Dagur - 29.05.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 29.05.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, þriðjudagur 29. maí 1990 100. tölublað LACOSTE Peysur • Bolir HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri ■ Sími 23599 j Stjórn verkamannabústaða: Samið um byggingu 52 íbúða Metþátttaka var í Landsbankahlaupinu á Akureyri. Sjá nánar á íþróttasíðum blaðsins. Mynd: KL Stjórn verkamannabústaða á Akureyri hefur samið við fimm verktaka um byggingu fimmtíu og tveggja íbúða. Heiidar- kostnaður við byggingarnar nemur rúmum 314 milljónum króna á verðlagi í maí. Gengið var frá samningum á föstudagskvöld, á grundvelli útboðs sem nýlega fór fram. Erlingur Aðalsteinsson, tækni- fræðingur hjá verkamannabú- stöðum, segir að samiö hafi verið við S.S. Byggi um byggingu nítján íbúða við Tröllagil 14, við Fjöln- ismenn um tuttugu íbúðir við Vestursíðu 32-38, við Harald og Guðlaug hf. um fimm raðhúsa- íbúðir við Tröllagil 1-9, við Aðal- geir Finnsson um sex íbúðir í Melasíðu 1, en áður hafði verið samið við Aðalgcir um níu íbúðir í sama húsi, og við Fjölni hf. um byggingu tveggja íbúða í Múla- síðu 9, en áður hafði verið santið við fyrirtækið um þrjár íbúðir í K. Jónsson & Co. hf.: Hugmyndir um nýjar framleiðslu- vörur og Qölgun starfsfólks K. Jónsson & Co. hf. hcfur sótt um einfalda ábyrgö frá Bæjarsjóði Akureyrar á allt aö 100 milljóna króna láni sem fyrirtækið hyggst taka. Atvinnumálanefnd hefur þeg- ar tekið jákvætt í erindið en óskar jafnframt eftir nánari upplýsingum. Að sögn Bald- vins Valdcmarssonar, aðstoð- arframkvæmdastjóra KJ, eru uppi hugmyndir um að fyrir- tækið bæti við framleiðsluvör- um og auki umsvif sín. „Þetta er einungis hugmynd. Við þyrftum að geta boðið upp á fjölbreyttara vöruúrval til að styrkja markaðsstöðuna, fjölga störfum og auka atvinnuöryggi. En þetta kostar allt peninga,“ sagði Baldvin. Fyrirtækið er nýlega búið að fjárfesta í frystibúnaði og leitar nú eftir stuðningi bæjarins til að Grímsey: „Eggjavertíð“ stendur sem hæst Sigmenn Grímseyinga eru í björgum þessa dagana, því alltaf þykja nýorpnu eggin lostæti. Minna er sigið nú en á árum áður og fuglinum fjölgar. Að sögn Þorláks Sigurðssonar í Grímsey þá er björgunum skipt upp frá fyrri tíð. „Hér voru taldar tíu jarðir, en nýting fugls og eggja áranna en hefur minnkað ras Nýting reka og bjargs fór sam- an og áður fyrr nýttu eyjarskeggj- ar sér þessi hlunnindi í ríkum mæli. Fyrst á vorin eru fýlseggin tekin, en fýllinn verpir fyrstur. Síðan eru það álku- og langvíuegg sem við tökum og þá ritueggin, en þessar fjórar eggjategundir eru í björgunum. Varpið eykst alltaf ár frá ári, því fuglinum fjölgar, enda ékki óeðlilegt, hann er svo lítið nýttur. Lítið er tekið af eggjum og lítið er drepið af fugli. Atu- eða fæðisleysi í náttúrunni svo og drepsóttir gætu helst fækkað honum. Hér eru miklir landvinn- ingar á varpstöðvum,“ sagði Por- lákur. geta byggt viðbótarhúsnæði og keypt vélar, en Baldvin sagði að þessi mál væru enn á hugmynda- stigi og aðeins væri verið að kanna stöðuna með tilliti til þess að hafa fjármagnskostnað í lág- marki. Að sögn Baldvins stendur K. Jónsson vel, fyrirtækið er sterkt: og fjárhagsstaðan góð. Framtíð- arhugmyndir miða hins vegar að því að auka atvinnuöryggi og fjölga störfum í fyrirtækinu. Aætlað er að ný stöðugildi gætu orðið hátt í 40 ef ráðist verður í frekari uppbyggingu og nýja framleiðslulínu. Hann vildi ekki upplýsa á þessu stigi urn hvaða fratnleiðsluvörur er að ræða, enda hafa engar ákvarðanir verið teknar og málið hefur ekki verið afgreitt í bæjarstjórn. SS húsinu. Melasíða 1 er því öll byggö á vegum verkamannabú- staða. Samkvæmt samningum eiga S.S. Byggir. Haraldur og Guð- laugur hf. og Fjölnismenn að skila íbúðunum í ágúst á næsta ári. Aðalgeir Finnsson og Fjölnir eiga að skila íbúðum samkvæmt verksamningi 15. desember á þessu ári. EHB Skagafjörður: Minkur í fjárhúsum Minkur gerði sig heimakom- inn í fjárhúsunum í Miðhús- um í Blönduhlíð um daginn. Það var luísfreyjan á bæn- um, Sigríður Garðarsdóttir, sem kom auga á hann að kvöldi uppstigningardags. Var minkurinn, sem var læða, þá búin að ráðast á lanib og auk þess gjóta sjö hvolpum undir einum garð- anum. Sigríði brá heldur en ekki í brún þegar luin kom til aö líta eftir ánum og sá niink skjótast um húsin. Einnig blasti viö henni lamb sent oröið hafði fyrir áreitni ntinksins, en sem betur fer var þaö nær ómeitt. Ekki leist heimilisfólki vel á hinn óboðna gest og var nú farið að gera ráðstafanir til að gera útaf við hann. Það var svo Garðar Páll Jónsson scm skaut læðuna í greni sínu und- ir garðanum um eittleytið á aðfaranótt föstudags. Tókst honum með einu haglaskoti að granda allri fjölskyldunni ncma livað að faöirinn var ekki viðstaddur. Við athugun fróðra manna reyndust hvolp- arnir vera tvcggja daga gamlir. Sjaldgæft er að minkar búi svona um sig í fjárhúsum, en þessari læðu hefur sjálfsagt þótt það góður köStur þar sent stutt er að fara til fæðuöflunar á þessutn tíma árs. SBG Skagfirðingur Sauðárkróks í SK-4 gær kom eftir hafa gert góða sölu í Bremer- haven á laugardaginn. Atlinn var 151 tonn, mestmegnis karfí en cinnig nokkuð af grálúðu og ufsa. Meðalverð fyrir kílóið var tæpar 97 krón- ur sein er viðunandi. Hegranes SK-2 er í slipp á Akureyri og kemur væntanlega til veiða fljótlega eítir helgina. Skafti SK-3 er nú á veiðum fyrir austan land en hann fór af grá- lúðumiðunutn fyrir vestan vegna lclegrar veiöi þar. Frantnesið ÍS landar í dac rúmum 100 tónnum a Sauðár- króki vegna björgunarnám- skeiðs sjómanna sem nú er haldið á Sauðárkróki. „Við ákváðum að kaupa afla til að halda uppi vinnu í frystihúsun- um. Sú ákvörðun var tekin strax þegar við vissum hvenær ætti að halda námskeiðið hcr,“ sagði Gísli Svan útgerðarstjóri útgerðarfélagsins Skagfirðings á Sauðárkróki. Þess niá geta að veiðar Skag- firðings SK-4 gengu þaö vel fyr- ir siglinguna að skipið fór í land á Reyöarfirði og landaði þar 25 tonnum af ufsa áður en haldið var til Bremerhaven. kg íþróttahús KA í Lundahverfi: Gengið til samninga er teikningar liggja fyrir Bæjarráð Akureyrar hefur far- ið yfír drög að samningi milli Akureyrarbæjar og Knatt- spyrnufélags Akureyrar um byggingu íþróttahúss í Lunda- hverfi og samþykkt að gengið verði til samninga við KA á grundvelli samningsdraganna þegar endanlegar teikningar liggja fyrir. íþróttaráð hefur einnig samþykkt drögin fyrir sitt leyti. Samkvæmt uppdrætti verður íþróttahúsið byggt sunnan við KA-heimilið og verður tengi- byggingmilli húsartna. Skipulags- nefnd hefur fallist á þessa stað- setningu með fyrirvara um fjar- lægð húss frá götu svo og fjölda og fyrirkomulag bílastæða. Sigmundur Þórisson, formaður KA, sagðist gera ráð fyrir að samþykktar teikningar ntyndu liggja fyrir hjá bygginganefnd um mitt sumarið og þá yrði skrifað undir samninga við Akureyrar- bæ. KA-menn vonast því til að hægt verði að hefja framkvæmdir fyrir haustið. Áætlaður kostnaður við nýja íþróttahúsið er áætlaður 120 milljónir króna, að sögn Sig- mundar, enda er hér um stórt mannvirki að ræða. Húsið verður líklega 30x57 metrar að flatar- máli og innanhúss verður stór sal- ur fyrir handknattleik og knatt- spyrnu, einnig júdósalur, þrek- salur, áhaldaherbergi og fleiri vistarverur. Komið hefur til tals að leggja gervigras á gólf hússins til að bæta aðstöðu knattspyrnumanna, en vallarskilyrði hafa verið léleg á Akureyri á vorin og hafa þessar aðstæður háð knattspyrnumönn- um við æfingar. „Það eru ekki áætlaðir neinir peningar handa okkur í ár og við tökum enga ákvörðun um þetta fyrr en samningurinn liggur fyrir. En menn hafa gælt við þessa hugmynd,“ sagði Sigmundur. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.