Dagur - 14.06.1990, Page 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 14. júní 1990
„Að vinna með hörkukörlum
er bætandi“
- segir Einar Þór Karlsson, nýstúdent
Sjómannadagurinn með ræðuhöldum og
skemmtan er frá, alvaran blasir við og tog-
ararnir láta úr höfn. Líf togarasjómannsins
er mjög sérstakt og margt hefur verið rætt
og ritað um hetjur hafsins. Ungur maður,
nýkominn úr skóla með stúdentskoll, geng-
ur niður bryggjuna á leið til skips með pok-
ann sinn. Hann er að fara í sinn annan túr.
Hann var heppinn, fékk vinnu. Ungt skóla-
fólk á í erfiðleikum, það fær ekki vinnu og
nám í haust er ekki mögulegt ef sumarvinn-
una vantar og þjóðlífið er ekki uppbyggi-
legt þegar slík staða er komin upp.
Ég er heppinn
„Ég var heppinn," sagði ungi
nýstúdentinn viðmælandi minn,
„ég fékk vinnu.“ Þessi ungi mað-
ur er frá Akureyri, Einar Þór
Karlsson, nýsloppinn frá próf-
borðinu með stúdentskollinn og
er nú orðinn togarasjómaður eins
og margur námsmaðurinn. „Mig
hefur alltaf langað að prófa sjó-
mennskuna og á sjó eru góðir
tekjumöguleikar þegar vel
fiskast. Eg þarf góðar tekjur, því
ég ætla í háskólanám í haust. Jú,
það er erfitt hjá skólamönnum í
dag. Erfitt er að fá vinnu. Margir
félaga minna úr skólanum eru
atvinnulausir og geta ekki farið í
framhaldsnám nema vinna fáist.
Ég er háseti á Svalbak, togara
Útgerðarfélags Akureyringa hf.,
og er að fara í minn annan túr.
Þegar ég kom að vestan, en ég
útskrifaðist frá Fjölbrautaskólan-
um á Sauðárkróki í vor, fór ég
niður á Útgerðarfélag og talaði
Hestamannafélagið Funi
AFMÆLIS-
HÁTÍÐ
í tilefni af 30 ára afmæli Funa verður afmælishátíð
haldin í Laugaborg, laugardaginn 23. júní nk. og
hefst kl. 21.00.
Létt skemmtiatriði, veitingar og dansleikur.
Félagsmenn og velunnarar félagsins
eru hvattir til að mæta.
Miðapantanir í símum 24933 og 31126 í seinasta lagi mið-
vikudaginn 20. júní.
Allir velkomnir. Stjórnin.
Tilboð
Miðursneidd
lambalærí
I/erð 695.- kg
hversdagsís
l/erð 225.-1 lítrí
við útgerðarstjórann og falaðist
eftir vinnu á togara. Hann tók
mér vel og sagðist skyldi hugsa til
mín, þrátt fyrir að ég hefði aldrei
á sjó komið. Tveir dagar liðu, þá
kom kallið. Þú getur fengið túr á
Svalbak. Komdu niður á bryggju
strax, skipið bíður. Sú staða hafði
komið upp að háseti hafði forfall-
ast á síðustu stundu og nú var ég
gripinn. Ég átti ekkert til sjó-
mennsku. Sjógallinn var ekki til
og raunar vissi ég ekki, hvað ég
skyldi taka með mér í túrinn. Ég
hringdi því í ofboði í fjölskyldu-
vin, sem var nýhættur togara-
mennsku og falaðist eftir sjópok-
anum hans. Sjópokinn var klár
og eftir andartak var ég á bryggj-
unni og kominn um borð og land-
festum var sleppt.“
Eitthvað stórbrotið
„Veðrið var dásamlegt, fjörður-
inn spegilsléttur og ég naut þess
að hjálpa til við að koma land-
festunum niður á sinn stað. Síðan
var farið niður og ég fékk koju og
mannskapnum var skipt upp á
vaktir, stýrimannsvakt og báts-
mannsvakt. Ég var heppinn með
koju, því þannig er málum háttað
að ég er tveggja metra maður og
þurfti því langa koju. Strákarnir
sögðu, að ég væri heppinn, ég
fengi lengstu kojuna í flotanum,
því annar langur hafði verið há-
seti á skipinu og koja hafði verið
sérútbúin fyrir hann.
Úti í fjarðarkjafti var kúrsinn
tekinn vestur, því við ætluðum á
grálúðumiðin fyrir vestan og því
var langt stím fyrir höndum, hátt
í sólarhringur. Ég lenti fljótlega á
stímvakt og það var það fyrsta
sem ég gerði um borð. Mér verð-
ur ailtaf minnisstætt þegar við
sigldum í gegnum ísinn fyrir vest-
an og eins hve mikið líf er úti á
sjó og hvað strandlengjan er
falleg. Hornbjargið er fallegt og
sumarnóttin á sjó er guðdómleg
þegar vel viðrar. Það er eitthvað
sem kemur við mann sem erfitt er
að tjá sig um. Eitthvað stórbrotið
sem leiðir að innstu sálarrótum.
Þegar við komum vestur á grá-
lúðumiðin var sem að við værum
að sigla inn að stóru þorpi, því
skipin voru svo mörg og úr
fjarska var þetta sem stór bær af
ljósunum að dæma. Á leiðinni
vestur hafði annar stýrimaður
farið með mér um skipið og sýnt
mér það helsta og mörg voru
nöfnin sem voru framandi. Allt
var klárt og trollið var látið fara,
en ég var aðstoðarmaður á bak.
Það söng og hvein f vírum, trollið
var komið í sjóinn og við fórum
niður til að gera lestina klára.
Þegar það var búið var farið inn í
messa og við fengum okkur kaffi-
sopa.“
s
Eg lít upp til togaramanna
„Maturinn um borð var mjög
góður og mér er sagt að svo sé á
öllum togurum Útgerðarfélags-
ins. Raunar er ég ekkert hissa á
því. Menn sem vinna mikið verða
að fá mikinn og góðan mat, ann-
að gengur ekki. Veiðin var ekki
mikil til að byrja með, en þetta
lagaðist er á leið og ég var hafður
í nálakörfunni eins og allir byrj-
endur reyna, þegar hásetarnir
unnu að lagfæringum og bæting-
um á trollinu. Þar sem við vorum
á veiðum þarna djúpt vestur af
landinu á grálúðumiðunum komu
oft upp með trollinu fiskar sem
ég hafði aldrei séð fyrr og einn
hákarl stóran fengum við í vörp-
una, sem var gert að.
í sjálfu sér kom lítið mér á
óvart í þessum fyrsta túr. Vinur
minn hafði sagt mér frá því helsta
um borð, þetta er rútínuvinna
sem maður verður að setja sig
inn í fljótt og vel og síðan er það
tíminn og reynslan sem kennir
ásamt góðum félögum, en um
borð í Svalbak voru allir boðnir
og búnir til að hjálpa mér og
kenna.
Eftir nokkra daga á Torginu
var kippt á Jökultungurnar, en
þar fengum við karfa og ufsa. Við
fengum stórt hol af ufsa og þá
urður karlarnir hálf fúlir. Verð
fyrir ufsann er svo lítið að þeir
vildu meina að vinnan við hann
væri alger atvinnubótavinna.
Togarar Útgerðarfélagsins eru
oftast þetta 11-12 daga á veiðum
og við vorum það. Veiðin var 150
tonn, sem þykir víst ekki mikið,
enda hefur gengið erfiðlega í
grálúðunni. Hún var iengi vel
ekki á hefðbundinni slóð, stóð
djúpt og erfitt var að athafna sig
við hana.
Mín fyrsta sjóferð hefur kennt
mér margt. Fyrir það fyrsta að
bera virðingu fyrir öllum
störfum. Mililvægt er að vinna
vel og mér er ljóst að starf sjó-
mannsins er erfitt og að vera að
heiman svo langtímum skiptir
reynir á. Líf togarasjómannsins
er einhæft, þá á ég við að það felst
í að vinna, sofa og borða. Áuðvitað
getur starfið sem slíkt verið fjöl-
breytt, því margt er það sem get-
ur komið upp á, en eitt er degin-
um ljósara, að launakjör sjó-
manna verður að laga. Heilt yfir
hafa sjómenn ekki nægilega góð
laun. Fjarvistir frá heimilum eru
miklar og vinnan mikil.
Að mínu mati væri það hollt
hverjum ungum skólamanni að fá
tækifæri til að fara til sjós, þessi
skóli sem togarinn er, er svo dýr-
mætur. Að vinna með hörkukörl-
um og þurfa að standa sig er bæt-
andi og í mínu tilfelli gerir mig
enn harðari í að leita mér náms,
þannig að líf mitt verði ekki
togaramennska úti á ballarhafi
við misjafnar aðstæður. Ég lít
upp til togaramanna og sjó-
manna, þeir gera okkur kleift að
búa í þessu landi, en fyrst og
fremst er mín togaramennska til
að afla tekna til þess að geta ver-
ið í skóla og jafnframt til að ná
dýrmætri reynslu sem togara-
mennskan er vissulega." ój
Samvinnuháskólinn á Bifröst:
Fyrstu rekstrarfræðingamir
★
Svartfuglsegg
110.- kr. stk.
Kjörbúð KEA
Brehhuaötu 1
Fyrstu rekstrarfræðingarnir frá
Samvinnuháskólanum á
Bifröst voru brautskráðir við
sérstaka skólahátíð sunnudag-
inn 27. maí, en sl. vetur var 72.
starfsár skólans og 2. árið sem
stofnunin starfar á háskóla-
stigi.
Alls voru 29 rekstrarfræðingar
brautskráðir með prófgráðu
rekstrarfræðings eftir tveggja
vetra nám á háskólastigi, en þessi
prófgráða samsvarar t.d. norsku
námsgráðunni „Högskolekandi-
'dat“ og bresku námsgráðunni
„Higher National Diplom“.
Glæsilegustum námsárangri
náði Ragnheiður Björk Guð-
mundsdóttir, en hún var einnig
formaður Skólafélagsins sl.
vetur.
í yfirlitsræðu rektors kom fram
að mjög miklar breytingar urðu á
skipulagi skólans á sl. vetri. Með-
al annars var hann gerður að
sjálfseignarstofnun og nafni
stofnunarinnar breytt. Nýlega
hefur dómnefnd lokið umfjöllun
um starfsforsendur kennara og
voru lektorar síðan ráðnir, sumir
þeirra í hlutastörf. Þá hlaut stofn-
unin hluta af Bifrastareignum að
gjöf.
Mjög mikil aðsókn er að Sam-
vinnuháskólanum og hafa aldrei
fyrr verið þar svo margir nem-
endur saman sem þessi misserin.
Alls er Bifröst nú orðin að þorpi
með u.þ.b. 150 íbúa. Lokið er
inntöku nýnema fyrir næsta ár og
varð að setja tæpan þriðjung um-
sækjenda á biðlista vegna fjölda.
(Fréttatilkynning frá Samvinnuháskólanum á
Bifröst.)