Dagur - 11.04.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 11. apríl 1990 - DAGUR - 3
í
f DAGS-ljósinu
i
Efnt til skoðanakönnunar 26. maí nk. um sameiningu hreppanna sunnan Akureyrar:
Margt bendir til að mikiil meiri-
hluti múa sé hlynntur sameiningu
- ákveðið að efna til kynningarfunda á næstunni jákvæðar/neikvæðar hliðar sameiningar
Verða sveitarfélögin þrjú
sunnan Akureyrar, Hrafnagils-
hreppur, Saurbæjarhreppur og
Öngulsstaðahreppur, samein-
kuð í eitt sveitarfélag innan
tíðar? Þetta er spurning sem
íbúar þessara hreppa velta fyr-
ir sér. Ákveðið er að efna til
skoðanakönnunar meðal íbúa
hreppsfélaganna um afstöðu til
sameiningar þann 26. maí nk.
jafnhliða sveitarstjórnarkosn-
ingum. Niðurstöður hennar
verða á engan hátt bindandi,
en nýkjörnar hreppsnefndir
munu meta þær og taka
ákvörðun um hvort gengið
verði til formlegrar atkvæða-
greiðslu um sameiningu. Verði
sveitarfélögin sameinuð verður
kjörin ný sveitarstjórn. Nú eru
hreppsnefndarmenn fimm, en í
sameinuðu sveitarfélagi yrði
þeim væntanlega fjölgað í sjö
og ráðinn sveitarstjóri.
Sameining sveitarfélaganna
þriggja hefur lengi verið í
umræðunni og á síðustu misser-
um hefur færst aukinn þungi í
hana. Það helgast fyrst og fremst
af því að samvinna sveitarfélag-
anna hefur aukist á sviði póst-
flutninga, dagvistunar-, skóla-,
íþrótta-, heilbrigðismála o.fl.
Samvinnan hefur m.a. náð til
uppbyggingar og reksturs
Hrafnagilsskóla og nýjasta dæm-
ið er glæsilegt íþróttahús á
Hrafnagili sem gjörbreytir
aðstöðu Eyfirðinga til íþrótta-
iðkunar. Hér var um svo stórt og
kostnaðarsamt verkefni að ræða,
að hverju sveitarfélaganna
þriggja var fjárhagslega ómögu-
legt að standa straum af því.
Samtakamátturinn gerði það hins
vegar mögulegt.
Hreppsfélögin reka saman
barnaheimili yfir vetrarmánuðina
að Botni í Hrafnagilshreppi. Þar
eru um 20 börn úr Hrafnagils- og
Öngulsstaðahreppi. Kostnaðar-
hlutdeild hreppanna í rekstri
barnaheimilisins fer eftir fjölda
barna í hverjum hreppi. Hins
vegar skiptist kostnaður við
rekstur Hrafnagilsskóla eftir
íbúafjölda. Þannig kemur mest í
hlut Öngulsstaðahrepps, en þar
voru 406 íbúar 1. desember sl.,
þá kemur Hrafnagilshreppur
(316 íbúar) og loks Saurbæjar-
hreppur (249 íbúar).
Sveitarfélögin hafa frá 1986
rekið sameiginlega skrifstofu að
Syðra-Laugalandi í Öngulsstaða-
hreppi og þar vinnur einn maður
í fullu starfi. Þar er m.a. keyrt
bókhald fyrir hreppsfélögin og
skólana. Öddvitarnir þrír hafa
ekki fastan viðtalstíma á Syðra-
Laugalandi, en eðli málsins sam-
kvæmt eru þeir oft á skrifstof-
Næsta verkefni sem hreppsfé-
lögin þrjú standa að er bygging
íbúða fyrir aldraða skamrnt frá
Kristnesspítala. Væntanlega fer
bygging þeirra af stað með vor-
inu.
Birgir Þórðarson, oddviti Öng-
ulsstaðahrepps, segir að hrepps-
nefndarmenn þar séu nokkuð
sammála um nauðsyn þess að
sameina hreppsfélögin þrjú.
„Núna eru þrír oddvitar oft á tíð-
um að gera hluti sem einn maður
gæti unnið fyrir eitt sveitarfélag.
Með sameiningu sparaðist vinnu-
kraftur. Það er þó ekki aðalatrið-
ið í mínum huga. Samvinna sveit-
arfélaganna er orðin það mikil að
ég tel eðlilegra að reka þau sem
eina heild. Vert er að velta þeirri
spurningu fyrir sér hvort ástæða
sé til að reka þrjú sveitarfélög
þegar hægt er að hafa þau í einu
stóru.
Fjárhagslega yrði eitt sveitar-
félag væntanlega sterkara í sam-
ræmi við ný lög um tekjuskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga. Hagur
Saurbæjarhrepps yrði kannski
hvað mestur í þessu tilliti.
Ég tel að ef til sameiningar
kemur verði í sjálfu sér ekki
mikil breyting til að byrja með.
Þó verður sem dæmi kjörin ný
hreppsnefnd og sömu gjöld lögð
á alla,“ sagði Birgir.
Hann vildi ekki spá um úrslit
skoðanakönnunarinnar. „Þetta
hefur að mér finnst ekki mikið
verið rætt. Við ætlum okkur að
halda kynningarfundi um þetta
mál í öllum hreppunum núna fyr-
ir kosningar og eftir þá verða
menn vonandi betur í stakk búnir
til að taka afstöðu til sameining-
ar,“ sagði Birgir.
'v s'w. xtm* V, *,
... ' - 'v:
f • % \. . ? V f ... V. \
Samvinna Öngulsstaða-, Hrafnagils- og Saurbæjarhrepps hefur ankist á undanförnum árum. Eitt gleggsta dæiniö
um samvinnu sveitarfélaganna er uppbygging og rekstur Hrafnagilsskóla.
Kjararannsóknanefnd:
Kaupmáttur landverkafólks í ASI ryrnar
- mest minnkun í öllum stéttum kvenna
Greitt tímakaup landverka-
fólks í Alþýðusambandinu
hækkaði að meðaltali um tæp
13% frá síðasta ársfjórðungi
1988 til sama ársfjórðung á síð-
asta ári. Miðað við hækkun
framfærsluvísitölu á sama
tímabili minnkaði kaupmáttur
þessa sama fólks því um 9% á
þessu tímabili.
Þessar upplýsingar komá fram
í nýjasta fréttabréfi Kjararann-
sóknanefndar sem birtir mat á
launum og launahækkunum á 4.
ársfjórðungi 1989. Ef litið er á
hækkun mánaðartekna, þ.e.
liækkun heildarlauna með yfir-
vinnu á sama tímabili og að ofan
er getið, er kaupmáttarrýrnunin
heldur meiri eða 10%.
Ef litið er nánar á einstakar
stéttir hefur kaupmáttarrýrnunin
orðið áberandi mest hjá öllum
stéttum kvenna. Kaupmáttur
launa þeirra hefur rýrnað um 13-
15% á meðan kaupmáttur launa
karla hefur minnkað um 7-10%.
Meðalfjöldi vinnustunda fólks
í fullu starfi hefur minnkað um
hálfa klukkustund milli um-
ræddra ársfjórðunga. Ef litið er á
meðalfjölda vinnustunda á öllu
árinu samanborið við árið á
undan, þá er vinnutími svo til
óbreyttur. VG
„Mér heyrist hljóðið í fólki
vera frekar í þá átt að sameina
sveitarfélögin," sagði Haraldur
Hanncsson. oddviti Hrafnagils-
hrepps. „Núverandi hreppsnefnd
hér er alveg sammála um að stíga
þetta skref. Við teljum rétt og
eðlilegt að það sé eitt sveitarfélag
innan Akureyrar. Fólk hér á tví-
mælalaust samleið," sagði hann
ennfremur.
Hann kvað samvinnu sveitar-
félaganna þriggja hafa gengið
mjög vel á undanförnum árum,
enda hafi forystumenn þeirra átt
mjög gott með að vinna saman.
„I þeim sem ég hef heyrt tel ég
að menn séu jákvæðir fyrir sam-
einingu," sagði Auður Eiríks-
dóttir, oddviti Saurbæjarhrepps.
„Hins vegar geri ég mér grein fyr-
ir því að sjálfsagt væri hægt að
æsa upp hóp manna gegn þessu ef
út í það væri farið. Ég hef þó ekki
trú á slíku, því hér er afar yfir-
vegað og hógvært fólk,“ sagði
Auður. Hún sagði að í höfuð-
dráttum væri hreppsnefnd Saur-
bæjarhrepps fylgjandi samein-
ingu hreppanna. „Persónulega er
ég fylgjandi sameiningu. Hér eru
þrír oddvitar, en ég tel að væri
nóg að hafa einn sveitarstjóra
auk skrifstofumanns og einn
oddviti yrði þá í stöðu ekki ósvip-
aðri því sem forsetar bæjar-
stjórna gegna,“ sagði Auður.
óþh
Raflagnir.
Viðgerðir
á raflögnum.
Raftækjaviðgerðir.
Dyrasímaviðgerðir.
Dyrasímar.
Efnissala.
ii
rafOrka
Kotárgerði 22
Sími 23257
AÐALFUNDUR
Aöalfimdur íslandsbanka hf. áríö 1990 veröur haldinn
íÁtthagasal Hótels Sögu mánudaginn 30. apríl
oghefsthann kl. 16:30
Dagskrá:
1 • Aðalfundarstörf í samrœmi við ákvœöi 28. gr.
samþykkta fyrir bankann.
2. Stofnun Menningarsjóðs íslandsbanka.
Hluthafar sem vilja fá ákveðiö mál tekiö til meöferöar
á aöalfundinutn skulu í samrœmi
við ákvœði 25. gr. samþykkta fyrir bankann
gera skriflega kröfu þar aö lútandi til bankaráös,
Kringlunni 7, Reykjavík,
í síðasta lagi 18. aprfl 1990.
Aðgöngumiðar aö fundinum og atkvœöaseðlar
verða afhentir hluthöfum eöa umboðsmönnum þeirra
í afgreiðslu íslandsbanka, Kringlunni 7, 1. hœö,
dagana 25.-27. apríl 1990 kl. 9:15-16:00,
svo og á fundardag viö innganginn.
Reykjavík, 3. apríl 1990
F.h. bankaráös íslandsbanka hf.
Ásmundur Stefánsson, formaöur
ISLANDSBANKI
4