Dagur - 05.05.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 05.05.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 5. maí 1990 1-^ vær ungar konu sér lítlð hús fyrir .þar sem þær ætl: framtíðinni við það se til, önnur að kenna d nudda þreytta vöðva, heitir Svala Brynja P vonandi eigum við ef hana síðar, en I helgai I>óra Erlingsdóttir, n Þóra er frá Höfn í Hornafirði, cn á unglings- árunum stundaði hún nám á heilsugæslu- braut við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki í eitt og hálft ár. Þá var hún ekki alveg ráðin í hvað hún vildi taka sér fyrir hendur en hjúkrun var inn í myndinni. Fann að þetta var akkúrat ég Þóra segir að það hafi verið skrýtið hvernig það kom til að hún fór að læra nudd, en þá var hún stödd í Reykjavík. „Allt í einu þurfti ég að skoða símaskrána og opna hana. Þá sá ég nafn - Snyrti- og nuddstofan Paradís. - Ég sá þetta nafn, sem eins og lýsti af, en allt var svart í kring. Það er nú ekki algengt að ég lesi símaskrána en ég bara gat ekki hætt að horfa á þetta nafn og það var eins og ég fengi fiðring í fæturna. Mér fannst ég verða að fara og eins og það væri hönd á bakinu á mér til að ýta mér að fara á þessa stofu. Ég var hissa því þetta var svo ofsalega sterkt, ég bað samt frænku mína að keyra mig þangað og þegar ég kom inn á stofuna datt mér í hug að spyrja hvort ég kæmist ekki á samning. Ég vissi samt að það var mjög erfitt að komast á samning og vin- kona mín hafði reynt það í tvö ár. Og ég veit ekki hvað ég var að gera þarna því ég vissi ekki einu sinni hvernig samning, því þetta var snyrti-, nudd- og hárgreiðslustofa. Mér var sagt að ein stúlka hefði verið að hætta þarna daginn áður, en fjórar aðrar væru búnar að biðja um vinnuna og mér var sagt að hringja eftir svona hálfan mánuð. Þegar ég hringdi var búið að ákveða að taka mig. Ég spurði seinna af hverju, því ég bjó ekki í bænum og það var svo lítið búið að tala við mig, en þá sagði lnin að sér hefði strax litist svo vel á mig. Svo byrjaði ég að læra nudd og fann að þetta var akkúrat ég. Ég var þatna í eitt ár. en ætlaði alltaf út og lá svolítið á allt í einu. Ég komst að við góðan skóla í Bandaríkjun- um, BSMT nuddskóla í Boulder. Þetta var alveg æðislega góður skóli og það var hrein- lega allt kennt í honum, ég hefði aldrei lært nema einn tíunda að þessu hér heima. Þarna var frábært að vera, þetta var svona heilsuræktarbær og maður sá hvað fólkið var afslappað." - Þóra Erlingsdóttir, nud

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.