Dagur - 12.05.1990, Side 11

Dagur - 12.05.1990, Side 11
Laugardagur 12. maí 1990 - DAGUR - 11 „Pað virðist nauðsynlega eitthvað þurfa að koma til í þessum bæ, það er svo margt að falla niður. Þá er maður farinn að hugsa um blessað álverið. Hvernig sem menn hugsa veröa þeir að viðurkenna það að svona tækifæri er ekki hægt að sleppa. Nú eru hundruðir starfa í hættu, t.d. hjá Slipp- stööinni og Álafoss, og maöur sér ekkert sem kemur á móti. Þetta er ládeyða og ég hef heyrt mjög marga Akureyringa tala um hvert þeir gætu fariö. Þeir eru að hugsa um Reykjavík eða Svíþjóð, en eftir að álvers- umræðan kom upp hafa margir staldrað viö, þeir ætla að sjá til." - Þannig að álverið er lausn, eða hvað? „Þegar menn fóru að ræða þennan mögu- leika aftur hefur mér virst álverið vera hald- reipi hjá mörgum. Þeir einblína á það, en ef álverið kemur ekki held ég að fólk segi að nú sé þetta búið. Fólk er líka farið aö íhuga þann möguleika að ef álverið verður stað- sett fyrir sunnan þá fer fólk frá Akureyri, framboð á húsnæöi eykst og verðið hlýtur að lækka. Þetta er eins og verðbréfamark- aður, ef einn byrjar að selja, tíu selja, þá er ég htæddur um að allir fari að selja. Ef álver kemur í Eyjafjörð verða auðvit- að mikil uppgrip í byggingariðnaðinum og öðrum iðnaði, þjónustustörfum og víðar. Eg sé ekkert nema gott við álverið, en eitt veit ég þó ekki, það er mengunin. Maður verður að treysta því að mengunarvarnir verði fullnægjandi." Fáir á Akureyri með lánsloforð í höndunum Haraldur ræddi meira um álverið og sagðist ekki skilja aö nokkur gæti vet ið á móti'því í Ijósi atvinnuástandsins á Akureyri. En viö snerum okkur aftur að húsnæðismálunum og húsbréfakerfinu nýja. Hann sagöi að ekkert hefði reynt á það ennþá en miðað við þann fjölda sem hefur verið með lánsloforö á Akureyri þá bjóst Haraldur ekki við mikl- um breytingum. „Það virðast vera mjög fáir á Akureyri ineð umsóknir. eða þá að þeir eru mjög aftarlega í röðinni. Viö vorum seinir til á Akureyri og fáir með lánsloforð fyrstu árin, en þetta hefur ekkert aukist, a.m.k. ekki í sambandi við nýjar íbúöir. Húsbréfakerfiö breytir varla miklu nema að það séu margir Akurevringar með umsóknir inni í núver- andi kcrfi. Ég veit það bara ekki." - Nú var talað um lóðaskort í bænum á síðasta ári. en framboðið hefur vissulega aukist nú, t.d. með Giljahverfinu. Hvernig finnst þér staðið að lóðaúthlutun? „Sko. lóðaúthlutanir cru í barnalcgum ólestri á Akureyri. Lítum bara á dærhin til að rökstyðja þetta. Akureyrarbær auglýsti lausar einbýlishúsalóðir úti í þorpi, 6-7 lóðir í þyrpingu. Við sóttum um þetta og ætluö- um að prófa að auglýsa lítil, einföld einbýl- ishús. Ánnað minna fvrirtæki sótti líka um tvær lóðir og tveir einstaklingar lika. Það sóttu ekki fleiri um en samt var okkur neit- að um lóðirnar. Ástæðan var sú að bygg- inganefnd vildi eiga lausar lóöir handa ein- staklingum ef þeir myndu biðja um þær. Þá spurði ég: Fyrir hverja haldið þið að viö séum að bvggja? Auðvitað fyrir einstaklinga á Akureyri. Þiö auglvstuð þessat' lóðir laus- ar. Við fengum engin svör og stuttu seinna fréttum við að þessum lóöum hafði verið úthlutað til annarra verktaka." „Hvers vegna var þriöja hlutanum ekki úthlutaö?“ Og Hataldur heldur áfrttm: „Svo kemur úthlutun í Giljahverfi. Þar var um þrjú hólf að ræða. í hverju hólfi voru m.a. I blokk og 3-4 raöluis eða parhús. I einu hólfinu voru tvær blokkir og þrjú raðhús. Við vissum að margir myndu sækja um lóðirnar. enda skortur ;i blokkum. í Vestursíöu hafði verið úthlutað blokkum og þar t'engu færri en vildu. Viö eigum þar mjög litla blokk og sóttum því um í Gilja- hverfinu upp á framtíðina. blokk og raðhús. Þá vildi svo til að tveimur hólfum var úthlut- að fyrst og tveir verktakar fengu hvor sitt hólfið. Ég er ekki að gagnrýna það, enda voru rökin þau aö það væri hagkvæmt að einn verktaki fengi öll verkefnin í sama hólfinu og það má fallast á þau rök. En hvers vegna var þriðja hlutanum ekki út- hlutað? Þegar kcmur að úthlutun fáum við blokkina en þrír aöilar fá þrjú raöhús í sama hólfinu. Þarna er allt í cinu liægt að úthluta fjórum aðilum i saina hólfi meðan það var ekki talið hagkvæmt í hinum tveimur. Rök- in eru að engu oröin." Haraldur kvaðst auövitaö ánægður yfir því að hafa fengið blokkina en hann gagn- rvnir vinnubrögð bygginganeíndar. „Maður verður aö geta treyst þessum nefndum, annars fer þetta allt út í vitley.su." „Víð Marri vorum álíka sjúkir í golfið“ - Við ræddum lítillega um íþróttir i upphali og ættum kannski aö enda á þeiin líka. Þti ert forfallinn áhugainaður um golf. hvernig lckkstu þessa bakteríu? „lig hafði gaman af fótbolta og skíðum í gamla daga en þetta datt allt út þegar maður lor að byggja. Fg luetti að sinna áhugamál- um í mörg ár. allt snerist f kringum fyrirtæk- ið. Þegar ég var að verða 35 ára gamall dró mágur minn mig upp ;í golfvöil og strákarnir mínir komu með. Við vorum fjórir meö hálft sett og börðum fram og aftur um allan völl. Það þurfti ekki meira til að kveikja í okkur. við urðum alveg sjúkir eftir þetta eina skipti. Þetta var að hausti til. Ég kannaöist að- eins við húsvörðinn á Jaðri og vissi að hann átti golfsett, þannig að við feögarnir laum- uðumst olt upp eftir og fengum settið lánað og börðum langt fram á kvöld. Það voru fleiri aö byrja í þessu, til dæmis Marri Gísla. Ætli við höfuin ekki verið álíka sjúkir í golfiö. Næsta sumar fengum viö okkur lítiö byrj- endasett og gengum í Golfklúbbinn. Ég get bara sagt það að þetta er dýrlegt. Félags- skapurinn er rosalcga góöur og útiveran stórkostlegt. Fólk hafði oft minnst á náttúr- una við mig og sagt mér aö fara á fjöll. Ég skildi þetta aldrei, en eftir að ég fór í golfið fór ég að taka eftir náttúrunni." Ákafur í æfingunum Haraldur segir að það sé einstök upplifun aö spila golf á kvöldin, finna kyrrð og frið. Áður skipti hann sér ekkert af því hvort grasiö væri fariö að grænka eöa ekki, en nú fylgist hann meö hverju einasta strái. „Ég livet fólk eindregið til að koma þarna upp eftir. Það er fullt af fólki sem vill hjálpa manni af stað og kennarinn. David Barn- well, er mjög góður." - Svo fórstu að ná árangri. Varstu ekki ofarlega í þínum flokki á íslandsmóti í fyrra? „Ég náði þriöja sæti, eftir að hafa átt góða möguleika á öðru sætinu. Jú, ég hef náð fín- asta árangri miðað viö þann tíma sem ég er búinn að æfa. En ég æfi og það má kannski skjóta inn einni sögu í því sambandi. Það var á góðri stundu að við félagarnir vorum aö spjalla um golf og ég var eitthvað drjúgur. Félagi minn spurði: Hvað heldurðu eiginlega að þú sért? Þá spurði ég á móti: Hvað gerirðu í hádeginu? Nú, ég fæ ntér að borða, svaraði hann. Já, en ég æfi, sagði é£. Svo spurði ég: Hvað gerirðu á kvöldin? Eg sest niður og horfi á sjónvarpið, svaraði liann. Já, en þá æfi ég, sagði ég aftur. Burt- séð frá þessu gríni þá æfi ég vel og strákarnir líka." - Að lokunt, er það rétt að þú hafir æft svo ákaflega að það sé komið gat á teppiö á stofugólfinu? Nú kemur kyndugur svipur á Halla og síðan hlær hann ákaflega. „Ég veit ekki hvort ég á aö viðurkenna það, en það er kannski best að segja ekkert meira en það að maöur hafi stundum verið full ákafur í æfingunum." Þar með er best að tefja Harald Júlíusson ekki frekar, enda næg verkefni sem bíða. SS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.