Dagur - 13.06.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 13.06.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 13. júní 1990 - DAGUR - 7 Syðri-Hagi á Árskógsströnd. Á innfelldu myndinni er annað sumarhúsið af tveimur sem leigð eru út frá bænum. Ferðaþjónustubæir sem bjóða þessi sumarhús njóta mikilla vinsælda. ars vegar tvö herbergi sem leigð eru út heima á bænum og hins vegar tvö sumarhús sem leigð eru út en gestir í þessum húsum eru yfirleitt meira út af fyrir sig en gestirnir heima á bænum. Ánægðir gestir eru besta auglýs- ingin að mati Ármanns og því hlýtur það að gefa augaleið að mikil vinna er lögð í að sinna þörfum ferðamannanna. Hvernig er skipulagningunni háttað á bænum? „Við getum sagt að þessi þátt- ur ráðist frá einum tíma til annars. Yfirleitt situr annað hvort okkar hjónanna með gest- um við morgunverðar- eða kvöldverðarborð. Bústörfin ráða því meira hvort okkar getur sinnt þessu en alltaf er annað okkar til staðar," svarar Ármann. Munur á erlendum og íslenskum gestum Hann segir að nokkur munur sé á íslensku og erlendu ferða- mönnunum. „Íslendingar þekkja meira til landsins og fólksins og sækjast því síður eftir því sama og útlendingarnir, þ.e. að kynn- ast fólkinu og landinu. Af þessu leiðir að oft er auðveldara að komast að útlendingunum þar sem þeir eru opnari en að sjálf- sögðu fáum við alltaf inn á milli mjög opna íslendinga í heim- sókn,“ segir Ármann og bætir því jafnframt við að í mörgum tilfell- um notfæri barnafjölskyldur sér gistimöguleikann á ferðaþjón- ustubæjunum beinlínis til að koma börnunum í nánari snert- ingu við dýrin og náttúruna. Ármann hugsar sig eilítið um þegar sú spurning er lögð fyrir hann livort hver sem er geti farið út í ferðaþjónustu. „Spurningin er auðvitað sú hvernig menn eru innstilltir gagnvart ferðamönn- um. Jú, bændur eiga að geta farið út í þetta ef þeir á annað borð hafa áhuga fyrir ferðamönnum og eru tilbúnir til að þjóna þeim eins og þeir vilja. Menn verða að hafa þjónustulund til að vinna við þetta og hana held ég að bændur hafi almennt.“ Uppbygging tekur mörg ár Eins og með alla aðra atvinnu- starfsemi kemur upp spurningin um arðsemina og þeir sem hyggja á þennan rekstur spyrja fyrst þeirrar spurningar. Ármann segir ekki mikla peningavon fyrstu árin þannig að enginn skuli gera sér miklar gróðahugmyndir í byrjun. „Nei, það tekur mörg ár að ná upp aðsókninni og byggja upp aðstöðuna nema að viðkom- andi bær sé staðsettur á sérstök- um náttúrufræðilega góðum stað þar sem ferðamenn leggja gjarn- an leið sína. Hjá okkur fór þessi starfsemi ekki að gefa teljandi tekjur fyrr en á síðustu tveimur árum. Fram að því fóru tekjurnar að mestu í að byggja þjónustuna upp og auglýsa hana. En eins og ég sagði áðan þá er þetta skemmtilegt starf og það gefur okkur meira heldur en pening- arnir. Á það horfum við frekar." Samkeppni á sviði ferðaþjón- ustu er mikil. Athygli vekur hve vel hefur tekist að byggja upp ferðaþjónustuna á Syðri-Haga ef haft er í huga að nokkrir aðrir bæir í Ferðaþjónustu bænda eru á Eyjafjarðarsvæðinu auk hótela og annarrar gistiaðstöðu á og við Akureyri. Sumir fullsaddir af hótelgistingum „Já, okkur hefur þrátt fyrir þetta gengið ágætlega að ná upp aðsókn. Ég held að ástæðan sé einfaldlega sú að þeir gestir sem koma til okkar eru að leita að náttúrunni og fólkinu en eru bún- ir að fá nóg af hótelgistingum. Þeir fá ekki þar það sem þeir eru í raun að leita að. Hér eru tilfelli um fólk sem notfærir sér þessa þjónustu ár eftir ár. Við erum til dæmis að fá fólk hingað í sumar sem gistir hjá okkur í fjórða og fimmta skiptið. Þetta eru útlend- ingar sem segja má að landið og þjóðin hafi heillað svo mjög að líkist vissri frelsun," segir Árm- ann hlæjandi. Tungumálaerfiðleikar eru ekki fyrir hendi á Syðri-Haga. Ulla Maja er sænsk að uppruna og því eru samskiptin við Norðurlanda- búa ekki vandkvæðum bundin. Ármann segir að Ulla Maja tali ágæta ensku og sonurinn á heim- ilinu hefur séð um að ræða við Þjóðverjana en þeir eru yfir 60% af útlendum gestum á bænum. í sumar dvelja um hálfs annars mánaðar skeið í Syðri-Haga ung þýsk systkini sem gistu á bænum í fyrrasumar og heilluðust þau svo mjög af landinu og mannlíf- inu að þau óskuðu eftir því að fá að koma aftur og vinna fyrir mat og húsnæði með aðstoð við þjón- ustu við gestina. Þetta tilfelli undirstrikar hversu vel góð þjón- usta getur skilað sér og sannar þau einkunnarorð sem margir í ferðaþjónustu hafa tekið sér; að ekkert auglýsi betur þessa starf- semi en ánægður viðskiptavinur. JÓH þessari atvinnugrein. Við viljum stækka markaðinn frekar en bít- ast um það sem er fyrir og nú þegar sjáum við árangur af þess- ari vinnu,“ segir Páll. Spá Páls er sú að í sumar taki margir íslenskir ferðamenn þann kostinn að láta reyna á Ferða- þjónustu bænda en aðilar í ferða- þjónustu hafa kvartað mjög yfir því á undanförnum árum hve lít- inn áhuga íslendingar sýni fjöl- breyttum ferðamöguleikum inn- anlands. Þessi áhugi innlendra ferðamanna kann að vera merki um að nú sé loks að verða um- talsverð breyting á hugsanagangi íslendinga hvað varðar ferðalög. Nokkurra efasemda gætti í upphafi meðal margra um það hvort bændur væru almennt nógu kunnugir þjónustu við ferða- menn til að geta stundað þessa atvinnugrein. Páll segir að mikið sé lagt upp úr því að uppfylla öll skilyrði um gistiaðstöðu og því standist jjessi þjónusta allar kröfur. „Ég held að bændur hafi rekið þetta slyðruorð af sér og sýnt að þeir hafa fullkomlega samkeppnisfæra aðstöðu að bjóða. Ferðaþjónusta bænda er gott net. En um samkeppnina er það að segja að vissulega er hún fyrir hendi en við leggjum okkur mjög mikið fram við stækka kökuna sem bitist er um. Og þetta gerum við í samvinnu við aðra aðila í ferðaþjónustu,“ segir Páll Richardsson. JÓH jjg Hestamannafélagið Léttir Krakkar og unglingar! Aðstaða verður fyrir reiðhestinn ykkar að Hamra- borgum í sumar. Hringið í síma 26670, Stína. Unglingaráð Léttis. / / •• RYMINGARSALA A HUSGOGNUM í KJALLARANUM 50% AFSLÁTTUR! • Skrifborð • Fataskápar • Vélritunarborð • Komraóður • Hillur • Stólar • Eldhúsinnréttingar Rýmingarsalan hefst í dag. Láttu þig ekki vanta - gerðu góð kaup! Hrísalundur, kjallari iöÖ-Lí' A'a'jarfiuy'timt á ^Akurruri ny palúík )í-yjJLjj@' ^úslumaðurimt í ^yjitfjarðarsýslti Nauðungaruppboð Miðvikudaginn 20. júní 1990 kl. 16.00 fer fram að Rétt- arhvammi 3, Akureyri, nauðungaruppboð á iausafé. Seldar verða væntanlega að kröfu Kristjáns Óiafssonar hdl., Ólafs B. Árnasonar hdl., og Byggðastofnunar, eftirfar- andi eignir, úr þrotabúi Vinkils s.f. Pússivél FRB, dúklímingartæki Hymmen International, pússivél Fladders, breiðbandspússivél Verboom, sogvél eins poka Coral GM-1C, afréttari af gerðinni Elíno, 3 hef- ilbekkir, geirskurðarhnífuraf gerðinni Morsö, kantlímingar- vél I. D. M. Pesario, fræsari Frommia typa 705 með fram- dragi, lakkvél Leif og Lorens typa B2, lakksprauta Delfiss, þykktarhefill Coburg ModelDD61, afréttari Camro, Black & Decker borvél í statívi, hengslaborvél 16 amper 500 Volt, stærðartökuvél Schvabildilssen Assennerskov, límpressa frá Stálvirkjanum, dílaborvél tegund Bisse Forecon-50, límvals, borðsög Delta Unisaw, Delta Rokkvél bútsög, Camro borðsög með forskera Typa FK, spónskurðarsög framleidd af Stálvirki með Asea mótor, spónsaumavél lítil, handlyftari, plötusög standandi tegund Multico Model SC3 vél nr. 164, smergel Lspirlis, bindivél Strapex, loftpressa Atlas Copco, Baker benslnlyftari, ýmis borð og grindur, þrjú eldhúsborð með 20 eldhússtólum, Ijósritunarvél Min- olta tegund EP-350z, hljómflutningstæki, útvarpsmagn- arakerfi ONKIO og Bilson, símar, gömul ritvél, skjalaskáp- ur, gamlir skrifstofustólar, Moldov blásarakerfi typa MP-C nr. 358, Norfab blásarakerfi. Greiðsla við hamarshögg. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla, nema með sam- þykki uppboðshaldara eða gjaldkera. Uppboðsskilmálar eru til sýnis hjá uppboðshaldara. Uppboðshaldarinn á Akureyri, 11. júní 1990. Arnar Sigfússon, fulltrúi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.