Dagur - 12.05.1990, Side 20
Akureyri, laugardagur 12. maí 1990
Sauðárkrókur
Húsavík
96-41585
Áfengisútsala á Húsavík:
Kosið utan kjörfundar
á bæjarskrifstofunum
Þeim sem greiða þurfa atkvæði
utankjörstaðar á Húsavík fyrir
Lágheiði:
Verður ekki
opnuð strax
Tæplega er útlit fyrir að Lág-
heiði verði opnuð alveg á næst-
unni, en þar eru enn mikil
snjóalög.
Starfsmenn Vegagerðar ríkis-
ins á Sauðárkróki fengu lánaðan
snjóblásara frá Akureyri á mið-
vikudaginn. Byrjað var að opna
veginn stystu leið frá Skeiðsfoss-
virkjun fram í Stíflu. Fyrsta dag-
inn komust vegagerðarmenn
fram að Stífluhólum. Á fimmtu-
dagskvöld voru þeir komnir að
Melbreið, en í gær fóru þeir alveg
fram að Deplum. Eftir er að fara
með snjóblásarann frá Reykjar-
hóli í Austurfljótum að vegamót-
um Sléttuvegar.
Gísli Felixson, umdæmis-
tæknifræðingur, segir að snjó-
þykkt hafi verið allt að 1,8 metrar
á köflum, og því gengið hægt að
opna veginn. Klakahella er á öll-
um veginum, og þegar hún
bráðnar verður torfært vegna
aurbleytu, enda vegurinn mjög
leirkenndur. Um leið og þornar
verður heflað.
„Ég hef ekki trú á að Lágheið-
in verði opnuð núna, því miður.
Mjög mikill snjór er í Þvergili,
norður á heiðinni," segir Gísli
Felixson. EHB
komandi bæjarstjórnarkosn-
ingar, veröur einnig gefið tæki-
færi til aö greiða atkvæði um
opnun áfengisútsölu, eins og
þeim er kjósa á kjördag.
Kjörnefnd tók þessa ákvörðun
sl. fimmtudag, eftir að eindregnar
óskir höfðu borist frá mörgum
kjósendum og bæjarráð hafði
ályktað um málið. Pegar kosið
hefur verið um opnun áfengisút-
sölu á Húsavík, hefur yfirleitt
ekki verið hægt að greiða atkvæði
um það utan kjörfundar.
Eysteinn Sigurjónsson, for-
maður kjörstjórnar, sagði að eftir
helgina yrði auglýst hvenær utan-
kjörfundaratkvæðagreiðslan um
áfengisverslunina færi fram, en
hún verður á bæjarskrifstofunum
og óháð utankjörstaðaatkvæða-
greiðslunni um bæjarstjórn, sem
fram fer á sýsluskrifstofunni kl.
15:30 til 17 virka daga og kl. 13 til
14:30 um helgar. IM
Slippstöðin:
Raðsmíðaskipið sjósett í gær
Raðsmíðaskip Slippstöðvarinnar á Akureyri, sem í daglegu tali starfsmanna stöðvarinnar gengur undir
nafninu B-70, var sjósett í gær. Ekki vildi þó skipið fara á flot í einni atrennu því það stoppaði neðst
í sjósetningarrennunni og þurfti aðstoð til að ná því á flot. Kaupandi hefur ekki enn fengist að þessu
glæsiskipi eftir að síðustu samningar við Meleyri hf. á Hvammstanga gengu til baka. JÓH/Mynd: KL
Húnvetningar vilja fyrirbyggja atvinnuhrun vegna verkloka við Blönduvirkjun:
Óttast þrengmgar hjá þjónustuaðilum
„Okkur þykir tímabært að fara
að ræða þessi mál í fullri
alvöru, enda ekki nema um tvö
ár þangað til framkvæmdum
við Blönduvirkjun lýkur,“
sagði Ófeigur Gestsson, bæjar-
stjóri á Blönduósi, í samtali við
Dag. Gert er ráð fyrir að innan
bíða fundar með forsætisráðherra um málið
tíðar verði komið á fundi for- vinnu við Byggðastofnun á Akur-
sætisráðherra með samstarfs-
nefnd heimaaðila um fram-
gang samþykktar ríkisstjórnar
frá 1982 um að treysta atvinnu-
líf á Norðurlandi vestra til að
koma í veg fyrir samdrátt á
vinnumarkaði þegar virkjun-
arframkvæmdum lýkur.
Akureyri:
Ákveðinn skógarþröstur
I
Á fimmtudaginn greindi Dag-
ur frá því að skógarþröstur
hefði gert hreiður í vörubifreið
Braga Steinssonar, bifreiða-
stjóra á Stefni. Ekki var ann-
að hægt en að fjarlægja
hreiðrið, en þrösturinn gafst
ekki upp.
Nóttina eftir að hreiðrið vai
fjarlægt hóf þrösturinn að gera
nýtt hreiður, helmingi vandaðra
og fínna en það fyrra, að sögn
Braga. „Ég tók hreiðríð og setti
það á pall, sem stendur hérna
rétt hjá. En ég varð ekki var við
að þrösturinn hefði komið
nálægt því á nýja staðnum. Ég
geymi bflinn á Stefnisplaninu
núna, til að þetta endurtaki sig
ekki,“ sagði Bragi í gær. EHB
S-Þingeyjarsýsla:
Innbrot upplýst
Lögreglan á Húsavík hefur
upplýst nokkur innbrot í S-
Þingeyjarsýslu í vetur. Tveir
ungir piltar hafa játað á sig
innbrotin.
Lögreglan fékk vísbendingu í
vikunni sem leiddi síðan til þess
að innbrotin upplýstust. Um er
að ræða innbrot í Ljósvetninga-
búð, þar sem stolið var „mixer"
og peningastuld í verslun á
Fosshóli, Kjarna á Laugum, þar
sem til húsa er bókabúð, Spari-
sjóður Reykdælahrepps og
Póstur og sími. óþh
Dalvík:
Bfll eyðilagðist í eldi
I gærmorgun kviknaði í bif-
reiðið á Dalvík.
Að sögn lögreglunnar á Dalvík
eyðilagðist bifreið af Citroen
gerð, þegar eldur braust út í
henni. Bifreiðin var af árgerð
1988 og ekki er vitað um hvers
vegna eldur losnaði í henni. ój
í samstarfsnefndinni eiga sæti
fulltrúar héraðsnefndar Vestur-
Húnvetninga, héraðsnefndar
Austur-Húnvetninga, héraðs-
nefndar Skagfirðinga, Siglufjarð-
arkaupstaðar og Iðnþróunarfé-
lags N-vestra. Ætlunin er að
nefndin vinni að málinu
sam-
eyri.
í bréfi til forsætisráðherra setti
samstarfsnefndin fram hugmynd-
ir um framgang málsins. Lögð er
í fyrsta lagi áhersla á mikilvægi
þess að Áburðarverksmiðjan
verði byggð upp á N-vestra, komi
til þess að hún verði flutt frá
Gufunesi. Þá er hugmyndinni um
stofnun sjóðs til þess að styðja
við starfandi fyrirtæki í héraðinu
velt upp.
Unnur Kristjánsdóttir, iðnráð-
gjafi Iðnþróunarfélags N-vestra,
segir að ljóst sé að mikið fjár-
magn sé í veltu í Húnavatnssýsl-
um, einkum Blönduósi, vegna
virkjunarinnar. „Það er ljóst að
það verður samdráttur í atvinnu-
tækifærum. En hræddust er ég við
hrun hjá Kaupfélagi Húnvetn-
inga, sem hefur kannski 10-15%
af veltu vegna virkjunarinnar, og
fleiri þjónustuaðilum," sagði
Unnur.
Hún sagði að mikilvægt væri að
t.d. kaupfélagið ætti þess kost að
kaupa einhverskonar fram-
leiðslu, sem kæmi í stað þeirrar
veltu sem það tapaði við lok
framkvæmdanna við Blöndu.
„Mér dettur líka í hug að rækju-
vinnslan fengi aðgang að fjár-
magni til þess að fara út í frekari
fullvinnslu,“ sagði Unnur. óþh
Hugmynd að sumarbústaðalandi í Svarfaðardal:
16 sumarbústaðir í landi Laugahlíðar
,Þetta er á tillögustigi og ekki
frágengið enn. Hreppsnefnd
leggur hins vegar til við þá
aðila sem um þetta þurfa að
fjalla að þarna verði sumar-
bústaðaland,“ segir Björn Þór-
leifsson, oddviti Svarfaðardals-
hrepps um tillögu að sumar-
bústaðasvæði í Laugahlíð í
Svarfaðardal sem unnin hefur
verið að undanförnu.
Samkvæmt tillögunni verða 16
sumarbústaðir á þessu svæði.
Björn segist vonast til að umsókn
fari til Skipulags ríkisins snemma
á sumrinu og ef afgreiðsla máls-
ins gangi hratt fyrir sig væri ekk-
ert því til fyrirstöðu að einhverjar
framkvæmdir gætu hafist á svæð-
inu í sumar.
Björn segir að ekki sé gert ráð
fyrir að hreppurinn byggi bústað-
ina heldur sjái um vegagerð og
gangstíga en lóðir verði leigðar út
til þeirra sem vilji byggja bústaði.
„Þessi hugmynd
er
raun
þannig að því meiri umsvif og
hræringar sem eru í sveitarfélag-
inu því meira líf,“ segir Björn.
Björn segir að þegar hafi borið
á áhuga nokkurra aðila á þessari
sumarhúsabyggð, bæði einstakl-
inga og félagasamtaka. „Ég held
því að vandamálið verði ekki að
leigja út lóðir. Málið ætti að geta
gengið hratt fyrir sig enda er
þetta inni á svæðisskipulagi
Eyjafjarðar,“ segir Björn. JÓH
Fiskiðja Raufarhafnar:
„Bijálað að gera
66
Rauðinúpur, togari Jökuls hf.
á Raufarhöfn, er nú á veiðum
en hann landaði síðast á fisk-
markaðinum í Hafnarfirði.
Atlanúpur hefur verið á rækju-
veiðum síðan í mars en þó er
nóg að gera hjá Fiskiðju Rauf-
arhafnar því bátarnir hafa veitt
vel að undanförnu. Sérstak-
lega er mikið að gera í saltfiski.
„Það er búið að vera brjálað að
gera og unnið í Fiskiðjunni alla
laugardaga og oft á kvöldin. Að
vísu ekki í frystihúsinu heldur í
saltfisknum. Við höfum líka ver-
ið að ganga frá uppsöfnuðum
saltfiskbirgðum,“ sagði Haraldur
Jónsson, útgerðarstjóri Jökuls.
Mikill kraftur hefur hlaupið í
fiskvinnsluna á Raufarhöfn með
auknum bátaafla og þá er Rauði-
núpur væntanlegur inn til
löndunar á næstunni. Það var því
gott hljóð í Haraldi enda hefur
verið mikið að gera og ekki fallið
úr dagur í vinnslunni. SS