Dagur - 13.06.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 13. júní 1990
myndlist
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttír),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SIMFAX: 96-27639
Akstur er
dauðans alvara
Það sem af er þessu ári hafa 13 manns látist
í umferðarslysum hér á landi. Þótt árið sé
ekki hálfnað er tala látinna þegar orðin mun
hærri en mörg undanfarin ár.
Stöðug aukning umferðarslysa er verulegt
áhyggju- og umhugsunarefni. Því miður hef-
ur það verið regla fremur en undantekning
síðasta áratuginn að 25 manns að meðaltali
láti lífið í umferðarslysum hér á landi árlega.
Þetta er hrikalega há tala og í raun óbærilegt
fyrir svo fámenna þjóð að greiða umferðinni
slíkan „toll“ ár hvert. Þrátt fyrir stöðugan
áróður Umferðarráðs, tryggingafélaganna
og ýmissa frjálsra félagasamtaka um nauð-
syn þess að gæta fyllstu varkárni og sýna
tillitssemi í umferðinni, hefur lítið áunnist.
Þótt flestum eigi að vera það ljóst að „akstur
er dauðans alvara“, eins og segir í einni fjöl-
margra auglýsinga þar sem hvatt er til
aðgæslu í umferðinni, er hraðakstur og til-
litsleysi enn allt of algeng sjón hvarvetna á
vegum landsins, jafnt í dreifbýli sem þétt-
býli.
Það er staðreynd að slysum fjölgar í réttu
hlutfalli við ökutækjaeign. Það er einnig
staðreynd að við íslendingar eigum heims-
met í ökutækjaeign á hvern íbúa. Þegar við
bætist að vegakerfið hér á landi er alls ekki
sambærilegt að gæðum við vegakerfi flestra
annarra Evrópuþjóða er ljóst að sérhver veg-
farandi þarf að leggja sig sérstaklega fram
til að forðast slys og minniháttar óhöpp á
íslenskum vegum. íslensk „umferðarmenn-
ing“ er einhverra hluta vegna vanþróaðri en
nágrannaþjóðanna. Til dæmis er stefnu-
ljósanotkun mun minni hér á landi en víðast
annars staðar og sífelldur vinstri akreina
akstur, þar sem um tvær akreinar í sömu
akstursstefnu er að ræða, séríslenskt fyrir-
brigði sem útlendingar furða sig jafnan á.
Svona mætti lengi telja. Afleiðingin er
síhækkandi slysatíðni í umferðinni auk
gríðarlegs eignatjóns, alla daga, allan ársins
hring.
Er ekki kominn tími til að þjóðin setji sér
það mark að fækka umferðarslysunum? Er
ekki kominn tími til að bæta íslenska
umferðarmenningu? Þrettán dauðsföll í
umferðinni það sem af er þessu ári segja
sína sögu. Akstur er dauðans alvara. Við
verðum að haga okkur í samræmi við þá
staðreynd, öll sem eitt. BB.
Sextugasta og níunda sýiungín
- Sýning Steingríms Sigurðssonar í Staðarskála
2. júní opnaði Steingrímur Sig-
urðsson, listmálari, sextugustu og
níundu málverkasýningu sína í
Staðarskála í Vestur-Húnavatns-
sýslu. Á sýningunni voru fjörutíu
og fjögur verk unnin í olíu og
vatnslit.
Undirrituðum er í fersku minni
sýning Steingríms í Gamla Lundi
á Akureyri í mars árið 1989. Sú
sýning var sextugasta og sjötta
sýning listamannsins.
Það var forvitnilegt að bera
þessar tvær sýningar saman í hug-
anum. Yfir sýningunni árið 1989
var talsverður fljótfærnislegur
grófleiki, sem þó bar í sér öruggt
handbragð hins þjálfaða lista-
manns.
Sýningin, sem nú stendur yfir í
Staðarskála, er með verulega
öðru sniði. Steingrímur hefur
greinilega agað hönd sína af
meiri ákveðni að þessu sinni.
Víða bregður fyrir fínlegum
vinnubrögðum ekki síst í
vatnslitamyndunum. Yfir þeim er
gjarnan heillandi blær draum-
heima, sem dregur að sér augað
og stöðvar það við myndina. í
þessum flokki eru til dæmis
myndir eins og Hrauntindar í
Öxnadal, Séð út fjörðinn, Fanta-
sía VI og Borðeyri.
Yfir olíuverkunum er enn
nokkur grófleiki, en hann er með
öðru sniði en á sýningunni árið
1989. Helst má segja, að í honum
birtist þróttur, sem lyftir mynd-
efninu og gefur því innihald, sem
ekki felst í viðfangsefninu sem
slíku, heldur þeim skáldskap,
sem listamaðurinn leggur í
verkið. Hér má sérstaklega nefna
til málverkið Hvammstangi, sem
er laðandi og sterkt verk dregið
ákveðnum og þróttmiklum
dráttum.
Ekki er allt jafn gott á sýningu
Steingríms Sigurðssonar í Staðar-
skála, enda von til þess, að ýmis-
legt fljóti með á svo verkamargri
sýningu sem þeirri, sem hér er
um að ræða. Til dæmis er heldur
óskemmtilegur stirðleiki yfir fíg-
úrum í verkum Steingríms. Þær
skortir það líf og þá hreyfingu,
sem svo mikið er gjarnan af í öðr-
um verkum hans.
Steingrímur segir í sýningar-
skrá:
„Þessi 69. málverkasýning mín
heima og erlendis er haldin til að
heiðra Staðarskála, sem liggur
um þjóðbraut þvera og er eins
konar varðpóstur á landamærum
Suður- og Norðurlands. í sumar,
9. júní, 1990, eru 30 ár liðin síðan
þeir bræður Eiríkur og Magnús
Gíslasynir hófu veitingarekstur í
Staðarskála.
í tilefni af því treð ég upp með
þessa sýningu."
Þetta er ekki verra tilefni en
hvað annað til þess að halda sýn-
ingu og jafnvel betra en mörg.
Listin á heima, þar sem fagnað
er.
Fjöldi manna kom að opnun
sýningarinnar og virtist kunna vel
að meta hana. Það spillti ekki
ánægju manna, að tónlistar-
mennirnir Guðjón Pálsson og
Elínborg Sigurgeirsdóttir léku
létt lög við opnunina.
Gert er ráð fyrir því að sýning-
in verði opin til 14. júní, en til
greina getur komið að framlengja
hana eitthvað.
Haukur Ágústsson.
Hrosshár í strengjum
- Sýningar Sigurlaugar Jóhannesdóttur
Myndlistarmaðurinn Sigurlaug
Jóhannesdóttir á Dalvík hélt sýn-
ingu á verkum sínum í Safnahús-
inu á Húsavík 11. til 14. maí og á
Ráðhúsloftinu á Dalvík dagana
2., 3. og 4. júní. Á sýningunum
voru ellefu’ verk öll unnin með
ýmsu móti í hrosshár og önnur
efni.
Það var ferskur blær yfir sýn-
ingum Sigurlaugar. Hún hefur
greinilega gott auga fyrir sér-
kennum efnisins, sem hún vinnur
með. f verkunum nýtti hún
skemmtilega hið grófa efni, sem
hrosshárið er og kom því fyrir í
umhverfi, sem undirstrikaði vel
áferð og eiginleika. Til þessa má
nefna fjölbreytta uppsetningu
hrosshársskúfa í náttúrulitunum í
vatnsslípaða steina. í þessum
verkum er áhugverð samfella
hins lífræna og sveigjanlega ann-
ars vegar og harðs steinsins hins
vegar.
Þá voru á sýningum Sigurlaug-
ar Jóhannesdóttur tvö skemmti-
leg lafaverk; slöngur úr hross-
hári. í þessum verkum var mikill
léttleiki. Áferð hins stífa hross-
hárs naut sín og Ijósið brotnaði á
líflegan hátt í hárvafningunum.
Það er ævinlega gaman að til-
raunum til þess að skapa lista-
verk úr óvenjulegum efniviði.
Slíkar tilraunir takast því miður
ekki ætíð sem skyldi og fara á
stundum út í hreinan fáránleika,
sem engu þjónar öðru en því að
særa áhorfandann og fylla hann
þeirri tilfinningu, að verið sé að
gera gys að honum og um leið
listinni sjálfri.
Þetta á ekki um sýningar Sigur-
laugar Jóhannesdóttur. Þær bera
það með sér, að listamaðurinn ép'l
í sannleika að leita nýrra leiða í
tjáningu sinni.
Það er líka ævinlega ánægju-
legt, þegar listamenn gera
atrennur til þess að nýta íslensk
efni til listsköpunar. Það gerir
Sigurlaug Jóhannesdóttir og tekst
vel.
Sigurlaug er enginn nýgræðing-
ur á akri listanna. Hún hefur tek-
ið þátt í fjölda samsýninga og
haldið margar einkasýningar.
Einnig hefur hún fengið nokkrar
viðurkenningar fyrir list sína og
Listasafn íslands, Húsavíkurbær
og Samband íslenskra samvinnu-
félaga hafa fest kaup á verkum
hennar.
Haukur Ágústsson.
Karníval eða áttundi áratugurinn
- leikhúsverk eftir Erling E. Halldórsson
Leiklistarmiðstöðin hefur gef-
ið út leikhúsverkið, Karnival
eða áttundi áratugurinn, eftir
Erling E. Halldórsson, rithöf-
und og leikhúsmann. Verkið
er hið tíunda í röðinni af
leikritum höfundar.
í fréttatilkynningu frá Leiklist-
armiðstöðinni segir: „í verkinu
birtast ævaforn minni „karnivals-
ins“. Leikritið gerist í fertugsaf-
mæli reykvísks hefðarmanns,
sem hefur letrað á garðshlið sitt.
Hér býr hamingjan.
Erlingur E. Halldórsson er
mikilvirkur höfundur, en leikrit
hans hafa m.a. verið flutt í Iðnó,
í Þjóðleikhúsinu, í hljóðvarpi og
sjónvarpi. Þekkt eru verkin
Minkarnir, Hákarlasól og Gráir
hestar t.d.
Á sjötta áratugnum mun Erl-
ingur fyrstur manna hafa sótt
nám í leikhúsfræðum, jafnt í Par-
ís og Vínarborg. Enn síðar var
hann við nám í leikstjórn hjá
Berliner Ensemble og í Lyon.
Frá 1961 hefur hann stundað
kennslu, starfað frjálst sem leik-
stjóri og rithöfundur, en hin síðari
árin hefur hann snúið sér meira að
ritstörfum.
Bókin fæst hjá M&M, Lauga-
vegi 18 og Bókav. Sigfúsar Eym.
í Austurstræti. Á Akureyri í
Bókabúð Jónasar og Bókaversl-
uninni Eddu.“
Kjallarinn í Hrísalundi:
Rýmingarsala á hús-
gögnum hefst í dag
Unnið er að breytingum á
vöruframboði í Kjallaranum í
Hrísalundi, en um nokkurt
skeið hefur fengist þar ódýr
fatnaður og skór. Ætlunin er
að bæta enn framboðið á þess-
um vörum og draga úr öðru. í
tilefni af þessum breytingum
verður efnt til rýmingarsölu á
húsgögnum.
Til að gefa fatnaðinum aukið
rými hefur verið hætt að selja
húsgögn í Kjallaranum og hafa
þau verið tlutt í Byggingavöru-
deild á Lónsbakka. Einnig hefur-
sölu verið hætt á málningu og
skyldum vörum. En talsvert var
eftir af húsgögnum af ýmsu tagi
og verða þau seld á rýmingarsölu
sem hefst í dag. Þarna má finná
skrifborð, vélritunarborð, fata-
skáp, kommóður og hillur - og
heila eldhúsinnréttingu. Afslátt-
urinn er mismunandi, en óhætt er
að fullyrða að fólk getur gert góð
kaup.