Dagur - 31.03.1990, Page 17

Dagur - 31.03.1990, Page 17
efst í hugo A ferð um gömlu hverfín Astand margra gamalla og merkra húsa á Akureyri hefur oft vakiö furöu mína. Sjálfur er ég einn þeirra sem bý í gömlu húsi á Eyrinni og hef því kringum mig fjölda gamalla húsa. Sum þeirra eru, sem betur fer, í góöu ástandi en önnur í slæmu ástandi. Eg held að allir Akureyr- ingar geti veriö sammála um aö nauð- synlegt er aö halda gömlum húsum í bænum viö í staö þess að láta þau fara í niðurníðsiu, öllum til ama. En vantar ekki einhverja heildarstefnu? Þarf ekki meira frumkvæði af hálfu bæjaryfirvalda, meiri stuöning við bakiö á þvi fólki sem vill endurbæta og halda gömlu húsunum viö? Mér varö hugsað til þessara mála fyrir skömmu þegar ég frétti af komu erlendra gesta til Akureyrar og skoðunarferð þeirra um elstu bæjarhlutana. Vart þarf aö efast um að erlendum gestum eru eft- ir slíkar heimsóknir minnistæö falleg og vel viö haldin hús en þessir gestir taka engu aö síður eftir húsum sem eru í niðurníðslu. Vissulega er þaö rétt aö mörg eldri húsanna eru svo illa farin aö þeirra bíöur ekkert annað en aö veröa rifin niður. Sé svo komið ætti ekki aö draga þaö aö rífa þessi hús, eins og dæmi eru um. Hins vegar er þaö umhugsunarefni hve mörg hús fara þessa leið. Þau eru of mörg. Hver og einn bær á sína sögu. Söguna má aö hluta til lesa í elstu bæjarhlutun- um. Því hljóta bæjaryfirvöld á hverjum staö að setja þaö á oddinn aö þessi saga sé varöveitt og aö henni hlúö. Mér finnst verulega á vanta í þessu efni á Akureyri. Viö íslendingar, og Akureyr- ingar eru þar engin undantekning, höf- um gleymt okkur í fjárfestingarbrjálæð- inu í húsnæði á síðustu árum. Þetta hef- ur gert að verkum að okkur er meira umhugaö um aö koma uþþ fleiri blokkum í nýju hverfunum en aö halda viö elstu bæjarhlutunum. Þannig er þessu varið á Akureyri. Bæjarbúar og bæjaryfirvöld veröa aö líta i eigin barm og huga aö eldri hverfum bæjarins. Þar bíöa mörg verkefni og sem sómi væri aö aö takast á viö. Jóhann Ó. Halldórsson. vísnaþáttur Æskukoss nefnast næstu vís- ur og eru heimagerðar: Æskukoss, sem enginn varð örlögunum réði. Fékk því aldrei fyllt sitt skarð fegurðar og gleði. Hún var ung og óspillt mey, ástar hitaveita. Hann var flón sem hugði ei hvers hann var að leita. Enn ber við að huga hans hýrgar Ijósið bjarta. Veit hann þó, ei leitar lands löngu sokkið hjarta. Árum sfðar sá hann hvað sár var beggja skaði. Loks var orðið upplitað allt á þessu blaði. Flökkuvísur. (Heimagert.) Vængjum búin vísa snjöll vermir huga þinn og minn. Petta barn á þjóðin öll, þótt menn deili um föðurinn. Pó er skylt að leita lags, lykil finna sannleikans. Pví skal renna í þáttum Dags þakkarhug til leitarmanns. Næstu vísurnar tvær kvað Bragi Björnsson frá Surts- stöðum. Mitt í hreggi nýjan nið nemur, hryðjum betri, ef þú leggur eyra við upp úr miðjum vetri. Breytt er loks um eðli og átt, eytt er vetrarskugga. Við skulum opna upp á gátt allar dyr og glugga. Þá birti ég nokkrar vísur eftir Þorbjörn Kristinsson kenn- ara. Áður var ég oft á bar, ekki spar á meðan. Aðeins hjari, orðinn skar, ætti að fara héðan. r— Beðið um heilbrigðisvottorð. Vilji enginn Ijá mér lið, lífsins dvínar kraftur. Settu mig í samband við samfélagið aftur. Kveðjuvísur til Nönnu. Mína galla þekkir þú, það er varla gaman. Óðum hallar undan nú er að falla saman. Meðan finn ég þörf á því þig að vinna, Nanna, liðin kynni lifa í landi minninganna. Jón Benediktsson yfirlög- regluþjónn nefnir þessar vís- ur sínar Tilraun: Sveinninn fljóði lipurt Ijóð las í hljóði, meðan rjóð mærin góða, greind og fróð gerðan hróður fótumtróð. Fljóðið smáa fór sér hjá, fljótt að sjá, hvað undir lá. Pað, sem má ei minnast á, mikið þráði piltur sá. Gæfan reynist gjafasein, gæðin treinir, það er mein, dátt í leyni hjartahrein hlær að sveini menjarein. Bjarni Jónsson frá Gröf kvað þessa vísu fyrir mörgum ár- um. Einhver kynni að álíta hana nýorta: Engu er sáð í andans flög, ekki á dáðin hreysi. Peir setja bráðabirgðalög, byggð á ráðaleysi. Þá birti ég tvær vísur og er fyrrihluti þeirra ortur af Birni Jakobssyni frá Varmalæk, en Kristleifur Þorsteins á Stóra- Kroppi botnaði í skyndi. Heimild: Frú Guðfinna Thorlacíus. Úti er hregg og hélað skegg á hverjum segg, fyrir utan vegg. Styttast kleggi, nötrar negg, naumast heggur fjalls í egg. Ég er að leysa og láta í meis laufum eys úr stafla heys. Bú mitt reisi á fræðum Freys. Féð er beisið, allt með keis. Þá kemur gátu-vísa, sögð eft- ir Einar Benediktsson skáld. ígleði og sút heféggildi tvenn: Til gagns menn mig elta, til skaða njóta. í reiða er ég hafður, um hálsa ég renn, til höfða ég stíg en er bundinn til fóta. Næstu vísur eru eftir Svein Hannesson frá Elívogum. Lífs mér óar öldurið, er það nógur vandi að þurfa að róa og þreyta við þorska á sjó og landi. Um nýja ljóðabók: Létt er pund hjá Ijóðasmið, listin undra skitin. Hugsun undin öll úr lið, orðin sundur slitin. Og enn kvað snillingurinn Sveinn Hannesson: Flest þó moli tímans tönn, trausta boli hylji stakan þolir frost og fönn, flóðaskol og bylji. Hugsun skæra hafa má hlaupa á glærum ísum til að læra tökin á tækifærisvísum. Laugardagur 31. mars 1990 - DAGUR - 17 Laus störf við vátryggingar Tvö hálfsdagsstörf eru laus á skrifstofu okkar, fyrir og eftir hádegi. Um er að ræða krefjandi, blönduð störf við afgreiðslu á skjái, innheimtu, sölumennsku, tjónauppgjör o.fl. Umsóknareyðublöð og upplýsingar fást á skrifstof- unni í Sunnuhlíð milli kl. 14 og 16 næstu daga. TRYGGING HF Sunnuhlíð12 Sími 96- 21844 AKUREYRARBÆR Bókavörður Laust er til umsóknar starf bókavarðar á Amtsbókasafninu. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í skrif- stofustörfum. Starfið veitist frá 1. maí nk. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Akur- eyrarbæjar. Upplýsingar um starfið veitir Amtsbókavörður í síma 24141 og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 21000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar. Umsóknarfrestur er til 11. apríl. Amtsbókavörður. — AKUREYRARBÆR Skrifstofustarf Laust er til umsóknar starf á skrifstofum Akureyrarbæjar - starfsmannadeild. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í skrif- stofustörfum eða próf frá verslunarbraut. Starfið veitist frá 1. maí nk. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Akur- eyrarbæjar. Upplýsingar um starfið veitir starfsmannastjóri í síma 21000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild. Umsóknarfrestur er til 6. apríl. Bæjarritari. Konur og sveitar- stjórnarmál Fundur á Hótel KEA laugardaginn 31. mars nk. kl. 15.00. Frummælendur: Unnur Stefánsdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna, Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður, Úlfhildur Rðgnvaldsdóttir, bæjarfulltrú á Akureyri, Guðlaug Björnsdóttir, bæjarfulltrúi á Dalvík, Kolbrún Þormóðsdóttir, varabæjarfulltrúi á Akureyri. Að framsöguerindum loknum fara fram almennar umræður. Konur! Fjölmennum. Framsóknarkonur við Eyjafjörð.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.