Dagur - 05.05.1990, Blaðsíða 11
Laugardagur 5. maí 1990 - DAGUR - 11
ir á Húsavík keyptu
nokkrum mánuðum
a að starfa I
m þær eru lærðar
íans en hin að
. Danskennarinn
rastardóttir og
'tir að spjalla við
rviðtalinu í dag er
uddfræðingur.
Strax ástfangin af húsinu
„Ég var eitt ár úti og kom heim núna í sept-
ember og fór strax að vinna. Allan tímann
meðan ég var úti langaði mig til Húsavíkur,
en þó hafði ég aðeins komið tvisvar hingað
áður. Svala Brynja spuröi hvort ég hefði
áhuga á að kaupa húsið með henni og ég
skrapp norður og leit á það og varð ástfang-
in af liúsinu undir eins. Ég fór að spyrja
Svölu hvort hún hefði eitthvað verið að
hugsa um að sig langaði að vinna með mér,
og hún sagði að hún hefði oft hugsað um
það.“
- Nú er þetta í fyrsta sinn sem opnuð er
nuddstofa á Húsavík. Hvernig hefur þér
verið tekið?
„Fólkið hefur verið afskaplega yndislegt.
Það hefur verið smálægð núna um páskana,
en vonandi fer fólk að koma aftur þegar það
er búið að ná sér niður eftir frídagana."
- Er ekki erfitt að vinna sem nuddari?
„Nei, og stundum er þetta ofsalega gef-
andi og maður labbar unt alveg í skýjunum.
Ég anna sex nuddum á dag, hvert í klukku-
tíma, og mundi ekki vilja gera fleiri. Nuddar-
inn gefur svo mikið af sjálfum sér að hann
verður að hafa aðstöðu þar sem aðrir geta gef-
ið honum. f>að er skrýtið að lýsa því, en það
er ntjög gefandi að nudda ófrískar konur, þær
eru hreinlega eins og orkustöð. En ef fólk er
eitthvað leitt eða verið er að nudda fólk
með andlega erfiðleika, getur það reynt
mjög á. Þá skiptir engu máli hvort fólkið cr
stórt eða lítið, eða jafnvel að um lítil börn
sé að ræða. Þetta er mjög skrýtin tilfinning
og dásamlegt t'yrir alla að kynnast henni."
- Hefur fólk verið opið fyrir þeim nýj-
ungum sem þú býður upp á?
„Já, mér hefur gengið mjög vcl. Það hef-
ur nrikið verið spurt eftir þessu og fólk er að
hugsa sig um. Mér finnst fólk hafa verið sér-
lega elskulegt og ég gæti í rauninni ekki ver-
ið án þeirra sem ég nudda."'
Mikið stress á íslandi
- Er dýrt að fara í nudd?
„Það er spurning um hvernig á það er
litið. Flvaöjyiltu gera fyrir þig og hvað færð
þú út úr því? Ég lækkaði við mig kaupið
núna vegna virðisaukaskattsins. Ég fæ 1503
krónur fyrir klukkutímanudd, en síðan bæt-
ist skatturinn við. Okkur, nuddurum, finnst
hart að geta ekki haft þetta á viðráðanlegra
verði og höfum rætt um niðurfellingu skatts-
ins við heilbrigðisyfirvöld. Mér finnst að
Islendingar ættu það inni hjá sér að skattur
af nuddi yrði felldur niður. Það er ofsalega
mikið stress hér á íslandi. Þegar ég kom að
utan, kom ég beint frá New York á föstu-
dagskvöldi og sá hvernig umferðin þar var,
og umferðin í Reykjavík á þriðjudegi er
verri en í New York á föstudagskvöldi. Því
ekki að fara að gera eitthvað jákvætt fyrir
fólkið?"
„Ég er vinnan mín," segir Þóra þegar hún
er beðin að segja nánar frá sjálfri sér.
„Vinnan er um leið mitt áhugamál og tóm-
stundagaman. Ég er algjör Austfirðingur að
ætt og uppruna. Pabbi er úr Brciðdal, kont-
inn af bændafólki en mamma er frá Horna-
firði. Við áttum heima á Höfn, og ég á tvo
bræður. Ég fór í skóla á Sauðárkróki, og þá
kynntist ég Norðurlandi svolítiö og líkaði
vel.
Kærastinn minn heitir Haukur Gunndórs-
son, og við erum nýbúin að trúlofa okkur.
Hann er úr Reykjavík, er kokkur og er
búinn að.fá vinnu í Mývatnssveit. Ég á mér
framtíðardrauma og .ég lekk mikið af
atvinnutilboðum úti, t.d. eitt tilboð frá góðu
hóteli. Svo fékk ég atvinnutilboð frá sjúkra-
húsi í Svíþjóð. Það gæti cinnig verið gaman
að skreppa út og afla sér nteiri fræðslu."
Jafnvel aidssjúklingur
lagaðist á tímabili
En nú eru það Húsvíkingar sem fá að njóta
starfskrafta Þóru, í janúar opnaði hún stofu
að Árgötu 14. „Þetta hefur bara gengið vel.
Ég nudda alveg í klukkutíma í einu og býð
ýmsar tegundir af nuddi, því nudd cr auðvit-
að geysigott viö mörgum kvillum. Það sam-
einar sál og líkama, nær fólki svolítið niður
á jörðina og aftur í samband við líkamann,
því fólk getur oft verið komið alveg úr
sambandi."
- Nú auglýsir þú ýmsar tegundir af nuddi
sent ég hef aldrei heyrt nefndar, við hvaöa
kvillum gagnar þessi meðferð helst ?
„Það cr gott að nudda við svefnleysi, og
þá er einmitt mjög gott fyrit' pör og hjón að
kunna að nudda hvort annað, því það er
gott að nudda fólk áður en það fer að sofa.
Höfuðverkur stafar oft af höröum vöðvum í
hálsinum. Það má scgja að 95% af höfuð-
verk stafi af hörðum vöðvum í hálsi, eða sé
afleiðing af höggum sent fólk fær t.d. við
bílslys eða fall.
Nudd er gott viö sorg, það gcrir svo rnikiö
fyrir sálina og nærir liana svo mikið. Og
hjartveiki. Eftir að fólk fær hjartaáfall, eða
þarl' t.d. í hjartauppskurð, er það svo
spennt og hrætt. Það er líka mjög gott fyrir
maka þess sem er hjartveikur að sá hjart-
veiki kunni að nudda, því makinn er í'
stöðugri spennu líka og þarf jafnvel rneira á
nuddi að halda, en því er oft gleymt.
Við millirifjagigt er gott að nudda. Flún
getur oft orsakað að fólk fái hjartasting, éða
verk út í hendurnar. Liðagigtarsjúklingar
liafa gott af léttu nuddi, sem heldur gigtinni
oft niðri eða verknum burt. Þunglyndi sem
skapast af svefnleysi og langvarandi strcitu
getur lagast með nuddi. Svona fcr þetta allt
saman, andleg og líkamleg líðan. Fólk sem
lengi hefur átt erfitt með svefn verður oft
þunglynt, útkeyrt og jafnvel sjúkt, og það
eru svo margir sjúkdómar sem geta komið
út frá streitu.
Krabbameinssjúklingar gleymast ákaf-
lega oft. Þeir eru í sífelldum ótta og fólki
finnst oft erfitt að vera nálægt þeint. t.d. að
horfast í augu viö aö ástvinir sínir séu dauð-
vona. Þetta er vandamál sem fólk vill
forðast. Það sem þessir sjúklingar þurfa oft
ntjög á að halda er snerting. því þeir finna
oft til einangrunar. hræðslu og kvíöa. Þaö er
kraftaverki líkast hvernig nudd róar svona
sjúklinga.
Þar sem ég var að læra úti var veriö að
vinna með aidssjúklinga. Ég vann ekki nteð
þá, heldur krabbameinssjúklmga, en við
sáum jafnvel aidssjúkling lagast á tímabili.
Með snertingu, umhyggju og samúö, kallar
maður frarn hlýju og ástúö, og þetta dregur
úr sársaukanunt."
Hátt uppi af líkamlegri vellíðan
„Endurhæfing eiturlyfjaneytenda. Þegar
fólk notar heróín og önnur eiturlyf, þá
spennist það upp, er hátt uppi. En þegar
það hættir að neyta efnanna er það langt
niðri. Ef fólk er að hætta að nota eiturlyf er
mjög gott fyrir það að fara í nudd og finna
aö það getur orðið hátt uppi af líkamlegri
vellíðan. Þetta fólk hefur lítiö álit á sjálfu
sér og verður anægðara með líkama sinn
þegar það fer í nudd. Það gerir sér betur
grein fyrir að þessi líkami er alveg dásant-
legur. Nudd örvar blóðrás og hressir upp á
húðina.
Ég er mcð nýja aðferð sem heitir Trigger
punktar. Þegar fólk lendir t.d. i bílslysi og
kastast fram reynir það að halda höföinu, og
þá kemur átakið á lítinn vöðva í hliðinni á
hálsinum. Hálsmeiðsli verða viö aö vöövinn
tognar, og þá kcmst blóörásin ekki eins vel
inn og út úr vöðvanum, og úrgangsefni úr
blóðinu safnast í vöðvann og mynda litla
punkta - Trigger punkta. Þeir þrýsta á taug-
;tr sem liggja upp í höfuðið og þess vegna fær
fólk höfuövcrk. Það voru tannlæknar sent
fyrstir fundu Triggerpunkta í jöxlum, þegar
þeir fóru að hugsa um af hverju fólk kvart-
aði um tannpínu í tönnum sem ekkert voru
skemmdar. Svona punktar geta vcriö alls-
staðar í líkamanum, meira aösegja í innyfl-
unum, og krónískir verkir út frá þeim etu
mjög algengir. Ég nota ekki sprautur til að
slaka á vöðvanum heldur nudda beint á
punktana og það virkar mjög vel. Ég finn
oft vöðvann titra undir höndunum á mér.
Það er ofsalega sérstakt að sjá einhvern
losna við tíu ára verk á tveimur tímum.
Fólk á aldrei að vera með
inarblett eftir nuddara
Nuddið cr líka fyrirbyggjandi aðgerð, en
þær eru geysimikilvægar. Éólk gerir sér ekki
alltaf grein fyrir streitunni og kcntur ekki í
nudd fyrr en það er orðið sjúkt. Eltir með-
ferð kemur það oft einu sinni til tvisvar í
mánuði til að halda sér viö. Hvað andlegu
hliöina varðar þá er fólk sem komiö er mcð
streitu oft með óraunhæfar áhyggjur sem
geta magnast. Ég hlusta á fólk og það gefur
því mikið, þetta er líka svolítið sálfræði-
nudd.
Nudd getur aukið ánægju fólks rneð sjálft
sig. Það er gott í megrun, fólk kemst betur
í snertingu við líkama sinn og verður
ánægðara nteð sig.
Ég ætla að halda námskcið fyrir fólk. pör,
hjón og bara þá sem vilja, í að nudda hvort
annað. Nudd getur bætt sambönd fólks og
hjónabönd. það eykur innri skilning að
konta við hvort annað og tjáir ástúð. Því
nudd cr ekki þannig að það þurfi að hafa
sérstaka olíu. eða einhvern spes bekk, eða
neitt þannig, það er t.d. hægt að nudda fólk
sem situr á stól. Svona stólanudd er hægt að
gera á tíu mínútum. Fólk getur líka lært að
nudda maka sinn við svefnleysi, það er blíð-
leg, mjúk og létt snerting, sem getur virkað
eins vel og djúpt nudd, ef þú færð mann-
eskjuna til að slaka á, en þaö er það sem
mælt er með. Fólk á aldrei að vera með
marblett eftir nuddara. Ég er mjög spennt
að sjá hvað kemur út úr þessu og hver við-
brögð fólks verða við námskeiöinu."
- Þú segir að fólk eigi aldrei að fá
marblett, en hlýtur nudd viö slæntri vöðva-
bólgu ekki alltaf aö verða sársaukafullt?
„Fyrst þegar að fólk kemur. ég mundi
segja að í fyrstu þremur tímunum væri
versta átakiö. Fólk finnur til af því að það er
verkur í vöðvanum, en oft er fólk oröið svo
bólgiö að það er tilfinningalaust í húðinni.
Svo eftir svona þriðja nuddtímann finnur
það allt í einu hvernig tilfinningin er í húð-
inni. Það fær verki í vöðvana eftir fyrstu
tímana, því þeir þurfa að venjast því að
vera góðir aftur."
Ég vil leysa vandann
- Þú sagöisl jafnvel hafa séð tveggja ára
verk hverfa á tveimur tímum, en er þá um
lækningu að ræða eða kemur verkurinn
aftur?
„Það eru Triggerpunktarnir. Fólkiö lækn-
ast af verknum en svo er það spurningin
hvað veldur honum. Situr fólk ekki rétt í
stól, eða við borö, hcldur það á símanum
með annarri hendi og teygir hina í reiknivél
og situr skakkt allan daginn. Oæskilegar
stellingar í vinnunni geta leitt til vandamála
og þær þarf aö laga.
Verkir hafa lagast á einum til tveimur
nuddtímum, en svo er ofsalega gott fyrir
fólk aö koma í nudd einu sinni til tvisvar í
mánuði."
- Et það ekki óhagkvæmt fyrir þig sem
nuddara að vega að rótum vandans, þannig
að fólk losni við sínar vöðvabólgur og vit-
lausu vinnustellingar? Væri ekki hagkvæm-
ara fyrir þig að halda bara áfram að nudda
viöskiptavinina?
„Ég vil leysa vandann, það er bara mitt
eöli. Það er alveg nóg af vöövabólgu hérna
og um leiö og einn læknast fæ ég tíu í
staðinn. Ég lít á þetta þannig að ef fólk lag-
ast fái ég fleiri viðskiptavini í staðinn og að
árangurinn af vinnunni sé minna stress í
þjóðfélaginu. í rauninni vantar miklu fleiri
nuddara hérna. í Boulder lá við að væri
nuddari í hverri blokk, en á Islandi eru ekki
nema 67 nuddarar í félaginu og hér eru
örfáir sjúkraþjálfarar."
IVIynd og texti: Ingibjörg Magnúsdóttir.
neð tíu ára verk
simur tímum
Idfrœðingur á Húsavík