Dagur - 24.03.1990, Page 18

Dagur - 24.03.1990, Page 18
18 - DAGUR - Laugardagur 24. mars 1990 4 poppsíðan i jlUmsjón: Magnús Geir Guömundsson Bruce Willis - If it don’t kill you, it just makes you stronger: Blúsinn allsráðandi Ekki var laust við að þaö gætti nokkura efasemda hjá mér þegar ég setti þessa nýju plötu Bruce Willis á fóninn, ekki vegna þess að mér þyki hann vera lélegur söngvari, því sem slíkur er hann engu síðri en sem leikari að mín- um dómi, heldur vegna þess að fyrri platan hans, The return of Bruno sem kom út 1987 var mér einfaldlega lítt að skapi. Á henni var einhverskonar samsuða af léttu poppi og Jazz/Swing sem ekki var kræsileg. En efasemdir mínar voru ástæðulausar því If it don’t. . . á lítið skylt við The return of Bruno, í stað gegnumgangandi popps er nú blúsinn allsráðandi í rytma og rokkstíl sem lætur öllu betur í eyrum en poppið. í þeim tíu lög- um sem eru á plötunni auk Willis sem syngur og blæs í munn- hörpu, er fríður flokkur góðra tónlistarmanna en þeirra fremst- ur fer gítarleikarinn Robben Ford, eitt sinn meðlimur í jazz- sveitinni Yellow Jackets, en auk þess að leika á gítar í flestum laganna þá semur hann eitt þeirra sjálfur og einnig nokkur önnur í félagi með Willis og upp- tökustjóra plötunnar Robert Kraft. Þá leikur hinn frægi Alhvíti gítarleikari Johnny Winter á Slide gítar í laginu Here comes trouble again auk þess að syngja það meö Willis. Öll tíu lög plötunnar eru áheyrileg og ekkert lag sem sker sig sérstaklega úr, nema ef vera skyldi einmitt Here comes trouble again en þar fer þríeykið Willis/Ford/Winter á kostum. Semsagt hinn ágætasti gripur sem óhætt er að mæla með við blúsaðdáendur jafnt sem aðra tónlistaráhugamenn. Hitt og þetta The Stranglers Gömlu „íslandsvinirnir" í Strangl- ers sem komnir eru á kreik eftir Gary Moore Gítarleikarinn snjalli Gary Moore sem m.a hefur gert þaö gott með lögum eins og Out in the fields og Friday on my mind, vinnur nú að nýrri plötu sem koma á út með vorinu. Platan mun bera nafnið Still got the Bluse og eins og nafnið gefur til kynna verður um blúsplötu að ræða. Hefur Moore lagt mikið uppúr að platan verði sem veglegust og t.d. fengið tvö af stórmennum blúsins, þá Albert King og Albert Cokkins til liðs við sig auk gamla bítiisins George Harrisons, til að svo megi verða. Meðal annara góðra laga á plöt- unni verður gamli „Standardinn" hans Albert King Oh Pretty Woman og hefur það nú verið gefið út á smáskífu. Síðan til að fylgja útgáfu plöt- unnar eftir hefur Moore stofnað sérstaka hljómsveit sem nefnist því skemmtilega nafni Gary Moore and the Midnight Blues Band. Gary Moore (t.h.) ásamt Blúskónginum Albert King. Mandela-tónleikar staðfestir Ég sagði frá því i síðustu viku að til stæði að halda stóra og mikla tónleika á Wembley leikvanginum í Lundúnum þann 16. apríl n.k., í tilefni þess að Nelson Mandela heföi verið látinn laus. Nú hefur verið staðfest að tón- leikarnir verða haldnir og að Mandela sjálfur verður viðstaddur. ásamt eiginkonu sinni Winnie. Þá hafa nöfn Bob Dyian, Peter Gabriel, Niel Young og Robbie Robertsons bæst við þann hóp tónlistarfólks sem væntanlega mun koma fram á tónleikunum, en eins og áður hefur komið fram eru í þeim hópi m.a. Prince Simple Minds, Madonna og Eurythmics. Við eigum stórafmæli í ár Allar myndavélar með 10% afslætti Hver verður sá heppni að vinna 40.000,00 króna ferðavinninginn eða CHINON HANDY-ZOOM myndavélina? Takið þátt í léttri getraun hjá okkur Dregið 11. apríl Kodak Express Bruce Willis. Orlítil ábending til plötukaupenda Flestir þeir sem mikinn áhuga hafa á tónlist og þar af leiðandi kaupa mikið af hljómplötum reka sig stundum á að erfitt getur reynst að fá þá titla eða þá teg- und tónlistar sem þeir ásælast hér á landi. Oft eru því góð ráð dýr og stundum vefst fyrir mönn- um hvað gera skal. Ein auðveldasta lausnin í þessu efni og um leið oftast sú árangursríkasta er að panta plöturnar sjálfur. Hefur umsjónar- maður Poppsíðunnar sjálfur ágæta reynslu af slíku og oftar en ekki náð í plötur sem ekki hef- ur verið unnt að fá hér á landi. Því birti ég hér nafn eins fyrirtæk- is sem sérhæfir sig í slíkri pönt- unarþjónustu til ábendingar fyrir þá sem áhuga hafa á að panta sjálfir, heitir fyrirtækið GEMA Records og er staðsett í Eng- landi. Hefur það á boðstólum fleiri þúsund titla af breiðskífum, geisladiskum, smáskífum o.fl. Að lokum skal á það minnst að þegar skrifað er út og beðið um pöntunarlista er nauðsynlegt að bréfinu fylgi alþjóðlegt svarfrí- merki og er þá listinn sendur um hæl. Utanáskriftin er: GEMA Records, P.O. Box 54, Reading Berkshire RG53SD England. Prince er einn afþeim sem væntan- lega munu koma fram á Wembley. nokkurt hlé, urðu fyrir barðinu á írska lýðveldishernum IRA nú fyrir skömmu en með óbeinum hætti þó. Þannig var að skömmu áður en tónleikar sem sveitin ætlaði að halda í Leichester áttu að hefjast var hringt til tónleikahall- arinnar sem þeir áttu að fara fram í og sagt að sprengja leynd- ist þar innandyra. Var höllin tæmd í skyndi en engin sprengja fannst við leitina. Hins vegar varð ekkert af tónleikunum vegna þessarar röskunar. Svo í lokin er rétt að minnast á nokkrar athyglisverðar plötur sem út eru komnar og ættu að vera fáanlegar nú. Söngkonan írska Sineas 0’Connor sem gert hefur það gott með laginu Noth- ing Compares 2 U, sendi frá sér nýlega sína aðra plötu og nefnist hún / do not want what I haven’t got. Þá er vert að minna á plötu Smithereens 11, sem er þeirra þriöja og úr þungarokkinu má nefna þriðju skífu gamla Accept- söngvarans Udo Dirkschneider og félaga hans í UD0 sem kallast Faceless World. Og í framhaldi af fregninni um Stranglers hér á undan þá hafa þeir félagar sent frá sér nýja plötu og heitir hún einfaldlega 10.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.