Dagur - 11.04.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 11.04.1990, Blaðsíða 1
í tilcfni páskanna fengu verslunarmenn í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð á Akureyri lánaða hænuunga frá Svein- bjarnargerði, sem þeir hafa komið fyrir í búri í verslanamiðstöðinni. Er greinilegt að yngri kynslóðin hefur gaman af að heimsækja þessa skemmtilegu gesti. Mynd:KL Söltunarfélag Dalvíkur: Heimaaðilar vildu kaupa hlut KEA Stjórn KEA kom sanian til fundar nm miðjan dag í gær tii að fjalla um sölu á hlutabréf- um fyrirtækisins í Söltunarfé- lagi Dalvíkur hf. til Samherja hf. Fyrir fundinn var stjórninni send yfirlýsing frá nokkrum aðilum þar sem þeir óska eftir að kaupa bréfin á sömu kjör- um og Samherji. Fundi stjórnar KEA var frest- að síðdegis en hófst aftur í gærkvöld. Honum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Tilboð Samherja í 64% hlutinn hljóðar upp á 62 milljónir króna. Sem fyrr segir lýstu nokkrir aðilar á Dalvík sig reiðubúna til að ganga inn í þetta tilboð. Þessir aðilar eru: Haraldur sf., Otur hf., Fiskverkun Jóhannesar og Helga, Valdimar Snorrason, Snorri Snorrason, Vinur sf., Helgi Jakobsson f.h. Williards Helgasonar, Jarðverk hf., Fisk- miðlun Norðurlands hf. og Stef- án Rögnvaldsson hf. JÓH Uppstokkun í útgerðinni á Dalvík: Bærinn út úr Útgerðarfélaginu Bæjarstjórn Dalvíkur sam- þykkti í gær að sclja KEA 48,69% hlut sinn í Utgerðar- félagi Dalvíkinga hf. Fimm fulltrúar í meirihluta bæjar- stjórnar voru sölunni Idynntir en tveir fulltrúar minnihluta andvígir. Ennfremur var sam- þykkt að falla frá forkaupsrétti að hlutabréfum bæjarins í Söltunarfélagi Dalvíkur. Tillaga sú er samþykkt var á bæjarstjórnarfundinum í gær er svohljóðandi: „Bæjarstjórn Dal- víkur hafnar tilboði KEA um einhliða hlutafjáraukningu þess í ÚD. Jafnframt samþykkir bæjar- stjórn fynpliggjandi drög að kaupsamningi milli KEA og Dal- víkurbæjar um kaup KEA á hlut bæjarins í ÚD og felur bæjar- stjóra að ganga frá endanlegum samningi þar að lútandi. And- virði hlutabréfanna í ÚD verði nýtt til eflingar atvinnustarfsemi á Dalvík. Þá samþykkir bæjar- stjórn Dalvíkur að falla frá for- kaupsrétti bæjarins að hlutabréf- um KEA í Söltunarfélagi Dalvík- ur.“ í greinargerð með tillögunni, sem að stóðu fimm fulltrúar meirihluta, kemur fram að tilboð KEA um hlutafjáraukningu hafi verið talið óaðgengilegt fyrir Dal- víkurbæ „því með 67% eignar- hluta ræður KEA alfarið yfir félaginu, hvar aflinn er lagður upp og á hvaða verði.“ I greinargerðinni kemur fram það álit að með þessu sé skotið styrkari fótum undir útgerð og fiskvinnslu á Dalvík og jafnframt opnist ný tækifæri til frekari atvinnusköpunar, þar sem er andvirði hlutabréfa bæjarins í ÚD. Síðar segir í greinargerð- inni: „Með sölu hlutabréfa til Samherja hf. á Akureyri kemur inn í þennan rekstur aðili sem lýst hefur því yfir að hann sé til- búinn til þess, í samstarfi við Dal- víkurbæ, að leita allra leiða til að reisa við rekstur SFD og skjóta þar með styrkari stoðum undir atvinnulíf staðarins. Meðal annars vegna þessa þá telur bæjarstjórn Dalvíkur full- komlega eðlilegt að falla frá for- kaupsrétti sínum í SFD.“ Ennfremur segir: „Þar sem heyrst hefur af áhuga aðila á Dal- vík á kaupum á hluta KEA í SFD lýsir bæjarstjórn yfir fullum vilja til viðræðna og samstarfs um enn frekari atvinnuuppbyggingu á Dalvík.“ í máli fulltrúa meirihluta Slippstöðin hf.: síðasta árs nemur tugum milljóna króna útistandandi skuldir um 170 milljónir Tap Slippstöðin á Akureyri á úti- standandi í skuldum uin 170 milljónir króna og þar af eru 42 milljónir hjá Hraðfrysti- húsi Keflavíkur sem nú hefur fengið greiðslustöðvun. Kæmi til gjaldþrots fyrir- tækisins gæti Slippstöðin tap- að uintalsverðu fé en hversu inikið þyrfti að afskrifa réðist að því hvað næðist upp í skuldir frystihússins. Drög að ársrcikningi Slippstöðvarinn- ar liggja nú fyrir og er Ijóst að tap stöðvarinnar á síðasta ári nemur tugum milljóna króna. Vaxtakostnaður vegna lána sem hvíla á raðsmíðaskipinu nam 26 milljónum á síðasta ári og er því ljóst að byrgðin af þessu skipi er stór hluti af tap- inu. Raðsmíðaskipið verður auglýst til sölu á næstunni og hefur verið rætt í stjórn stöðvar- innar að til álita konti að selja skipið fyrir 15-20 milljónum lægra verð en samningur við Meleyri hljóðaði upp á. Þessi mismunur jafngildir auknu tapi stöðvarinnar. Stjórn Slippstöðvarinnar hef- ur heimilað Sigurði Ringsted, forstjóra, að ganga frá samning- unt við Óskar Matthíasson í Vestmannaeyjum um smíði á nýju skipi. Þessir samningar eru komnir vel áleiðis og verði af þessum viðskiptum ráðgcrir Slippstöðin að taka upp í hið þekkta aflaskip, Þórunni Sveinsdóttur VE, sem Óskar gerir út. Slippstöðin keypti í haust nokkra skrokkhluta úr gjaldþrota skipasmíðastöð í Málmey í Svíþjóð og verða þessir hlutar notaðar í skip Ósk- ars Matthíassonar, ef um semst. Skip Óskars yrði litlu minna en raðsmíðaskip Slippstöðvarinnar og segir Sigurður Ringsted að smíði verði hafin næsta haust ef samningar takist. JÓH bæjarstjórnar kom fram mikill stuðningur við þessa málsferð og trú um að þetta væri eina leiðin til að tryggja ÚD og SFD rekstr- argrundvöll. Fulltrúar minnihlut- ans gagnrýndu mjög málsmeð- ferð meirihlutans og taldi Guð- laug Björnsdóttir með ólíkindum að keyra ætti svo stórt mál í gegn með þeim hraða er raun bar vitni. Guðlaug og Valdimar Bragason lögðu fram tillögu þess efnis að áður en gengið yrði frá sölu á hlutabréfum bæjarins í ÚD yrði boðað til borgarafundar þar sem málið yrði kynnt og íbúum Dalvíkur gefinn kostur á að segja sitt álit á þessum áformum. í ann- an stað lögðu fulltrúar minnihlut- ans fram tillögu um að áður en forkaupsrétti á hlutafé í SFD yrði hafnað stæði bæjarstjórn fyrir könnun meðal heimamanna á Dalvík fyrir áhuga á aðild að SFD í samvinnu við Dalvíkurbæ. Ennfremur lögðu Guðlaug og Valdimar fram þá tillögu að beina því til Kaupfélags Eyfirð- inga að reyna að ná samningum við þá heimamenn er sýnt hafi áhuga á kaupum hlutafjár í SFD. Tillagan var felld sem og aðrar tillögur minnihlutans. óþh Akureyri: Göngugata ad breytast íblikk- beljustræti? Að undanl'örnu hefur tölu- vert borið á uinferð ökutækja um göngugötuna á Akureyri og það sem meira er að bílum liefur verið lagt í götunni án heimildar. Gunnar Jóhannes- son, verkfræðingur hjá Akur- eyrarbæ, segir að kvartanir hafi borist vegna þessa og því sé full ástæða til að skora á bifreiðaeigendur að láta af þessum ósið. Gildandi reglur um umferð f göngugötunni banna alla um- ferö ökutækja um hana nema takmarkaða umferð vegna vörulosunar og flutnings ,á sjúklingum og hreyfihömluðum að og frá heilsugæslustofnun- um. Þá er tekið fram að allar bifreiðastöður í göngugötunni séu bannaðar, nema fyrir hreyfihamlaða. „Því miður virðist sem menn eigi oft ákaflega léttvæg erindi í göngugötuna. Svo er áberandi að suntir verslunarcigendur í götunni leggja bílum sínum þar,“ sagði Gunnar. Hann lét þess einnig getið að oft á tíðum væri bílum ekið norður göngu- götuna, en einungis væri heimilt að keyra suður hana. óþh Skagaflörður: Tvö óhöpp í umferðinni - enn eru hross á vegum Mjög harður árekstur varð við brúna á Valagilsá í Norðurár- dal í Skagafirði. Tveir fólksbíl- ar skullu saman skammt aust- an við brúna. Báðir bílarnir skemmdust mjög mikið og eru sennilega ónýtir. Mikil hálka var þar sem óhappið átti sér stað. Litlu munaði að illa færi skammt frá bænum Marbæli í Seyluhreppi. Ökumanni fólksbif- reiðar tókst naumlega að forða árekstri við hross sem statt var á veginum. Hann ók bifreið sinni útaf veginum til að forða árekstri við hrossið. Bíllinn skemmdist lítillega þegar hann hafnaði í skafli utan vegar. Þrátt fyrir mikla umræðu um hross á akvegum missa hrossaeig- endur enn þá hross sín á vegina. Mikilvægt er menn gæti hrossa sinna svo ekki verði slys af þeirra völdum því vissulega munaði litlu í þessu tilfelli. kg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.