Dagur - 31.03.1990, Blaðsíða 18

Dagur - 31.03.1990, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 31. mars 1990 Skemmtilegir strákar - Á tónleikum með hljómsveitinni „Við strákarnir" poppsíðon Ekki er hægt að segja að tón- listarlíf standi í sérstaklega mikl- um blóma hér á Akureyri, a.m.k. hvað tónleikahald varðar. Það er nánast undantekning að popp- tónleikar séu haldnir hér núorðið, og sé um slíka tónleika að ræða, þá eru það langoftast sveitir frá sunnanverðu landinu sem í hlut eiga. Ekki þar fyrir að engar hljómsveitir séu starfandi, því það er öðru nær, heldur virðast þær langflestar einungis hafa á stefnuskránni að spila á dans- leikjum og þar af leiðandi er tón- listin sem þær spila illbærileg annarsstaðar en á slíkum uppá- komum þó stundum sé undan- tekning á. Að þessu sögðu verð- ur þó ekki litið framhjá þeirri stað- reynd að það virðist vera nær ómögulegt að starfrækja hljóm- Umsjón: Magnús Geir Guðmundsson sveit með mikinn metnað í huga án þess að drýgja tekjurnar með spili á dansleikjum. Er þetta döp- ur staðreynd en sönn, aftur á móti eru menn þó alltaf að reyna og er blússveitin „Við strákarnir" ágætt dæmi um það. Hefur hljómsveitin sem skipuð er þeim Hvers vegna er nágranni þinn áskrifandi að Heima er bezt Vegna þess að það er staðreynd að „Heima er bezt“ er eitt af vinsælustu tímaritum hérlendis. Þú ættir að hugleiða hvort ekki væri skynsamlegt að slást í þennan stóra áskrifendahóp, og eignast þar með gott og þjóðlegt íslenskt tímarit við vægu gjaldi, sem þú fengir sent heim til þín í hverjum mánuði. Utfylltu þess vegna strax í dag áskriftarseðilinn hér fyrir neðan og sendu hann til „Heima er bezt“, pósthólf 558, 602 Akureyri, og þú munt um leið öðlast rétt til að njóta þeirra hlunninda sem eru því samfara að vera áskrifandi að „Heima er bezt". Nýir askrifendur fá eldri árgang í kaupbæti. X Til „Heima er bezt, pósthólf 558,602 Akureyri. Ég undirrit óska að gerast áskrifandi að tímaritinu „Heimaerbezt". □ Árgjald kr. 2.000,00. □ Sendið mér blaðið frá 1. janúar 1990. Naln: Gunnari Eiríkssyni sem syngur og blæs í munnhörpu, Húnboga Valssyni sem leikur á gítar, Haf- liöa Haukssyni sem ber húðir og Teiti Guðnasyni sem plokkar bassann, starfað í um eitt ár og hefur á þessum stutta líftíma sín- um verið dugleg við að koma fram bæöi hér á Akureyri og víð- ar á Norðurlandi. Tónleikarnir sem hér um ræðir voru haldnir þann 23. mars s.l. á Krá Hótel Stefaníu og voru seinni tónleikar af tveimur. Var þetta í þriðja sinn sem umsjónarmaður Poppsíð- unnar ber sveitina augum og er óhætt að segja að henni hefur farið fram í hvert sinn. Reyndar byrjuðu tónleikarnir svolítið brösulega og smá taugatitrings virtist gæta, en eftir 3-4 lög voru hljómsveitarmeðlimir orðnir vel samstilltir og var góður stígandi í spilamennskunni mest alla tón- leikana í gegn. Eins og áöur greinir spila „Við strákarnir" blús „Við strákarnir“ í góðri sveiflu á tónleikunum á Hótel Stefaníu. og gera þeir það í hinni fjölbreytt- ustu mynd. Á efnisskránni var allt frá kolsvörtum blúsum eins og Hoochie Coochie Man eftir Willie Dixon og Stormy Monday eftir T. Bone Walker til hvítra suður- ríkjablúsa á borð við Tush með ZZ Top og One Way Out með Allman Brothers Band. Auk þessara fjögurra laga sem þeim félögum tókst mjög vel upp í, þá er vert að minnast einnig á lög eins og Hideway, en þar fór Hún- bogi aldeilis á kostum, og J.J. Cale slagarann Cocaine, þar sem sveitin náöi sérstaklega vel saman. í heildina voru þessir tónleikar hin ágætasta skemmt- un og vonandi verður framhald á hjá þeim félögum í „Viö strákarn- ir“. Að vísu voru nokkrir smá- hnökrar á spilamennskunni en með meiri æfingu og reynslu munu þeir vafalaust hverfa. Heimili: Minningartónleikar um John Lennon Ég hef að undanförnu greint frá tónleikum sem halda á til heiðurs Nelson Mandela í London þann 16. apríl n.k. Nú berast fregnir af frekari uppákomum í Bretaveldi því 5. maí verða í Liverpool haldnir heljarmiklir tónleikar í minningu John Lennons, en tíu ár eru liðin frá því aö hann var myrtur. Eins og á Mandelatón- leikum mun fríður hópur tónlist- armanna koma fram í Liverpool, en meðal þeirra má nefna Deac- lon Blue, Lou fíeed, Terence Trent DArby og síðast en ekki síst Blúsgoðið B.B King. Verður tón- leikunum sjónvarpað til um 100 milljóna manna og ágóðanum af þeim varið til uppgræðslu víðs- vegar um heiminn. Bob Dylan: Gamla brýniö Bob Dylan sannaði það í fyrra að hann er ekki dauð- ur úr öllum æðum. Platan hans Oh Merchy þykir vera hans besta í mörg ár og jafnframt þótti hún vera ein af bestu plötum síðasta Hitt og þetta lYIinningartónleikar um John Lenn- on verða haldnir í niaí. árs. Er kappinn nú mættur á nv í studio að taka upp nýja plötu ásamt ekki ómerkari mönnum en gítarbræðrunum Jimmy og Steve Ray Vaughan. Ekki er búið að ákveða nafn á plötuna né hve- nær hún eigi að koma út, en nú þegar hafa verið hljóðrituð þrjú lög sem til greina koma á hana. Fleetwood Mac: Hin aldna sveit Fleetwood Mac er nú að senda frá sér enn eina Raðhús við Hlíðarlund Einu íbúðirnar sem eru í byggingu á Brekkunni á Akureyri árið 1990 Bæði 3ja og 4ra herbergja íbúðir. Upplýsingar á skrifstofu SS-Byggis hf. við Viðjulund. byggir m. ixojgsna (t iiiiniiiiiB 11.» i'i m inl'ir r .ö he. ÍL plötuna, nefnist hún Behind the Mask og er áætlað að hún komi út í byrjun mars. Lindsay Bucking- ham sem um árabil var meðlimur í Fleetwood Mac kemur fram sem gestur á plötunni og syngur titil- lagið Behind the Mask. Guns’n’ Roses: Enn og aftur berast váleg tíðindi úr herbúðum Guns ‘n‘ Roses, nú á þá leið að trommuleikari sveitar- innar, Steven Adlerheíur verið lát- inn hætta. Hefur Adler eins og reyndar aðrir meðlimir G ‘n‘ Rátt í miklum erfiðleikum vegna of- neyslu eiturlyfja sem honum gengur illa að yfirstíga. Því hefur hann verið látinn hætta, en ekki er loku fyrir það skotið að málið verði endurskoðaö ef kappinn braggast fljótlega. Nýr maður í stað Adlers hefur ekki verið fund- inn ennþá en líklegur arftaki hans er talinn vera fyrrum trommuleikari Pretenders, Martin Chambers. Raflagnir. Viðgerðir á raflögnum. Raftækjaviðgerðir. Dyrasímaviðgerðir. Dyrasímar. Efnissala. : RAFQRKA Kotárgerði 22 Sími 23257

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.