöld. Tillaga upp- stillinganefndar var samþykkt samhljóða með öllum greidd- um atkvæðum. Gísli Bragi Hjartarson, múrarameistari, skipar efsta sæti listans, Hulda Eggertsdóttir skrifstofumaður er í öðru sæti og Bjarni Krist- jánsson framkvæmdastjóri Svæöisstjórnar málefna fatl- aðra á NI. eystra skipar þriðja sætið. í fjórða sæti er Hanna Björg Jóhannesdóttir, verkakona, Sigurður Oddsson tæknifræðing- ur í fimmta sæti, Edda Bolladótt- ir forstöðumaður heimilisþjón- ustu í sjötta sæti og Þorsteinn Þorsteinsson sundlaugarvörður í sjöunda sæti. Hermann Jónsson fasteignasali er í áttunda sæti, Valur Knútsson verkfræðingur í níunda, Ásdís Ólafsdóttir húsmóðir í tíunda, Jóhann Möller bankastarfsmaður í ellefta, Unnur Björnsdóttir hús- móðir í tólfta, Snælaugur Stef- ánsson vélvirki í þrettánda, Pétur Bjarnason fiskeldisfræðingur í fjórtánda, Gunnhildur Wæhle S'úkrunarfræðingur í fimmtánda, skar Árnason tæknifræðingur í sextánda, Margrét Jónsdóttir skrifstofumaður í sautjánda, Pét- ur Torfason verkfræðingur í átjánda, Ingólfur Árnason hjá RARIK í nítjánda, Þorvaldur Jónsson fulltrúi í tuttugasta, Áslaug Einarsdóttir bæjarfulltrúi í tuttugasta og fyrsta og Freyr Ófeigsson bæjarfulltrúi í tuttug- asta og öðru sæti. EHB íslandsmótið í bridds: Skemmtileg keppni í Alþýðuhúsinu Fimmta umfcrð undanúrslita- keppni íslandsmótsins í bridds verður spiluð í Alþýðuhúsinu á Akureyri kl. 13. Sjötta umferð verður á sama stað í kvöld kl. 19.30 og sjöunda og síðast umferð kl. Í0 í fyrramálið. Keppnin hefur til þessa þótt skemmtileg og spennandi og fjöl- margir áhorfendur lagt leið sína í Alþýðuhúsið. Úrslit umferðanna í gær lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun en eftir fyrstu tvær umferðirnar á fimmtudag var staðan í riðlunum sem hér segir: í A-riðli leiddi sveit Samvinnu- ferða-Landsýnar Reykjavík með Markaðurinn Portið á Akureyri: Aldrei verið fleiri aðilar á staðnum Markaðurinn Portið á Akur- eyri verður opinn í dag laugar- dag eins og venjulega frá kl. Simnanátt á sunnudag Spáð er þokkalegu veðri um mestallt Norðurland síðari hluta dagsins í dag, laugar- dags, og á sunudag verður bjart veður með suðlægri átt víðast. Samkvæmt veðurspá Veður- stofu íslands átti að vera blind- bylur úr norðri í nótt, aðfaranótt laugardags. Vindátt á að snúast til suðurs síðari hluta dagsins, og styttir þá upp. Á sunnudag er spáð sunnan- eða suðvestanátt og björtu veðri. Hiti mun þó ekki fara yfir frostmark. Á mánudag verður hvass úr suðvestri og gengur á með éljum, a.m.k. á útnesjum, en minni úrkomu inn til landsins. EHB 10.00-16.00. Portið er kjörinn vettvangur fyrir þá sem vilja koma vörum sínum á framfæri en á staðnum er mjög góð aðstaða fyrir vörur og alls kyns kynningar. Aldrei hafa jafn margir aðilar tekið bás á leigu í Portinu og ein- mitt í dag og verður fjölmargt á boðstólum og alls kyns tilboð í gangi. Vífilfell hf. verður með kynningu á sínum vörum, söluaðilar á tölvubúnaði verða með kynningu á sinni vöru og þá verður kynning á alls kyns mat- vælum. Auk þess verður flutt lifandi tónlist á vegum Uppans, þar sem Magnús Þór Sigmundsson mun spila af fingrum fram fyrir gesti og gangandi frá kl. 13.00-15.00. Ástæða er til þess að hvetja bæjarbúa til að líta við í Portinu og skoða hvað þar er í boði. Eins og áður hefur komið fram í blað- inu, er Portið til húsa í verk- smiðjuhverfinu við Glerá. -KK 49 stig. í öðru sæti var B.M. Vallá Reykjavík með 45 stig og fast á hæla hennar með 44 stig kom sveit Pálma Kristmannsson- ar Austurlandi. í B-riðli var Modern Ieeland efst með 45 stig, í öðru sæti Örn Einarsson N-eystra með 41 stig og í þriðja sæti Harðar bakarí Vesturlandi með 40 stig. í C-riðli var jöfn og spennandi keppni. Efstar og jafnar með 47 stig voru sveitir Tryggingamið- stöðvarinnar og Ólafs Lárussonar Reykjavík og í þriðja sæti sveit Ólafs Steinarssonar Suðurlandi með 37 stig. í D-riðli leiddu Siglfirðingarnir í sveit Ásgríms Sigurbjörnssonar með 47 stig. í öðru sæti Símon Símonarson Reykjavík með 45 stig og sveit Júlíusar Snorrasonar Reykjavík með 44 stig. óþh Af geftiu tíleftii Vegna fréttar í Degi í gær um farþegaáætlun nýju Hríseyjar- Grímseyjarferjunar er rétt að taka fram að ekki hafa verið undirritaðir samningar mi'lli útgerðaraðila ferjunnar og Ferðaskrifstofunnar Nonna hf. á Akureyri um að hún sjái um sölu ferða með ferjunni. Gífurlegt fannfergi í Eyjafirði hefur kallað á nýstárlegar aðferðir við mjúlk- urflutninga. Kartöflubændur Eigum til afgreiðslu strax, nýja 25 kg kartöflupoka með fyrirbandi. Mjög gott verð! Pantið strax, takmarkaðar birgðir. Samval hf., Hamraborg 7,200 Kópavogur, sími 91-42257. Trésmíðavinna liýsmíði — Wiðhald Tilboð — TTmavinna Fagvinna Baldvin, sími 21977. Jöhannes, sími 24-851. Vorum að fá sendingu af Skiny nærfötum, stærðir 36-44. Margir gerðir og enn fleiri litir. iceök a Tilvalið fyrir fermingarbörnin Tískuv AMOR Un Hafnarstræti 88, sími 26728

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.