Dagur - 24.03.1990, Page 20

Dagur - 24.03.1990, Page 20
Vetraríþróttahátíðin: í mörg hom að líta um helgina Vetraríþróttahátíð íþrótta- sambands íslands 1990 var setl á Akureyri í gær. Dagskrá há- tíðarinnar er afar fjöibreytt og verður í mörg horn að líta um helgina og reyndar alla næstu viku fram til 1. apríl. Keppnis- íþróttir, trimm, sýningar, námskeið og margt fleira er í boði. í dag verða m.a. skíðaíþróttir fyrir unglinga í Hlíðarfjalli svo og vélsleðakeppni. Hestaíþróttir, t.d. skíðatogreið, verða við Drottningarbraut eftir hádegi og íþróttir fyrir alia í Hlíðarfjalli og Kjarna. í kvöld er boðið upp á listdans á skautum á Skautasvell- inu og leik í íshokký. Á morgun, sunnudag, keppa unglingar aftur á skíðum í Hlíð- arfjalli. Vetrarþríþrautin hefst í Kjarna upp úr hádegi, skíða- brettasýning verður í Fjallinu, hestaíþróttir neðan við Sam- komuhúsið og skautaíþróttir á svellinu, m.a. listdans. Af dagskrárliðum mánudags- ins má nefna skíðastökk í Hlíðar- fjalli og skíðagöngunámskeið fyr- ir almenning í Hlíðarfjalli og Kjarna. Verðlaunaafhending fer fram kl. 17 í göngugötunni þessa þrjá umræddu daga. SS Tvennt var flutt á sjúkrahús er eldur kom upp í Lundargötu 17 á Akureyri í gærmorgun Eldur laus 1 Lundargötu 17 á Akureyri Eldur varð laus í íbúðarhúsinu Lundargötu 17 í gærmorgun. Eldsupptök munu hafa verið í herbergi á efri hæð hússins, og var verið að kanna þau nánar í gær. Lundargata 17 er steinhús, en gólf milli hæða eru úr timbri. í húsinu eru tvær íbúðir og var fólk í þeim báðum þegar eldurinn kom upp. Slökkvilið Akureyrar var kvatt út klukkan 10.34, og var talsverður reykur á bruna- staðnum og eldur laus í herbergi undir risi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en skemmdir urðu af völdum vatns og reyks í íbúðinni sem eldurinn kom upp í, aðallega á efri hæðinni. Einnig urðu all- nokkrar skemmdir af völdum vatns á neðri hæðinni í hinni íbúðinni. Kona sem býr í húsinu var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri vegna gruns um reykeitrun, sömuleiðis drengur á þriðja ári. Petta er annar eldsvoðinn í Lundargötu á rúmum mánuði, en 19. febrúar brann húsið Gunnars- hólmi til kaldra kola. EHB Prestar standa frammi fyrir gjaldþroti vegna bágra launakjara: Prestar að verða bónbjargarmenn? Mikil umræða á sér nú stað meðal presta um bág launakjör þeirra. Háværar raddir eru um að ef ekki verður spyrnt við fótum muni enginn guðfræði- lærður maður fást lengur til að gegna prestþjónustu í landinu. Málið er á borði Prestafélags íslands og Ólafur Skúlason, biskup, staðfesti í samtali við Dag í gær að nokkrir prestar á Norðurlandi hefðu komið að máli við sig á Akureyri á dögunum þar sem þeir hafi lýst því að ef launakjör þeirra myndu ekki batna verulega á næstu misserum gætu þeir ekki haldið áfram í starfi sínu. í síðasta tölublaði af Kirkjurit- inu er mjög harðorð grein eftir séra Flóka Kristinsson í Stóra- Núpsprestakalli um safnaðarupp- byggingu og kjör presta. Þar seg- ir hann að sé með ólíkindum að litið sé á það sem sjálfsagðan hlut að prestar grípi „hverja auka- sporslu ef þeir vilja ekki vera bónbjargarmenn." Séra Flóki segir að fæstir presta á íslandi geti sinnt störfum sínum vegna þess að þeir séu „að ræna söfnuð- ina um þjónustu til þess að geta brauðfætt sig og fjölskyldur Nýr markaður fyrir mjólkurafurðir?: Bandaríkjamenn vilja öðlast heilsu með því að borða skyr - hugsanlega 1000 tonn af skyri út á ári Nú er unnið að því að gera skyr, þennan gamalgróna ís- lenska spónamat, að eftirsóttu heilsufæði í Bandaríkjunum. Nokkrir fjársterkir aðilar þar vestra höfðu einhverjar spurn- ir af hinum hvíta, próteinríka og hitaeiningasnauða þjóðar- rétti íslendinga og settu sig í samband við aðila hér heima og málið kom m.a. á borð til Osta- og smjörsölunnar. Þórarinn E. Sveinsson, mjólk- ursamlagsstjóri KEA og stjórn- arformaður Osta- og smjörsöl- unnar, sagði í samtali við Dag að skyrútflutningurinn væri enn á umræðustigi. Þetta væri hins veg- ar hugmynd sem sjálfsagt væri að skoða, menn skyldu ekki kasta henni frá sér. Vinnuhópur er að skoða málið og á Þórarinn sæti í honum. „Menn eru enn að ræða tækni- legar hliðar málsins. Hugmyndin er sú að selja eitthvað hreint, kalt Skyldu Bandaríkjamenn hafa smakkað bestu skyruppskriftirnar úr samkeppni Mjólkursamlags KEA? og tært sem heilsu- og megrunar- fæði. Heilsuræktarmarkaðurinn er stór í Bandaríkjunum og útflutningur á skyri miðast við þann hóp sem sækir heilsuræktar- stöðvarnar,“ sagði Þórarinn. Aðspurður um hugsanlegt magn sagðist hann geta nefnt 1000 tonn af skyri á ári, til að nefna einhverja tölu, sem þýðir 5 milljónir lítra af undanrennu. Þessar tölur miðast við að allt gangi eftir sem um er rætt, en Þórarinn sagði að enn væri langur vegur að því markmiði. Hann sagði að líklega yrði byrjað á því að kanna jarðveginn með því að senda einn gám af skyri á viku til austurstrandarinn- ar og síðan yrði að koma í ljós hvort einhver árangur yrði af þessum tilraunasendingum. SS sínar.“ Síðan segir séra Flóki orðrétt í greininni: „Þjóð sem horfir í gegnum fingur sér við ráðamenn sína, alþingismenn, ráðherra og dómara sem vaða í sameiginlega sjóði hennar eins og ræningjar en getur ekki haldið uppi 100 prestum til að gegna for- ystustörfum í söfnuðum landsins er einkennileg þjóð.“ Prestar sem Dagur hefur rætt við segja það staðreynd að vegna stöðu sinnar hafi mörgum ekki þótt við hæfi að prestar berðust fyrir bættum kjörum. En hver eru þá laun presta? Því er til að svara að þau eru mis- munandi og fara eftir stærð safn- aðanna. Dagur hefur fyrir því heimildir að prestur í söfnuði sem telur milli eitt og tvö þúsund manns hafi fengið að jafnaði 60 þúsund krónur útborgaðar á mánuði á síðasta ári. Utan við þessa tölu eru tekjur af auka- verkum s.s. giftingum, ferming- um og skírnum sem námu í fyrra rúmlega 150 þúsund krónum. Biskup íslands, Ólafur Skúla- son, segir að hér sé um stóralvar- legt mál að ræða. Hann segir að Prestafélag íslands hafi fyrst og fremst með kjaramál presta að gera en auðvitað beri embætti biskups að styðja presta í launa- baráttu þeirra. „Það var einu sinni ákveðin rómantík yfir þessu, sælt að vera fátækur, og að prestar ættu að vera svo miklir hugsjónamenn að þeir létu launin liggja milli hluta. Prestur getur fórnað sjálfum sér en maður hefur ekki leyfi til að láta fjölskyldu sína líða vegna þessa,“ segir Ólafur Skúlason. óþh Helgamagrastræti 53: SJS verktakar semja við Valsmíði hf. SJS verktakar hal'a ákveðið að ganga til samninga við Valsiníði hf. á Akureyri uin smíði og uppsetningu á tutt- ugu og tveimur eídhúsinn- réttingum og fataskápuin í íbúðirnar við Helgamagra- stræti 53. Að sögn Sigurðar Björgvins Björnssonar hjá SJS verktök- um skiluðu nokkrir aðilar til- boðum í smíði þessara innrétt- inga, en Valsmíði var með hagstæðasta tilboðið. Aðrir sem buðu voru Trésmiðjan Þór hf., leigutakar þrotabús Vinkils hf., Fit hf. Hafnar- firði, Tré-X í Keflavík og Brúnás hf. á Egilsstöðum. Eftir er að semja við undir- verktaka um srníði á eitt hundrað og fimmtíu hurðum og meðfylgjandi dyraumbún- aði. Gengið verður frá því máli á næstunni. EHB Fóðurverksmiðja ístess hf.: Sér nú þrotabúi íslandslax fyrir öllu fóðri ístess hf. hefur gert sanming til eins árs um sölu á öllu fóðri til þrotabús íslandslax hf. ístess hf. hefur selt tölu- vert magn af votfóðri til ís- landslax hf. cn nú hafa tek- ist samningar um að verk- smiðjan sjái fyrirtækinu fyr- ir öllu fóðri auk fóðrunar- búnaðar. Pétur Bjarnason, markaðs- stjóri ístess hf., segir þennan samning ánægjulegan, enda sé um að ræða fjórföldun á fóðurfrantleiðslu iyrir íslands- lax. Ætla má að íslandslax, sem er ein af þremur stærstu mat- fiskstöðvum landsins, þurfi á bilinu 750-900 tonn af fóðri á ári. óþh Akureyrarflugvöllur: Átta Fokker vélar í gær Mikið var að gera á Akur- eyrarflugvelli í gær. Flug- leiðir áttu von á alls átta Fokker vélum og voru flest- ar þeirra fullbókaðar. Jafn- an eru farnar sex ferðir til Akureyrar á föstudögum þannig að hér var um tvær aukafcrðir að ræða. Alls var von á 300-350 manns frá Reykjavík til bæjar- ins í ferðunum átta í gær og á Vetraríþróttahátíð ÍSl stóran þátt í þessum straumi til Akur- eyrar. í dag verður ekki eins mikið unt að vera, en fjórar Fokker vélar eru væntanlegar. SS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.