Dagur


Dagur - 24.03.1990, Qupperneq 17

Dagur - 24.03.1990, Qupperneq 17
Laugardagur 24. mars 1990 - DAGUR - 17 efst í huga Blessaður snjórínn Mér er efst í huga aö finna eitthvað já- kvætt til aö segja um allan þennan snjó sem kyngt hefur niður yfir okkur undan- farnar vikur. Þaö er langt síðan ágætur heimspekingur á Húsavík sagði, að nú yrði bráðlega að batna, svo hann gæti safnað almennilega í sig veðrinu fyrir páskahretið. Hvort sem eitthvað almennilega skín upp fyrir páskahretið eða ekki, þá hlýtur vorið að koma á endanum. Fuglarnir sögðu mér það í góða veðrinu á sunnudagsmorguninn, þeir voru farnir að breyta verulega um hátterni, skipta um lit og sungu veröld- inni lof. Fuglarnir vita nokk hvað þeir syngja, þeir flögruðu um á þriðjudag og spáðu mikilli ofankomu sem þeir bjuggu sig undir eftir mætti. Öll él birtir upp um síðir og svo kemur vorið og þá missum við allan þennan yndislega snjó. En von- andi hafa menn búið sig vel undir vor- leysingarnar svo þær skoli sem fæstum verðmætum með sér. Nú er þetta bara sþurning um nokkrar vikur eða mánuði, sem snjórinn á eftir að dvelja hjá okkur, svo hvernig væri að hætta að bölva honum en njóta þess að hafa gestinn. Vetrarsportiðkendum, skíða- og vél- sleðafólki, finnst snjórinn að sjálfsögðu nauðsynlegur. Jeppamenn komast oft býsna langt og geta notið þess að fólks- bílaeigendur horfi með öfundaraugum á eftir þeim, og svo geta þeir líka notið þess að vera góðir og hjálpað náungan- um með því að kippa í bílinn hans. Já, náungakærleikurinn ætti að blómstra um þessar mundir; þá daga sem umferðin gengur út á það að víkja og bíða meðan hinir komast í gegn um snjógöngin, draga hvort annað og ýta hvort öðru, hugga og róa þá sem eru að fá taugabil- un, moka frá bílunum sem eru fastir svo við komumst ekki lengra, og bjóða þeim far sem gefast upp og skilja drusluna eft- ir í einhverjum skaflinum. Er ekki gaman að vera góður? Fólk sem ekki hefur ánægju af að vera gott og hjálpsamt, getur þá bara notið þess að leyfa lýðnum að sjá hvað það er sterkt, stórt og duglegt og færara um að bjarga sér og öðrum en skaflaskjögrar- arnir. Og ófærðin hlýtur að vera heilt himnaríki fyrir kalla sem eru á þeirri skoðun að allt kvenfólk eigi bara að standa yfir pottunum dag og nótt, þeir geta aldeilis bölvað þessum kellingar- ösnum sem allstaðar eru fyrir með fasta bíla þessa dagana. Já, blessaður snjór- inn getur fært öllum einhvers konar ánægju, ef vel er að gáð. Ingibjörg Magnúsdóttir. Reykjavíkurskákmótið: Rúnar sigrar Burger Fjórtánda alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið, Búnaðarbankamótið, stendur nú yfir. Kepp- endur eru fleiri og sterkari en nokkru sinni fyrr. Meðal keppenda eru sex félagar úr Skák- félagi Akureyrar og einn úr Taflfélagi Sauðár- króks. Hinn kunni skákmaður Gylfi Þórhalls- son hefur fylgst grannt með gengi félaga sinna og færir okkur tíðindi jafnóðum. Rúnar Sigurpálsson, 17 ára gamall skákmeistari Akureyrar, kom á óvart í 2. umferð jregar hann vann Karl Burger, alþjóð- legan skákmeistara frá Banda- ríkjunum. Gylfi ætlar að sýna okkur þessa skák í dag. Rúnar hafði svart og fékk þrönga stöðu út úr byrjuninni, en á réttu augnabliki í miðtaflinu náði hann miklum uppskiptum sér í hag og tók þar með frum- a b c d e f g h 'kvæðið í sínar hendur. Lítum á stöðuniynd. Síðasti leikur hvíts var 36. b4. 36. - Dd8! 37. g4 - g5 38. De3 - Dxf6 39. gxh5 - Dh6! 40. Db6 - Dxh5 41. Dxb7 - Dh4! 42. Db8+ - Kg7 43. Hfl (Hrókurinn á engan góðan reit, ef Hcl eða bl þá er hann skákaður af Dd4+ og síðan Dd3+. Eða 43. He4-Hdl + ,44. Bfl - Dh3!, 45. De5+ - f6! og vinnur. Eða 43. He2 - Hdl + , 44. Bfl - Dd4+, 45. Hf2 - Bh3! og vinnur. Ef 43. Kfl er Hb5 þá á hvítur ekki svar við Bc4 og svart- ur vinnur liö.) 43. - Dd4+ 44. Kh2 - Hd8 Hvítur gaf í þessari stöðu enda á hann ekkert svar við Hh8+. Fagmannlega teflt hjá drengnum. SS HVÍTUR STAFUR er aðal hjálpartæki blindra og sjónskertra i umferðinni BLINDRAFÉLAGIÐ ||^fER0AR Skíðaskólinn Hlíðarfjalli Skíðagöngunamskeið hefjast í næstu viku Innritun og upplýsingar að Skíðastöðum í símum 22280 og 23379. Aðalfundur Akureyrardeild KEA heldur aðalfund á Hótel KEA, fimmtudaginn 29. mars kl. 20.00. Mætum vel og stundvíslega. Stjórnin. Foreldrar fermingarbama takíð eftír! Nú styttist óðum í ferminguna. ★ Bjóðum upp á fjölbreytt úrval rétta á veisluborðið. ★ Höfum einnig hentuga sali fyrir fermingarveisluna. Leitið upplýsinga í síma 27100. SKIPAGÖTU 14, ® 27100 Hvers vegna er nágranni þinn áskrifandi að Heima er bezt Vegna þess að það er staðreynd að „Heima er bezt“ er eitt af vinsælustu tímaritum hérlendis. Þú ættir að hugleiða hvort ekki væri skynsamlegt að slást í þennan stóra áskrifendahóp, og eignast þar með gott og þjóðlegt íslenskt tímarit við vægu gjaldi, sem þú fengir sent heim til þín í hverjum mánuði. Útfylltu þess vegna strax í dag áskriftarseðilinn hér fyrir neðan og sendu hann til „Heima er bezt“, pósthólf 558, 602 Akureyri, og þú munt um leið öðlast rétt til að njóta þeirra hlunninda sem eru því samfara að vera áskrifandi að „Heima er bezt". Nýir áskrifendur fá eldri árgang í kaupbæti. x------------------------------------------ Til „Heima er bezt, pósthólf 558,602 Akureyrí. Ég undirrit óska að gerast áskrifandi að tímaritinu „Heima er bezt“. □ Árgjald kr. 2.000,00. D Sendið mér blaðið frá 1. janúar 1990. Nafn: _____________________ Heimili:

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.