Dagur - 14.06.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur____________Akureyri, fimmtudagur 14. juní 1990 111. tölublað
þaó
hressir
UratJrt
J;aH«ð
íbúar sveitarfélaganna framan
Akureyrar í miðri kosningalotu:
Þrennar kosn-
ingar á einu ári?
Svo gæti farið að íbúar í sveit-
arfélögunum framan Akureyr-
ar þyrftu að ganga þrisvar að
kjörborðinu á einu ári. Verði
sameining sveitarfélaganna
þriggja samþykkt í kosningum,
sem væntanlcga fara fram
næsta vetur, þarf að kjósa á ný
í sveitarstjórn hins sameinaða
sveitarfélags.
Fram hefur komið að búið er
að velja fulltrúa Hrafnagils-
hrepps í svokallaða sameiningar-
nefnd sem vinna mun að sam-
einingarmálinu á næstunni. í
skoðanakönnun samhliða nýaf-
stöðnum sveitarstjórnarkosning-
um kom fram mikill vilji íbúanna
til sameiningar Hrafnagilshrepps,
Öngulsstaðahrepps og Saur-
bæjarhrepps. Sérstök nefnd sem
sæti eiga í tveir fulltrúar frá
hverju þessara sveitarfélaga mun
fara yfir öll atriði sem tengjast
sameiningunni og að þeirri vinnu
lokinni boða til kosninga um
hvort sameina á SVeitarfélögin
eða ekki. Fulltrúar hinna sveitar-
félaganna tveggja verða væntan-
lega valdir á hreppsnefndarfund-
um í kvöld og annað kvöld.
Húnbogi Þorsteinsson í félags-
málaráðuneytinu segir að frum-
kvæðið í þessu máli sé hjá heima-
mönnunum sjálfum og muni
ráðuneytið ekki hafa bein
afskipti af málinu en leggja til þá
aðstoð sem sameiningarnefndin
kunni að óska eftir.
„Við komum þó að líkindum
meira inn í þetta mál á seinni
stigum en heimamenn ráða því
hvenær kosið verður um samein-
ingu. Á slíkri kosningu eru engin
tímamörk en hún er ekki dregin
lengi ef mönnum sýnist góð
samstaða um málið,“ segir Hún-
bogi.
Þar sem um er að ræða fjöl-
mennt sveitarfélag sem gæti orð-
ið til við sameininguna er ekki
heimild í lögum til að mynda nýja
sveitarstjórn án þess að boða til
kosninga. „Ef íbúar þessara
sveitarfélaga samþykkja að sam-
eining taki gildi um t.d. næstu
áramót eða á miðju næsta ári þá
sýnist mér óhjákæmilegt að boð-
að verði til nýrra kosninga í sveit-
arstjórn á næsta vetri,“
Húnbogi.
Fyrstu skemmtiferðaskip sumarsins,
Maxím Gorkí og Kazakstan, komu
til Akureyrar um hádegisbil í gær.
Að vonum fylltist miðbær Akureyr-
ar af ferðafóki, en þeir sem ekki
gerðu sér bæjarrölt að góðu fóru
austur í Mývatnssveit í stutta skoð-
unarferð. Myndir. ehb
ÖxarQarðarheiði
og Hólssandur:
senn
Mokstur er hafinn á Öxar-
ijarðarheiði og Ilólssandi og
að sögn Guðna Oddgeirs-
sonar hjá Vegagerð ríkisins
á Þórshöfn er vonast til að
vegirnir verði orðnir jcppa-
færir urn helgina.
Útlitið var ekki gott á þess-
um fjallvegum, eins og Dagur
greindi nýlega frá, en Guðni
sagði að ráðist hefði verið í
mokstur bæði á Öxarfjarðar-
heiði og Hólssandi og nú væri
útlit fyrir að þessir vegir yrðu
jeppafærirumnæstuhelgi. SS
Lítið bólar á nýjum kjarasamningum sjómanna:
Öllu ýtt jafnóðum út af borðinu
- sáttasemjari boðar til samningafundar næsta þriðjudag
„A síðasta sáttafundi var skip-
uð undirnefnd sem skilað hef-
ur af sér nægu verki til þess að
sáttasemjari hefur boðað til
samningafundar næsta þriðju-
dag. Þrátt fyrir að nánast
ekkert hafi gengið í þessum
samningamálum hef ég trú á
að eitthvað gerist á þeim
fundi,“ segir Konráð Alfreðs-
son, formaður Sjómannafélags
Eyjafjarðar, um stöðuna í
samningamálum sjómanna en
samningar hafa verið lausir frá
síðustu áramótum án þess að
nokkuð hafi færst í samkomu-
lagsátt.
„Útgerðarmenn vilja ekkert
við okkur ræða. Þeir setjast að
borði með okkur en ýta öllu jafn-
óðum út af borðinu strax í byrjun
samningafunda. Það fást engir
hlutir ræddir,“ segir Konráð.
Nánast öll félög innan Sjó-
mannasambands íslands hafa, að
sögn Konráðs, aflað sér heimild-
ar til verkfallsboðunar. Hins veg-
ar hafa fjögur af þessum félögum
afhent samninganefnd
Sjómannasambandsins umboð til
verkfallsboðunar. Þeirra á meðal
eru Sjómannafélag Eyjafjarðar
og Sjómannafélagið Jötunn í
Vestmannaeyjum.
„Önnur félög voru ekki tilbúin
til að fara í verkfall," segir Kon-
ráð og tekur undir að skilja megi
sem svo að á svæðum þessara
félaga sé mesta krafan um nýja
Fræðsluskrifstofa Norðurlands vestra:
Fáir sækja í kennarastarfið
- þrjár skólastjórastöður í boði
Um fjórðungur af kennara-
stöðum í Norðurlandsumdæmi
vestra hefur verið auglýstur
laus til umsóknar nú í vor, en
nokkuð erfitt er að gera sér
grein fyrir því um hversu marg-
ar stöður er að ræða því
kennsluhlutföll eru mjög mis-
munandi. Um 200 kennara-
stöður eru í fræðslu-
umdæminu.
Guðmundur Ingi Leifsson
fræðslustjóri Norðurlandsum-
dæmis vestra segir að umsóknar-
frestur um kennarastöður
se
útrunninn, en eftirspurn nú sé
sýnu minni en fyrir ári og til
sumra skólanna hefur varla borist
fyrirspurn eða umsókn. Skólarnir
á landsbyggðinni eru í síharðn-
andi samkeppni við skólana á
höfuðborgarsvæðinu, og algengt
er að kennarar sæki fyrst um
stöðu í Reykjavík áður en
atvinnumöguleikar á landsbyggð-
inni eru skoðaðir, og þá oft eftir
afsvar á höfuðborgarsvæðinu.
Slíkar umsóknir berist því oft
ekki fyrr en upp úr miðjum
ágústmánuði.
Guðmundur segir að hugsan-
lega séu umsóknir fleiri, en frá-
farandi skólanefndir gangi marg-
ar hverjar ekki frá umsóknum,
heldur ætli nýjum skólanefndum
það starf.
Þrjár skólastjórastöður eru nú
auglýstar lausar til umsóknar í
fræðsluumdæminu; þ.e. á Hofs-
ósi, Hólum og í Varmahlíð, en
skólastjórastaðan í Varmahlíð
verður aðeins veitt til eins árs,
þar eð Páll Dagbjartsson skóla-
stjóri er í ársleyfi. GG
samninga fyrir sjómenn og mest-
ur hugur í sjómönnum til
aðgerða. „Fiskverðið er það
lægsta í landinu hér og það skap-
ar auðvitað óánægju sem tengist
samningunum. Vestmanneying-
arnir hafa á hinn bóginn betri
tekjur en vilja einfaldlega Ijúka
þessari óvissu. Óvissan er mjög
slæm og betra væri að gengið væri
hreint til verks og þessu yrði slitið
núna heldur en halda áfram á
sömu nótum og verið hefur
undanfarið. Menn þola ekki
svona vinnubrögð," sagði
Konráð. JOH
Málefnasamningur bæjarstjórnar Blönduóss:
Ahersla á fjár- og atviimumál
Nýkjörin bæjarstjórn Blöndu-
óss kom saman til fyrsta fundar
sl. þriðjudag. Kynntur var
málefnasamningur meirihlut-
ans og kosið í embætti forseta
og bæjarráð. Kosið verður í
nefndir og önnur embætti á
næsta bæjarstjórnarfundi.
Ófeigur Gestsson verður
áfram bæjarstjóri á Blönduósi.
Pétur A. Pétursson var kjörinn
forseti bæjarstjórnar, Páll
Elíasson 1. varaforseti og Unnur
Kristjánsdóttir 2. varaforseti. í
bæjarráð voru kjörnir aðalmenn
Óskar Húnfjörð af D-lista, Vil-
hjálmur Pálmason af H-lista og
Guðmundur K. Theodórsson af
K-lista. Varamenn bæjarráðs
verða Páll Elíasson, Sigrún
Zophaníasdóttir og Unnur Krist-
jánsdóttir. Bæjarráð kemur sam-
an til fyrsta fundar í dag og skipt-
ir með sér verkum og nánast
öruggt er að Óskar Húnfjörð
verði formaður bæjarráðs.
Að sögn Ófeigs Gestssonar,
bæjarstjóra, verða hefðbundin
m 1 sett í forgangsverkefni fyrir
þt ta kjörtímabil. Fyrir það
fyrsta verða það fjármál og síðan
koma atvinnumál, hafnarmál,
íþrótta- og skólamál og umhverf-
ismál. Lögð verður áhersla á að
koma upp brynvarnargarði í
höfninni og tryggja áfram stöðugt
atvinnulíf að lokinni Blöndu-
virkjun. Ófeigur sagði að að
loknum virkjunarframkvæmdum
muni vanta atvinnutækifæri fyrir
50-60 manns.
Lagt verður kapp á að klára
innréttingu íþróttamiðstöðvar-
innar á Blönduósi, efla ferða-
málaþáttinn í bæjarfélaginu og
huga áfram að umhverfismálum í
tengslum við endurskoðun aðal-
skipulags bæjarins.
Eitt af markmiðum meirihlut-
ans í bæjarstjórn er að tryggja
lausafjárstöðu bæjarsjóðs þannig
að reksturinn skili fjármunum til
framkvæmda. Þá stefnir meiri-
hlutinn að því að gera stjórnun í
ýmsum deildum bæjarins mark-
vissari og forstöðumenn þeirra
ábyrgari en verið hefur. -bjb