Dagur - 31.03.1990, Side 2

Dagur - 31.03.1990, Side 2
2 - DAGUR - Laugardagur 31. mars 1990 frétfir Lán úr Byggingasjóði verkamanna á síðasta ári: Byggingarkostnaðiir á fermetra hæstur á Norðvesturlandi - meðalstærð húsnæðis sem lánað var til mest á Norðurlandi eystra Meðalstærð þess húsnæðis sem Byggingasjóður verkamanna lánaði til á síðasta ári er mest á Norðurlandi eystra. Á meðan meðalstærð íbúða á Vestur- landi var aðeins 73,3 fermetar var meðalstærð íbúðanna sem lánað var til á Norðuriandi eystra 103,2 fermetrar. Framangreindar upplýsingar koma fram í nýúkomnu frétta- bréfi Húsnæðisstofnunar ríkisins. í samantekt um félagslegt hús- næði og lán til þess á síðasta ári kemur einnig fram að þær íbúðir sem lánað var til á landinu öllu á árinu 1989 voru 881 talsins. Hér er bæði átt við íbúðir sem byrjað var að byggja á árinu og einnig þær sem lokið var við. Af þessum fjölda eru 474 í Reykjavík eða 53,8%- Sambærilegar fjölda- og hlutfallstölur fyrir aðra lands- hluta eru Reykjanes 106 íbúðir eða 12%, Vesturland 33 íbúðir eða 3,7%, Vestfirðir 17 íbúðir eða 1,9%, Norðvesturland 25 íbúðir eða 2,8%, Norðausturland 169 íbúðir eða 19,2%, Austur- land 18 íbúðir eða 2% og Suður- land 49 íbúðir eða 5,6%. Byggingarkostnaður á hvern fermetra reyndist hæstur á Norðurlandi vestra, 62,699 kr. á Fundur aðila í ferðaþjónustu á Akureyri: Meira lagt upp úr góðu samstarfi og samvinnu Aðilar í ferðaþjónustu á Akur- eyri hittust í vikunni en að sögn Þorleifs Þórs Jónssonar, feröamálafulltrúa Iðnþróunar- félags Eyjafjarðar, var á fund- inum rætt hvernig þessir aðilar gætu best haft samstarf til efl- ingar ferðaþjónustu á svæðinu. „Nei, ég segi kannski ekki að á þessum fundi hafi vaknað nýjar hugmyndir en menn leggja sífellt meiri áherslu á að hafa gott sam- starf og góða samvinnu. Þetta er fyrst og fremst gert til að fólk hittist og spjalli saman," sagði Þorleifur. Hann sagði gott hljóð í ferða- þjónustuaðilum varðandi vor- mánuðina. „Bókanir eru nokkuð góðar fram á vorið og sumarið lítur vel út. Tíminn hjá hótelun- um hefur líka verið góður það sem af ér þessu ári þó veður hafi reyndar spillt fyrir," sagði Þor- leifur. JÓH Pjóðarátak gegn krabbameini: Söfinuiarfólk gengur í hús um helgina I tilefui Þjóðarátaks gegn krabbameini á vegum Krabba- meinsfélags íslands mun söfnunarfólk ganga í hús um helgina og taka við fjárfram- lögum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Á Akureyri og í nágrenni verð- ur sömuleiðis safnað félögum í Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis en stefnt er að því að félagið verði stærst aðildarfélaga Krabbameinsfélags íslands eftir helgi. VG Reyklaus dagur á morgun Reyklausi dagurinn í ár verður á morgun 1. apríl. Þetta er sjötti reyklausi dagurinn hér- Icndis og í fyrsta skipti sem hann er haldinn á sunnudegi. Vegna þess þótti við hæfi að helga daginn fyrst og fremst bar- áttunni fyrir því að hcimilin séu reyklaus með það í huga að börn fái að vera þar í hreinu lofti. Þá er sérstaklega hvatt til þess að fólk reyki alls ekki í ferming- arveislum og sýni þannig ferming- arbörnum þá virðingu sem vert er. VG fermetra. Næst komu Austurland með rúmlega 61 þús. kr., Vestur- land með 59,600, Suðurland með 59,350 og Norðausturland með 59 þúsund krónur. Lægstur reyndist kostnaður á fermetra á Reykjanesi eða 53 þúsund krón- ur. JÓH Það getur oft á tíðum verið erfitt fyrir stjórnendur snjóruðningstækja að gera sér grein fyrir því hvar og þá hvort einhvcrjir fólksbílar séu á kafi í skafli þar sem þeir eru á ferð á tækjum sínum. Bíllinn á myndinni var á kafi í skafli á Húsavík nýlega og varð fyrir snjóruðningstæki með þeim afleiðingum sem sjást vel. Mynd: IM Vetraríþróttahátíð ÍSÍ: Snjómyndakeppni og sleðabruni að ljúka Dagskrá Skátafélagsins Klakks í tengslum við Vetraríþrótta- hátíð ÍSÍ hefur gengið þokka- lega þrátt fyrir erfið veðurskil- yrði. Undankeppni í sleða- og snjóþotukeppni átti að Ijúka í gær og verða úrslitin í Hlíðar- fjalli á laugardaginn. Börnin hafa sýnt þessari keppni töluverðan áhuga. Keppnin er annars vegar fólgin í því að bruna sem hraðast á þot- unum og hins vegar er keppt um frumlegasta heimasmíðaða farar- tækið. Snjómyndakeppni skátanna er að komast á lokastig. Að sögn Ásgeirs Hreiðarssonar hjá Klakki hafa nokkrir tekið þátt í keppninni til þessa og látið Ijós- mynda verk sín en hann vildi hvetja fleiri bæjarbúa til að búa til snjómyndir áður en keppninni lýkur á morgun. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þrjár bestu mynd- irnar og allir þátttakendur fá viðurkenningu. Skipulagðar gönguferðir um bæinn hafa fengið fremur dræmar viðtökur og er veðri og færð kennt um. Vetraríþróttahátíð ÍSÍ á Akur- eyri lýkur á sunnudaginn og er vonandi að vindar og ofankoma haldi aftur af sér síðustu dagana. SS Sjálfstæðismenn á Húsavík: Forsetirm er efstur Framboðslisti Sjálfstæðis- flokksins fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar á Húsavík var samþykktur á fundi í félagi Sjálfstæðismanna á fimmtu- dagskvöld. Níu efstu sæti listans skipa: Melrakki: Greiðslustöðvun lýkur Greiðslustöðvun hjá fóður- stöðinni Melrakka lýkur nú um mánaðamótin. Alger óvissa ríkir um framtíð fóðurstöðvar- innar. Stjórnvöld hafa ekki gripið til neinna aðgerða til að tryggja rekstur stöðvarinnar. Skuldbreytingar hjá þeim bændum sem verst eru staddir eru ekki enn þá komnar til framkvæmda. Nýlega var fóðurstöðinni á Dalvík lokað af sýslumanni. Áformað samstarf þessara tveggja fóðurstöðva kemur því tæplega til framkvæmda á næst- unni. Mikil umræða um hrikalega stöðu loðdýrabænda virðist ekki hafa náð eyrum stjórnvalda. Að sögn Árna Guðmundssonar stjórnarformanns fóðurstövar- innar Melrakka dragast aðgerðir stjórnvalda stöðugt á langinn. Skuldbreyting sem bændur von- uðu að kæmi til framkvæmda fyr- ir áramót lætur ekki á sér kræla. Þrjátíu bændur á þjónustusvæði i bridds r Halldórsmót Bridgefélags Akureyrar: Sveit Hermaims sigraði með yfirburðum Sveit Hermanns Tómassonar sigraði mjög örugglega á Hall- dórsmóti Bridgefélags Akur- eyrar. Alls tóku 12 sveitir þátt í mótinu og var keppt eftir Board-a-match fyrirkomulagi. Spilað var fjögur kvöld í mót- inu sem lauk nú í vikunni. Sveit Grettis Frímannssonar skaust upp í annað sætið á lokasprettinum en sveit Arnar Einarssonar hafnaði í þriðja sæti. Sveit Hermanns Tómassonar var skipuð þeim Ásgeiri Stefáns- syni, Hauki Jónssyni og Hauki Harðarsyni, auk Hermanns. Mót þetta er minningarmót um Hall- dór Helgason, sem var lengi í for- ystusveit Brigdefélags Akureyr- ar. Eins og undanfarin ár, gaf Landsbankinn á Akureyri öll verðlaun í mótinu en Halldór var lengi starfsmaður bankans. Urslit mótsins urðu þessi: 1. Hermann Tómasson 2. Grettir Frímannsson 3. Öm Einarsson 4. Dagur 5. Sigfús Hreiðarsson 6. Stefán Vilhjálmsson 7. Ragnhildur Gunnarsd. annars stig 227 178 175 168 162 161 155 -KK Melrakka sóttu um skuldbreyt- ingu á sínum tíma. Nokkur hluti þeirra er hættur búskap en fyrir þá sem tóra kemur skuldbreyt- ingin sennilega of seint. kg 1. Þorvaldur Vestmann Magnús- son, forseti bæjarstjórnar. 2. Ólafur Börkur Þorvaldsson, lögfræðingur. 3. Þórður Haraldsson, fram- kvæmdastjóri. 4. Margrét Hannesdóttir, hjúkr- unarfræðingur. 5. Árni Grétar Gunnarsson, framkvæmdastjóri. 6. Frímann Sveinsson, mat- reiðslumeistari. 7. Stefán Guðmundsson, stýri- maður. 8. Helga Kristjánsdóttir, ur endurskoðandi. 9. Ása Kr. Jónsdóttir, skrifstofu- maður. 1 skák i Reykjavíkurskákmótinu lokið: Norðlendingamir í neðri kantinum Alþjóðlega Reykjavíkurskák- mótinu er lokið og varð niður- staðan sú að tíu skákmenn urðu efstir og jafnir með IV2 vinning, enda voru efstu menn óvenju spakir í síðustu umferð- unum og sömdu yfirleitt fljótt um jafntefli. Bandaríkjamað- urinn De Firmian reyndi þó hvað hann gat til að krækja sér í 1. verðlaun en ekki tókst hon- um það. í hópi efstu manna voru íslendingarnir Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason. Að sögn Gylfa Þórhallssonar hjá Skákfélagi Akureyrar var árangur norðlensku keppend- anna á Reykjavíkurskákmótinu ekki fyllilega í samræmi við þær væntingar sem til þeirra voru gerðar. Sérstaklega áttu menn von á snarpari skákum hjá yngri strákunum. í síðustu umferðinni var gengi Norðlendinganna sem hér segir: Áskell Örn Kárason vann Olaf B. Þórsson, Bragi Halldórsson vann Rúnar Sigurpálsson, Jón Garðar Viðarsson vann Winter frá Danmörku, Bogi Pálsson tap- aði fyrir Davíð Ólafssyni, Arnar Þorsteinsson tapaði fyrir Arkell frá Englandi og Ólafur Kristjáns- son beið lægri lilut fyrir Banda- ríkjamanninum Ivanov (2510). Áskell Örn var efstur norðanmanna og fékk 5 vinninga úr umferðunum ellefu. Ólafur, Arnar og Jón Garðar fengu 4 vinninga. Bragi fékk 3 vinninga úr 10 skákum og 1 með yfirsetu og því 4 alls. Rúnar fékk 3V5 vinning og Bogi fékk einnig 31/: vinning með yfirsetu. Að sögn Gylfa bætir Ólafur Kristjánsson við sig stigum með sínum árangri, en hann keppti við mjög sterka skákmenn. Andstæðingar hans höfðu rúm- lega 2400 stig að meðaltali og hækkar Ólafur um 15 alþjóðleg skákstig. Áskell Örn og Arnar bæta 5 stigum í sarpinn. Hinir Norðlendingarnir töpuðu stigum. Jón Garðar tapaði 20 stigum og Rúnar og Bragi töpuðu 15 stigum og eiga á hættu að detta út af alþjóðlega stigalistanum, en lág- markið þar er 2200. Bogi var stigalaus og kemst ekki inn á listann. SS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.