Dagur - 23.05.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur
Akureyri, miðvikudagur 23. maí 1990
96. tölublað
Stúdentastjörnur
14 kt. gull
Einnig stúdentarammar og
fjölbreytt úrval
annarra stúdentagjafa
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Bæjarstjórn Akureyrar:
Aðalskipulag Akureyrar
til 2010 samþykkt
Bæjarstjórn Akureyrar:
Síðasti lundurinn á kjörtímabilinu
Fundur Bæjarstjórnar Akureyrar í gær var sá síðasti sem haldinn er á kjörtímabilinu. Forseti bæjar-
stjórnar, Sigurður J. Sigurðsson, tók til máls og þakkaði nefndarmönnum, starfsmönnum bæjarins,
bæjarfulltrúum og bæjarstjóra fyrir góð störf og samvinnu á kjörtímabilinu. Sigfús Jónsson, bæjarstjóri,
þakkaði einnig fyrir samstarfið. Sigurður Jóhannesson ávarpaði bæjarstjórn og bæjarstjóra, en hann
hverfur nú úr bæjarstjórn og skipar heiðurssætið á framboðslista Framsóknarflokksins. Lýsti hann
þakklæti sínu til samstarfsmanna um langt árabil í bæjarstjórn. Auk Sigurðar hverfa Freyr Ófeigsson,
Guðfinna Thorlacius og Áslaug Einarsdóttir úr Bæjarstjórn Akureyrar á næsta kjörtímabili. EHB
Líkur á stórauknum útflutningi Akva-vatns til Bandaríkjanna:
Kana þyrstir í eyfirskt vatn
- Bandaríkjamenn væntanlegir til Akureyrar til viðræðna um kaup á skyri
Bæjarstjórn Akureyrar sam-
þykkti í gær aðalskipulag fyrir
Akureyrarbæ til ársins 2010,
við síðari umræðu um tillögu
skipulagsnefndar.
Freyr Ófeigsson, formaður
skipulagsnefndar, sagði eftir
fundinn í gær að hann væri
ánægður með hvernig til hefði
tekist. Vel hefði verið vandað til
skipulagsins, og það ætti að duga
bænum vel næstu ár. Þó væri ekki
óeðlilegt að það yrði endurskoð-
að t.d. eftir 5 ár.
„Góð samstaða var í skipulags-
nefnd varðandi flestar athuga-
Malarvegur:
Þungatak-
markanir
enn í gildi
Þungatakmörkunum hefur ekki
verið aflétt af malarvegum á
austanverðu Norðurlandi enda
vegir ekki orðnir fullþurrir enn
eftir vorleysingar. Skemmdir
hafa þó ekki orðið, ef frá er tal-
inn vegurinn fyrir Tjörnes en
þar þarf að lagfæra veginn þeg-
ar hann verður fullþurr.
Samkvæmt upplýsingum vega-
eftirlits Vegagerðar ríkisins á
Akureyri er 7 tonna öxulþungi á
öllum malarvegum á Eyjafjarðar-
svæðinu og búast vegagerðar-
menn ekki við að frá þeim tak-
mörkunum verði vikið næstu
daga. Þessar takmarkanir koma
fyrst og fremst niður á mjólkur-
og áburðarflutningum um sveitir
en bændur byrja senn að dreifa
tilbúnum áburði á tún sín.
Svipaða sögu er að segja af
svæði Vegagerðarinnar á Húsa-
vík. Vegurinn yfir Fljótsheiði er
talsvert blautur enn og gildir þar
2 tonna heildarþungi á öxul en á
Hvammavegi og Kfsilvegi er
öxulþungi ekki takmarkaður. Að
öðru leyti er 7 tonna öxulþungi í
gildi á svæðinu. JÖH
í sumar verður leiðin frá Ing-
ólfsskála vestur um kvíslar að
Kjalvegi stikuð og helstu
vatnsföli merkt. Björgunar-
sveitin Skagfirðingasveit í
Skagafirði og Björgunarsveitin
Blanda í A-Húnavatnssýslu
munu sjá um merkingu leiðar-
innar. Björgunarsveitirnar fá
200 þúsund úr „Plastpoka-
sjóði“ til framkvæmdarinnar.
Leiðin, sem er um 30 km,
verður stikuð á sama hátt og
vegagerðin merkir hálendisleiðir.
Við stærstu vatnsföllin verða sett
semdir sem gerðar voru af íbúum
bæjarins, að vísu var ágreiningur
um 2 athugasemdir. En það var
enginn ágreiningur í bæjarstjórn
um aðalskipulagið, það fékk frá-
bærar viðtökur þar. Skiptar
skoðanir eru um flesta hluti, en
mér virðist svo hafa tekist til að
hér sé komið skipulag sem flestir
eru sáttir við. Það hlýtur að telj-
ast gott aðalskipulag sem lítill
ágreiningur er um,“ sagði Freyr
eftir fundinn.
Skylt er að ræða aðalskipulag
tvisvar í bæjarstjórn. Eftir fyrri
umræðu gerir skipulagsnefnd
formlega tillögu til bæjarstjórnar.
Næsta skref er að ganga frá
endanlegum uppdrætti, með
þeim breytingum sem bæjar-
stjórn samþykkti. Því næst eru
gögnin send til skipulagsstjóra
ríkisins, þar sem þau eru yfirfar-
in. Að lokum þarf félagsmálaráð-
herra að staðfesta skipulagið,
sem þá öðlast endanlegt gildi.
Nokkrir einstaklingar sendu
inn athugasemdir, en meðal
stærri hópa sem gerðu athuga-
semdir voru Innbæjarsamtökin,
lóðarhafar sunnan Hjarðarlund-
ar, K.A. Foreldrafélag Lunda-
skóla, Léttir og íbúar við Helga-
magrastræti. EHB
Nýlega staðfestu aðilar í Eng-
landi pöntun á tíu til fímmtán
40 feta gámum af drykkjar-
vatni frá Akva sf. En fleira er á
döfinni hjá Akva og Mjólkur-
samlagi KEA, því á sunnudag-
inn koma Bandaríkjamenn til
Akureyrar til viðræðna um
stórfelld innkaup, framleiðslu
og samstarf á sviði drykkjar-
vara frá fyrirtækinu. I júní
kemur annar hópur Banda-
ríkjamanna til Akureyrar
vegna viðræðna um útflutning
á íslensku skyri frá Akureyri.
upp viðvörunarskilti á íslensku
og erlendum málum. Leiðin frá
Ingólfsskála vestur yfir Blöndu er
mjög varasöm í vatnavöxtum og
oft hefur litlu munað að slys hafi
orðið á fólki.
Þess má geta að Björgunar-
sveitin Skagfirðingasveit hefur til
fjölda ára haldið við merkingum
á hálendisleiðum fyrir vegagerð-
ina. Sem dæmi má nefna leiðina
úr Vesturdal upp á Sprengisand.
Einnig leiðina upp að Ingólfs-
skála, en sá skáli er í eigu Skag-
firðingasveitar. kg
Þórarinn E. Sveinsson, mjólk-
ursamlagsstjóri, segir að á næst-
unni verði ráðist í að auka vél-
búnað' fyrirtækisins. Markaðs-
kannanir greina frá því að sala
drykkjarvatns í helstu viðskipta-
löndum íslands muni vaxa um 10-
15% árlega næsta áratug, a.m.k.
Frá því í febrúar hafa verið
send 22 tonn af vatni á viku frá
Akva til Bandaríkjanna. Um-
boðsmenn Akva ytra hafa samið
við þrjár stórar verslanakeðjur
um sölu á vatni til fimm hundruð
stórmarkaða, aðallega í New
York og New Jersey. Einnig hef-
ur verið samið um sölu á vatni til
verslanakeðju, sem rekur tvö
þúsund heilsubúðir um öll
Bandaríkin. Ákveðið hefur verið
að breyta útliti pakkninga
drykkjarvatnsins, og verður
þremur og sex einingum pakkað
saman í kippur.
Dagana 14. til 17. júní koma
fulltrúar bandarískra fjármagns-
eigenda til Akureyrar til við-
ræðna við forsvarsmenn Mjólk-
ursamlags KEA, fulltrúa Stéttar-
sambands bænda og Samtaka
afurðastöðva í mjólkuriðnaði.
Umræðuefnið verður útflutning-
ur á íslensku skyri á bandaríkja-
markað. „Það er ljóst að þeir
munu kaupa skyrið frá Mjólkur-
samlagi KEA ef af þessu verður,
því við erum einu aðilarnir í
heiminum sem framleiðum skyr
með þeirri aðferð sem hér er
notuð. Við bindum miklar vonir
við þessar viðræður, en það er
augljóst að Bandaríkjamennirnir
kæmu ekki nema að fullur áhugi
„Hvenær við sleppum vert ég
ekki núna. Fyrst þurfum við að
fá meira vor, losna við ísinn af
Olafsfjarðarvatni og koma
seiðunum í kvíar út í vatn áður
en sleppt er. Það er Ijóst að við
sieppum að minnsta kosti ekki
með fyrra fallinu í ár,“ sagði
Armann Þórðarson hjá Óslaxi
hf. í Ólasfsfirði um sleppingar
á hafbeitarlaxi í sumar.
í fyrra var sleppt um 200 þús-
und seiðum í sjó hjá stöðinni og
verði heimtur svipaðar og í fyrra
skila sér um 6000 af þessum seið-
um í stöðina í sumar en til við-
bótar koma væntanlega tveggja
ára seiði úr sjó. „Við viljum helst
fá 2% af tveggja ára laxinum til
baka en auðvitað vitum við ekki
um þetta nákvæmlega enn því
liggi að baki. Ef mikill markaður
opnast fyrir skyrið í Bandaríkj-
unum þyrfti e.t.v. að framleiða
það ytra mþð einkaleyfi okkar,“
segir Þórarinn. EHB
vitneskjan um hafbeitina er ekki
svo mikil,“ sagði Ármann.
Hann sagði að nú yrðu væntan-
lega merkt um 12-15.000 seiði og
þeim sleppt á mismunandi hátt
en tilgangur með þessu er sá að
afla vitneskju um hvernig beSt er
að standa að sleppingu seiðanna.
Ármann sagði ekki ljóst hve
mörgum seiðum verði sleppt í sjó
á þessu sumri. Það ráðist mjög af
því hvernig gangi að selja
seiði. Ármann segir að ekkert
hafi selst af seiðum í fyrra en
eitthvað muni seljast í ár.
Sportveiðar í ám og vötnum
fara mjög vaxandi og seldi stöðin
nokkuð af hafbeitarlaxi til slepp-
ingar í ár og vötn í fyrra. Útlit er
fyrir að á þessum viðskiptum
verði áframhald og þær verði í
meira mæli en í fyrra. JÓH
Skagaprður/Húnaþing:
Hálendisleiðir merktar í sumar
- m.a. leiðin frá Ingólfsskála að Kili
Óslax í Ólafsfirði:
Seiðunum sleppt með
seinna fallinu í ár
- Ólafsflarðarvatn enn ísi lagt