Dagur - 23.05.1990, Blaðsíða 16
Skógræktarfélag Eyfirðinga ★ Gróðrarstöðin í Kjama
Opið virka daga kl. 9-18. Laugardaga kl. 10-17.
Leitið upplýsinga
simum
24047 og 24599.
★ Póstsendum
um allt land.
Þetta hús númer 84 við Hafnarstræti á Akureyri heyrir sögunni til. Það var rifíð í gær eftir áratuga dygga þjónustu.
Húsið hefur staðið autt síðustu misseri. Á sínum tíma kom til tals að friða það og gera upp, en samkvæmt úttekt
fróðra manna var talið að það væri of kostnaðarsamt. Ljósmyndari Dags var á vettvangi í gær þegar húsið var rifíð
og festi atburðarrásina á fílmu. Myndir: kl
Fyrirhugaðar miklar breytingar á
lóð Sundlaugar Akureyrar:
Steftit að vatnaparadís
- segir formaður íþróttaráðs
Ég held að megi segja að
þarna sé stefnt að því að skapa
einskonar vatnsparadís,“ sagði
Sigbjörn Gunnarsson, for-
maður íþróttaráðs Akureyrar-
bæjar, þegar hann var inntur
eftir fyrirhuguðum fram-
kvæmdum við Sundlaug Akur-
eyrar. Frá og með deginum í
dag gefst fólki kostur á að
kynna sér þrjár tillögur að
framkvæmdum við laugina í
húsakynnum Sundlaugar
Akureyrar, en þær hefur Hall-
dór Jóhannsson, landslagsarki-
tekt, unnið í samráði við
íþróttaráð og fleiri aðila.
Að sögn Sigbjörns er stefnt að
því að taka ákvörðun innan
skamms um framkvæmdir á lóð
Heldur dræm veiði í Mývatni:
Kjamorkuvetur í lífríki Mývatns
- segir Árni Halldórsson, bóndi í Garði
sundlaugarinnar, en hann segir
að með þeim sé horft til næstu
áratuga með aðstöðu til sund-
iðkunar á Akureyri. Hann sagði
að gera mætti ráð fyrir að kostn-
aður við fyrirhugaðar fram-
kvæmdir yrði að minnsta kosti
um 300 milljónir króna. Því yrði
að dreifa framkvæmdum á 6-10
ár. „Við erum að tala um að
endurskipuleggja alla lóð Sund-
laugarinnar. Menn sjá þarna fyrir
sér miklar breytingar, bæði hvað
varðar hús og-sundaðstöðuna. í
fyrirliggjandi hugmyndum er sem
dæmi gert ráð fyrir sérstakri busl-
laug, barnalaug, dýfingarlaug,
rennibraut, pottum og veitinga-
aðstöðu. í mínurh huga er hér um
að ræða mjög spennandi verk-
efni,“ sagði Sigbjörn.
Hann sagði að strax árið 1986
hafi verið mörkuð sú stefna í
íþróttaráði að hefja framvæmdir
við Sundlaugina um og eftir 1990.
„í mínum huga á að gera þetta
mjög myndarlega. Sundlaugin er
mikið sótt af almenningi hér á
Akureyri og hún hefur aðdráttar-
afl á ferðafólk,“ sagði Sigbjörn.
óþh
„Lífríkishrun hefur verið í
Mývatni ár eftir ár og ekki sér
fram úr því ennþá,“ segir Arni
Halldórsson, bóndi í Garði í
Mývatnsssveit. Mývatn var sá
vitaðsgjafi sem aldrei brást og
var alltaf fullt af silungi. Vatn-
ið var lang besta veiðivatn
landsins og rómað langt út fyr-
ir landssteinana. Sumarið 1969
er síðasta almennilega veiði-
sumarið. Eitt ár hefur náð
meðaltali, en það var 1986.
Flest hin hafa verið langt undir
meðallagi.
Aðspurður um veiðihorfur í sum-
ar sagði Árni: „Mér sýnist á fugl-
inum í vor, að sama sé upp á ten-
ingnum. Hann var ekki á vatn-
inu, heldur sat uppi á uppistöðu-
lónum, við Grænalæk og uppi á
Mýri, sem bendir til þess að ekki
sé uppsveifla í vatninu. í Mývatni
eru fjörutíu tegundir mýs. Ein-
hver fluga verður í sumar, en
þetta verður ekki sem var. Ég er
ekki bjartsýnn.
Hversvegna þessi dauði fer
saman við aldur Kísiliðjunnar
finnst mér alltaf dálítið undar-
legt. Breytingin á vatninu er svo
mikil, að til dæmis er vatnið hætt
að vera tærblátt á grunnunum
milli Kálfastrandar og Garðs.
Hér áður fyrr þekkti maður botn-
inn jafnvel betur en landið. Nú
þarf að pota sig niður með stöng
til að finna grunnföllin. Ef vatnið
nær að verða grænt, þá er þetta
eins og smit, það getur aldrei
hreinsað sig. Slýþörungar eru
farnir að koma í netin. Pabbi
heitinn hafði aldrei séð þetta.
Þetta er ekki árvisst, en komi slý-
ár þá er öruggt að ördeyða er í
vatninu árið eftir. Vatnið er
grænt og sólarljósið nær ekki nið-
ur til botns. Ég kalla þetta að
kjarnorkuvetur sé genginn í garð í
lífríkinu. Sjóndýpi hefur verið
innan við metra og það þýðir að
almyrkvi er við botn á stórum
hluta vatnsins.
Það er alveg hætt að hreinsa sig
og mönnum ber saman um þetta.
í fyrravetur var botninn hér á
flóanum svartur, en áður hafði ég
aldrei séð hann öðruvísi en slý-
grænan. Þetta er vegna þörunga-
gróðurs.“
Árni sagðist setja þetta í sam-
band við dælinguna hjá Kísiliðj-
unni. Mývatn væri gamalt vatn og
auðugt af fosfór. Fosfór myndaði
auðgi í vötnum og gengi í sam-
band við kísilskeljarnar og þær
féllu til botns. Síðan væri farið að
gramsa í setinu, sem er nánast
eintómur kísilbyngur, áburðar-
haugur. „Þessu er dælt upp í
verksmiðjuna, sumt fer aftur í
vatnið. Við þetta kemur aukin
áburðargjöf á vatnið. Þörunga-
gróðurinn eykst. Við það mynd-
ast laust set á botninum og vind-
urinn hrærir í því einnig. Þessi
áburðargjöf er eyðileggjandi.
Bændum á bökkum Mývatns
er nánast barinað að bera tilbúinn
áburð á tún sín. Nú, þegar vitað
er hvert skolið í Kísilverksmiðj-
unni er, þá jafngildir það í fosfór
eins og við bærum þrjá poka af
tilbúnum áburði á hvern hektara.
Þetta er athyglisvert og menn ættu
að hugleiða þessa hluti.
Hér áður fyrr var alltaf nóg að
éta fyrir fugl og fisk. Allt í kring-
um vatnið var löðrandi í mýgrasi,
því mýið flaug svo mikið upp, en
nú er þetta allt horfið. Lífríkis-
hrun blasir við, keðjan er
brostin.“ ój
Hótel Húsavík:
Tölvuvætt hótelið
tilbúið í slagiim
Útlitið er bjart hjá Hótel
Húsavík í sumar og segir Þór-
dís Hrönn Pálsdóttir, hótel-
stjóri, að mikið sé um bókanir
fyrir næstu mánuðina. Sumar-
vertíðin í ferðaþjónustunni er
halin og búist er við að fjöldi
Verkmenntaskólinn á Akureyri:
Þýskan varð þjófimum dýr
- tveir nemendur reknir úr skóla fyrir innbrot
Klukkan 03.30 aðfaranótt
þriðjudags fékk lögreglan á
Akureyri tilkynningu um inn-
brot í Verkmenntaskólanum á
Eyrarlandsholti. Þegar lög-
reglan kom á staðinn voru
tveir ungir menn komnir í bíl
og í þann veginn að leggja á
flótta þegar lögreglan hand-
samaði þá.
Samkvæmt upplýsingum frá
rannsóknarlögreglunni fundust
verkfæri og prófverkefni í fórum
mannanna og höfðu þeir tekið
þetta ófrjálsri hendi úr Verk-
menntaskólanum. Engar
skemmdir'voru unnar á skólahús-
inu eða innanstokksmunum.
Samkvæmt heimildum blaðsins
voru hér tveir nemendur í VMA
á ferð. Þeir munu hafa átt upp-
tökupróf í þýsku í vændum og
haft áhuga á að komast yfir verk-
efni sem átti að leggja fyrir þá á
prófinu. Starfsmaður skólans
mun hafa komið þeim að óvörum
og tilkynnt lögreglunni um ferðir
tveggja hettuklæddra manna í
skólanum.
„Þeim hefur verið vikið úr
skóla og málið er leyst,“ sagði
Bernharð Haraldsson, skóla-
meistari VMA, þegar Dagur
innti hann álits á þessum atburði.
Hann vildi ekkert frekar um mál-
ið segja, það væri úr sögunni frá
bæjardyrum skólans séð. SS
erlendra sem innlendra ferða-
manna staldri við á Húsavík í
sumar. Að sögn Þórdísar gekk
rekstur hótelsins nokkuð vel í
vetur þrátt fyrir erfið skilyrði
að mörgu leyti.
„Veðrið setti náttúrlega strik í
reikninginn og var mikið um
afpantanir vegna samgönguörðug-
leika. Þetta gekk samt ágætlega
og það var t.d. töluvert um ráð-
stefnur á hótelinu," sagði Þórdís.
Til stóð að hótelið auglýsti sér-
stakar skíðaferðir til Húsavíkur
sl. vetur en ekkert varð úr því
vegna þess að snjótroðarinn kom
seinna en áætlað hafði verið.
Þegar troðarinn var síðan kom-
inn var hótelið fullbókað næstu
vikur fyrir ráðstefnuhald og
annað.
Að sögn Þórdísar eru engar
sérstakar nýjungar á döfinni hjá
Hótel Húsavík. Unnið hefur ver-
ið við viðhald og þá er búið að
tölvuvæða hótelið þannig að það
er betur í stakk búið til að sinna
ferðamannastraumi sumarsins.
SS
Akureyri:
Bylgja búðar-
þjófnaða
Mikið hefur verið um það
rætt að búðarhnupl hafi færst
í vöxt í Reykjavík, ekki síst í
Kringlunni. Nú virðist sem
þessi bylgja hafi borist til
Akureyrar því þjófnaðir í
verslunum eru óvenju tíðir
um þessar mundir.
Þær upplýsingar fengust hjá
rannsóknarlögreglunni á Akur-
eyri að búðarþjófnaðir væru nú
mjög áberandi í málabunkanum
á borði lögreglunnar. Svo virtist
sem einhver alda búðarþjófn-
aða hafi skoilið yfir Akureyri.
Rannsóknarlögreglan vill
hvetja foreldra til að vera sér-
staklega vel á verði því það eru
aðallega börn og unglingar sem
verða uppvís að búðarhnupli,
en lítið ber á þessari iðju meðal
þeirra sem eldri eru. SS
Þjótoaður í
heimavist MA
Rannsóknarlögrcglan á
Akureyri hcfur lagt fram
gæsluvarðhaldskröfu á mann
sem fór inn í heimavist
Menntaskólans á Akureyri og
stal þar peningum, úri og öðr-
um verðmætum.
Að sögn rannsóknarlögregl-
unnar átti atburðurinn sér stað
aðfaranótt sunnudags. Maður-
inn fór um heimavistina í leit að
verðmætum, stal peningum og
úri og krækti sér einnig í eitt-
hvað af matvælum.
í ljósi rannsóknar málsins
hefur þess verið krafist að mað-
urinn verði úrskurðaÓur í
gæsluvarðhald. SS