Dagur - 24.03.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 24.03.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 24. mars 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÚN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr ). KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSH.: RlKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. Alþjóðadagur fatlaðra Á morgun er Alþjóðadagur fatlaðra haldinn í 31. sinn. Dagurinn er haldinn að til- stuðlan Alþjóðasambands fatlaðra, og er tilgangurinn að berjast fyrir hagsmuna- málum fatlaðs fólks. Eink- unnarorð dags fatlaðra í ár eru: Velferð í Evrópu fram- tíðarinnar einnig fyrir fatl- aða. Starfsemi samtaka fatl- aðra á íslandi er allmikil, bæði á vegum Öryrkja- bandalags íslands, Sjálfs- bjargar landssambands fatlaðra og einstakra aðild- arfélaga þeirra. Þá má ekki gleyma Landssamtökun- um þroskahjálp, sem standa utan Öryrkjabanda- lagsins. Innan raða fatlaðra hefur margt baráttufólk látið að sér kveða hér á landi, og mörgu grettistakinu hefur verið lyft. Margt er breytt frá því að fyrstu Sjálfs- bjargarfélögin voru stofn- uð fyrir þremur áratugum, og mikið hefur áunnist í málefnum fatlaðra. Stofn- anir hafa risið, sambýh ver- ið sett á fót og þjónusta við fatiaða er vonandi í fram- för, þótt hægt fari. Forsenda framfara í mál- efnum fatlaðra byggist að- allega á tvennu; vilja hinna fötluðu til að koma málefn- um sínum á framfæri og undirtektum stjórnvalda og ráðamanna sveitarfé- laganna í landinu. Hugar- farslega hefur bylting átt sér stað undanfarna ára- tugi. Fatlað fólk er ekki lengur í felum í þjóðfélag- inu, fyrir tilstilli Sjálfsbjarg- arfélaganna, íþróttafélaga fatlaðra og annarra félaga- samtaka þeirra hefur margt áunnist. Forystumenn fatlaðra hafa bent á að barátta þeirra fyrir bættum hag sé í raun jafnréttisbarátta. Fatlaðir eiga að sitja við sama borð og aðrir þjóðfé- lagsþegnar hvað snertir möguleika til menntunar, atvinnu og félagslegrar þjónustu. Fötlun má ekki bitna þannig á neinum að hún komi í veg fyrir að -þjóðfélagið leggi sitt af mörkum til að efla þroska og hlúa að möguleikum hvers einstaklings til sjálf- stæðs lífs. Tækninni fleygir hraöar fram á okkar dögum en nokkru sinni fyrr, en í tæknilegum framförum opnast möguleikar fyrir marga hópa fatlaðra í at- vinnulegu tilliti. Stöðugt er unnið í að- gengismálum, og reglur hafa verið settar um húsa- gerð og aðkomu að opin- berum mannvirkjum þann- ig að fatlaðir eigi greiða leið þar um. Betur má þó ef duga skal, og nægir að minna á niðurstöður könn- unar um aðgengi fatlara að opinberjum þjónustustofn- unum á Akureyri í því sambandi. Hér er stórt en verðugt verkefni fyrir ríki og sveitarfélög, því margar eldri byggingar eru þannig úr garði gerðar að hreyfi- hamlaðir eiga ekki mögu- leika á að hagnýta sér þær hjálparlaust. Þessu verður að breyta. EHB til umhugsunar Ný „Möðmvallahreyfing“ Á sumarmánuðum 1973 kom hópur ungra manna saman í Möðruvöllum, húsi raungreinadeilda Menntaskólans á Akureyri og hlaut síðan nafngift af því húsi. Þessir menn áttu það sameiginlegt að hafa starfað í ungliðahreyfingu Fram- sóknarflokksins um nokkurn tíma og komið fram með nýjar áherslur sem ekki höfðu hlotið rnikinn hljómgrunn á meðal eldri flokksbræðra. Megináherslur Möðruvellinganna beind- ust fyrst og fremst að því að ná breiðari samstöðu á meðal fé- lagshyggjufólks en verið hafði. Upphaf þessara hugmynda má rekja til síðustu ára Viðreisnarstjórnarinnar. Hún hafði setið að völdum í um áratug og þrátt fyrir ýmis jákvæð verk í fram- farasögu þjóðarinnar voru komin á hana þreytumerki eftir svo langa setu. Hún hafði þá einnig orðið að glíma við efnahags- örðugleika, eins og núverandi ríkisstjórn þarf að gera og dró það mjög úr vinsældum hennar líkt og gerst hefur á þessu ári. Hver hafði sín vandamál Þegar Möðruvellingar hófu baráttu sína hafði Alþýðuflokkur- inn setið í Viðreisnarstjórninni í rúman áratug. Þrátt fyrir að hún hafi látið af völdum þegar sameiningarmálin komust í hámæli gerði það eldri alþýðuflokksmönnum örðugt um vik að taka undir þessar hugmyndir þótt ýmsir ungir jafnaðar- menn væru til viðtals um sameiningarmálin og tilbúnir til nokkurra fundarhalda um þau. í Alþýðubandalaginu var trú- in á sósíalismann ennþá í fullu gildi og margir þar á bæ álitu að framtíð íslensku þjóðarinnar væri fólgin í sósíalísku fyrir- hyggjusamfélagi, sem komið yrði á fyrir tilstuðlan eins sterks flokks er styddist við kenningar Marx og Leníns. Því var lítið tekið undir þessar hugmyndir á þeim bæ. Nokkru áður hafði hópur klofnað frá Alþýðubandalaginu vegna skoðanaágrein- ings og kallaði sig Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Sam- tökin fengu tölverðan þingstyrk í kosningum og hófu þátttöku í ríkisstjórn. Sameiningin var hugmynd yngri manna Á þessum tíma komu sameiningarhugmyndir félagshyggju- fólks fyrst og fremst frá yngri mönnum er flestir störfuðu inn- an vébanda ungliðahreyfinganna en höfðu iítil eða engin áhrif á ákvarðanir innan flokkanna sjálfra. Því kom fljótt í ljós að þeir komu þessum hugmyndum skammt á veg er þær fengu lítinn hljómgrunn á meðal þingmanna og þeirra sem raun- verulega réðu störfum og stefnu. Það var helst innan Samtak- anna að áhrifamenn tækju þessar hugmyndir upp og það lifði einnig lengst í glóðum þeirra á þeim bæ. Nokkrir sameining- armenn frá öðrum flokkum gengu til liðs við Samtökin en örlög þess flokks urðu eins og svo margra nýflokka, sem sprottið hafa upp utan fjórflokkakerfisins, að ná ekki til kjós- enda nema í einum eða tvennum kosningum. Samtökin hurfu því sem stjórnmálaflokkur og hugmyndir um sameiningu félagshyggjufólks voru lagðar til hliðar. Möðruvellingarnir, sem funduðu í kjallara raungreinahúss Menntaskólanns á Akureyri, snéru til annarra daglegra starfa, sumir hættu stjórnmálaafskiptum er veru þeirra í ung- liðahreyfingunni lauk en aðrir hafa skotið upp kollinum síðar og á nýjum stöðum. Rykið dustað af sameiningarhugmyndinni Þótt margir hafi talið örlög sameiningarhugmyndarinnar samofin endalokum Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, hafa þær spár ekki ræst. Einum og hálfum áratug síðar hafa 'þær skotið upp kollinum að nýju. Að þessu sinni eiga þær upp- tök sín innan Alþýðuflokksins og ytri skilyrði eru að nokkru þau sömu og á dögum Möðruvallahreyfingarinnar. Þeir flokk- ar sem oftast er rætt um varðandi sameiningu félagshyggju- fólks standa saman að ríkisstjórn en Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarandstöðu. Innri skilyrði sameiningarmálsins nýja eru hins vegar gjörólík. Þeir menn sem nú tala fyrir sameiningu sitja í forsvari í sínurn flokkum og eiga einnig sæti í ríkis- stjórn. Aðstaða þeirra til að koma málum fram er því gjörólík aðstöðu Möðruvellinganna. A-flokkarnir í fararbroddi Það vekur athygli að sameiningarhugmyndirnar koma frá Alþýðuflokknum og teygja sig með meiri og meiri þunga inn í Alþýðubandalagið. Innan Alþýðuflokksins ríkir ótti við slæma útreið í kosningum. Innan Álþýðubandalagsins er upp- gjörið við fortíðina eitt helsta viðfangsefnið nú þegar sósíal- isminn er fallinn og ekkert er lengur að sækja í smiðju Marx og Leníns. Þá má einnig minnast þess að helsti foringi Möðru- vellinganna, Ólafur Ragnar Grímsson, er nú formaður Alþýðu- bandalagsins og hörðustu talsmenn hugmynda Möðruvell- inga er nú að finna innan Birtingar, sem er helsti stuðnings- hópur Ólafs innan Alþýðubandalagsins í glímunni við að hreinsa hendur flokksins af tengslum við kommúnista Aust- ursins. Það myndi auðvelda Alþýðubandalaginu þrautagöngu sína frá sósíalisma til þeirrar jafnaðarstefnu sem nú er aug- Ijóst að það verður að taka upp, ef sameining tækist við aðra jafnaðarmenn í landinu. Aðstæður og rök fyrir sameiningar- málinu eru því allt önnur í dag en voru fyrir fimmtán árum. Ekki tveggja flokka kerfl Það vekur nokkra athygli að í þeim sameiningarhugmyndum sem nu eru á dagskrá virðist ekki vera gert ráð fyrir þátttöku eftir Þórð Ingimarsson. Framsóknarflokksins. Það þýðir að þær hugmyndir sem verið er að ræða stefna ekki að tveggja flokka kerfi. Þótt framboðs- fíkn sé orðin vandamál í þjóðfélaginu og flokkager til vand- ræða við störf Alþingis er ekki þar með sagt að eina lausnin felist í myndun tveggja flokka kerfis að breskri eða banda- rískri fvrirmynd. Tveggja flokka kerfi er í raun skerðing á lýð- ræði. Ómögulegt er að segja til um hvaða áhrif slíkt hefði hér á landi. Ef litið er á atkvæðatölur frá stofnun lýðveldisins sést að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei haft möguleika á hrein- um meirihluta í Alþingiskosningum. Tveggja flokka kerfið myndi eflaust auka styrk hans og það er spurning, sem ekki er unnt að svara fyrirfram, hvort tveir flokkar, markaðshyggju og félagshyggju, myndu geta skipst á um að stjórna íslandi í framtíðinni eftir þingstyrk á hverjum tíma. Nýjar aðstæður Augljóst er að full nauðsyn er orðin á að félagshyggjufólk fari að vinna saman á nýjum grundvelli. En það þýðir ekki að sömu nauðsyn beri til að koma hér á kerfi tveggja stjórnmála- flokka. Það er æskilegt að eiga kost á meiri breytileika við myndun ríkisstjórna. Þótt samsteypustjórnir geti verið svo lausar í reipum vegna þátttöku margra flokka, sem er einn helsti vandi núverandi stjórnar, er einnig æskilegt að fleiri en eitt sjónarmið komi fram við stjórn landsins. Flokkar veita hver öðrum aðhald í ríkisstjórn. Með sameiningu félagshyggjufólks og til dæmis þriggja flokka kerfi ættu í fyrsta lagi að skapast betri möguleikar til myndunar ríkis- stjórna. Það bægir einnig þeirri hættu frá að einn flokkur fái öll völd í landinu, sem ekki getur verið æskilegt ef það verður til lengri tíma. Það myndi einnig minnka hættu á stjórnar- kreppuni, ef aðeins tveir flokkar þurfa að ræða saman og sam- ræma sjónarmið en fjórir og jafnvel fimm eins og vel getur orðið ef núverandi ástand verður óbreytt. 1 samtölum við menn sem tengjast sameiningarviðræðum í dag hefur komið fram að þeir búast ekki við neinum grundvallarbreytingum á næstunni. Til þess séu of flókin og viðkvæm mál á ferðinni. En aðstæður hinnar nýju „Möðruvallahreyfingar" til að ná árangri eru aðrar en strákanna úr Framsókn, sem hittust á kvöldfundum fyrir rúmum einum og hálfum áratug og fengu nafn af akureyrsku húsi. Það er því til umhugsunar hvort fast- mótaðra kerfi stjórnmálaflokka sé í uppsiglingu á íslandi á næstu árum eða hvort við stefnum að svipuðum flokkaglund- roða og kunnugur er frá ýmsum löndum með tilheyrandi vandamálum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.