Dagur - 31.03.1990, Blaðsíða 20

Dagur - 31.03.1990, Blaðsíða 20
SALTFISKVEISLA Á BAUTANUM Ristaðir saltfiskbitar „Portúgal". Pönnusteikt saltfiskflök með hrísgrjónum og karrýsósu „ofnbakað". Hvítlaukskryddaðir, ristaðir saltfiskstrimlar með piparrót Rjómasoðinn saltfiskur í hvítlaukstómatsósu. í gær var opnuð myndlistarsýning í Landsbankanum á Akureyri. Á sýningunni eru myndverk í eigu bankans og verða þau til sýnis í afgreiðslusal bankans að Strandgötu 1 til 17. apríl. Sýningin er opin á afgrciðslutíma Landsbank- ans* Mynd: KL Mikið tap varð á rekstri Kaupfélags Eyfirðinga á árinu 1989: „Taprekstur annað árið í röð er alvarlegur hlutur“ Verulegt tap varð á rekstri Kaupfélags Eyfirðinga á árinu 1989. Magnús Gauti Gauta- son, kaupfélagsstjóri, upplýsti þetta á fundi Akureyrardeildar KEA sl. fiinmtudagskvöld. Magnús Gauti sagði að upp- gjöri væri ekki lokið og því lægi endanleg rekstrarniður- stöðutala ekki fyrir. Hins veg- ar væri Ijóst að tapið væri eitthvað minna en árið 1988, en þá nam tap á rekstri KEA 204 milljónum króna. „Taprekstur hjá félaginu ann- að árið í röð er mjög alvarlegur Húsavík: Slökkviliðs- stjóraskipti í kvöld Á miðnætti í nótt taka þrír nýir slökkviliðsstjórar við embætt- um sínum hjá Slökkviliði Húsavíkur. Það eru Jón Ásberg Salómonsson, Bene- dikt Jónasson og Sveinbjörn Lund. Þeir sem láta af störfum eru Olafur Jónsson, Gísli Saló- monsson og Hreinn Einarsson. Að undanförnu hefur tækja- búnaður slökkviliðsins verið prufaður og yfirfarinn af slökkvi- íiðsstjórunum sem eru að skila af sér, og m.a. var brunaboðinn í bænum gangsettur af þeim sök- um á fimmtudagskvöld. Aðspurður um orsök þess að slökkviliðsstjórarnir væru allir að hætta sagði Ólafur að þeim þætti starfið bindandi sem aukavinna, og einnig að orðið væri tímabært að ráða einn mann í fullt starf, ef sinna ætti því af einhverju viti, t.d. eldvarnaeftirlitinu. IM hlutur og verður að leita allra ráða til að snúa þessu við. Við taprekstur versnar efnahagsstaða félagsins, en sem betur fer er efnahagur fyrirtækisins sterkur,“ sagði Magnús Gauti. Hann sagði að gripið hefði veriö til ýmissa ráðstafana til þess að draga úr kostnaði og því yrði haldið áfram á þessu ári. Meðal annars yrði lögð áhersla á að lækka verulega allt of háan birgðakostnað. Dagur greindi í gær frá upp- sögnum og skipulagsbreytingum hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Kaupfélagsstjóri skýrði þessar aðgerðir út fyrir fundarmönnum á fimmtudagskvöldið og sagði að líta mætti á þá sem fengu upp- sagnarbréf í hendur sem fórnar- lömb erfiðra aðstæðna í þjóð- félaginu. Kaupfélagsstjóri greindi frá frekari fækkun starfsfólks hjá KEA á Akureyri á árinu. Frá áramótum hefði sjö manns verið sagt upp í sláturhúsi og hjá skipa- afgreiðslu yrði fækkað um átta manns á þessu ári. Magnús Gauti gerði á fundin- um grein fyrir afkomu einstakra deilda KEA og kom fram hjá honuni að bati hefði orðið í ýms- um greinum frá fyrra ári en hall- að hefði undan fæti í öðrum. Rekstur Mjólkursamlagsins gekk mun betur á sl. ári en árið 1988 og verður afkoma þess nálægt núllinu. Þá nefndi hann m.a. að rekstur bifreiðadeildar hafi á liðnu ári gengið mjög vel. Hins vegar lýsti kaupfélagsstjóri áhyggjum vegna erfiðleika í rekstri deilda eins og bygginga- vörudeildar. Þá sagði hann mik- inn samdrátt hafa orðið hjá Kjöt- iðnaðarstöð KEA og afkoma hennar hafi sjaldan eða aldrei verið erfiðari en á síðasta ári. Vegna plássleysis í blaðinu í dag verður nánari umfjöllun um fund Akureyrardeildar KEA að bíða til þriðjudags. óþh Sláturhúsið á Dalvík: Stórgripaslátrun ekki leyfö Nú er Ijóst að ekkert verður af hlutaúreldingu sláturhúss- ins á Dalvík. Samþykkt var um síðustu áramót að hætta allri slátrun í húsinu en að ósk heimamanna var málið aftur tekið upp og þess óskað að úrelding næði aðeins til sauð- fjárslátrunar en stórgripa- slátrun verði áfram leyfð. Þessu hefur úreldingarnefnd iandbúnaðarráðuneytisins hafnað. Níels Árni Lund, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við blaðið að í Ijósi þessa vilja hcimamanna hafi nefndin óskáð eftir við stjórn KEA að hún legði mat á hvort stórgripaslátr- un væri nauðsynleg fyrir hérað- ið. „Að hennar mati var ckki tal- ið nauðsynlegt að lialda úti stór- gripaslátrun á Dalvík og á þeim forsendum höfnum við úreld- ingu að hluta á húsinu. Mark- mið þessarar nefndar cr að koma á aukinni hagræðingu í slátrun, þessi hagræðing er greidd af verðmiðlunarsjóöi kindakjöts og því ekki verjandi aö greiða kostnað við nautgripa- slátrun með þcssu fé,“ sagði Níels Árni. JOH Akureyrarbær: Samningar við íþróttafélög fyrir bæjarstjórn Á fundi bæjarráðs Akureyrar- bæjar í fyrradag var fjallað um drög að samningum bæjarins við Skautafélag Akureyrar, Golfklúbb Akureyrar og íþróttafélagsið Þór. Samning- ar þessir eru byggðir á fyrir- liggjandi rammasamningi bæjarins við ÍBA sem fjallar um kostnaðarþáttöku bæjarins í framkvæmdum hjá íþrótta- félögunum í bænum. Að sögn Sigurðar J. Sigurðs- sonar, forseta bæjarstjórnar, tek- ur samningurinn við Skautafélag Akureyrar til framkvæmda sem eftir er að ráðast í. Hvað samn- inginn við Þór varðar þá tekur hann til áframhaldandi byggingu íþróttaaðstöðunnar en Golf- klúbbur Akureyrar hefur lokið á þriðjudag við sínar framkvæmdir og snýst sá samningur því einvörðungu um kostnað við þá uppbyggingu sem þegar hefur átt sér stað. Þessir þrír samningar taka til allt að fjögurra ára. Á fjárhags- áætlun Ákureyrarbæjar fyrir yfir- standandi ár var samþykkt að veita 15,5 milljónum króna til þessara samninga. Sigurður segir að upphæðin skiptist milli félag- anna í samræmi við verksamn- inga en ekki jafna hluta. Bæjarráð gerði nokkrar minni- háttar breytingar á þeim samn- ingsdrögum sem íþróttaráð lagði fyrir bæjarráð. Samningarnir verða til umfjöllunar hjá bæjar- stjórn næstkomandi þriðjudag. Eftir þann fund ættu þeir að verða tilbúnir til undirritunar. JÓH Krossanesverksmiðjan: 75 millj. frá áramótum Krossanesverksiniðjan hefur þurft að greiða um 75 millj- ónir króna frá áramótum, að því er heimildir Dags segja. Hér er aðallcga um afborgan- ir lána að ræða, og kostnað við að hreinsa til og vinna við tæki verksmiðjunnar eftir brunann. Sú upphæð sem hér er nefnd er tckin af tryggingafénu. Krossanes var með rekstrar- stöðvunartryggingu, og nemur hún sömu upphæð, 75 milljón- um. Samkvæmt heimildum Dags hefur komiö fram að kostnaður við hreinsun tækja- búnaðar í verksmiðjunni og þá vinnu sem þar hefur farið fram cftir brunann erá bilinu 14 til 15 milljónir króna. Um 60 milljón- ir hafa farið til að greiða afborg- anir lána. Verktakafyrirtækið Vör hf. hefur haft nokkra starfsmenn í vinnu í Krossanesi frá áramót- um við að brjóta niður veggi og hreinsa til eftir brunann. Þeirri vinnu lýkur í næstu vikur, og segir Hallgrímur Skaptason, framkvæmdastjóri Varar hf., að framundan sé næsta erfiður tími hjá fyrirtækinu, komi fleiri verkefni ekki til sögunnar. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framtíð Krossanes- verksmiðjunnar. EHB Skipulagsbreytingarnar hjá KEA: Bjöm o g Kristján láta af störfum Eins og Dagur greindi frá í gær er uppsögn 27 starfsmanna í stjórnun og á skrifstofu liður í skipulagsbreytingum Kaupfé- lags Eyfírðinga. Starfsmenn á skrifstofu KEA á Akureyri, Dalvík og víðar á félagssvæð- inu hafa fengið uppsagnarbréf í hendur. Stöður fulltrúa kaup- félagsstjóra eru lagðar niður. Tveir þeirra, Björn Baldurs- son, fulltrúi á verslunarsviði, og Kristján Olafsson, sjávar- útvegsfulltrúi, láta af störfum hjá fyrirtækinu frá og með 1. aprfl. Björn Baldursson hefur starf- að hjá Kaupfélagi Eyfirðinga í rúm 37 ár. Hann sagði í samtali við Dag að uppsögn hafi komið sér í opna skjöldu og honum hefði ekki gefist ráðrúm til að hugsa hvað hann tæki sér fyrir hendur. Kristján Ólafsson lætur nú af störfum hjá KEA eftir 35 ára starf. Hann er búsettur á Dalvík og gegndi stöðu útibússtjóra þar áður en hann hóf störf sem sjáv- arútvegsfulltrúi. Kristján sagði að uppsögn hefði komið flatt upp á sig, en kaupfélagsstjóri og stjórn hefði metið það svo að þessi skipan mála væri kaupfélag- inu til heilla. Hann sagði að eftir þessa niðurstöðu byggist hann fastlega við að flytja burt af svæð- inu. „Ég vil láta jáað koma fram að ég vona að þessar skipulags- breytingar hjá kaupfélaginu verði því og eigendum þess, félagsfólk- inu, til hagsbóta," sagði Kristján Ólafsson. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.