Dagur - 29.05.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 29.05.1990, Blaðsíða 12
Filmumnttaka■ Kjörbúð KEA Byggðavegi r u luuarva. Kjörmarkaður KEA Hrísalundi, BÚHiri Sunnuhlíð Vatnstjónið við Grenilund: Bæjarráð fimdar á morgun - Viðlagatrygging bætir ekki tjónið Bæjarráð Akureyrar kemur saman til fundar á morgun, og þá verður fjallað um tjónið sem varð í leysingunum á dögunum á íbúðarhúsum við Grenilund og Heiðarlund. Samkvæmt upplýsingum frá Viðlagatryggingu íslands komst stjórn stofnunarinnar að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að vatnstjón þetta bæri ekki að bæta úr viðlagatryggingu. Ástæðan væri sú að samkvæmt lögum um viðlagatryggingu bætir hún ekki tjón vegna leysingavatns, heldur aðeins vegna vatns sem flæðir yfir land úr sjó, vötnum eða lækjum. Sætti Akureyrarbær sig ekki við þessa niðurstöðu, er hægt að áfrýja málinu til svokallaðrar Hamfaranefndar. Sigfús Jónsson, bæjarstjóri, segir álit sitt vera að núverandi bæjarráð og bæjarstjórn verði að ráða fram úr þessu máli, áður en ný bæjarstjórn tekur við. fbúarn- ir hafa, sem kunnugt er, lagt fram kröfu um að bæjarfélagið bæti tjónið. EHB Sjallinn á söluskrá: Rekstur þó gengið vel - segir Sigurður Thorarensen Veitingahúsið Sjallinn á Akur- eyri hefur verið auglýst til sölu. Morgunblaöið birti í fyrradag auglýsingu þess efnis. í texta auglýsingarinnar segir aö Sjall- inn sé til sölu ásamt öllu inn- búi. Tekið er fram að staður- inn sé í góðum rekstri og fram- tíðarhorfur góðar. Að sögn Sigurðar Thorarensen, framkvæmdastjóra Sjallans, hef- ur lengi staðið til að selja Sjallann. Sigurður segir að með þessu vilji Ólafur Laufdal, eig- andi Sjallans, einbeita sér að uppbyggingu á Hótel íslandi. Hann þurfi að losa eignir til þess að Ijúka við byggingu þess. Sigurður segir ekkert liggja fyrir hvort rekstrarfyrirkomulag Sjallans breytist, þegar nýir eig- endur taki við rekstri hans. „Það er undir nýjum mönnum komið." „Þetta þýðir ekki að reksturinn hafi gengið illa, síður en svo. Það ár sem ég hef verið hér hefur rekstur Sjallans gengið alveg þokkalega,“ sagði Sigurður. óþh Torfærutröll sýndu ógurleg tilþrif ofan Akureyrar og klifu þverhnípta sand- hóla. Mynd: KL Gúmmívinnslan hf. á Akureyri: Hlutafé verður boðið á Nafn mannsins sem beið bana Ungi maðurinn sem beið bana í umferðarslysi á Árskógs- strönd á laugardagsmorgun hét Björgvin Viðar Finnsson, til heimilis að Kringlumýri 15 á Akureyri. Hann var fæddur 5. nóvember 1967 og var því á tuttugasta og þriðja aldursári er hann lést. almennum h 1 utabréfamarkaði Á aðalfundi Gúmmívinnslunn- ar hf. á Akureyri, sem haldinn var fyrir skömmu, var sam- þykkíum félagsins breytt og ákveðið að bjóða hlutafé í fyrirtækinu á frjálsum mark- aði. Með þessu gefst almenn- ingi kostur á að kaupa hlut í fyrirtækinu og styðja um leið við bakið á þessari starfsemi sem á sér ekki hliðstæðu á Norðurlöndum. „Með þessu erum við að gera hverjum þeim sem áhuga hefur á fyrirtækinu kleift að fjárfesta í því. Þetta tel ég rétta þróun um leið og hlutabréfamarkaður opn- ast hér á landi. Okkar ætlun er að gera þetta að opnu fyrirtæki en tíminn verður að leiða í ljóst hverjir hafa áhuga og hverjir ekki,“ segir Þórarinn Kristjáns- son, framkvæmdastjóri Gúmmí- vinnslunnar hf. Það hlutafé sem um er að ræða er nú í eigu fyrirtækisins sjálfs, Flugfélag Norðurlands: í sjúkraflugi á Grænlandsjökli alls 7% hlutafjár. Samkvæmt hlutafjárlögum geta fyrirtækin sjálf átt allt að 10% hlutafjár þeirra en í tilfelli Gúmmívinnsl- unnar vár fyrirtækið skrifað fyrir þessu hlutafé þegar hlutafé var aukið. Þá kemur einnig til greina að Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar losi sig út úr sínum eignarhluta enda var ætlunin alltaf sú að félagið drægi sig út úr fyrirtækinu þegar það kæmist á legg. Skemmst er að minnast þess að Útgerðarfélag Akureyringa ákvað á aðalfundi fyrr í vetur að bjóða hlutafé í fyrirtækinu á hlutabréfa- markaði og er þvf Gúmmívinnsl- an annað fyrirtæki á Akureyri sem á skömmum tíma ákveður að gefa almenningi færi á að kaupa hlut. JÓH Akureyri: Vinsælir eru Vínardrengir Vínardrengjakórinn víðfrægi heldur tónleika í Akureyrar- kirkju næstkomandi iaugardag kl. 16, en kórinn syngur einnig á Listahátíð í Reykjavík. Aðeins verða þessir einu tón- leikar á Akureyri. Þær upplýsingar fengust á skrifstofu menningarfulltrúa Akureyrarbæjar í gær að forsala aðgöngumiða hefði gengið vel. Þegar var búið fylla 30 bekki í kirkjunni, sem þýðir að ríflega helmingur aðgöngumiða hefur verið seldur. Akureyrarkirkja tekur um 350 manns í sæti og er búist við að hún. verði yfirfull, enda ekki á hverjum degi sem svo frægur kór kemur til Akureyrar. Miðar verða áfram seldir hjá menning- arfulltrúa, Strandgötu 19b, en einnig er tekið við pöntunum í síma. SS Skagaströnd: Viðamikið skógræktar- átak í sumar í sumar verða gróðursettar um 40.000 plöntur í nágrenni Skagastrandar. Þar af verða 35.000 birkiplöntur gróðursett- ar vegna átaks í landgræðslu- málum, sem nú er í gangi í tilefni sextíu ára afmælis skóg- ræktar á íslandi. Gróðursettar verða um 4500 plöntur í landi Skógræktarfélags Skagastrandar sem er í útjaðri bæjarins við Hólaberg. Til þessa verks fær Skógræktarfélagið um 100.000 króna styrk úr hinum svokallaða plastpokasjóð Land- verndar. Birkiplönturnar 35.000 verða aftur á móti gróðursettar í hlíðum Spákonufellsborgar sem er fyrir ofan bæinn og er sú gróðursetning í samvinnu við sveitarfélagið. Við alla þessa gróðursetningu mun vinna fólk á vegum Skógræktarfélagsins og einnig mun Vinnuskólinn á Skagaströnd leggja þessu lið. Þess má geta að Skógræktarfélag Skagastrandar var stofnað árið 1988 og verður þetta því stærsta verkefni sem það hefur tekið þátt í. SBG Verslunarmannahelgin: Útihátíð á Melgerðismelum? - Bleiki fíllinn sækir um leyfi Twin Otter flugvél frá Flugfé- lagi Norðurlands sótti um helg- ina vísindamann, sem þjáðist af háfjallaveiki, í bandaríska vísindastöð á Grænlandsjökli en hún er í 3200 metra hæð yfir sjávarmáli. Flugvél FN, sem staðsett var í Södalen á austur- strönd Grænlands, var næsta tiltæka flugvél sem búin var skíðum. Það var um hádegisbil á sunnu- dag sem beiðni barst frá banda- rískri vísindastöð, sem er á veg- um PICO (Plar Ice Coring Off- ice), um sjúkraflug. Einn leið- angursmanna hafði fengið há- fjallaveiki og var líðan hans talin alvarleg. Twin Otter FN var staddur í Södalen í þjónustu kanadísks námufélags. Vélin lagði af stað skömmu eftir hádegi á sunnudag og flaug norður til Constable Point, þar sem elds- neyti var tekið, auk sjúkrabúnað- ar. Hún lenti síðan uppi á jöklin- um um kl. 19 á sunnudagskvöld, en vegna skafrennings og lélegs skyggnis tafðist brottför hennar. Um kl. 04.40 aðfaranótt mánu- dags lenti Twin Otterinn á flug- vellinum í Jakobshavn eftir sam- tals 1600 km flug (sjá meðfylgj- andi kort). Flugstjóri í þessu frækilega flugi FN var Ragnar Magnússon, aðstoðarflugmaður var Snorri Leifsson og vélstjóri Vilhjálmur Baldursson. óþh Hjá embættum sýslumann- anna á Blönduósi og á Akur- eyri liggja fyrir úmsóknir um að halda útihátíðir á Melgerð- ismelum og við Húnaver. Að sögn Arnars Sigfússonar, fulltrúa á sýslumannsskrifstof- unni á Akureyri, hafa rekstrar- aðilar Bleika fílsins á Akureyri sótt um leyfi fyrir útihátíðarhaldi á Melgerðismelum um verslun- armannahelgina. Leyfið er ekki fengið, en ákvörðun verður tekin um næstu mánaðamót. Hjá embætti sýslumannsins á Blönduósi fengust þær upplýsing- ar, að útihátíð væri bókuð við Húnaver um verslunarmanna- helgina, en hverjir hefðu sótt um fékkst ekki uppgefið. I viðtali við Jakob Frímann Magnússon í DV kemur fram að Stuðmenn verða í Húnaveri umrædda helgi, þannig að vel verður séð fyrir skemmtanahaldi um verslun- armannahelgina á Norðurlandi. ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.