Dagur - 12.05.1990, Page 4
4 - DAGUR - Laugardagur 12. maí 1990
Fréttagetraun
aprOmánaðar
Nú œtlum við að líta yfir
fréttir Dags í apríl, en þœr
voru að vanda af ýmsum
toga. Veðrið setti enn
nokkurn svip á fréttaflutn-
inginn og einnig tíðindi úr
atvinnulífinu. Hér koma
tólf nýjar spurningar í
krossaprófi fjölskyldunn-
ar. Prjú svör eru gefin við
hverri spurningu en aðeins
eitt er rétt. Lesendur eru
hvattir til að taka þátt í
þessum leik, fylla út svar-
seðilinn, senda hann eða
koma honum á afgreiðslu
Dags með öðrum hœtti í
síðasta lagi þriðjudaginn
5. júní. Dregið verður úr
réttum lausnum og þrenn
verðlaun veitt.
1) Nýju sundlauginni við Glerár-
skóla var lokað skömmu eftir að
hún hafði formlega verið opnuð.
Hvers vegna?
(1) Heilbrigðisfulltrúi gerði
athugasemdir við aðbúnað í bún-
ingsklefum og varð að loka laug-
inni meðan þeim atriðum var
kippt í lag.
(X) Vatnið í lauginni var allt of
heitt vegna galia í hitastýribúnaði
og urðu sundlaugargestir fyrir
miklurn óþægindum af þeim
sökum.
(2) Frágangur reyndist ófull-
nægjandi og skemmdir voru þeg-
ar komnar í ljós á sturtum, gólf-
um og hurðum.
2) Mikil söluaukning varð hjá
útibúi KEA á Grenivík fyrstu
mánuði ársins. Hvað skýringu gaf
útibússtjórinn á þessari þróun?
(1) íslenskir dagar hjá KEA
höfðu greinilega skilað góðum
árangri og Grenvíkingar vildu
styrkja íslenskan iðnað með auk-
inni verslun.
(X) Almenn bjartsýni Grenvík-
Vinnings-
hafar í mars-
getraun
Konur hafa löngum staðið sig
vel í fréttagetrauninni og svo
er einnig að þessu sinni. Vinn-
ingshafar í fréttagetraun mars-
mánaðar eru: Fjóla Jóhanns-
dóttir, Akureyri, Margrét
Hallgrímsdóttir, Olafsfirði, og
Sigrún Sigurðardóttir, Torfu-
felli í Saurbæjarhreppi.
Þessar spöku'og heppnu konur
fá hljómplötuúttekt í viðurkenn-
ingarskyni og mun pósturinn færa
þeim sérstaka úttektarmiða. Rétt
röð í marsgetrauninni var þessi:
1) 2 7) 2
2) 2 8) 1
3) 1 9) 1
4) 1 10) 2
5) X 11) X
6) X 12) X
Dagur þakkar lesendum sínum
fyrir þátttökuna. Allflestir sendu
inn réttar lausnir að þessu sinni
en nú er að sjá hvernig ykkur
gengur með fréttagetraun apríl-
mánaðar. SS
inga réði mestu um þessa þróun
svo og lækkun á vöruverði.
(2) Nýir vöruflokkar slógu ræki-
lega í gegn, sérstaklega innflutt
matvæli.
3) „Ástandið er mjög alvarlegt,“
sagði séra Valgeir Ástráðsson,
formaður Prestafélags íslands.
Hvert var tilefni þessara
ummæla?
(1) Bágborin launakjör presta á
Islandi.
(X) Hverfandi kirkjusókn í
mörgum prestaköllum.
(2) Sú staðreynd að prestar fást
ekki til starfa í fámennum presta-
köllum.
4) Hitamál var í uppsiglingu í
sjávarútvegi á Dalvík. Um hvað
snerist það?
(1) KEA vildi kaupa hlut Dal-
víkurbæjar í Útgerðarfélagi Dal-
víkinga og jafnframt selja Sam-
herja hlut sinn í Söltunarfélagi
Dalvíkur.
(X) Dalvíkurbær hugðist selja
Samherja hlut sinn í Útgerðarfé-
laginu en KEA vildi kaupa hlut
Björgvins Jónssonar.
(2) KEA og Samherji vildu
kaupa hlut Dalvíkurbæjar og
Björgvins Jónssonar í Útgerðar-
félagi Dalvíkinga, selja togarann
Björgúlf án kvóta og flytja kvóta
hans yfir á Sólfell og Margréti.
5) „Dauðadæmdir hrútar
fundnir.“ Þannig hljóðar fyrir-
sögn fréttar úr Skagafírði en hvar
fundust hrútarnir?
(1) f frystikistu bónda í Árnes-
hreppi.
(X) Ofan í skurði í Lýtingsstaða-
hreppi, saddir lífdaga.
(2) Tveir af hrútunum þremur
fundust á bænum Byrgisskarði.
6) Hver var ráðinn fram-
kvæmdastjóri Krossanesverk-
smiðjunnar?
(1) Ingi Björnsson.
(X) Jakob Björnsson.
(2) Guðmundur Stefánsson.
7) Til hvers vildi bæjarstjórn
Húsavíkur stofna almennings-
hlutafélag?
(1) Til að koma á fót og reka
myndbandaverksmiðju.
(X) Til að stofna fjarvinnslu-
stofu.
(2) Til að kaupa togskip og sjá
um rekstur þess.
7) Hvað sagði Ingvi Baldvins-
son, formaður Hrings, um kaup
hestamanna á refaskálanum í
Ytra-Holti?
(1) „Þarna fór góður biti í
hundskjaft."
(X) „Þarna eignumst við eyfirska
reiðhöll."
(2) „Þarna verða blómleg við-
skipti með hesta í framtíðinni.“
8) Brotist var inn í Sjálfstæðis-
húsið á Siglufírði, en hvað gerðu
þeir sem valdir voru að innbrot-
inu?
(1) Þeir stálu stefnuskrá sjálf-
stæðismanna fyrir bæjarstjórnar-
kosningarnar á Siglufirði.
(X) Þeir brutu allt og brömluðu
og stálu fé sem hafði safnast í
kosningasjóð.
(2) Þeir unnu miklar skemmdir á
innréttingum og innanstokks-
munum en stálu engu.
9) Aðsóknarniet var slegið í
Hlíðarfjalli í mánuðinum. Hvað
dag?
(1) Á föstudaginn langa.
(X) Á sumdardaginn fyrsta.
(2) Á annan í páskum.
10) Aurskriða eyðilagði hús á
Akureyri. Hvar stóð þetta hús og
hvað var það gamalt?
(1) Aðalstræti 18. Húsið var 95
ára gamalt.
(X) Aðalstræti 28. Húsið var 85
ára gamalt.
(2) Aðalstræti 20. Húsið var 105
ára.
11) Óveður geisaði á Norður-
landi eina ferðina enn og tveir
menn voru lengi fastir í bílum
sínum. Hvar?
(1) í Víkurskarði og Ólafsfjarð-
armúla.
(X) í Ólafsfjarðarmúla og
Köldukinn.
(2) Á Öxnadalsheiði og í Ólafs-
fjarðarmúla.
12) Ein erfíð spurning í lokin.
Hvað sögðu Steingrímur J. Sig-
fússon og Guðmundur Bjarnason
í umræðu um stóriðju á sam-
starfsfundi landshlutasamtaka
sveitarfélaga?
(1) Þeir sögðu að þrátt fyrir alla
umræðuna kæmu aðeins Reykja-
nes og Eyjafjörður til álita fyrir
staðsetningu álvers og burtséð frá
staðsetningu hefði álverið mikinn
hagvöxt í för með sér. Áskell
Einarsson tók undir þessi sjón-
arntið.
(X) Þeir lögðu áherslu á að ef
álver yrði reist á suðvesturhorn-
inu þá yrði að flýta gerð jarð-
ganga á Vestfjörðum. Kristinn
Jónsson, varaformaður Fjórð-
ungssambands Vestfjarða, tók
undir orð þeirra.
(2) Þeir töldu það mikið álitamál
hvort það borgaði sig að reisa
stóriðju, þrátt fyrir umræðu um
ábata og hagvöxt fyrir þjóðarbú-
ið, ef kaupa ætti þann hagvöxt
fyrir það gjald að landið sporð-
reistist frá byggðalegu sjónar-
miði. Hjörleifur Guttormsson
tók undir þetta. SS
1. Svarseðill (1, X eða 2) 7.
2. 8.
3. 9.
4. 10.
5. 11.
6. 12.
Nafn:
Heimilisfang:
Sími:
Utanáskriftin er: Dagur - fréttagetraun,
Strandgötu 31 • Pósthólf 58 602 Akureyri