Dagur - 24.03.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 24.03.1990, Blaðsíða 12
85 -- HUöAO - GP.Gt zmrn AS tugsb'SBgUBJ 12 - DAGUR - Laugardagur 24. mars 1990 Baslíð með börnin - Erfiður vetur fyrir skólabflstjóra Ein er sú stétt manna sem lítið er fjallað um, en leggur eigi að síður sitt af mörkum til að koma dreif- býlisbörnum til mennta og ekki alltaf átakalaust. Þetta er stétt skólabílstjóra sem hefur á síð- ustu mánuðum kynnst einum snjóþyngsta vetri sem komið hef- ur um margra ára skeið. Þetta tíðarfar hefur sett nokkurt strik í almenna skólagöngu þeirra barna sem hafa þurft að sækja skóla í dreifbýlinu. Samt hafa ekki eins margir skóladagar fallið niður og búast hefði mátt við í tíðarfari sem þessu. I samtali við nokkra skólabíl- stjóra Stórutjarnaskóla kom skýrt fram að önnur eins færð hafi ekki sést þar í mörg ár og snjór hlaðist upp á stöðum þar sem yfirleitt væri snjólétt og auð- velt yfirferðar. Nú væri bókstaf- lega allt á kafi í snjó. Sú breyting var gerð á skóla- haldi Stórutjarnaskóla í vetur, að aðeins nemendur áttunda og níunda bekkjar dvelja á heima- vist virka daga, þannig að skóla- akstur er nú í fyrsta skipti dag- lega með nemendur annarra bekkja og hefur því meira mætt á bílstjórunum nú en áður. Reynd- ar hafa ferðir um Bárðardalinn aðeins verið tvær á viku, mánu- daga og föstudaga, en þær ferðir oftast tekið drjúgan tíma og iðu- lega reynt á þolrif Arnórs Bene- diktssonar bílstjóra. Þar sem ruðningsdagar Vega- gerðarinnar eru aðeins tveir í viku, hefur oft reynst erfitt fyrir Tilbúnir í slaginn á Rússum og Gcmsum: T.v. Gunnar Ingólfsson Steinkirkju, Marteinn Gunnarsson Hálsi, Jón Sig- urðsson Hjarðarholti og Vilhjálmur Valtýsson Birkimel. m Þar sem ruðningsdagar vegagerðarinnar eru aðeins tveir í viku, hefur oft reynst erfitt fyrir skólabílana að komast leiðar sinnar. skólabílana að komast leiðar sinnar og telja bílstjórarnir nauð- synlegt að nota snjóplóginn meira en gert er. Telja þeir það bæði ódýran kost og hraðvirka aðferð sem nægir í flestum tilfell- um til að skólabílarnir komist auðveldlega leiðar sinnar. Samt eru heimreiðirnar oft erfiðasti kaflinn og oft hefur reynst nauð- synlegt að þiggja aðstoð heima- manna þegar allt hefur setið fast. Þrátt fyrir vel þegna aðstoð hafa bílstjórarnir fyrst og fremst orðið að treysta á sjálfa sig og bílana, í baráttunni við Vetur konung. Þegar undirritaður spurði að lokum þeirrar „gáfulegu“ spurn- ingar, hvar versti kaflinn væri, kom svarið um hæl: „Þar sem snjórinn er!“ B.A. Er hægt að deyja? Fram að þessu hafa hörðustu vísindamenn haldið fram þeirri kenningu að til þess að vitundarlíf geti átt sér stað þurfi lífræn starfsemi að vera til staðar. Nú þegar farið er að líta á dauðann út frá breyttum sjónarmiðum virðist svo ekki vera. Það er rétt nýlega sem rannsóknir hafa tekið undir þá fullyrðingu trúarbragðanna að líf sé eftir þetta líf. Vitund- arlífið virðist halda áfram eftir dauða efnislíkamans og dauðinn virðist aðeins vera breyting úr þéttu skynsviði yfir í fíngerðara og næmara vitundarástand. Rannsóknir á deyjandi fólki hafa leitt margt furðulegt í Ijós sem styður þær fullyrð- ingar yogavísindanna að lík- ami og sál séu aðgreinanleg. Þeir sem rannsaka þessi mál eru af ýmsum toga. Með- al þeirra er læknirinn Elísa- beth Kubler-Ross, sem rannsakað hefur þessi mál í meira en tuttugu ár, Dr. Ray- mond Moody sem skrifaði bókina Lífið eftir Lífið og ræddi við hundruð manna sem lifað höfðu af hinn svo- kallaða „klíniska" dauða og tók saman það sem einkenndi frásagnir þeirra af reynslu sinni. Einnig hefur hjartasér- fræðingurinn dr. Maurice Rawlings átt viðtöl við fjöl- marga sem voru endurheimt- ir úr dauðanum. Dr. Osis og dr. Erlendur Haraldsson viðurkenna í bók sinni „Á dauðastundinni“ að það séu vissulega ekki allir sem verða varir við vitund- arbreytingu í andlátinu en margir segjast sjá fram í ann- að tilverustig og lýsa þeirri reynslu áður en þeir andast. Þar sem tiltölulega fáir halda meðvitund fram í andlátið væri hægt að efast um að verið væri að lýsa aðskilnaði líkama og sálar, heldur að um ofskynjanir og ímyndun væri að ræða en þetta er eitt af því sem vísindamennirnir hafa reynt að svara. Það stórbrotnasta í þessu öllu saman er að allir virðast upplifa dauðann á svipaðan máta. Þá skiptir engu hverrar trúar menn eru, ríkir eða fátækir, karlar eða konur, menntaðir eða ómenntaðir eða hverrar þjóðar þeir eru. Þessi staðreynd styður sann- leiksgildi þessara frásagna verulega þar sem um þús- undir sjúklinga er að ræða auk þess sem það sýnir fram á að það er eitthvert lögmál á bakvið þetta eins og annað í þessum heimi. Menn sannfærast þó ekki og halda því fram að þessar skynjanir séu af völdum lyfja, skemmda á heilavef eða geðveiki og taugasjúkdóma. En samt sem áður sýna rann- sóknir að ofskynjanir af þess- um völdum eru á margan hátt frábrugðnar dauðareynslunni og mjög misjafnar eftir mönnum. Það kom líka fram í rannsóknunum að frásagnin frá andlátinu voru mun skýr- ari og Ijósari en frásagnir fólks sem var á lyfjum, auk þess sem mjög fáir þeirra sem skýrðu frá dauðareynsl- unni voru á lyfjum og þegar sjúkdómsskýrslur þeirra voru athugaðar kom í Ijós að mjög fáir voru haldnir heila eða geðsjúkdómum. Þeir dr. Kubler-Ross, Moody, Rawlings, dr. Osis og dr. Erlendur Haraldsson komust að þeirri niðurstöðu að ekkert sannaði að lyf, heilaskemmdir, eða geðsjúk- dómar framkölluðu sömu reynslu og andlátið. Lýsing allra á andlátinu var í megin- atriðum hin sama. Fólki finnst skyndilega að öll þjáning hverfi og að það berist eftir dimmum löngum göngum um leið og það verður viðskila við efnislíkamann. Þá mætir það oft látnum ættingjum og vin- um og til þeirra kemur Ijós- vera sem virðist umvefja það kærleiks- og samúðartilfinn- ingu og gefur því snögga yfir- sýn yfir liðna ævi. Þó yfirsýnin yfir ævina virðist vara einung- is í augnablik, þá finnst fólki það sjá hvern einasta atburð og smáatriði liðinnar ævi. Allar lýsingarnar eru í fullu samræmi við yogakenningar um það hvernig lífsmagnið fjarar úr efnislíkamanum. Fólkinu finnst eins og líkams- partarnir sofni hver af öðrum og skynfærin verði óvirk. Þó virðist heyrn og sjón ekki glatast þar sem í ótal tilvikum gátu sjúklingar sagt frá því sem fram fór í sjúkrastofunni á meðan á endurlífgunartil- raununum stóð þó að læknis- fræðilega séð ættu þeir að vera dauðir. Yogar hafa löngum talið sig vita nákvæmlega hvað það er sem skeður í dauðan- um og gefa á því nákvæma lýsingu. Samkvæmt því sem Parahamsa Yogananda segir kemur lífsorkan (pranan) sem starfsemi líkamans byggist á inn um efsta hluta mænustöðvarinnar og aðrar stöðvar (Orkustöðvar líkam- ans) svo sem hjarta, heila, háls, og hryggjarstöðvarnar sjá um að dreifa orkunni um líkamann. Við dauðann berst orkan út sömu leið og hún kom og um leið og það skeð- ur verður tilfinninga- og skyn- sviðið óvirkt. Yogananda segir enn fremur að í andlát- inu berist orka astrallíkam- ans með mænugöngunum inn í heilastöðina og tekur þar á sig astralform. Sam- kvæmt yogakenningunum yfirgefur sálin líkamann í astrallíkamanum (fíngerðum Ijós- og orkulíkama.) Hann tengist efnislíkamanum á sama hátt og rafmagn tengist Ijósaperu. An rafmagnsins virkar Ijósaperan ekki. Þegar astrallíkaminn er að skilja við efnislíkamann verða menn oft hræddir í stutta stund. Þeir vita ekki hvað er að gerast og hræðast hið óþekkta. - En strax á eftir breytist óttinn í mikinn fögnuð þegar hinum látna verður Ijóst að þótt líkaminn deyi þá lifir hann sjálfur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.