Dagur - 13.06.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 13.06.1990, Blaðsíða 3
fréftir Miðvikudagur 13. júní 1990 - DAGUR - 3 Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins: Hin árlega sumardvöl að Löngumýri í Skagafirði verður dagana 7.-17. ágúst. Fariö verður með Norðurleið. Verð kr. 22.000.- - 23.000,- Þeir sem hafa áhuga á dvöl þessari hringi í síma 27930 fyrir 15. júlí. Öldrunarþjónustan. Mikil aðsókn að Sundlaug Akureyrar: „Nú gefst tækifæri til að efna stóru orðin“ - segir Haukur Berg, sundlaugarstjóri 1 „Sú var tíðin að Sundlaug Akureyrar var stolt okkar Akureyringa, enda byggð af stórhug og fyrirhyggju, og raunar erum við stolt af henni enn, en nú er svo komið að mörgu þarf að breyta og lag- færa þarf margt. Mikil aðsókn er að lauginni og við verðum að aðlaga okkur að nýjum tíma, slíkt er aðkallandi,“ sagði Haukur Berg, forstöðumaður Sundlaugarinnar á Akureyri. „Nú eru bæjarstjórnarkosning- arnar afstaðnar og við höfum fengið nýjan bæjarstjóra og nýja bæjarstjórn. Teikningar og plön um stórbætta aðstöðu hér á laug- arsvæðinu liggja nú fyrir, hönnun Halldórs Jóhannessonar, og von mín er sú að af framkvæmdum geti orðið. Fráfarandi bæjar- stjórn sveik öll loforð varðandi Sundlaug Akureyrar. Sett var upp fimm ára áætlun að béiðni bæjarstjórnarinnar, en ekkert varð úr henni. Nú gefst tækifæri til að efna stóru arðin og nýta þær tillögur sem liggja fyrir sagði Haukur. Aðsókn að Sundlaug Akureyr- ar er mikil og á síðasta ári voru gestir laugarinnar liðlega 230 þúsund. Nú fer annatími í hönd með sumri og sól. Ferðamenn nýta sér laugina mikið, og þessa dagana eru Svíar og Þjóðverjar mjög áberandi. „Flóðbylgja ferðamanna skellur á okkur á næstu dögum og vonandi verða veðurguðirnir okkur hliðhollir. Gott veður, góð sundlaug og þá er mikið fengið,“ sagði Haukur Berg að lokum. ój Svipmyndir frá sjómanna- deginum á Sauðárkróki - myndir SBG Meðalhækkunin í gær 4-5% I gær hækkaði verð á áfengi og tóbaki og nemur meðalhækk- unin 4-5%. Þessi verðhækkun er samkvæmt forsendum fjár- laga en hluti verðbreytinganna á rætur að rekja til erlendra verðhækkana. Samkvæmt upplýsingunt frá fjármálaráðuneytinu var við gerð kjarasamninganna í febrúar sl. fallið frá verðhækkunum á áfengi og tóbaki sem boðaðar voru með samþykkt fjárlaga í desember sl. Á minnisblaði frá ráðuneytinu dagsettu 28. janúar sl. sagði að „verð á áfengi og tóbaki hækki í takt við almenna kostnaðarþróun á þriggja mánaða fresti." Tóbak hækkaði að meðaltali um 4% í gær en vín og sterkir drykkir um að meðalatali 5,6%. Algeng hækkun á öli er um 2% en ýmsar tegundir öls halda þó sama verði og áður. Dæmi um verðbreytingarnar eru að Bernkasteler Blue Nun hvítvín hækkar um 5,5%, Black Label viskí um 5,2% og Smirnoff vodka um 4,2%. Winston filter sígarettur hækka í 204 kr. pakk- inn eða um 3,0%, og Prince sígarettur hækka í 212 kr. pakk- inn eða um 7,1%. Verð á sex flöskum af Löwenbráu öli haekk- ar um 2,6% en sex dósir af Tuborg hækka í verði um 1,3%. Heineken og Pilsner Urquell eru öltegundir sem ekki taka neinum verðbreytingum að þessu sinni. JÓH AKUREYRARB/íR Félagsstarf aldraðra Þriðjudaginn 19. júní verður farin stutt ferð í austurátt og síðdegiskaffi drukkið að Stóru- tjörnum. Farið frá Húsi aldraðra kl. 13.00. Verð kr. 1.000.- Þátttaka tilkynnist í síma 27930, helst fyrir 16. júní. Öldrunarþjónustan. Tangi hf. á Vopnafirði: Saimiingar um sölu loðnu verksmiðju undirritaðir Sú fjárhagslega cndurskipu- lagning sem forráðamenn Tanga hf. á Vopnafirði gripu til á liðnum vetri virðist ætla að skila tilsettum árangri. Hlutafé var aukið í fyrirtækinu og er þar stærst framlag Hluta- fjársjóðs upp á 115 milljónir króna, en einnig lögðu heima- menn og aðrir fram um 50 millj- ónir króna, og eru öll hlutafjár- loforð nú greidd. Einnig seldi Tangi hf. bátinn Lýting NS til Patreksfjarðar og nú liggur fyrir samkomulag við Slysið í Hrútafirði: Leiðrétting Ónákvæmni gætti í upplýsingum þeim sem lögreglan veitti um bílslys í Hrútafirði síðast- liðinn laugardag en sagt var frá slysinu í blaðinu í gær. Slysið varð með þeim hætti að Volvo- bifreið á suðurleið, sem hinir látnu voru í, fór yfir á öfugan vegarhelming í beygju og lenti utan í Volkswagen-bifreið sem var á leið norður. Við höggið kastaðist Volkswagen-bifreiðin út af veginum en Volvoinn hent- ist á Pajerojeppa sem var skammt á eftir Volkswagen- bílnum. JÓH Pétur Antonsson hjá Fiskimjöli og lýsi hf. í Grindavík og fleiri um sölu á loðnuverksmiðjunni, en Tangi hf. mun eignast 26% í því fyrirtæki þegar samningar hafa veriö undirritaðir, sem væntan- lega verður í þessari viku. Sölu- verð bátsins og annarra eigna Tanga hf. mun vera um 200 millj- ónir króna Lítiö hefur borist af hráefni sl. hálfan mánuð til vinnslu í frysti- húsinu, en sl. miðvikudag landaði Brettingur NS um 55 tonnum af þorski og ýsu. Þorskurinn er nokkuð vænn, en ýsan fremur horuð. Framkvæmdastjóraskipti urðu hjá Tanga hf. í febrúarmánuði sl., en þá tók Friðrik Guðmunds- son við af Pétri Olgeirssyni. Friðrik starfaði áður sem kaup- fclagsstjóri hjá Kaupfélagi Stöð- firðinga um sex ára skeið. GG LVk'-.íí - A«, ;■* H,.r i ' i . R it .2 . Vvi j “.Vw’ % *\ Sundlaugin Syðra-Laugalandi Sundlaugin verður opnuð fimmtudaginn 14. júní og verður opin í sumar sem hér segir: Mánudaga frá kl. 14-20, þriðjudaga - fimmtudaga frá kl. 14-22, föstudaga - sunnudaga frá kl. 14-18. Konutímar verða á mánudögum frá kl. 20-22. Sundlaugarverðir. AKUREYRARB/íR 4

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.