Dagur - 12.05.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 12.05.1990, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 12. maí 1990 matarkrókur Aldís Lárusdóttir í cldhúsinu. Mynd: HHB Gamlir og góðir danskir réttir - Aldís Lárusdóttir í matarkróknum Eru umbúðir mikil- vægari en innihald? Hallfreður Örgumleiðason: Aldís Lárusdóttir, nuddkona á Akureyri, er í matarkrókn- um að þessu sinni. Hún er með tvær danskar uppskrift- ir, en sjálf er hún dönsk að uppruna. Um er að ræða þjóðlega, danska rétti, ann- ars vegar brúnkál og flesk, hins vegar danska eplaköku. Brúnkál og flesk Uppskriftin að brúnkáli og fleski er þannig: 1- V/2 kálhöfuð 1 kg saltað síðuflesk 1 kg reykt síðuflesk 50 g sykur 2- 3 bollar af vatni Rúgbrauð og sinnep Fyrst er kálið skorið í smátt. Sykurinn er látinn í pott og bræddur. Þá er kálið látið í pottinn og hrært saman við syk- urinn. Síðan er allt fleskið sett samanvið kálið, og kálið sett vel í kringum kjötið. Þegar þessu er lokið er vatn- inu bætt í, og allt látið sjóða í eina og hálfa klukkustund. Hrært við og við í pottinum á meðan á suðu stendur. Eftir suðuna er fleskið skorið í sneiðar og kálið látið í skál. Rétturinn er borinn fram með rúgbrauði og sinnepi. Aldís segir að gott sé að hafa bjór með þessum mat, og í Danmörku var það siður að hafa einn lítinn snafs með matnum, við hátíðleg tækifæri. Hér er um gamla, danska uppskrift að ræða, sem Aldís hefur frá Danmörku. Hún segir að ekki sé neinn vandi að fá reykt og saltað síðuflesk. „Þessi réttur var hafður sérstaklega fyrir karlmenn í gamla daga í Danmörku, en núna borða hann auðvitað bæði konur og karlar,“ segir hún. Dönsk eplakaka Þá er það gómsæt, dönsk epla- kaka, eins og eplakökui gerast bestar. Hér kemur uppskriftin: 6 stór epli 50 g sykur 2 bollur vatn 150 g rasp 75 g sykur 50 g smjör V2 l rjómi Fyrst eru eplin flysjuð og soðin í 50 g af sykri og 2 bollum af vatni. Þetta er síðan' látið kólna. Rasp, sykur og smjör er látið á pönnu og hrært saman þar til smjörið er bráðnað. Takið þá glerskál og látið til skiptis í lög í skálina, eplin og raspið. Þeytið rjóma og setjið ofan á, í skálina. Einnig er hægt að nota tilbú- inn eplagraut sem seldur er í fernum í verslunum. „Ég hef þessa eplaköku oft, og líkar alltaf vel við hana,“ segir Aldís. Það skal tekið fram að Aldís Lárusdóttir er frum- kvöðull á Akureyri á sviði lík- amsræktar, hún setti líkams- rækt á stofn í bænum fyrir 14 árum. Nú starfrækir hún lík- amsrækt fyrir konur og nudd- stofu á neðri hæð heimilis síns á Akureyri. Hún er félagi í Félagi íslenskra nuddara. Aldís skoraði á Anný Lars- dóttur í Sveinbjarnargerði í næsta matarkrók. EHB Góðan daginn, ágætu lesend- ur. Aður en ég sný mér að máli málanna ætla ég að lýsa því í fáeinum orðum hvernig ég upplifði nýafstaðna söngva- keppni. Fyrst skal nefna að árangur skagfirsku sveiflunnar var kærkomið skot á klíkuna í kringum Gunna Þórðar sem vildi senda Björgvin Halldórs- son breimandi til Júgóslavíu. Sérskipaðir tónlistarfrömuðir í sjónvarpssal vildu endilega senda þetta lag í keppnina en hræddur er ég um að útkoman hefði orðið hláleg. Þjóðin vildi Eitt lag enn og þjóðin er ekki svo galin þegar á reynir. Góð frammistaða Stjórnar- innar var reyndar eini Ijósi punkturinn við Evrópusöngva- keppnina að þessu sinni. Keppnisþjóðirnar hafa greini- lega varpað tónlistarlegum metnaði fyrir borð og gera nú út á lægstu hvatir dómnefnd- armanna. Stúlkurnar frá Spáni riðu á vaðið. Hálfnaktar hlykkjuðust þær um sviðið, stynjandi, ögrandi og falar eins og gleðikonur þær sem gjarnan veita blíðu sína gegn borgun. Greiðslan fyrir þetta hneyksl- anlega athæfi fólst í 96 stigum frá lostafullum dómnefndar- mönnum annarra Evrópu- þjóða. Sjálfur hélt Arthúr Björgvin varla vatni yfir þess- um föngulegu fljóðum. Þetta átti ekki eftir að batna, þvert á móti. Hvað eftir annað fór þulurinn tungulipri ham- förum í lýsingum sínum á þokkafullum, limafögrum og munaðarfullum meyjum sem stigu á svið, hristu sig og skóku með hneykslanlegum hætti og gáfu frá sér hljóð sem vart er hægt að lýsa. Þetta líktist frem- ur gripasýningu (þ.e. fegurðar- samkeppni) en söngvakeppni og sérstaklega átti þulurinn erfitt þegar hann burðaðist við að kynna dísirnar frá Frakk- landi, ísrael og Júgóslavíu. Svei mér þá ef hann skorti ekki hreinlega orð til að lýsa kyn- þokka þeirra og þá er mikið sagt þegar Arthúr Björgvin á í hlut. Allt er gott sem endar vel og íslendingar stóðu sig vonum framar í söngvakeppninni að þessu sinni án þess þó að sigra, sem hefði verið meiriháttar áfall. Þetta tilstand kostar nóg þótt við þurfum ekki að gera okkur gjaldþrota í ofanálag með því að halda slíka keppni. Ég er ekki frá því að keppnin hafi reynst góð landkynning fyrir okkur því Sigga og Grétar voru mátulega myndarleg, án þess að vera tælandi og ósið- leg. Gildi fegurðar, þokka og framkomu vekur upp ýmsar spurningar um dómgreind almennings. Gæti hugsast að umbúðir skiptu meira máli en innihaldið? Þá er ég ekki bara að tala um söngvakeppnina sálugu því hugsa mætti um stjórnmál í þessu sambandi, nú þegar líður að kosningum. Ég þori að fullyrða að eftirfarandi dæmi er ekki út í hött: Tveir frambjóðendur flytja tveggja mínútna ávarp í sjónvarpi. Annar þeirra er myndarlegur, fínn í tauinu, vel greiddur og kemur vel fyrir. Hinn er frekar óaðlaðandi, málfarið ekki alveg upp á það besta og hár- greiðslan ekki heldur. Þeir flytja nákvæmlega sömu ræðuna en samt kjósa yfir 90% þann vel greidda. Andstæðurnar þurfa ekki að vera svona skarpar. Kjósendur krefjast lýtalausrar framkomu í sjónvarpi. Þannig nægir augnabliks gáleysi til að kol- fella vænlegasta frambjóð- anda. Hugsum okkur t.d. aðlaðandi og vel máli farinn mann. Ræðan er góð en manninum hættir til að bera fingur upp að nös. Áhorfendur muna ekkert eftir inntaki ræðunnar, aðeins þessum kæk mannsins. Hann er jafnvel uppnefndur Nasi í næsta kaffi- stofuspjalli. Sjónvarpið er sannarlega óvæginn miðill og vissara fyrir þá sem stefna að pólitískum frama að tileinka sér rétta framkomu og ekki sakar að vera myndarlegur. Hér með er ég kominn að máli málanna, væntanlegum bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingum. Eg hafði hugsað mér að skilgreina og gagnrýna stefnu flokkanna sex sem bjóða fram á Akureyri. Með þessu var meiningin að komast að því hvaða flokk væri væn- legast að kjósa, en þar sem rými mitt er á þrotum segi ég einfaldlega: Fylgið rödd hjartans, kjósendur góðir, ekki rödd náungans. Gott útlit og fáguð framkoma geta haft afgerandi áhrif á kjörgenga menn, hvort sem um er aö ræða Evrópusöngva- keppni eða pólitískar kosningar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.