Dagur - 14.06.1990, Page 2

Dagur - 14.06.1990, Page 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 14. júní 1990 fréttir Samkomulag meiriMutaflokkanna í bæjarstjóm Akureyrar Bæjarfulltrúar Alþýðubanda- lags og Sjálfstæðisflokks hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akur- eyrar. Samkomulagið byggir á stefnuskrám flokkanna og mál- efnasamningi þeim sem hér fylgir. Bæjarstjóri verður Halldór Jónsson. Forseti bæjarstjórnar verður 1990 af G-lista, 1991 af D- lista, 1992 af G-lista og 1993 af D-lista. Formaður bæjarráðs verður 1990 af D-lista, 1991 af G- lista, 1992 af D-lista og 1993 af G-lista. Atvinnumál Meginverkefni bæjarstjórnar er að leita allra tiltækra leiða til að efla atvinnulíf á Akureyri á kom- andi árum. í því skyni verður m.a. unnið að eftirfarandi verk- efnum. Teknar verði upp viðræður við stjómvöld, sameignaraðila og stjórn Landsvirkjunar um sölu á eignarhluta Akureyrar í Lands- virkjun. Peir fjármunir sem þannig fást skulu nýttir til lækk- unar á skuldum Hitaveitu Akur- eyrar og til nýsköpunar í atvinnu- lífi. Þar skal sérstaklega vinna að því að auka hlutdeild Akureyrar í sjávarútvegi og að efla Háskól- ann á Akureyri. Hlutverk og verksvið Iðnþró- unarfélags Eyjafjarðar verður endurskoðað í samvinnu við aðra hluthafa og metið hvort ástæða sé til breytinga á verkefnum þess. Sérstakur starfsmaður skal ráðinn til þess að vinna að atvinnumálum á vegum atvinnu- málanefndar. Verði gerðir samningar um byggingu álvers á íslandi eru flokkarnir sammála um að hættu- legt væri, vegna byggðaröskunar, að slíkt stórfyrirtæki yrði sett nið- ur við Faxaflóa. Áfram verði haldið samvinnu við önnur sveitarfélög í Eyjafirði um þetta mál og verði umhverfis- sjónarmiða þar sérstaklega gætt. Tekjuöflun og þjónustugjöld Á kjörtímabilinu skulu tekju- stofnar bæjarins, aðstöðugjald, fasteignagjöld og útsvar - nýttir með sambærilegum hætti og við gerð fjárhagsáætlunar 1990. Gjalddögum fasteignagjalda verði fjölgað í átta. Þjónustugjöld taki breytingum í samræmi við verðlagsbreyting- ar, en haldist að öðru leyti óbreytt frá því sem nú er. Flokkarnir eru sammála um að vinna sérstaklega að eftirtöldum verkefnum á komandi kjörtíma- bili: - íbúða- og þjónustukjarna, hlið- stæðan þeim sem nú er að rísa við Víðilund, skal byggja í samvinnu við Félag aldraðra. - Heimaþjónusta verður aukin og fleiri öldruðum gefinn kostur á dagvistun. - Átak skal gert í fegrun mið- bæjarins og Strandgatan end- urbyggð. - Sérstök áætlun um lagningu göngu- og hjólreiðaleiða um bæinn skal gerð og henni hrundið í framkvæmd. - Uppbygging fráveitukerfisins verður hafin og grófhreinsistöð tekin í notkun. - Sorphirða skal tekin til endur- skoðunar með það í huga að flokka sorp og endurvinna það, draga úr mengunarhættu og koma í veg fyrir náttúru- spjöll. - Áfram skal haldið gerð reið- vega um bæjarlandið og að- staða í hesthúsahverfum bætt. - Sundaðstaða verði stórbætt: Unnið að uppbyggingu sund- laugarsvæðisins við Þingvallar- stræti, m.a. með byggingu barnalaugar og heitum pottum verið komið fyrir við sundlaug í Glerárhverfi. - Endurskipulagningu veitu- stofnana skal haldið áfram með það í huga að sameina verkefni þeirra enn meir. - Samfelldum skóladegi verði komið á og gerðar nauðsynleg- ar ráðstafanir í því skyni. - Byggður verði skóli í Gilja- hverfi. - Ný framkvæmdaáætlun um byggingar, endurbætur og lóðir skólanna skal gerð og eftir henni unnið. - Uppbyggingu Verkmennta- skólans og Menntaskólans verði haldið áfram í samvinnu við stjórnvöld. - Háskólinn á Akureyri skal studdur af alefli til að auka námsframboð og rannsóknir. Bærinn kosti kapps um að stofnanir sjávarútvegsins teng- ist háskólanum þannig að Akureyri verði miðstöð sjávar- útvegs í landinu. - Fargjöld barna með Strætis- vögnum Akureyrar skulu mið- uð við skólaskyldu og tekin upp sérfargjöld fyrir fram- haldsskólanema og þá aðra sem mest nota vagnaná- - Æskulýðsstarf verði í öllum skólahverfum bæjarins og áhersla lögð á góða samvinnu við skólana um þau mál. - Dvalartími á dagvistum verði sveigjanlegri og þær opnaðar börnum yngri en tveggja ára. - Komið verði upp skóladag- heimili utan Glerár og byggðar dagvistir með það að markmiði að fullnægja dagvistarþörf. - Hafist verði handa um við- byggingu við Amtsbókasafnið og reynt að fá stjórnvöld til að leggja fjármuni á móti Akur- eyrarbæ í slíka menningarmið- stöð. - Akureyrarbær styðji þau áform að gera Grófargil að miðstöð lista í bænum. - Eldri húsum í eigu bæjarins skal komið í viðunandi horf. - Byggingu félagslegra íbúða skal haldið áfram og m.a. byggðar 10 leiguíbúðir á ári og möguleikar þessa kerfis nýttir í þágu aldraðra og öryrkja. - Undirbúningi að byggingu náttúrufræðistofnunar og gagnasafns verði fram haldið í samvinnu við stjórnvöld. - Stutt verði við byggingu fleiri stúdentaíbúða og þrýst á að byggð verði heimavist fyrir nemendur framhaldsskóla. Bókun: Bæjarfulltrúar Alþýðubandalags- ins ítreka forsendur flokksins fyr- ir uppbyggingu stóriðju á íslandi: að tryggja verði þjóðhagslega hagkvæmni, ótvírætt forræði íslendinga og að umhverfi sé ekki stefnt í hættu vegna mengunar. Háskólinn á Akureyri: Um 20 stódenta mun vanta húsnæði Háskólinn á Akureyri auglýsti á dögunum eftir leiguhúsnæði fyrir stúdenta, í samvinnu við Húsnæðismiðlun náinsmanna. Að sögn Ólafs Búa Gunn- iaugssonar, skrifstofustjóra HA, bárust 10-15 fyrirspurnir frá eigendum leiguhúsnæðis á Akureyri. Nú er nokkuð Ijóst að þegar búið verður að fylla stúdentagarðana, sem eru með 34 pláss, vanti um eða yfir 20 stúdenta húsnæði, miðað við þær umsóknir sem hafa borist um skólavist næsta vetur. „Umsóknarfrestur um stúd- entagarðana rennur út 20. júní og eftir þann tíma getum við far- ið að leiða saman húseigendur og tilvonandi leigjendur," sagði Ólafur Búi. Hluti af stjórn Félagsstofnunar stúdenta fundaði í gær um hús- næðismál stúdenta við Háskól- ann á Akureyri og fór yfir þær fyrirspurnir sem bárust. „Það verður ekkert ákveðið fyrr en eft- ir 20. júní. Það má fastlega gera ráð fyrir að út úr þessari húsa- leigumiðlun komi einhver bunki af herbergjum og íbúðum sem Félagsstofnun stúdenta hefur- milligöngu um leigu á,“ sagði Ólafur Búi. Annars veltur þetta einnig á aðsókn að skólanum. Umsóknar- frestur um skólavist næsta vetur rann út 1. júní sl. og er búið að svara flestum umsóknunum. Nemendur þurfa að staðfesta umsóknir sínar fyrir lok mánað- arins, misjafnt þó eftir brautum, og sagði Ólafur Búi að þá tækju húsnæðismálin á sig endanlega mynd. -bjb Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Hrefna Hjálmarsdóttir, forstöðumaður Brekkukots, hefur fengið 42 þúsund króna styrk úr fræðslusjóði til þess að kynna sér starfsemi skóla- dagheimila í Randers í Dan- mörku dagana 17.7.-7.8. nk. ■ Á síðasta fundi íþróttaráðs lagði Halldór Jóhannsson, landslagsarkitekt, fram hug- myndir að áfangaskiptingu við nýframkvæmdir við Sundlaug Akureyrar. íþróttaráð fói Halldóri að vinna áíram að nánari útfærslu og kostnaðar- áætlun raiðað við framlagðar hugmyndir að áfangaskipt- ingu. , : ■ Hcilbrigðisfulltrúi Akur- eyrarbæjar mun loka Iðavöll- um verði ekki gerðar endur- bætur á húsnæði dagvistarinn- ar fyrir næsta vetur. Á fundi félagsmálaráðs 14. maí sl. var dagvistarfulltrúa falið að láta gera kostnaðarúttekt á hús- næði dagvistarinnar hið bráð- asta. ■ Félagsmálaráð gerir að til- lögu sinni að ný dagvíst í Þver- holti, sem tekur til starfa í ágúst nk., beri heitið Holta- kot. ■ Á fundi félagsmálaráðs 5. júní sl. var kynntur undir- skriftalisti frá íbúum á Oddeyri vegna fyrirhugaðrar byggingar leiguíbúðar að Ægisgötu 30. Fram kemur í bókun félags- málaráðs að Guðrúnu Sigurð- ardóttur hafi verið falið að ræða við íbúana um þessi mál, verði þess óskað, en hins veg- ar standi fyrri ákvörðun fé- iagsmálaráðs um úthlutun íbúðarinnar óbreytt. ■ Erla Hrönn Jónsdóttir hef- ur tekið til starfa sem félags- ráðgjafi við Félagsmálastofn- un Akureyrarbæjar. ■ Fólagsmálaráð hefur sam- þykkt að ráða Kari Mette Johansen í 50% starf yfir- fóstru á Lundarseli. Þá sam- þykkti félagsmálaráð uppsögn Sigríðar Gísladóttur, for- stöðumanns, og Sigrúnar Jónsdóttur, yfirfóstru, er störfuðu á Iðavöllum. Upp- sögn þeirra tók gildi 1. júní sl. ■ Atvinnumálanefnd ítrekar áhyggjur sínar vegna flutnings hiuta æðstu stjórnunarstarfa Álafoss hf. frá Ákureyri suður í Mosfellsbæ. Formaður atvinnumálanefndar upplýsti á fundi nefnarinnar nýverið að í heimsókn til höfuðstöðva Ála- foss hf. hafi komið fram að stjórn fyrirtækisms hafi þegar samþykkt flutning hluta stjórnunarstarfa. ■ Atvinnumálanefnd hefur samþykkt 50 þúsund króna styrk vegna fundar um stór- iðjumál í Sjallanum. Akureyri: Skipulagsdeildin á hrakhólum? vegna húsnæðisvanda Tónlistarskólans Stjórn Tónlistarskólans a Akureyri hefur farið fram á afnot af hluta neðstu hæðar- innar í Hafnarstræti 81b, en sem kunnugt er hefur skipu- lagsdeild Akureyrarbæjar verið þar til húsa. Tónlistar- skólinn á í miklum húsnæðis- erfíðleikum og fer fram á lausn mála fyrir haustið. Að sögn Stefáns Stefánsson- ar, bæjarverkfræðings, liggur lausn málsins ekki fyrir og ekki verið tekin ákvörðun um hvort skipulagsdeildin verður að víkja og þá hvert. Hafnarstræti 81 b er í eigu Akureyrarbæjar þannig að það verður verkefni nýrrar bæjarstjórnar að útvega skipu- lagsdeildinni húsnæði ef hún verður að víkja fyrir Tönlistar- skólanum. Kjörbúð KEA, Sunnuhlíð 12 Ódýrt Úr kjötborðinu beint á grillið: Svínakjöt, lambakjöt, folaldakjöt, nautakjöt. RC cola IV2 99 Sinalco IV2 99 Egils að sjálfsögðu Sanitas pilsner 6 í pakka 250 Beirxt úr ofninum: Grillaðir kjúklingar Opið frá kl. 9-20 frá mánudagi til föstudags. Laugardag kl. 10-20. ,597 kr. stk. íslensk grillkol 188 kr.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.